Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 48
MINNINGAR
48 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku amma mín þá
er komið að leiðarlok-
um, þú hefur kvatt
þennan heim. Eftir tæp
97 ár var líkaminn orð-
inn þreyttur og þurfti
sína hvíld. En svona er víst lífið. Öll
eigum við einhvern tímann eftir að
yfirgefa þennan heim og fara á nýjan
framandi stað sem enginn fær að
kynnast fyrr en ævin er öll. Þar mun
þó verða vel tekið á móti þér. Samt
eru kveðjustundirnar alltaf erfiðar,
þrungnar söknuði og minningum.
Elsku amma, fyrir mér varst þú
einstök kona og mér mikil fyrir-
mynd. Þú varst sterkur persónuleiki
og sjálfstæð kona sem lét skoðanir
sínar sterklega í ljós. Það var alltaf
gott að koma til þín í sveitina, þú
tókst mér alltaf opnum örmum og
vildir allt fyrir mig gera.
Þú varst mikil handverkskona og
töfraðir fram margt fallegt með
prjónum eða saumnál. Þú kenndir
mér að prjóna og ýmis önnur kven-
leg verk þó að ég hafi kannski sýnt
misjafnan árangur. Öll barnabörnin
og langömmubörnin áttu sérstakan
stað í hjarta þínu, líkt og þú skipaðir
stóran sess í þeirra hjarta.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt,
um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku amma, þakka þér fyrir allar
góðu minningarnar sem ég mun
geyma um aldur og ævi.
Ég veit að nú lætur þú ljós þitt
skína meðal engla himins.
Hvíl í friði.
Þín
Aldís Baldvins.
Kær vinkona mín, Aldís Pálsdóttir
húsfreyja í Litlu-Sandvík, er látin
níutíu og sex ára að aldri. Síðustu
misserin dvaldi hún á hjúkrunar-
heimilinu Ási í Hveragerði og naut
þar góðrar aðhlynningar. Aldís var
fædd í Hlíð í Gnúpverjahreppi 6. júlí
1905. Hún giftist Lýð Guðmundssyni
í Litlu-Sandvík 1933 og bjó þar allan
sinn búskap. Aldís var afar bók-
hneigð og minnug á allt sem hún las.
Hún drakk í sig allan fróðleik sem
hún heyrði í æsku. Í Hlíð dvaldi með-
al annarra dr. Helgi Pjeturs sem
hafði mikil áhrif á hana. Hún lifði sig
inn í gang himintungla og fylgdist af
lifandi áhuga með stjörnunum fram
á síðustu ár. Í Hlíð var einnig Kjart-
an Jóhannesson organisti. Hann
kenndi henni að spila á orgel. Síðan
varð hún kirkjuorganisti í Stóra-
Núpskirkju um árabil. Hún var
ALDÍS
PÁLSDÓTTIR
✝ Aldís Pálsdóttirfæddist í Hlíð í
Gnúpverjahreppi 6.
júlí 1905. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði 4.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Selfoss-
kirkju 16. mars.
óvenju ættfróð og
minnug og hélt því til
æviloka. Aldís var fág-
uð og hreinskiptin
gáfukona.
Aldís settist í gróið
bú í Litlu-Sandvík hjá
tengdaforeldrum sín-
um, Sigríði Lýðsdóttur
frá Hlíð og Guðmundi
Þorvarðarsyni frá
Litlu-Sandvík. Þegar
ungu hjónin tóku við
búinu voru Sigríður og
Guðmundur hjá þeim
áfram ásamt Ragnheiði
Jónsdóttur sem var þar
heimilisföst til æviloka. En unga hús-
freyjan frá Hlíð bar nýja strauma
með sér. Á þessum árum var margt
fólk í heimili bæði sumar og vetur.
