Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Öldungadeild MH 30 ára Hefur staðist tímans tönn ÖLDUNGADEILDMenntaskólans viðHamrahlíð á þrjá- tíu ára afmæli í dag og verður í tilefni dagsins efnt til uppákomu í skólanum. Björn Bergsson, deildar- stjóri öldungadeildarinnar, svaraði nokkrum spurning- um Morgunblaðsins á þess- um tímamótum hennar. Miðað við að Öldunga- deildin var mikil bylting á sínum tíma, hvernig hefur hún staðist tímans tönn? „Frá mínum bæjardyr- um séð var stofnun öld- ungadeildar við MH, sem Guðmundur Arnlaugsson, þáverandi rektor, átti hug- myndina að, einhver merkilegasti atburður í skólasögu framhaldsskóla- stigsins hér á landi. Hún hefur átt sína góðu daga og einnig þá slæmu. Ef horft er yfir veginn tel ég þó að hún hafi staðist nokkuð vel tímans tönn. Hún þarf þó að fóta sig betur í því breytta lands- lagi framhaldsnáms eftir grunn- skóla sem nú blasir við.“ Er ekki fjöldi nemenda í Öld- ungadeild MH kornungt fólk? „Um nokkurt skeið hafa um 60% nemenda verið á bilinu 20 til 30 ára. Karlarnir eru yfirleitt á aldrinum 20 til 39 ára en konur 20 til 49. Þó er hér m.a. ein heiðurs- kona sem er fædd 1926. Aðspurð segir hún að sér líði svo vel hér að henni liggi ekkert á að útskrifast.“ Er til tala yfir fjölda þeirra sem hafa útskrifast frá Öldungadeild- inni á þessum 30 árum? „Ég hef ekki nákvæma tölu yfir síðustu ár en um það bil 1.600 stúdentar hafa útskrifast frá öld- ungadeild MH á þessum 30 árum. Þar af eru 2⁄3 hlutar konur sem endurspeglar vel skiptingu náms- hópsins eftir kyni. Yfirleitt hafa fleiri konur útskrifast en karlar, þó man ég eftir einni önn þar sem álíka margir karlar og konur út- skrifuðust.“ Er augljós grundvöllur fyrir því að halda úti þessari deild og hefur hann breyst áþreifanlega í áranna rás? „Þeir segja mér, kennararnir sem kenndu í árdaga öldunga- deildarinnar, að það hafi verið hörkuduglegir námsmenn sem þá sóttu nám í öldungadeildinni. Guð- mundur Arnlaugsson taldi sjálfur að það væri fólk sem ekki hafði lokið landsprófi með framhalds- einkunn, sem var forsenda þess að fá að stunda nám í menntaskóla, eða hefði enn minna nám að baki sem vildi gjarnan stunda nám sem leiddi til stúdentsprófs án þess að sitja í menntaskóla. Öldungadeild- in var hugsuð sem aðstoð við heimanám þessa fólks. Hann nefndi eitt sinn sem dæmi konu sem trúði honum fyrir því um það leyti sem hún var að útskrifast með stúdentspróf, og það með glæsibrag, að hún hefði aldrei áður tekið formlegt próf í skóla. Hún fór ekki í barnaskóla því að í hennar sveit var bara farskóli. Uppistaðan í námshópnum var í byrjun konur sem af ýmsum ástæðum höfðu hætt snemma námi. Þegar á leið fór að bera á nemendum sem höfðu flosnað upp úr dagskóla. Undanfarnar annir hafa verið um 500 nemendur á haustönn og 420–430 á vorönn. Þeir verða reyndar 450 á þessari önn. Á síðustu önn voru um 40 stúd- entsefni við nám í deildinni, þar af um helmingur öldungar sem stefndu að útskrift um jól. Um tíu stúdentsefni voru úr dagskóla og þurftu að stunda nám í tilteknum áfanga í öldungadeild sem ekki var í boði í dagskólanum. Annar eins fjöldi stúdentsefna kom úr öðrum skólum af sömu ástæðu. Þá voru um það bil 30 nemendur úr dag- skóla að taka einn til tvo áfanga í öldungadeild til að tryggja að þeir gætu lokið námi sínu á fjórum ár- um. Ég áætla að um 20 nemendur úr öðrum framhaldsskólum á höf- uðborgarsvæðinu hafi verið hjá okkur af sömu ástæðu. Ég vil leyfa mér að minna á, að tveir skólar, Verzlunarskóli Íslands og Flens- borgarskóli, hafa hætt rekstri öld- ungadeildar, m.a. vegna breyttrar stefnu ríkisvaldsins í kostnaðar- þátttöku í rekstri öldungadeilda. Þar sem við bjóðum upp á tölu- verða fjölbreytni í tungumálanámi veit ég til að nemendur frá Akra- nesi og Reykjanesbæ hafi stundað nám við öldungadeild MH. Ég tel að ef ríkisvaldið sýndi því skilning að við þurfum fjármagn til að aðlagast nútímanum, m.a. með því að bjóða upp á dreifinám, gætu nemendur utan af landi stundað tungumálanám við öldungadeild MH. Ég sé það reyndar sem hluta af byggðastefnu.