Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 27
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 27
www.esteelauder.com
Kringlunni, sími 568 9033
Þekkt virkni og viðgerðarhæfni Advanced Night Repair fyrir andlitið
skilar sér nú í hinu háþróaða Eye Recovery Complex fyrir augnsvæðið.
Ný efnatækni vinnur gegn smáhrukkum, þurrki,
þrota og dökkum baugum.
Nótt sem dag flýtir hún endurnýjun húðarinnar,
styrkir varnir hennar og gæðir augun æskuljóma.
Við höfum aflað okkur einkaleyfis á þessari einstöku vöru.
Nýjung
Advanced Night Repair
Eye Recovery Complex
Nýjung í augnumhirðu: Vernd og viðgerð
Sérfræðingar frá Estée Lauder
verða í versluninni í dag, fimmtud.
og á morgun föstudag kl. 13-18
og á laugardag kl. 12-16.
Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali.
www.fmeignir.is - fmeignir@fmeignir.is
Mjög gott 282 fm raðhús á
þessum vinsæla stað. Húsið
er á þremur hæðum ásamt
kjallara með innbyggðum
bílskúr. Góð aðkoma og fal-
lega gróið umhverfi. Hús
með mikla möguleika, t.d.
að gera aukaíbúð í kjallaran-
um. 6545
ÁLFTAMÝRI
BANDARÍSKA endurskoðunar-
fyrirtækið Arthur Andersen til-
kynnti á þriðjudaginn uppsögn hátt-
setts starfsmanns sem skipulagt
hefði „skyndilega förgun“ skjala
sem vörðuðu orkufyrirtækið Enron
síðastliðið haust, eftir að opinberir
eftirlitsmenn lögðu fram kröfu um
upplýsingar um orkufyrirtækið.
Þetta er í fyrsta sinn sem And-
ersen viðurkennir að skjölunum hafi
verið eytt í kjölfar þess að krafa kom
frá Verðbréfa- og viðskiptaráðinu
um upplýsingar um starfsemina.
Andersen greindi einnig frá því að
fjórir meðeigendur sem starfa á
skrifstofum fyrirtækisins í Houston
yrðu leystir undan stjórnunarskyld-
um og þrír endurskoðendur hefðu
verið leystir tímabundið frá störfum.
Einn meðeigendanna fjögurra í
Houston, D. Stephen Goddard
yngri, tók virkan þátt í söfnun í
kosningasjóð Georges W. Bush fyrir
tveim árum og var í hópi svonefndra
„brautryðjenda“ sem söfnuðu a.m.k.
100 þúsund dollurum (um tíu millj-
ónum króna). Enron veitti mest allra
fyrirtækja í kosningasjóð Bush.
Framkvæmdastjóri endurskoðun-
ar hjá Andersen, David B. Duncan,
gaf fyrirmæli um eyðingu skjala á
fundi 23. október. Hálfum mánuði
síðar sendi aðstoðarmaður hans
tölvuskeyti í örvæntingu þar sem
sagði: „Stöðvið tætarann.“ Daginn
áður hafði fyrirtækinu borist dóm-
stefna þar sem farið var fram á að
skjölin yrðu afhent alríkisfulltrúum.
Lögfræðifyrirtækið Sullivan &
Cromwell sér um mál Duncans, og
segir hann vinna með rannsóknar-
fulltrúum. Yfirframkvæmdstjóri
Andersen, Joseph Berardino, útilok-
aði ekki að misgjörðir teygðu sig
hærra upp í fyrirtækinu en sem
nemur endurskoðendunum sem þeg-
ar hafa hlotið refsingu. „Við erum
ekki alveg viss ennþá,“ sagði hann í
símtali. „Við viljum ganga úr skugga
um að nægar staðreyndir liggi fyrir
til þess að hægt sé að taka ákvörð-
un.“
Mikilvægur
fundur
Duncan boðaði mikilvægan fund
23. október til þess að skipuleggja
„átak“ til að eyða skjölum, segir
Andersen, nokkrum dögum eftir að
Duncan fékk upplýsingar um að
verðbréfa- og viðskiptaráðið hefði
krafist upplýsinga. Ráðið sendi bréf
til Enron 17. október og bað um
upplýsingar eftir að fyrirtækið til-
kynnti hundraða milljóna dollara tap
á þriðja ársfjórðungi.
Sú staðreynd að starfsmenn
Andersens förguðu skjölum eftir að
hafa komist á snoðir um rannsókn
verðbréfa- og viðskiptaráðsins „er
ekki einungis siðlaus. Það gæti líka
verið glæpsamlegt“, sagði Ken
Johnson, talsmaður Billys Tauzins,
formanns orku- og viðskiptanefndar
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Verðbréfa- og viðskiptaráðið er að
rannsaka þátt Andersens í bókhaldi
Enron, þ. á m. vafasömum sameign-
arfyrirtækjum sem gerðu kleift að
halda um 500 milljóna dala skuldum
utan við bókhald Enron, og gaf yfir-
mönnum Enron færi á að hagnast á
fyrirkomulaginu. Framkvæmda-
stjóri ráðsins sagði í síðustu viku að
umfang rannsóknarinnar hefði verið
aukið og beindist nú að eyðingu
skjala hjá Andersen.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefur hafið glæparannsókn á gjald-
þroti Enron, sem sótti um greiðslu-
stöðvun annan desember sl., en
fyrirtækið var á blómaskeiði sínu
eitt hið öflugasta í Bandaríkjunum.
