Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 19
LÖGREGLAN í Úkraínu handtók í
gær þrjá vopnaða menn sem höfðu
rænt banka í Þýskalandi og tekið
tvær konur í gíslingu. Lögreglumenn
höfðu veitt bankaræningjunum eftir-
för frá Þýskalandi, í gegnum Pólland
og til Úkraínu, meira en 1.000 kíló-
metra leið.
Mennirnirnir rændu banka í bæn-
um Wrestedt í norðvesturhluta
Þýskalands í fyrradag og tóku tvær
starfskonur hans í gíslingu eftir að
hafa neytt bankastjórann til að af-
henda þeim 200.000 evrur, andvirði
17,5 milljóna króna.
Önnur konan komst undan þegar
bankaræningjarnir tóku bensín í
Bystrzejowice í austurhluta Póllands.
Hana sakaði ekki.
Hin konan losnaði ekki úr gísling-
unni fyrr en bankaræningjarnir voru
handteknir nálægt bænum Rivne í
vesturhluta Úkraínu. Talsmaður
þýska sendiráðsins í Kíev sagði að
hún væri „heil á húfi“.
Ræningjarnir veittu ekki mót-
spyrnu þegar þeir voru handteknir
við bensínstöð.
Óttuðust um líf gíslanna
Bankaræningjar hleyptu af
skammbyssum að þýskum lögreglu-
bílum sem veittu þeim eftirför. Þeir
ógnuðu einnig pólskum tollvörðum
með byssunum þegar þeir fóru yfir
landamæri Þýskalands og Póllands.
Krysztof Janik, innanríkisráðherra
Póllands, sagði að pólska lögreglan
hefði ekki reynt að stöðva bankaræn-
ingjana þar sem hún hefði óttast að
þeir myndu myrða gíslana. „Við feng-
um mörg tækifæri til að stöðva þá, en
spurningin var hverjar afleiðingarnar
yrðu. Við ákváðum að stofna ekki lífi
og heilsu saklauss fólks í hættu.“
Bankaræningjarnir óku á allt að
200 km hraða þegar úkraínskir lög-
reglumenn og þyrla veittu þeim eft-
irför. Að sögn úkraínsku lögreglunn-
ar töluðu ræningjarnir rússnesku en
heimildarmönnum bar ekki saman
um þjóðerni þeirra. Fréttastofan Int-
erfax sagði að ræningjarnir væru frá
Úkraínu og Moldóvu en þýska lög-
reglan sagði að þeir væru Kasakar
með ríkisborgararétt í Þýskalandi.
Bankaræningj-
ar náðust eftir
1.000 km flótta
AP
Kona, sem þrír vopnaðir bankaræningjar tóku í gíslingu, gengur frá
bensíndælu eftir að hafa dælt bensíni í bíl þeirra í Póllandi. Nokkrum
sekúndum síðar hljóp hún í burtu og komst undan.
Kíev. AP, AFP.
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 19
Þumalína,
Pósthússtræti 13 og Skólavörðustíg 41
Póstsendum – sími 551 2136
Meðgöngufatnaður
HÉRAÐSDÓMUR í Uppsölum í Svíþjóð
dæmdi í gær Rahmi Sahindal, kúrdískan
innflytjanda, í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa
myrt dóttur sína, Fadime, í janúar sl. Mál
þetta hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð
vegna þess að faðirinn er sagður hafa myrt
dóttur sína vegna þess að hún var í sambúð
með sænskum kærasta sínum og neitaði að
eiga mann sem faðirinn valdi fyrir hana.
Faðirinn var dæmdur fyrir morð að yf-
irlögðu ráði og einnig var honum gert að
greiða systur Fadime 500 þúsund krónur í
skaðabætur. Þetta kemur fram á fréttavef
sænska blaðsins Aftonbladet.
Sahindal er 56 ára gamall. Hann var
sagður óánægður með lífsstíl dóttur sinnar
og að hún vildi ekki ganga í hjónaband
sem væri honum að skapi. Sahindal, sem
er faðir sex barna, er sagður hafa skotið
26 ára dóttur sína, Fadime, til bana er hún
var í heimsókn hjá yngri systur sinni í
íbúð foreldra sinna. Móðir stúlkunnar og
tvær systur hennar voru einnig staddar í
íbúðinni.
Fadime
Sahindal
Faðir Fadime í lífstíðarfangelsi
Antikhúsgögn
og listmunir
Antik Kuriosa
Grensásvegi 14
s. 588 9595 og 660 3509
Opið mán-fös. frá kl. 12-18
Lau. frá kl 12-17