“ Hvað verður gert til hátíðar- brigða? „Við byrjuðum á því 4.janúar sl. að gefa fjóra „náms- pakka“ að upphæð 20.450 krónur hvern á Rás 2. Upphaflega áttu þeir að vera þrír, þ.e.a.s. einn fyrir hvern áratug, en þar sem þátttaka var svo mikil var ákveðið að bæta við fjórða pakkanum. Á afmælisdag- inn verður kaka með morgun- kaffinu og svo samkoma á Mikla- garði, hátíðarsal skólans, um kvöldið þar sem Lárus H. Bjarna- son rektor flytur ávarp og skóla- kórinn syngur nokkur lög. Þá er fyrirhugað að gefa út afmælisrit á árinu.“ Björn Bergsson  Björn Bergsson fæddist í Reykjavík 7. júlí 1949. Stúdent frá ML 1969, BA í þjóðfélags- fræðum frá HÍ 1972. Framhalds- nám í félagsfræði við University of Manchester 1972–74 og upp- eldis- og kennslufræði frá HÍ 1978. Hann starfaði sem fram- haldsskólakennari frá árinu 1987. Var kennari við ýmsa skóla í Eyjum árin 1974–85, fé- lagsfræðikennari við MH frá árinu 1985 og stundakennari í uppeldis- og kennslufræði við HÍ og KHÍ. Hann hefur verið deildarstjóri Öldungadeildar frá árinu 2000. Maki Björns er Gerð- ur Kristinsdóttir og eiga þau eina dóttur og Björn á auk þess tvö fósturbörn og fjögur barnabörn. … reyndar sem hluti af byggðastefnu Ég sagði, nú skulum við aldeilis láta pakkið fá það óþvegið. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli lögreglustjór- ans gegn manni sem gefið var að sök að hafa áreitt lögreglu og sýnt af sér ósæmilega hegðun á al- mannafæri. Samkv. lögregluskýrslu voru lög- reglumenn við eftirlit í Norðurmýri vegna „grunsamlegra mannaferða“ þegar þeir sáu manninn stíga út úr leigubíl. Hann veifaði til lögregl- unnar sem stöðvaði lögreglubílinn. Í skýrslunni segir að maðurinn hafi reynst „hinn æstasti og spurði okk- ur hvort við fíflin vissum ekki að þetta væri einstefnugata og við mættum ekki aka í þessa átt“. Lögreglubifreiðin „úthrækt“ Þegar lögreglan ók á brott hrækti maðurinn á hliðarrúðu lög- reglubílsins og hélt áfram að kalla ókvæðisorðum að lögreglumönnun- um. Hann var þá handtekinn vegna ölvunar og fyrir brot á lögreglu- samþykkt og allsherjarreglu og færður á lögreglustöðina. Á leiðinni hélt hann áfram uppteknum hætti, reyndi að hrækja á lögreglumenn- ina og var lögreglubifreiðin „út- hrækt“ þegar komið var á stöðina. Manninum var sleppt daginn eftir án þess að skýrsla væri tekin af honum. Maðurinn neitaði sök og sagði að lögregla hefði handtekið sig án nokkurs tilefnis. Við þingfestingu málsins var lagt fram bréf frá verjanda mannsins þar sem fram kom að maðurinn hefði falið verjandanum að leggja fram kæru vegna barsmíða lög- reglu og krafist rannsóknar á at- burðum næturinnar. Í dómi Hæstaréttar segir að í málinu liggi ekki annað fyrir en að framan- greint bréf hafi borist lögreglu- stjóranum í Reykjavík. Ekki sé hægt að sjá af gögnum málsins að málinu hefði verið vísað til ríkis- saksóknara og að ekki verði séð að kæruefnið hafi hlotið nokkra rann- sókn. Slíkir annmarkar væru því á rannsókn málsins og reifun þess fyrir dómi að rétt væri að vísa því frá. Hæstiréttur vísar frá dómi ákæru gegn karlmanni Hrækti á lögreglubíl og var hinn æstasti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.