Þá var reyndar búið að byggja stóra
íbúðarhúsið sem nú stendur en þæg-
indin voru ekki mikil: kolaeldavél,
taðkassi – mikil þægindi þegar AGA-
vélin kom. Handpósta varð vatninu í
bæinn, ekkert rafmagn, engin nú-
tímaþægindi. Þau tóku líka að sér
andlega fatlaðan mann, Vilhjálm,
sem þurfti mikillar hirðu og um-
hyggju. Það gefur augaleið að vinnu-
dagurinn var oft langur hjá ungu
húsfreyjunni þegar börnin voru orð-
in fjögur og stundum milli tíu og tutt-
ugu manns í heimili. Aldísi féll aldrei
verk úr hendi. Ég sé hana fyrir mér
vera að sauma saman vélprjónuð
plöggin meðan hún hlýddi mér yfir
æfingarnar á orgelinu hennar í bað-
stofunni. Ég er henni ævinlega þakk-
lát fyrir þann tónlistarheim sem hún
opnaði mér í æsku. Bernska okkar
Sigríðar, systur minnar, og barna Al-
dísar tvinnast saman, og þökkum við
henni liðna tíð. Við Sigríður, elsta
dóttir Aldísar, erum á sama árinu og
öll vorum við leiksystkin, því stutt er
á milli Sandvíkurbæjanna. Einnig
var svo með feður okkar. Lýður og
systkinin 5 í Litlu-Sandvík og Ari
Páll og Stóru-Sandvíkursystkinin 12
voru einnig leiksystkin og vinir til
æviloka. Og nú er komin ný kynslóð
á báða bæina.
Í Litlu-Sandvík var alltaf gest-
kvæmt. Lýður var oddviti sveitar-
innar og hreppstjóri með öll umsvif
sveitarfélagsins á sínu heimili. Þar
voru alltaf kjörfundir og einnig kaffi-
veitingar fyrir alla hjá Aldísi og síðar
hjá Elínborgu og Páli þar til Sand-
víkurhreppur rann ásamt fleirum í
Sveitarfélagið Árborg. Aldís hélt sitt
eigið heimili í Litlu-Sandvík til 94 ára
aldurs, síðast með aðstoð hjónanna
Elínborgar og Páls sonar síns. Að
leiðarlokum þakka ég Aldísi alla um-
hyggju við mig og mína fyrr og síðar.
Ég þakka þeim hjónum fyrir að hafa
ráðið til sín kaupamanninn Kristin
Kristmundsson frá Kaldbak árið
1956 og þar með ráðið örlögum okk-
ar.
Kæra Aldís.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Rannveig Pálsdóttir.
Aldís Pálsdóttir húsfreyja í Litlu-
Sandvík er látin, níutíu og sex ára að
aldri. Við brottför þessarar mikil-
hæfu konu leita margar kærar minn-
ingar á hugann allt frá bernskuár-
unum og til síðasta sumars, þegar við
sáumst síðast. Hún var þá ágætlega
ern og enn með gott minni og dóm-
greind. Ég ætlaði að hitta hana fljót-
lega aftur til þess að skrá það sem
hún myndi af ömmu okkar, Stein-
unni Vigfúsdóttur Thorarensen hús-
freyju á Hæli, en hún lést árið 1911
úr taugaveiki á sextugasta og þriðja
aldursári. Hún var stórgáfuð kona og
flutti með sér nýja menningar-
strauma inn í ættarsamfélagið þarna
með hinum fjölgáfuðu börnum sínum
og afkomendum þeirra.
Því miður komst þessi heimsókn
ekki í framkvæmd og vafalaust töp-
uðust með Aldísi margar merkilegar
heimildir, sem hún geymdi í sínu
góða minni um samtíðarmenn sína
og skarplegar ályktanir um menn og
málefni á hennar langa og merka
æviferli.
Bærinn Hlíð í Gnúpverjahreppi
stendur sunnan undir Hlíðarfjalli,
sem er áberandi í fjallasýn til norð-
urs frá mjög mörgum bæjum á Suð-
urlandi, allt frá Ölfusárósi um Fló-
ann og um Landeyjar og austur
undir Markarfljót, ásamt megin-
hluta Árnes- og Rangárvallasýslna.
Aftur á móti er lítið útsýni heima í
Hlíð, því bærinn er byggður í dalk-
vos, sem opnast til suðausturs hjá
Hæli, sem er næsti bær fyrir suð-
austan Hlíð og til norðvesturs að
Stóru-Laxá, sem rennur þarna í víð-
um og velgrónum dal á milli hárra
fjalla, að austan að Hlíðarfjalli, en að
vestan Sólheimafjalli og Núpstúns-
kistu.
Þarna er mikil náttúruferurð og
gróðursæld og í Hlíð voru mikil
hlunnindi af laxveiði sérstaklega
seinnihluta sumars og á haustin.
Hlíðin er falleg vallendisjörð með
góðri vetrarbeit en frekar slægjurýr,
en kýr og kvíaær mjólkuðu þar betur
en víðast annars staðar. Í Hlíð hefur
sama ættin búið síðan Guðmundur
Þorsteinsson flutti þangað frá
Skarfanesi á Landi árið 1837 og hef-
ur fylgt þeirri ætt listfengi, saman-
ber Þorsteinn málari Guðmundsson,
og verklagni m.a. í járnsmíði og við
saumaskap margra þessara ætt-
menna.
