Morgunblaðið - 15.03.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 15.03.2002, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Baader-maður Vanan Baader-mann vantar strax á frystitogara. Upplýsingar í símum 481 2079 og 892 0234. ⓦ afleysingar á Birkimel Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Daggæslufulltrúi Á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar er laus til um- sóknar 50% staða daggæslufulltrúa. Um er að ræða viðbótarstöðugildi og er gert ráð fyrir að ráðið verði í stöðuna sem fyrst. Daggæslu- fulltrúar fara með málefni dagmæðra í Hafnar- firði og er starfið einkum fólgið í eftirliti og úthlutun leyfa til dagmæðra. Hæfniskröfur: ● Leikskólakennaramenntun eða sambærilegt. ● Jákvæðni og lipurð í mannlegum sam- skiptum. ● Tölvukunnátta. ● Gott vald á íslensku máli. ● Sjálfstæði og frumkvæði. Allar upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Einarsdóttir, rekstrarstjóri, í síma 585 5800. Umsóknareyðublöð fást á Skólaskrifstofunni, Strandgötu 31 og einnig er hægt að sækja um rafrænt á hafnarfjordur.is . Umsóknarfrestur er til 22. mars. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Kaupmannasamtaka Íslands verður haldinn í dag, föstudaginn 15. mars, á 14. hæð í Húsi verslunarinnar og hefst hann kl. 16.00. Kópavogsbúar Opið hús Sjálfstæðisfélag Kópavogs býður Kópavogs- búum í opið hús á laugardagsmorgnum milli kl. 10.00 og 12.00 í Hamraborg 1, 3. hæð. Þar gefst Kópavogsbúum kostur á að hitta alþing- ismenn, bæjarfullrúa, nefndarfólk og aðra trúnað- armenn flokksins, skiptast á skoðunum og koma málum á framfæri. Ármann Kr. Ólafsson og Halla Halldórsdóttir, bæj- arfulltrúar, verða til viðtals í Opnu húsi á morgun, laugardaginn 16. mars. Allir velkomnir. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið! Handverksmarkaður verður á Garða- torgi laugardaginn 16. mars. Vinsamlega staðfestið básapantanir í síma 692 6673 eða 861 4950. Auglýsing um tillögu að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Kárahnjúkavirkjun Skipulagsstofnun auglýsir hér með tillögu Landsvirkjunar að sérstöku svæðisskipulagi fyrir Kárahnjúkavirkjun samkvæmt 15. gr. skipu- lags- og byggingarlaga. Í skipulagstillögunni er gerð grein fyrir landnotkun og framkvæmd- um vegna Kárahnjúkavirkjunar og skilyrðum fyrir leyfisveitingum einstakra framkvæmda- þátta. Skipulagstillagan liggur frammi til kynningar frá 15. mars til 26. apríl 2002 á eftirtöldum stöð- um: Á skrifstofum Austur-Héraðs, Fellahrepps, Fljótsdalshrepps og Norður-Héraðs. Einnig liggur skýrslan frammi á Bókasafni Héraðsbúa á Egilsstöðum, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Tillöguna er ennfremur hægt að skoða á Netinu, www.karahnjukar.is og www.skipulag.is. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athuga- semdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum er til 26. apríl 2002. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Stækkun Norðuráls á Grundartanga Framleiðsluaukning í allt að 300.000 tonn á ári Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Norðurál hf. hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar matsskýrslu um stækkun Norð- uráls á Grundartanga. Framleiðsluaukning í allt að 300.000 tonn á ári. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 15. mars. til 26. apríl 2002 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Hvalfjarðarstrandarhrepps og Skilmanna- hrepps og á bókasafni Akraness. Einnig liggur skýrslan frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Norðuráls hf.: www.nordural.is og Hönnunar hf.: www.honnun.is Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. apríl 2002 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins á Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir: Nökkvi, sknr. 2028, þingl. eig. Bátsferðir ehf., gerðarbeiðendur Búnað- arbanki Íslands hf., Landsbanki Íslands hf., höfuðst., Tryggingamið- stöðin hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 11.00. Sýslumaður Snæfellinga, 14. mars 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Ólafsbraut 20, ásamt rekstrartækjum o.fl., Snæfellsbæ, þingl. eig. Elísabet Eygló Egilsdóttir, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ferða- málasjóður, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 13.30. Stekkjarholt 1, Snæfellsbæ, þingl. eig. Þórunn Sigurðardóttir, gerð- arbeiðendur Byko hf., Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., höfuðst., Lífeyrissjóður sjómanna, Lífeyrissjóður verslun- armanna, Ríkisútvarpið og Snæfellsbær, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 13.00. Sýslumaður Snæfellinga, 14. mars 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Geislagata 12, efri hæð, Akureyri, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeið- endur Sparisjóður Norðlendinga og Landsbanki Íslands hf., miðviku- daginn 20. mars 2002 kl. 10:00. Hafnarstræti 67, Akureyri, þingl. eig. Hótel Akureyri ehf., gerðarbeið- andi Ferðamálasjóður, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 10:30. Litlahlíð, íbúðarhús, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Anna Hafdís Karls- dóttir, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf. og Vélar og þjónusta hf., þriðjudaginn 19. mars 2002 kl. 13:30. Litli-Garður, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Ármann Hólm I. Ólafsson, gerðarbeiðendur Baldur sf., Lánasjóður landbúnaðarins og sýslumað- urinn á Akureyri, þriðjudaginn 19. mars 2002 kl. 14:00. Lögbergsgata 7, miðhæð 010101, Akureyri, þingl. eig. Guðlaug Her- mannsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 11:00. Melasíða 8 E, 0105, Akureyri, þingl. eig. Hjördís Hauksdóttir og Pálmi Helgi Björnsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 11:30. Ránargata 4, Akureyri, þingl. eig. Hanna Hlíf Bjarnadóttir og Þórarinn Blöndal, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 13:30. Steinahlíð 1B, Akureyri, þingl. eig. Halla Svanlaugsdóttir og Njáll Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 14:00. Þórunnarstræti 128, efsta hæð, Akureyri, þingl. eig. Halldóra Kristj- ánsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 20. mars 2002 kl. 14:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 14. mars 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Bessastaðahreppur — forval VSÓ Ráðgjöf, fyrir hönd Bessastaðahrepps sem verkkaupa, auglýsir eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna útboðs á byggingu færan- legs húss við leikskólann Krakkakot í Bessa- staðahreppi. Stærð húss er 100 m2. Valdir verða allt að 5—7 verktakar til að taka þátt í útboðinu. Forvalsgögn liggja frammi hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 11:00 þriðjudaginn 26. mars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.