Morgunblaðið - 15.03.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 15.03.2002, Síða 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAKSÓKNARINN í máli Rahmis Sahindals, sem hefur verið ákærð- ur í Svíþjóð fyrir morð á dóttur sinni, Fadime, skýrði frá því í gær að 31 árs frændi hennar hefði ját- að að hafa myrt hana. Lögreglan yfirheyrði frændann í fyrrakvöld en hann liggur ekki undir grun um aðild að morðinu þrátt fyrir játn- inguna, að sögn Svenska Dag- bladet. Saksóknarinn, Anne Sjöblom, komst að þeirri niðurstöðu í gær að frásögn frændans sýndi ekki að hann hefði átt aðild að morðinu. Verjandi Rahmis Sahindals krafð- ist ekki frekari rannsóknar á mál- inu. Bróðirinn kærir útvarpsstöð Sænska útvarpsstöðin Radio Uppland sagði í fyrradag að það hefði verið bróðir Fadime sem hefði játað á sig morðið. Bróðirinn hefur kært útvarpsstöðina fyrir rógburð, að sögn lögreglunnar í Uppsölum þar sem réttarhöldin í máli Sahindals fara fram. Gert er ráð fyrir því að þeim verði haldið áfram í dag. Réttarhöldunum var frestað á miðvikudag vegna nýrra upplýs- inga sem bentu til þess að frændi Fadime kynni að hafa átt aðild að morðinu en faðir hennar hefði samt haldið á byssunni. Frændinn hafði samband við lögreglumann þegar hlé var gert á réttarhöld- unum og játaði á sig morðið en eft- ir að hann var yfirheyrður um kvöldið komst saksóknarinn að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ætla að maðurinn væri viðriðinn morðið. Játa aðild í von um mildari dóm yfir föður Fadime Svenska Dagbladet kvaðst hafa fengið upplýsingar um að ættingj- ar hins ákærða hefðu búist við því að hann yrði úrskurðaður ósak- hæfur vegna geðveiki. Blaðið leiðir getum að því að ættingjarnir vilji nú játa aðild að morðinu í von um að það verði til þess að faðir Fad- ime fái mildari dóm. Rahmi Sahindal, sem er innflytj- andi úr röðum múslíma, er sagður hafa myrt dóttur sína vegna þess að hún var í sambúð með sænskum kærasta sínum og neitaði að eiga mann sem faðirinn valdi. Frændi Fadime játaði á sig morðið Hann er þó ekki grunaður um aðild að verknaðinum Neysla kannabis- efna verði heimiluð Skýrsla opinberrar nefndar birt í Bretlandi Í SKÝRSLU, sem nefnd á vegum bresku ríkisstjórnarinnar skilaði af sér í gær, er lagt til að kannabis verði skilgreint sem fíkniefni í C- flokki. Þetta myndi þýða að menn gætu reykt kannabis á almannafæri án þess að eiga handtöku yfir höfði sér. Í skýrslu ráðgjafarnefndar um misnotkun eiturlyfja (ACMD) segir að núverandi flokkun kannabis sé ekki í samræmi „við þann skaða sem efnið veldur“. Sir Michael Rawlins, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær að þetta þýddi ekki að nefndin teldi efnið skaðlaust. „Kannabis er tengt nokkrum þáttum sem ógna heilsu manna en nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að áhættan sem fylgir notkun þess sé minni en annarra eiturlyfja í B- flokki svo sem amfetamíns,“ sagði Sir Michael. Talsmaður Tony Blairs forsætis- ráðherra sagði að þótt David Blun- kett innanríkisráðherra hefði lýst yfir því að hann hallaðist sterklega að því að endurskilgreina bæri kannabis hefði engin slík ákvörðun verið tekin. Frjálslyndir vilja breytingar Um liðna helgi var samþykkt á þingi Frjálslynda demókrataflokks- ins að lögleyfa bæri notkun kanna- bis. Er það í fyrsta skipti sem einn af helstu stjórnmálaflokkum Bret- lands samþykkir slíka breytingu. Flokksmenn samþykktu einnig að hætta bæri að fangelsa þá sem hafa ólögleg efni í fórum sínum og hvöttu til þess að alsæla (e. ecstacy) yrði skilgreint sem fíkniefni í B-flokki en ekki í A eins og nú. Fíkniefni eru flokkuð í þrjá flokka, A, B og C eftir skaðsemi þeirra í Bretlandi. Kveðst hafa myrt Pearl Islamabad. AP. LÖGREGLA í Pakistan hefur til yf- irheyrslu mann, er kveðst hafa myrt bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl, sem var rænt í Pakistan 23. janúar sl. Maðurinn sem verið er að yfir- heyra er sagður heita Adnan og gaf sig fram á rit- stjórn dagblaðs- ins Khabrain í borginni Lahore í gær. Blaðið kom honum í hendur lögreglu. „Við erum að reyna að staðfesta frásögn hans,“ sagði lögreglustjór- inn í Lahore. „Enn sem komið er er ekkert staðfest.“ Að sögn ritstjóra Khabrain kveðst Adnan hafa myrt Pearl með öxi á báti úti fyrir Karachi þar sem honum var rænt. Myndband sem bandaríski ræðismaðurinn í Karachi fékk sent í síðasta mánuði staðfesti að Pearl væri látinn. Fjórir hafa verið handteknir, grunaðir um morðið, þ.á m. meintur skipuleggjandi þess, Ahmed Omar Saeed Sheikh. Lík Pearls hefur ekki fundist. Adnan sagðist hafa myrt Pearl „til að kenna gyðingum og Bandaríkjamönnum lexíu“, og hent sundurhlutuðu líki hans í sjóinn. Daniel Pearl ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.