Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 15.03.2002, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2002 55 LISTI Sjálfstæðisflokksins á Siglu- firði vegna komandi sveitarstjórn- arkosninga verður skipaður með eftirfarandi hætti: 1. Haukur Ómarsson fram- kvæmdastjóri. 2. Unnar Már Pét- ursson fjármálastjóri. 3. Margrét Ósk Harðardóttir bankastarfsmað- ur. 4. Þórarinn Hannesson íþrótta- kennari. 5. Erla Gunnlaugsdóttir kennari. 6. Haukur Jónsson útgerð- armaður. 7. Ásta Katrín Helgadótt- ir íþróttakennari. 8. Vibekka Arn- ardóttir leiðbeinandi. 9. Ingvar K. Hreinsson trésmiður. 10. Steindór Birgisson viðskiptafræðingur. 11. Ólafur Jónsson sparisjóðsstjóri. 12. Sigurbjörg Gunnólfsdóttir skrif- stofumaður. 13. Jón Andrjes Hin- riksson umboðsmaður. 14. Elín Anna Gestsdóttir húsmóðir. 15. Friðrik Steinar Svavarsson gæða- stjóri. 16. Guðni Þór Sveinsson varðstjóri. 17. Þorsteinn Jóhannes- son verkfræðingur. 18. Kristrún Halldórsdóttir húsmóðir. Listi Sjálfstæðis- flokksins á Siglufirði FFA – Fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur – stendur að kynningu á sértækum sumartilboðum fyrir fatl- aða laugardaginn 16. mars kl. 10 á Grand-hóteli (salur: Háteigur). Á annan tug þjónustuaðila munu kynna starf sitt með fötluðum í sum- ar. Má hér nefna sumardvalir og námskeið einkaaðila og félagasam- taka, starf á vegum sveitarfélaga og svæðisskrifstofa og fleira. FFA er samstarf Landssamtak- anna Þroskahjálpar, Sjálfsbjargar landssambandsins, Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Styrktarfélags vangefinna, segir í fréttatilkynningu. Kynning á sumartilboðum fyrir fatlaða UM helgina verður í fyrsta sinn boðið upp á barnapössun á Skíða- svæðinu í Bláfjöllum fyrir 3 til 6 ára börn. Opnunartími barnagæslunnar er frá 11 til 17 um helgar, en há- markslengd fyrir hvert barn er 2 tímar. Barnapössunin er í Borgarskála rétt við Bláfjallaskála, þar sem skíðaleigan var áður til húsa. Ágæt aðstaða er fyrir börnin, sem geta valið um að leika sér innandyra eða úti á afgirtu leiksvæði með hring- ekju og rólukastala. Ekkert þarf að greiða fyrir þessa þjónustu, aðeins að framvísa dag- skorti skíðasvæðisins. Hægt er að nálgast upplýsingar um barnapöss- un í Bláfjöllum, segir í fréttatil- kynningu. Barnapössun í Bláfjöllum MÁLÞING verður á vegum Verkjafræðafélags Íslands og Siðfræðistofnunar í Safnaðar- heimili Hallgrímskirkju, laug- ardaginn 16. mars kl. 13– 16.30. Haldin verða fjögur erindi og síðan verða pallborðsum- ræður. Framsögumenn verða: Jósep Ó. Blöndal, læknir, Páll Skúlason, rektor Háskóla Ís- lands, Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur og Halldór Björn Runólfsson, listfræð- ingur. Fundarstjóri verður Guðrún Kristjánsdóttir, pró- fessor. Málþing um þjáningu og verki HALLDÓR Bjarnason sagnfræð- ingur flytur erindi á opnum fundi Sagnfræðingafélags Íslands laug- ardaginn 16. mars kl. 17.30 í húsi Sögufélags við Fischersund. Fyr- irlesturinn nefnist „Utanlands- verslunin og efnahagsumbreyting Íslands 1870–1914“. Fundurinn fer fram þegar aðalfundarstörfum Sagnfræðingafélagsins lýkur. Rætt verður um áhrif utanlands- verslunar á efnahagsumbreytingu Íslands fram til 1914. Byggt verður á nýjum rannsóknarniðurstöðum úr doktorsritgerð fyrirlesara. Með- al annars verður fjallað um þýð- ingu blautfiskverslunar fyrir myndun þéttbýlis og nýrra stétta í bæjum og þorpum, þ.e. verkalýðs og atvinnurekenda, segir í frétta- tilkynningu. Fundur hjá Sagnfræðinga- félaginu MÁLÞING um ólíka menningar- heima verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 16. mars, kl. 13 í tilefni af 40 ára starfsafmæli AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta. Erindi halda: Sveinn Rúnar Hauksson læknir, Ruth Rauterberg, fyrrverandi formaður AUS, Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður, Sebastian Peters mannfræðingur, Hólmfríður Garðarsdóttir kennari, Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri HNLFÍ, Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Umræður og veit- ingar. Markmið samtakanna er að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn fordómum og hleypidómum hvers konar, segir í fréttatilkynningu. Málþing um ólíka menningarheima OPIÐ hús og umræður verða laug- ardaginn 16. mars kl. 11–13 hjá Vinstri hreyfingunni – grænu fram- boði í Hafnarstræti 20. Umræðuefnið verður heimsvalda- stefna Bandaríkjanna. Ögmundur Jónasson alþingismaður og Stefán Pálsson sagnfræðingur munu leiða umræðuna. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Opið hús hjá VG Hólmaröst á Eyrarbakka Í frétt á Árborgarsíðu sl. laugar- dag brenglaðist upphaf fréttar. Rétt er upphaf fréttarinnar svona: „Tveir ungir menn sem kynntust í Fiskvinnsluskólanum ákváðu að verða sjálfstæðir og stofnuðu með sér félag fyrir 15 árum og nefndu það Hólmaröst. Annar þeirra ungu manna, Björn Ingi Bjarnason, kom að vestan, frá Flateyri, en Einar Einarsson er innfæddur Hafnfirð- ingur og býr þar.“ Beðist er velvirðingar á mistökun- um. LEIÐRÉTT KEPPT verður um Íslandsmeist- aratitla í nokkrum keppnis- greinum dansíþróttarinnar laug- ardaginn 16. og sunnudaginn 17. mars, kl. 13 báða dagana í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Á laugardag verður keppt um Íslandsmeistaratitla í 10 dönsum með frjálsri aðferð í aldursflokk- unum 12–13 ára, 14–15 ára, 16–18 ára, í flokki ungmenna og í flokki fullorðinna. Þegar keppt er í 10 dönsunum er keppt bæði í suður- amerískum dönsum og sígildu sam- kvæmisdönsunum. Samhliða verð- ur Meistarakeppni línudansara, keppni hjá byrjendum og lengra komnum og danssýning byrjenda. Á sunnudeginum verður Íslands- meistarakeppni í gömlu dönsunum, break-dönsum, salsa og mambó. Aðgangur ókeypis fyrir 67 ára og eldri, segir í fréttatilkynningu. Ísak N. Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir. Íslands- meistara- mót í 10 dönsum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.