Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 1
13. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 17. JANÚAR 2002 DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði í gær frá því að yfir 200 bandarískir hermenn tækju nú þátt í herferð filippseyskra stjórnarhermanna gegn hryðjuverka- mönnum sem talið er að tengist al- Qaeda, hreyfingu Osama bin Ladens, og væru fleiri á leiðinni. Sagði Rums- feld hermennina meðal annars vera á Basilan-eyju þar sem liðsmenn músl- imasamtakanna Abu-Sayyaf hafa bandarísk hjón og filippseyskan hjúkrunarfræðing í gíslingu. Rumsfeld sagði að aðgerðirnar væru gott dæmi um að baráttan gegn hryðjuverkum væri hnattræn en ekki eingöngu háð í Afganistan. Aðspurð- ur sagði hann enn berast misvísandi fregnir af verustað bin Ladens og múllans Mohammad Omars, leiðtoga talibana, en sagðist álíta að þeir væru enn einhvers staðar í Afganistan. George W. Bush Bandaríkjaforseti ítrekaði í gær andstöðu sína við að bandarískir hermenn tækju þátt í friðargæslunni í Afganistan sem verður undir forystu breskra her- manna. Sagði hann margar þjóðir hafa boðist til að senda hermenn til gæslustarfanna. „Ég hef sagt það skýrt að okkar hermenn verða not- aðir til að heyja stríð og vinna það,“ sagði forsetinn. Sáttatónn í Indverjum Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær til Pakist- an sem er fyrsti áfangastaður hans á ferð til Asíulanda. Hann hvatti Pak- istana og Indverja til að forðast að grípa til örþrifaráða í deilum þjóð- anna sem hafa báðar safnað saman- lagt nær milljón manna herliði við landamærin vegna deilnanna um Kasmír. Bæði ríkin ráða yfir kjarn- orkuvopnum. Indverjar krefjast þess að Pakistanar hætti öllum stuðningi við hryðjuverkamenn úr röðum að- skilnaðarsinna í þeim hluta héraðsins sem Indverjar stýra. Powell sagði styrjöld í Suður-Asíu of hræðilega til að hægt væri að velta henni fyrir sér og hrósaði gestgjafa sínum, Pervez Musharraf forseta, fyrir „dirfskufulla“ ræðu sem hann hélt sl. laugardag, en þá fordæmdi forsetinn öll hryðjuverk skilyrðis- laust. Náinn ráðgjafi Atal Bihari Vajp- ayee, forsætisráðherra Indlands, seg- ir að ræðan hafi lagt grundvöll að sáttum og innanríkisráðherra lands- ins, Lal. K. Advani, sagðist „aldrei hafa heyrt nokkurn pakistanskan leiðtoga fordæma klerkaveldi“ með sama hætti og Musharraf. Pakistan- stjórn hefur síðustu daga látið hand- taka um 2.000 liðsmenn samtaka sem grunuð eru um hryðjuverk. Einnig hefur hann lagt til atlögu gegn skól- um sem bókstafstrúaðir múslimar reka, en skólarnir eru oft taldir vera gróðrarstía ofstækis og hryðjuverka. Þá hefur verið skýrt frá því að þegar næst verði kosið muni kristnir og aðr- ir trúflokkar en múslimar fá fullan kosningarétt. Hundruð Bandaríkjaher- manna til Filippseyja Aðstoða stjórnarherinn í stríð- inu við hryðjuverkasveitir Washington, Islamabad. AP, AFP.  Bandaríski/28 JAPÖNSK stúlka, Reiko Higuchi frá Tókýó, á svölum dómkirkjunnar í Mílanó á Ítalíu í gær. Mikil loft- mengun er nú víða í landinu og hafa stjórnvöld í mörgum borgum tak- markað bílaumferð til að sporna við menguninni. Higuchi notar grisju eins og algengt er að íbúar stór- borga í Austur-Asíu geri. AP Mengun í Mílanó Reuters GÖTUSALAR í borginni Harbin í norðurhluta Kína selja ferða- mönnum litskrúðuga flugdreka á bakka árinnar Songhua Jiang. Víða er reynt að efla ferðaþjón- ustu í kínverskum borgum og þá sakar ekki að geta boðið til sölu varning sem á sér mörg þúsund ára hefð. Kínverjar munu hafa fundið upp flugdrekann. Kínverskir flugdrekar á hagstæð- um kjörum Börnin stýra neyslunni BÖRN eru orðnir sjálfstæðir og meðvitandi neytendur frá 5–7 ára aldri, segir í nýrri skýrslu sem Berlingske