Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 7
Morgunblaðið/Sig. Aðalsteinsson
ÍSHELLIRINN við Eyjabakkajökul má muna
sinn fífil fegurri. Nú hefur Jökulsá í Fljótsdal
yfirgefið hann og er hætt að halda honum við
svo hellirinn fellur saman með tímanum.
Íshrönglið á gólfi hellisins ber vott um
þessa þróun. Samt er ævintýralegt að príla
um í jakahrönninni á hellisgólfinu og kanna
afkima þess sem enn er eftir af þessum íshelli.
Hitt er svo annað mál að Jökulsá í Fljótsdal
lætur ekki staðar numið og býr til nýjan ís-
helli þar sem hún velur sér farveg undan jökl-
inum.
Íshellir við
Eyjabakka-
jökul
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 7
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
- ANNO 1929 -
Verð miðast við staðgreiðslu
K
O
R
T
E
R
17.900.-
Verð frá
RX-D15
CHC-CL3
Verð frá
FERMING
AR
tilboðFE
RMINGA
R
tilboð
FERMING
AR
tilboð
STJÓRN Spalar ehf. hefur
ákveðið að hækka ekki veggjald
í Hvalfjarðargöngum og leggja
þannig sitt af mörkum til að
hægja á verðbólgu og halda vísi-
töluhækkunum innan svokall-
aðra rauðra strika.
Í tilkynningu frá félaginu seg-
ir Stefán Reynir Kristinsson,
framkvæmdastjóri, að gengis-
fall íslenskrar krónu hafi valdið
félaginu þungum búsifjum síð-
ustu misserin og því hafi mátt
telja eðlilegt að hækka veg-
gjaldið nú um allt að 15%. Spal-
armenn vilji hins vegar leggja
lóð sín á vogarskálar stöðug-
leika í efnahagsmálum með því
að breyta ekki gjaldskrá gang-
anna í ár í von um að gengistap
minnki og verðbólga hjaðni.
Gengislækkun krónunnar
fyrirtækinu enn erfið
Gengislækkun íslenskrar
krónu kom illa við Spöl, sem sést
best á því að fjármagnskostnað-
ur var tvöfalt hærri á rekstrar-
árinu 2000–2001 en rekstrar-
árinu þar á undan, þ.e. 1,3
milljarðar króna í stað 644 millj-
óna króna áður. Spölur tapaði
um 220 milljónum króna á
rekstrarárinu 1. október 2000–
30. september 2001. Taprekst-
urinn heldur áfram og nam um
75 milljónum króna á síðasta
fjórðungi ársins, þ.e. frá 1. októ-
ber til 31. desember 2001. Gjald-
skrá Hvalfjarðarganga var síð-
ast breytt í febrúar 2001. Þá
hækkuðu ferðir í áskrift um 10%
en gjald fyrir staka ferð hélst
óbreytt.
Verð fyrir staka ferð er eitt
þúsund krónur á fólksbíl, 700
krónur ef keypt er 10 ferða kort,
550 fyrir 40 ferða áskriftarkort
og 440 fyrir 100 ferða kort.
Óbreytt
verð und-
ir Hval-
fjörð
Í ÁLYKTUN miðstjórnar ASÍ,
sem samþykkt var í gær, er fagnað
þeim árangri sem náðst hefur í
verðlagsmálum að undanförnu og
fullyrðingum um að verið sé að
hagræða vísitölunni hafnað. „Með
styrkingu krónunnar og áfram-
haldandi lækkun vaxta, hafa verið
sköpuð skilyrði fyrir varanlega
verðhjöðnun í hagkerfinu. Almenn-
ingur finnur nú þegar fyrir ár-
angrinum, þó frekari ávinningur
eigi enn eftir að koma í ljós.“
Miðstjórn ASÍ fagnar jafnframt
þeirri ábyrgu afstöðu sem for-
svarsmenn fjölmargra fyrirtækja
og opinberra aðila hafa sýnt. „Sú
samstaða sem nú hefur myndast í
þjóðfélaginu um varanlega lækkun
verðbólgu og stöðugleika gerir það
að verkum að flest bendir til þess
að verðlagsmarkmiðin náist. Til
þess þarf áfram samstillt átak
launafólks, fyrirtækja og opin-
berra aðila. Með því er lagður
grunnur að varanlegri lækkun
verðbólgu, öflugra atvinnulífi og
bættum kjörum launafólks,“ segir
í ályktuninni.
Ályktun
miðstjórnar ASÍ
Flest
bendir til
að verð-
lagsmark-
mið náist