Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.04.2002, Blaðsíða 13
ÞAU eru ófá vandamálin sem hús- ráðendur nútímans þurfa að glíma við: kekkjóttar sósur, krumpaðar skyrtuermar, bilaðir rennilásar og kolfallnar veislutertur eru örfá dæmi um það andstreymi sem margir kannast kannski við. Fæst okkar höfum fengið sérstaka til- sögn í að takast á við þessi atriði en þeir sem óska eftir því geta leitað í reisulegt hús við Sólvallagötu 12. Þar hefur Hússtjórnarskóli Reykja- víkur verið starfræktur í 60 ár og í dag og á morgun opnar skólinn húsakynni sín fyrir gestum og gangandi í tilefni tímamótanna. Þegar gengið er um þetta glæsi- lega hús má sjá ungar stúlkur önn- um kafnar við heimilisstörf í hverju horni. Uppi er það handavinnan sem ræður ríkjum, þar sauma stelpurnar út í dýrindis harðang- ursdúka, sumar eru að sauma vöggusett, aðrar fallegar handa- vinnutöskur. Á einum stað er stúlka að mæla út drengjabuxur á u.þ.b. tveggja ára strák og aðspurð segist hún ætla að geyma flíkina fyrir erfingja framtíðarinnar. Ósk Sigvaldadóttir, eins og hún heitir, segist hafa ákaflega gaman að handavinnu. Aðspurð segir hún að ástæða þess að hún ákvað að drífa sig í Hússtjórnarskólann vera þá að hana langaði til að gera eitthvað meira eftir stúdentinn. Tímdi ekki að hætta Niðri er hópur stúlkna að gera sig klára í að matreiða hádeg- isverðinn. Á borðum er nautahakk og egg og um leið og þær Kolbrún Ósk Árnadóttir og Inga Sigríður Árnadóttir brjóta eggin í skál upp- lýsa þær blaðamann um að stefnan sé ekki tekin á húsmæðrastarfið. Kolbrún ætlar í Kennaraháskólann og Inga í hjúkrunarfræði. En hvers vegna ákváðu þær að drífa sig í Hússtjórnarskólann? Þær segja mæður sínar hafa hvatt sig og Inga bætir við að eiginlega hafi hún ver- ið byrjuð í hjúkrun en komst ekki áfram eftir jól. Þegar síðar komu boð um að öllum árganginum yrði hleypt áfram þrátt fyrir allt var hún komin á kaf í hússtörfin á Sól- vallagötunni og hreinlega tímdi ekki að hætta. Kolbrún bætir því við að það sé ekki vafi á að námið nýtist þeim stöllum í öllu sem þær eiga eftir að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Að lokinni yfirreið um húsið er sest niður með skólastjóranum, Margréti Dórotheu Sigfúsdóttur, sem afsakar að enginn dúkur sé á kaffiborðinu sem setið er við. „Fólk er ekki teygjandi dúka í hverri viku í dag en það er allt í lagi að kenna stúlkunum þetta þannig að þær viti hvernig þetta er gert.“ Margrét segir námið í skólanum vera eina önn en nemendurnir eru hverju sinni 24 talsins því fleiri komast ekki fyrir í náminu. Hópn- um er skipt í tvennt og er annar hópurinn í matreiðslu fyrri part annar en í handavinnu seinni part- inn og svo öfugt. Átta stúlkur á heimavist Samhliða þessu eru stúlkurnar í ræstingu, vefnaði og prjónum. „Þar prjónum við lopapeysu, ull- arsokka, ullarvettlinga, barnahúfu og svo heklum við pottaleppa. Í vefnaðinum vefum við mottur og dúka og rósabönd og barnateppi og trefla og sumar vefja sér tösku eða púða. Í handavinnunni er það fata- saumur, bútasaumur og útsaumur, þú lærir að gera snið á þig og tekur snið upp úr blöðum og breytir þeim þannig að þau passi nú á þig.