Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ EFTIRLITSMYNDAVÉLAR verða settar upp innanhúss í Breið- holtsskóla og Seljaskóla en Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkti það á síðasta fundi sínum. Kemur fram í bréfum stjórnenda skólanna að óskað er eftir myndavélunum til að koma í veg fyrir spjöll og stuld innan skólanna. Ekki eru virkar eftirlitsmynda- vélar innandyra í öðrum grunnskól- um í Reykjavík en fyrir nokkrum ár- um var sett upp ein myndavél innanhúss á gangi í kjallara í Árbæj- arskóla. Að sögn Þorsteins Sæberg skólastjóra er sú vél óvirk sem stendur. Í umsókn skólastjóra Breiðholts- skóla segir að ekki sé til fjármagn til að greiða fyrir húsvörslu síðdegis og á kvöldin heldur hefur notendum húsnæðisins verið treyst fyrir lykl- um. „Nokkuð hefur borið á því að óboðnir aðilar hafa nýtt sér þessa opnun til að stela kennslutækjum og vinna spjöll á húsnæði skólans,“ seg- ir í bréfinu. Er því óskað eftir að eft- irlitsmyndavél verði komi fyrir í að- alanddyri skólans til að taka upp mannaferðir inn og út úr skólanum. Reynsla utandyra mjög góð Skólastjóri Seljaskóla óskar hins vegar eftir því að myndavélum, einni til tveimur, verði komi fyrir í afmörkuðu rými þar sem skápar nemenda í unglingadeild eru. Segir í bréfinu að borið hafi á því að skáp- arnir hafi verið skemmdir og jafnvel verið brotist inn í þá. Erfitt sé um vik að halda uppi nægilegri gæslu á umræddu svæði vegna staðsetning- ar þess og reynsla af eftirlitsmynda- vélum utanhúss sé mjög góð. Foreldraráð beggja skóla styðja umsóknir skólastjóranna með sömu röksemdum og þeir tilgreina. Í stefnumörkun Fræðsluráðs um uppsetningu eftirlitsmyndavéla inn- an- og utandyra í grunnskólum Reykjavíkur sem samþykkt var í janúar árið 2000, segir að stefnt sé að því að setja upp eftirlitsmynda- vélar utanhúss á allar grunnskóla- byggingar borgarinnar í þeim til- gangi að verja þær skemmdum af mannavöldum. Varðandi eftirlitsmyndavélar inn- anhúss er ekki mælt með uppsetn- ingu þeirra „nema í algerum und- antekningartilfellum“. Segir í við- miðunarreglum um þetta að eftir- litsmyndavélar innanhúss í skóla- byggingum verði einungis á göngum og opnum svæðum og þarf sam- þykki fræðsluráðs fyrir uppsetn- ingu. Eins og þegar um myndavélar utanhúss er að ræða þarf leyfi per- sónuverndar hverju sinni þegar þær eru settar upp. Öll skilyrði uppfyllt Að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík, er þetta í fyrsta sinn sem eftirlitsmyndavélar eru settar upp innanhúss í grunn- skólabyggingum í Reykjavík ef frá er talin áðurnefnd myndavél í Ár- bæjarskóla. Hún segir öll skilyrði hafa verið uppfyllt í umsóknum skól- anna tveggja og því hafi verið ákveð- ið að heimila uppsetningu mynda- vélanna. Vissulega sé stigið varlega til jarðar í þessum efnum. „Menn vilja ekki of mikið af svona mynda- vélum því þá fer þetta að minna um of á einhvers konar stóra bróður- samfélag. En þarna voru rökin gild og þetta verður á afmörkuðu svæði.