Þá hafa einnig einkennt flesta
Hlíðarbændur góðar gáfur og þá sér-
staklega óvenjulegar reikningsgáf-
ur. Þannig var Páll Lýðsson, faðir
Aldísar í Sandvík, afburða reiknings-
maður og synir hans fjórir með ein-
dæmum reikningsmenn og tölu-
glöggir með afbrigðum. Ekki fóru
neinar sögur af móður Aldísar,
Ragnhildi Einarsdóttur frá Hæli, um
hennar tölfræðigáfur, en hún var
prýðilega greind kona, bókhneigð,
ljóðelsk og listfeng í handavinnu og
svo hafði hún erft þessa yndislegu
skapgerð frá móður sinni, sem gerði
gott úr öllu og öllum smáerfiðleikum
var vísað frá með vel völdum gam-
anyrðum. Ég heyrði þá feðga Pál og
syni hans aldrei bölva neinu and-
streymi, sem mætti þeim, með gróf-
ari orðbragði en sem svo „ja hver
skrambinn“. Aldís var næst elst
Hlíðarsystkinanna og árið 1906 þeg-
ar hún var eins árs vildi það óhapp til
að bærinn í Hlíð brann og þá var
þegar um sumarið drifið í því að
byggja bæinn að nýju og Ragnhildur
húsfreyja dvaldi þá um mánaðartíma
á Hæli hjá foreldrum sínum með
elstu börnin, Einar, síðar bankaúti-
bússtjóra, og Aldísi, sem þá var eins
árs. Ragnhildur átti þá brátt von á
barni sem hún gekk með sem fædd-
ist þá um haustið, sem var Lýður
Pálsson síðar bóndi og hreppstjóri í
Hlíð.
Einmitt þennan tíma, sem Ragn-
hildur dvaldi á Hæli með börnin, var
móðir mín í heimsókn á Hæli til að
setja sig inn í rekstur heimilisins, en
hún og faðir minn ætluðu að giftast
þá um sumarið 27. júlí. Móðir mín
sagði mér að hún hefði þá strax feng-
ið mikið dálæti á Aldísi og síðar urðu
þau kynni meiri og nánari þegar hún
fór að kenna henni að spila á orgel og
sú vinátta varð gagnkvæm og hélst á
meðan þær lifðu báðar.
Aldís varð fljótt efnileg stúlka og
man ég eftir henni þegar hún var 15
eða 16 ára, en hún fékk þá að fara til
Reykjavíkur til að læra meira í org-
anleik, en hún reyndist fljótt mjög
músíkölsk og man ég eftir því hvað
hún dáði austurrísku meistarana
Mozart, Shubert og Beetoven og
hafði gaman af að láta okkur heyra
ýmis hinna fallegu verka þeirra.
Seinna fékk Aldís að fara í
Kvennaskólann í Reykjavík og þar
fékk hún einnig aukna sýn á menn-
ingu og listir utan landsteinanna og
man ég að móðir mín hafði gaman af
að tala við hana og kynnast ýmsu því,
sem hún hafði kynnst og numið í
Reykjavík á þessari námsdvöl þar.
Hlíðarheimilið efldist mjög á ár-
unum eftir 1920 um leið og systkinin
voru að komast upp og elstu börnin
hófu skólagöngu í framhaldsskóla.
Það sem breytti einnig miklu um
heimilishagi var þegar nýtt íbúðar-
hús var reist þar árið 1927, mjög
vandað og rúmgott.
Í Hlíð var alltaf stórt heimili, börn-
in urðu sex og til viðbótar ólst þar
upp til fullorðinsára Hulda Runólfs-
dóttir og var þar alla tíð eins og ein af
fjölskyldunni. Auk þess voru þar
margir unglingar, sem voru þar
meira og minna bæði sumar og vet-
ur, voru í barnaskóla á vetrum, og
hjálpuðu til við snúninga og léttari
verk á öðrum tímum árs. Það komu
þó erfið ár þegar leið á þriðja tug ald-
arinnar og um og upp úr 1930 var
eins og öll hjól efnahagslífsins væru
að stöðvast. Í Hlíð var eins og krepp-
an færi sér hægar en víða annars
staðar og allt gekk þar sinn vana-
gang. Þá var það haustið 1931 að
glæsilegur maður, frændi Aldísar,
kom og baðst gistingar í Hlíð. Þetta
var Lýður Guðmundsson í Litlu-
Sandvík. Þau Lýður og Aldís þekkt-
ust eitthvað og nú þurfti Lýður brátt
að taka við búi í Litlu-Sandvík og
vissi að Aldís í Hlíð hefði flesta þá
kosti til að bera til að taka að sér hús-
móðurstörfin á hinu stóra heimili í
Litlu-Sandvík. Þetta myndi nú verða
mikil breyting, sem yrði á lífsháttum
Aldísar, með því að yfirgefa fjalla-
kyrrðina og skjólið undir Hlíðarfjalli,
þar sem allt var í nokkuð föstum
skorðum og flytja niður á láglendið á
stórbýlið, þar sem margt ókunnugt
fólk vann að búverkunum, og allir
kunningjarnir væru í annarri sveit
og lítill samgangur við þá enda mjög
lélegt vegasamband á þeim árum.
