Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 39 Opið 17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00 19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. – 20. janúar F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 6 0 STÓRÚTSALA Skipholti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 11-18 Opið laugardagakl. 10-14 Gardínuefni frá 100 kr. metrinn Rúmteppaefni á 995 kr. metrinn Stórísar, blúndur, vóal og kappar 20-70% afsláttur „HIN einstöku jarðfræðifyrirbæri í Rauðhólum og vot- lendið austan við Bugðu (Hólmsengjar) mynda sérstæða heild. Slíkt samspil í nánd við byggð er af- ar sjaldgæft. Bugða er hreint og tært vatnsfall og dregur til sín mikið fuglalíf. Áin og vesturbakkinn með náttúrulegum gróðri eru ein heild og ein- stakt útivistarsvæði í borgarlandinu. Hér er því lögð rík áhersla á að svæðið fái að njóta sín óbreytt og þar fari ekki fram nein ræktun. Jafnframt er lagt til að ræktun innan byggðarinnar verði háttað þannig að útsýni yfir ána og til Rauðhóla verði skert sem minnst.“ (bls. 19) Þannig segir í skýrslunni „Nátt- úrufar í austurlandi Reykjavíkur“ frá 1996 sem Náttúrufræðistofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Þar segir líka: „Áin og bakkar hennar eru við- kvæmt svæði og vandi að tengja það byggð svo vel fari. Áin hefur þá náttúru að flæða yfir bakka sína í leysingum og fer þá yfir allstórt svæði. Lagt er til að áin fái að halda þessu eðli sínu þ.e.a.s. að ekki verði farið í neinar þær fram- kvæmdir sem breyta rennsli árinn- ar. Ástæðan er sú að gróska flæði- landsins byggist á þessum flóðum sem veita vatni og næringu yfir svæðið. Því þarf að skipuleggja mörk byggðarinnar þannig að þau séu ekki það nálægt ánni að flóð nái til hennar.“ (bls. 18–19) Á korti í ofannefndri skýrslu er tillaga náttúrufræðinga að nauð- synlegu verndarsvæði meðfram Bugðu og sýnist það vera allt upp í 300 metra breitt. (7. mynd á bls. 20) Enginn sem fylgst hefur með svæðinu og horft yfir það í skyndi- hlákum á vetrum eða vatnavöxtum á vorin efast um réttmæti þeirrar tillögu. Fögur orð á tyllidögum „Staðardagskrá 21, umhverf- isáætlun Reykjavíkur – leiðin til sjálfbærs samfélags –“ var sam- þykkt í borgarráði 6. febrúar 2001. Til þessarar áætlunar er gjarnan vitnað á hátíðis- og tyllidögum og hún hefur verið gefin út í mynd- skreyttum og vönduðum bæklingi. Þar er á bls. 16 fjallað um verndun lands og lífríkis og þar má sjá að stefnt skal að því: – „að höfuðstóll náttúrusvæða haldist óskertur. – að náttúrulegum fjölbreyti- leika lífríkis verði viðhaldið. – að endurheimta einstök vot- lendissvæði. – að tryggja verði að mengun berist ekki í ár, vötn, loft og láð. – að efla fræðslu til almennings og allra skólastiga um gildi náttúruverndar.“ Á sömu blaðsíðu segir líka: „Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á verndun lands og lífríkis í skipulagi borgarinnar. Úttektir á náttúrufari hafa verið gerðar með það að markmiði að kanna m.a. verndargildi einstakra svæða, jarð- myndana og lífríkis. Úttektirnar eru síðan notaðar sem grunnur skipulagsákvarðana.“ Efndir og raunveruleiki Náttúrufræðingar lögðu til, árið 1996, að verndarsvæði við Bugðu næði langt inn á það svæði sem ætlað var undir íbúðarbyggð. Síð- an hefur aðalskipulag verið endur- skoðað og nægur tími sýnist hafa verið til þess að taka tillit til þess- ara úttekta og laga byggðina að þeirri merkilegu og einstæðu borg- arnáttúru sem þarna er. Enn frek- ar hefði átt að vera tilefni til slíks eftir samþykkt umhverfisáætlun- arinnar ef hugur fylgdi máli í þeirri stefnumörkum sem þar er auglýst. Svo er ekki. Stöðugt er talað um mikilvægi þess að þétta byggð og draga úr útþenslu borgar- innar. Nú hafa birst teikningar af nýrri byggð í Norðlingaholti þar sem er gengið þvert á þessa stefnu. Troða á stóru hverfi niður á milli Elliða- vatns og Rauðavatns meðfram ánni Bugðu. Aðeins á að vernda 100 m breitt belti meðfram ánni svo að ljóst er að rennsli Bugðu verður breytt og frjósamt flæðiengi hennar eyðilagt. Um leið er höf- uðstóll náttúrusvæða borgarinnar verulaga skertur, náttúrulegur fjölbreytileiki minnkaður og eyði- lagt einstakt votlendissvæði. Í Norðlingaholtshverfinu á að vera öll þjónusta m.a. bensínstöðvar svo að engin leið verður að koma í veg fyrir mengun í mikilvægu vatna- sviði Elliðaáa. Forsendur þess að hægt sé að fræða bæði skólanemendur og al- menning um náttúru og gildi nátt- úruverndar eru þær að fólk þekki náttúruna. Svæðið við Bugðu er ómetanlegt til fræðslu. Þar er ekki aðeins aðgengilegt og fallegt vot- lendis- og fuglasvæði heldur er á austurbakka árinnar einstakt nátt- úruundur, gervigígar frá nútíma, Rauðhólarnir. Fyrir rúmlega hálfri öld ávítaði Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, landsmenn fyrir að eyðileggja hólana: „...þessa merki- legu, margumskrifuðu og áður fal- legu hóla, sem nú síðustu árin hef- ur verið dreift yfir Hringbrautina og aðrar götur í úthverfum höf- uðstaðarins, ... Allt gull veraldar getur ekki gefið okkur aftur einn einasta geirfugl, og engin nýsköp- unartækni getur byggt Rauðhól- ana upp að nýju.“ Höfum við ekkert lært á hálfri öld? Verðmæti í borg Sigrún Helgadóttir Höfundur er kennari og nátt- úrufræðingur. Umhverfi Rennsli Bugðu verður breytt, segir Sigrún Helgadóttir, og frjósamt flæðiengi hennar eyðilagt. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.