Gjaldþrot þess er hið stærsta í sög-
unni.
Frá Andersen til Enron
En Andersen sá ekki bara um eft-
irlit með bókhaldi Enron. Sumir
framkvæmdastjórar endurskoðun-
arfyrirtækisins fluttu sig yfir í lyk-
ilstöður hjá Enron og kvöddu þar til
sinn fyrrverandi vinnuveitanda til að
sjá um bæði ytra og innra bókhald
hjá nýja vinnuveitandanum.
„Þetta fyrirkomulag er orðið allt-
of algengt, eins og svo margt sem
komið hefur í ljós við þessa skamm-
arlegu uppákomu,“ sagði Mike
Greenberger, lagaprófessor við Há-
skólann í Maryland. „Þetta eru
óeðlileg tengsl sem vekja spurning-
ar um starfsemi endurskoðenda
yfirleitt.“
Charles Elson, prófessor við Há-
skólann í Delaware, gagnrýndi einn-
ig þessi tengsl. Hann sagði að Verð-
bréfa- og viðskiptaráðið bannaði
ekki þetta fyrirkomulag „en ég held
að þetta sé ekki góð hugmynd vegna
þess að bæði ytri og innri endur-
skoðun er sjálfstætt eftirlit. Ef þetta
er sameinað minnkar virknin um
helming“.
Andersen hefur verið ytri endur-
skoðandi Enron í rúman áratug. Frá
1994 til 1998 réð Enron Andersen til
að sjá einnig um innri endurskoðun,
og árið 2000 greiddi Enron Ander-
sen 25 milljónir dollara í laun. Auk
þess hefur Andersen sinnt öðrum
verkefnum fyrir Enron, t.d. ráðgjöf
og skattskýrslugerð. Fyrir þessi
verk fékk endurskoðandinn 27 millj-
ónir dala til viðbótar árið 2000.
En Enron hefur einnig sótt sér
mannskap til Andersens. Rick Caus-
ey, framkvæmdastjóri reiknings-
halds hjá Enron, var háttsettur
framkvæmdastjóri hjá Andersen áð-
ur en hann gekk til liðs við Enron.
Jeff McMahon, núverandi fjármála-
stjóri Enron, var endurskoðunar-
stjóri hjá Andersen eftir að hann út-
skrifaðist úr háskóla. Hann vann hjá
öðru orkufyrirtæki í Houston áður
en hann réðst til Enron 1994.
Greenberger segir að svona
mannaráðningar hafi neikvæð áhrif
á það sem eigi að vera skörp skil á
milli endurskoðandans og viðskipta-
vinar hans. „Endurskoðendur
mynda oft náin tengsl við fyrirtækin
sem eru í viðskiptum hjá þeim,“
sagði hann.
Karen Denne, fulltrúi Enron,
sagði að fyrirtækið teldi ekki að
margþætt hlutverk Andersens væri
óviðeigandi. Enron hefði líka ráðið
mannskap frá öðrum stórum endur-
skoðunarfyrirtækjum. „Við ráðum
hæfasta starfsfólkið, sama hvar við
finnum það,“ sagði hún.
Endurskoðandi Enron
rekur starfsmann
Washington, Houston. AP.
Reuters
Höfuðstöðvar endurskoðunarfyrirtækisins Arthur Andersen í Chicago.
’ Stöðvið tætarann ‘
HÆTTAN á að bílstjóri eða far-
þegi í framsæti bifreiðar deyi í
bílslysi fimmfaldast ef farþegar í
aftursætunum nota ekki bílbelti.
Þetta er niðurstaða japanskra
vísindamanna sem rannsökuðu
gögn um 100.000 bílslys í Japan.
Þeir segja að bílstjórum og far-
þegum í framsætunum, sem noti
bílbelti, stafi mest hætta af far-
þegum í aftursætunum sem
spenna ekki á sig beltin. Vísinda-
mennirnir áætla að um 80%
þeirra í framsætunum, sem létu
lífið í bílslysunum og notuðu bíl-
belti, hefðu ekki dáið ef farþeg-
arnir í aftursætunum hefðu notað
beltin. Þetta jafngildi því að hægt
sé að koma í veg fyrir 742 dauðs-
föll og 1.520 alvarleg meiðsli í
Japan á ári hverju ef allir notuðu
bílbelti í aftursætunum.
Bílbeltin bjarga