Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 50

Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ATVINNA ÓSKAST Heimilisþrif Tek að mér heimilisþrif Get bætt við mig nokkrum heimilum. Er heiðarleg, rösk og skila góðu verki. Upplýsingar í síma 690 3959. Handflakarar óskast við ýsuflökun. Húsnæði í boði. Frostfiskur ehf., Þorlákshöfn, símar 695 1880 og 695 1881. Bókari Við erum fyrirtæki í þjónustu- og verslunargeir- anum og leitum að starfsmanni í 50% starf til að sjá um bókhald, launaútreikning, mánaðar- legt uppgjör o.fl. sem tengist almennum skrif- stofustörfum. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á Fjölni og excel. Umsóknum skal skilað inn til augldeildar Mbl., merktum: „1969“, fyrir 11. apríl nk. Grunnskólinn í Ólafsvík Lausar kennarastöður næsta skólaár. Meðal kennslugreina sérkennsla og tónmennt. Umsóknir berist skólastjóra fyrir 12. apríl. Sérfræðingar Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir eftir sérfræðingum til starfa sem fyrst. Meginhlutverk Greiningarstöðvar er greining og ráðgjöf vegna fatlaðra barna og ungmenna, en auk þess er lögð áhersla á þátttöku starfs- manna í rannsókna- og fræðslustarfi stofnunar- innar. Störf í þverfaglegu vinnuumhverfi Grein- ingarstöðvar veita góða innsýn í fjölþættar þarfir barna og ungmenna með ýmiss konar fatlanir og geta nýst til sérfræðiviðurkenningar, þar sem slíkt á við. Nýir starfsmenn fá hand- leiðslu á aðlögunartíma, auk þess sem lögð er áhersla á tækifæri til sí- og endurmenntunar innan og utan stofnunarinnar. Framundan er frekari uppbygging og þróun starfseminnar í samstarfi við félagsmálaráðuneyti. Leitað er eftir neðangreindum sérfræðingum: ● Sálfræðingi í fullt starf. Æskileg er reynsla á sviði fatlana og frávika í taugaþroska. Starfsvettvangur verður á fagsviði þroska- hamlana. ● Barnalækni í fullt starf. Æskileg er sérþekk- ing á sviði taugasjúkdóma eða hæfingar. Starfsvettvangur verður til helminga á fag- sviði þroskahamlana og fagsviði einhverfu og málhamlana. Til greina kemur skipting starfsins á milli tveggja lækna. ● Talmeinafræðingi í 80% starf. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið M.S.-námi í tal- meinafræði. Starfsvettvangur verður á fag- sviði einhverfu og málhamlana. ● Þroskaþjálfa í fullt starf til afleysinga vegna barnsburðarleyfis. Starfsvettvangur verður á fagsviði hreyfi- og skynhamlana. ● Sálfræðingi í 80% starf til afleysinga vegna barnsburðarleyfis. Frekari upplýsingar gefur skrifstofa forstöðu- manns og yfirmenn viðkomandi fagsviða. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist forstöðumanni fyrir 25. þessa mánaðar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Húsmæður athugið! Fáein sæti laus í vikuferð til Portúgal 9. apríl nk. Upplýsingar í símum 551 2617 og 864 2617. Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. Samtök lungnasjúklinga Aðalfundur Samtök lungnasjúklinga halda aðalfund sinn fimmtudaginn 18. apríl 2002 kl. 20 í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykja- vík, inngangur frá Eiríksgötu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf. Aðalfundur Skinneyjar-Þinganess hf., Horna- firði, verður haldinn í húsi félagsins í Krossey á Hornafirði föstudaginn 19. apríl 2002 kl. 13.30. Á dagskrá fundarins verða: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins skv. 55. gr. hluta- félagalaga. 3. Önnur mál, sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningar félagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, mun verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins í Krossey á Hornafirði viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Hornafirði, 3. apríl 2002. Stjórn Skinneyjar-Þinganess hf. Stangaveiðifélag Reykjavíkur Opið hús verður annað kvöld, föstudagskvöldið 5. apríl, í sal félagsins á Háaleitisbraut 68. Húsið opnað kl. 20.30, en dagskráin byrjar kl. 21.00. Dagskrá. 1. Netaveiðar í Hvítá í Borgarfirði á árum áður í umsjón Þorkels Fjelsteds frá Ferjukoti. 2. Neðanvatnsmyndir úr Leirvogsá og af hrygn- ingarstöðvum Þingvallaurriðans í umsjón Jóhannesar Sturlaugssonar. 3. Veiðistaðalýsing á Leirvogsá í umsjón Viðars Jónassonar. 4. Happahylur, fullur af stórglæsilegum vinn- ingum frá SVFR og Vesturröst. (Sjá vinningaskrá á www.svfr.is). Skemmtinefndin. Fyrirlestur um stjórnun og starfsumhverfi sjálfboðaliðasamtaka Dr. Ulla Habermann, félagsráðgjafi og sér- fræðingur við Háskólann í Kaupmannahöfn, flytur fyrirlestur um stjórnun og starfsum- hverfi sjálfboðaliðasamtaka föstudaginn 5. apríl kl. 13.30—15.00 í húsnæði Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9. Fyrirlesturinn, sem fluttur verður á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.