Tidende greindi frá í gær. Þau kunna góð skil á merkja- vörum, hafa mikil áhrif á innkaup foreldra og beina auglýsingafyr- irtæki því athygli sinni í vaxandi mæli að því að kanna viðbrögð barna niður í fjögurra ára aldur. Sérfræðingar á vegum Viðskiptaháskólans danska gerðu könnun á neysluvenjum og skýrslu um niðurstöðurnar. Lítil börn eru oft látin sitja í innkaupa- vagninum og þá benda þau á það sem þau vilja helst, hvaða kart- öfluflögur o.s.frv. Einnig geta þau haft sitt fram með stanslausu relli eða beinum samningaviðræðum við foreldrana. Að jafnaði er annað hvert barn á aldrinum 8–10 ára í Danmörku með sitt eigið sjónvarpstæki inni í svefnherberginu. „Þetta merkir að þau sitja sjálf með fjarstýr- inguna og ákveða hvaða auglýs- ingar og hvaða þætti þau vilja sjá,“ segir Jens Carsten Nielsen, stjórnandi stofnunarinnar sem gerði skýrsluna. Í ljós kom að um 87% tíu ára barna eru með eigin bankareiking sem vasapeningar eru lagðir inn á mánaðarlega, síð- ar bætast svo við tekjur sem þau hafa af starfi utan skólatíma. BANDARÍKJAMENN segja að stjórn Yassers Arafats Palestínu- leiðtoga hafi stigið skref í rétta átt er hún handtók á þriðjudagskvöld Ahmed Sadaat, leiðtoga Alþýðufylk- ingarinnar fyrir frelsun Palestínu, PFLP. Samtökin lýstu í fyrra morði á ísraelska ráðherranum Rehavam Zeevi á hendur sér. Philip Reeker, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, sagði þó að Arafat yrði að grípa til róttækari aðgerða. „Við væntum þess að hann gegni skyldum sínum, bregðist skjótt við og af ákveðni gegn þeim sem grafa undan myndugleika hans og vonum Palestínumanna með ofbeldi og hryðjuverkum,“ sagði Reeker. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fullyrti að handtaka Sadaats hefði verið sett á svið og væri dæmi um óheilindi Arafats. „Palestínustjórn hefur aldrei handtekið neinn í alvöru,“ sagði ráð- herrann. Shimon Peres, utanríkis- ráðherra Ísraels, sagði í gær að ferðafrelsi Arafats yrði heft þar til hann hefði framselt alla sem stóðu að morðinu á Zeevi. Er ísraelska sjón- varpið ræddi við Arafat í gær sagðist hann aðspurður enn telja að hægt væri að semja um frið ef vilji væri fyrir hendi. Hann sagðist vona að Sadaat segði til þeirra sem myrt hefðu Zeevi. Hefðu öryggissveitir hans ekki fundið Sadaat fyrr en á þriðjudag þar sem hann hefði dulbú- ist með því að raka sig og breyta út- liti sínu á fleiri vegu. Að sögn liðsmanna Sadaats var hann ginntur á fund Tawfiqs Tiraw- is, yfirmanns leyniþjónustu Arafats, í Ramallah og skyndilega handtek- inn. Hundruð stuðningsmanna PFLP í Ramallah, Nablus og á Gaza- ströndinni mótmæltu handtökunni í gær. „Tirawi, þú ert samverkamaður CIA [bandarísku leyniþjónustunn- ar],“ var hrópað. Ísraelar handtóku í gær níu liðsmenn PFLP á Vestur- bakkanum og sögðu þá hafa und- irbúið árásir á landnema gyðinga. Segja hand- töku sviðsetta Washington, Jerúsalem. AFP, AP. Sharon lítt sáttfús en Arafat segist enn vera vongóður um frið STJÓRN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) veitti í gær Argentínumönn- um frest í eitt ár til að greiða 933 milljóna dollara afborgun af skuld- um sínum en gjalddaginn er í dag. Argentínumenn skulda IMF nær 14 þúsund milljónir dollara en eru nánast gjaldþrota. Opinberar skuldir ríkisins nema alls um 141 milljarði dollara. Ed- uardo Duhalde, forseti Argentínu, sagði á þriðjudag að hann vildi efla mjög samstarf við önnur ríki Róm- önsku-Ameríku. Að sögn The Wash- ington Post hvatti hann til þess að ríkin tækjust á við „ofurvald“ iðn- ríkjanna og vill að Argentína og Brasilía sameinist um gjaldmiðil. Argentínumenn fá aukinn lánsfrest Washington. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.