“ Hún segir ekki hafa komið til tals að setja slíkar myndavélar upp í kennslustofum né að fleiri skólar hafi óskað eftir uppsetningu mynda- véla innanhúss. Sagðist hún telja að búið væri að afla leyfis persónu- verndar vegna umræddra mynda- véla. Eftirlitsmyndavélar settar upp innandyra í Breiðholts- og Seljaskóla Morgunblaðið/Kristinn Eftirlitsmyndavélar utandyra í Seljaskóla hafa gefið góða raun og nú verða settar upp myndavélar á afmörkuðu svæði innandyra til að vakta skápa nemenda á unglingastigi. Breiðholt ÞESSI unga snót lét snjóinn á dög- unum ekkert hindra sig í því að viðra tærnar þar sem hún rólaði sér galvösk í Fjölskyldugarðinum. Kannski það sé mamma hennar sem heldur henni uppi með því að sitja sem fastast á hinum enda rólunnar og forðar sokkaleistunum þannig frá bráðri bleytu. Hvað sem því líð- ur er greinilegt að skemmtunin er konungleg hjá þeim stöllum enda veðrið upp á sitt besta. Morgunblaðið/Ómar Tásurnar viðraðar Laugardalur SEX leikskólar í Grafarvogi hafa op- ið hús á laugardag fyrir gesti og gangandi sem hafa hug á að kynna sér þá starfsemi sem þar fer fram. Leikskólarnir eru Fífuborg að Fífurima 13, Klettaborg að Dyr- hömrum 28, Laufskálar að Laufrima 9, Foldaborg að Frostafold 33, Funa- borg að Funafold 24 og loks Brekku- borg að Hlíðarhúsum 1 sem heldur upp á 10 ára afmæli sitt sama dag. Opið verður í skólunum milli klukk- an 10 og 12 nema í Brekkuborg þar sem opið verður milli 11 og 14. Þess er óskað að börn komi í fylgd með fullorðnum. Opið hús í leikskólum Grafarvogur EFNT hefur verið til lokaðrar for- valskeppni um hönnun á afmörk- uðum svæðum í Hafnarfirði. Um er að ræða svæðin framan við Hafn- arborg og verslunarmiðstöðina Fjörðinn. Að sögn Hafdísar Hafliðadóttur, skipulagsstjóra Hafnarfjarðar, hafa þrjár landslagsarkitektastofur verið fengnar til að skila inn hugmyndum varðandi endurskipulagningu þess- ara svæða á grunni fyrirliggjandi deiliskipulags. Eiga stofurnar að skila hugmyndum sínum fyrir 19. apríl næstkomandi og verður ein þeirra fengin til að vinna hugmynd- irnar nánar. Um er að ræða út- færslu á hellulögn, bílastæðum og hvernig leiða á vatn, sem þarna rennur, í gegn um umrædd torg. Hugmynda- samkeppni um svæði í miðbænum Hafnarfjörður HREPPSNEFND Bessa- staðahrepps hefur samþykkt að starfsdögum í leikskólanum Krakkakoti verði fjölgað um einn. Verða þeir því þrír í stað tveggja áður. Þá mælist hreppsnefnd til þess að gerð verði könnun með- al foreldra og kennara í Álfta- nesskóla varðandi vetrarfrí á skólaárinu 2002–2003. Að sögn Sveinbjörns Markúsar Njáls- sonar, skólastjóra Álftanes- skóla, hefur verið lagt til að lög- bundinn frídagur nemenda, svokallaður þriðji í páskum, verði fluttur til og hafður í febr- úar. Það væri í samræmi við fyrirliggjandi tillögur að skóla- dagatali 2002–2003 í Garða- skóla en þangað sækja nem- endur í Bessastaðahreppi 8.– 10. bekk grunnskólans. „Það er verið að lengja þarna eina helgi í febrúar því janúar, febrúar og mars eru svo langir mánuðir og alveg heilir þar sem páskaleyfið er ekki fyrr en í apríl næst. Þetta er tillaga um að færa þetta til samræmis við það sem er í skóladagatali í Garðabæ þannig að nemendur hér í 1.–10. bekk séu á svipuð- um tíma í fríum,“ segir Svein- björn. Frídagur verði færður til í grunn- skólanum Bessastaðahreppur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.