En þau Aldís og Lýður voru svo heil-
brigð og svo mikið mannkostafólk, að
valið um framtíðina veittist þeim
auðvelt, og þau giftu sig vorið 1933
og lifðu í farsælu hjónabandi í 55 ár
og ráku stórt og umsvifamikið bú þar
mestallan þann tíma.
Þau Aldís og Lýður áttu barnaláni
að fagna. Þau eignuðust fjögur börn
sem komust upp. Þau eru: Sigríður,
fædd 1935. Hún er gift Snorra Veld-
ing, starfsmanni hjá Reykjavíkur-
borg og eiga þau þrjú börn. Þá er það
Páll, fæddur 1936, bóndi í Litlu-
Sandvík frá 1959, félagsmálaforingi
og rithöfundur, kvæntur Elínborgu
Guðmundsdóttir, og eiga þau fjögur
börn, Ragnhildur, fædd 1941, gift
Baldvini Halldórssyni, prentsmiðju-
stjóra í Hafnarfirði og eiga þau þrjú
börn, og Guðmundur, fæddur 1942,
rafvirki á Selfossi, kvæntur Hrafn-
hildi Sigurgeirsdóttur og eiga þau
tvö börn.
Þegar ég réðst sem ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands
með búsetu á Selfossi haustið 1945,
lá leið mín fljótt til frænku minnar
Aldísar. Þar var mér tekið opnum
örmun og þar sem ég kom með konu
mína með mér tók Aldís ekki í mál að
við kæmum inn um dyrnar þar sem
vinnufólkið gekk um, nei, um vest-
urdyrnar og í betri stofuna vorum
við leidd. Þar var komið í mjög fal-
lega stofu og þar var mikið af mynd-
um, sem minntu á Hlíð, og teppi og
púðar sem þarna voru lýstu lista-
mannshandbragði Aldísar. Á eftir
veislukaffi vildi Aldís endilega að ég
tæki lagið og hún var fús á að spila
undir á orgelið eins og hún mun oft
hafa gert, þegar ég kom að Hlíð á
meðan hún átti þar heima.
Leið mín hefur oft legið að Litlu-
Sandvík síðan, og alltaf biðu mín þar
alúðar móttökur og oft settist hún
við orgelið og fékk mig til að syngja
með, eitthvað af gömlu lögunum í
söngvasafni Sigfúsar Einarssonar,
sem oft voru sungin á árunum áður
en útvarpið og sjónvarpið tóku við
með alla tónlistina. Mér þótti merki-
legt að kynnast því, þegar ég kom að
Litlu-Sandvík í gamla daga, hvað Al-
dís var afkastamikil við öll sín bú-
verk. Ég man ekki eftir að ég hafi séð
konu vera eins fljóta að baka pönnu-
kökur og Aldísi. Ég hélt oft hrúta-
sýningar þar á haustin og þær hófust
yfirleitt kl. 9 að morgni. Ekki var að
tala um annað en að allir kæmu inn í
kaffi klukkan 10 og þá þurfti hún oft
að gefa 10–15 manns kaffi og með
því. Þá kom það sér vel að húsfreyjan
var fljót að öllum búverkum. Ég
hygg að Aldís hafi alltaf verið í mjölt-
um kvölds og morgna á meðan hand-
mjólkað var í Sandvík. Ég kom þá
stundum í fjósið á meðan stóð á
mjöltunum og undraðist oft mjög
hvað Aldís var fljót að mjólka. Ég
held að Aldís hafi erft þennan eig-
inleika frá föður sínum að vera hand-
fljót. Hann var engum líkur við smíð-
ar og járningar hve handfljótur hann
var og sumir sona hans voru það
einnig.
Aldís var einstaklega barngóð og
auk barna hennar voru ætíð mörg
sumarbörn í Sandvík og oft voru það
sömu börnin ár eftir ár og var mér
oft hugsað til þess, að varla hefði ver-
ið hægt að fá betri skóla til að gefa
drengjum heilbrigðan þroska á að-
alþroskaferli þeirra en sveitastörf að
sumarlagi á sveitaheimili eins og í
Litlu-Sandvík. Lýður var oddviti
Sandvíkurhrepps í áratugi og hann
var einnig í stjórn eða fulltrúaráði
flestra þeirra félaga eða stofnana,
sem störfuðu að menningar- og vel-
ferðarmálum sveitafólksins í hér-
aðinu. Í sambandi við þessi félags-
málastörf var mikil gestakoma í
Litlu-Sandvík og tók Aldís á móti öll-
um þeim gestum af alúð og með
fagnandi brosi.
Það gladdi þau Lýð og Aldísi að
Páll sonur þeirra tók fljótt þátt í bú-
rekstrinum í Litlu-Sandvík og síðar
færðust öll félagsmálastörfin yfir á
herðar hans. En þó að sporin þyngd-
ust hjá Aldísi, þegar heilsan fór að
bila hjá Lýð og eftir að hann lést árið
1988, var Aldís áfram hinn vakandi
holli andi sem vakti yfir heill fjöl-
skyldunnar. Hún hafði gaman af að
fylgjast með þroska barnabarna
sinna og hollráðari ömmu held ég að
erfitt hafi verið að finna.
Mér hefur oft verið hugsað til þess
að varla hefði Aldís getað kosið sér
veigameira og mikilsverðara hlut-
verk en húsmóðurstörfin í Litlu-
Sandvík eins og hún rækti þau. Hún
var næstum alltaf heima við en ef
einhver þurfti á einhverri aðstoð að
halda þá var hún boðin og búin að
leysa hvers konar vanda.
Fyrir nokkrum árum ákvað Aldís
að flytja í dvalarheimilið Ás í Hvera-
gerði. Hún var ekki að víkjast undan
að bera byrðar heimilisins í Sandvík,
en henni fannst að nú væri hún að
verða meira til byrði en til hjálpar og
nú yrði hún að þiggja þessa góðu
hjálp samfélagsins í góðu nágrenni
við börnin sín og vini og velunnara.
Ég og fjölskylda mín kveð svo
þessa sterku og góðu frændkonu og
færi henni að leiðarlokum innilegar
þakkir fyrir líf hennar og störf og
gefandi samfylgd.
Börnum hennar, systrum og öllum
vandamönnum færi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Hjalti Gestsson.
Látin er í hárri elli frænka mín Al-
dís Pálsdóttir frá Hlíð í Gnúpverja-
hreppi, lengst húsfreyja í Litlu-
Sandvík í Flóa en síðast á dvalar-
heimili fyrir aldraða í Hveragerði.
Hún var eftirminnileg kona og happ
fyrir mig að mega kynnast henni.
Hún var ekki há vexti en bein í baki,
sköruleg í framgöngu og með
glampa í augum fram undir hið síð-
asta, vel hærð, svaraði sér vel. Aug-
un gráblá og ákveðin, hugurinn sí-
vakandi. Aldís var frændrækin svo af
bar. Hún var umtalsgóð og bar sakir
af þeim, sem ranglega voru bornir
sökum og þeim sem minna máttu sín.
Hún var ódeig við að segja meiningu
sína við hvern sem var, kom alltaf
þar fram sem betur gegndi.
Ég kynntist henni fyrst árið 1948,
þegar hún kom ásamt syni sínum
Páli og fleira fólki að Selalæk á
Rangárvöllum þar sem ég átti heima
þá 8 eða 9 ára. Það var eftirminnileg
heimsókn. Páll var á aldur við okkur
krakkana á Selalæk og fór vel á með
okkur. Þau spurðu bæði um hina
ólíklegustu hluti að mér fannst þá, en
seinna skildi ég að slík fróðleiksfýsn
er góð og gagnleg og ég reyndi að
koma mér upp slíku sjálfur.
Ég heimsótti Aldísi í Hveragerði
síðast 17. febrúar sl. Þá kom hún
með gestabókina og vildi fá í hana
vísu eins og áður. Þessa vísu skrifaði
ég í bókina hennar:
Aldís frænka öllum gefur
eitthvað til að næra sál.
Orðasjóður hennar hefur
hreint og fagurt íslenskt mál.
Blessuð sé minning Aldísar Páls-
dóttur.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir á Keldum.