“ Fyr- ir utan þetta eru greinar á borð við næringarfræði, vörufræði, neyt- endafræði og heimilishagfræði þar sem farið er í hagkvæm innkaup, hollustu og annað slíkt. Í skólanum er heimavist þar sem pláss er fyrir 15 manns en sem stendur búa átta stúlkur á heima- vistinni. Margrét segir þær gjarn- an sitja í sjónvarpsherberginu á kvöldin, poppa eða taka í handa- vinnu. „Oft koma stelpur utan úr bæ í heimsókn en heimavist er allt- af heimavist,“ segir Margrét og bætir við að margt hafi þó breyst frá því sem áður var. „Í þessum skóla voru fyrst 48 nemendur og þá voru allir á heima- vist, hvort sem þeir voru úr Reykjavík eða ekki og kennararnir bjuggu með þeim. Það voru mjög strangar reglur um það hvenær stúlkurnar máttu vera úti og hve- nær þær þurftu að vera komnar heim. Þá var kennt hér miklu leng- ur á daginn og á kvöldin var full- orðin ráðskona sem eldaði kakó og gaf stúlkunum kökur. Skólastjór- inn las gjarnan upphátt úr ást- arsögum og annað slíkt á meðan nemendurnir saumuðu og kenn- ararnir voru með. Þetta var svolít- ið eins og baðstofulífið í gamla daga.“ Strákar sjaldséðir hrafnar Þrátt fyrir að fæstar ungar stúlkur í dag stefni á að gera hús- móðurstarfið að ævistarfi sínu er ekkert lát á aðsókninni í Hússtjórn- arskólann. Þó dróst aðsóknin að- eins saman upp úr 1970. „Þá kom rauðsokkuhreyfingin inn og það varð hallærislegt að fara í hús- mæðraskóla,“ segir Margrét. Stað- an í dag er hins vegar sú að allt er að fyllast fyrir haustið. En sækir karlpeningurinn ekk- ert í eldamennsku og hannyrðir? Margrét segir strákana sjaldséða hrafna. „Þeir mættu alveg koma fleiri því í nútímaþjóðfélagi verða þeir að hjálpa til þótt þeir séu kvæntir. Það var einn hérna fyrir tveimur árum og hann saumaði og prjónaði og óf ekkert síður en stelpurnar. Hann saumaði t.d. skírnarkjól sem barnið hans var síðan skírt í.“ Á opna húsinu í dag og á morg- un, sem verður milli klukkan 13 og 17 geta gestir virt fyrir sér handa- vinnu nemenda fyrr og nú, auk þess sem kaffi og meðlæti verður á boðstólum, reyndar ekki sem nem- endur hafa sjálfir gert heldur hafa fyrirtæki gefið kaffi og veitingar fyrir afmælisdaginn. Margrét seg- ist renna blint í sjóinn með það hversu margir koma en á von á fjöl- menni enda eru nemendur skólans í gegnum tíðina ófáir. Hvað sem því líður geta gestir átt von á notalegri stund yfir kaffisopa og spjalli í hús- inu glæsilega við Sólvallagötuna. Hússtjórnarskóli Reykjavíkur með opið hús um helgina í tilefni af 60 ára afmæli sínu Morgunblaðið/Golli Margrét Sigfúsdóttir í vefstofunni: Áður las skólastjórinn gjarnan upp- hátt úr ástarsögum fyrir stúlkurnar og kennarana á kvöldin. Rósabönd, bakstur og bútasaumur Inga Sigríður Árnadóttir og Kolbrún Ósk Árnadóttir: Námið á eftir að nýtast vel í framtíðinni þó að stefnt sé á annað en húsmóðurstarfið. Ósk Sigvaldadóttir ætlar að geyma drengjabuxurnar á son sinn, sem kannski kemur einhvern tímann seinna. Vesturbær HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 13 San Vicente Verð frá 7.700.000 ísl. kr. White Lily Verð frá 12.500.000 ísl. kr. Glæsilegt 2ja hæða raðhús 2-3 svefnh. Er annað hvort á jarðhæð með garði eða á efri hæð með svölum og þakverönd. Á sérstöku tilboði með húsgögnum. Stutt í alla þjónustu. Sameiginleg sundlaug. Nokkurra mínútna akstur í bæinn. Þetta glæsilega parhús er mjög vandað og staðsett í göngufæri frá stórkostlegri strönd og nálægt allri þjónustu, verslunum, veitingastöðum, börum og golfvöllum. Hverfið er með eigin sundlaug. Húsin samanstanda af tveim eða þrem svefnherb., setustofu, eldhúsi, wc, flísalögðu baðherb., stórum svölum ú af hjónaherbergi og þakverönd. Hvert hús er með bílastæði og garði. ATLAS INTERNATIONAL Hluti af Atlashópnum hefur verið staðsettur í Torrevieja í 24 ár. Höldum sýningu á fasteignum frá sólarströnd Costa Blanca. ÞITT HEIMILI Á COSTA BLANCA SPÁNI VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYNNINGARFUND UM HELGINA 13. OG 14. APRÍL Á HÓTEL SÖGU, B SAL, 2. HÆÐ KL.12-17. Ókeypis aðgangur. Sími 896 2047, Laddi. Komið, sjáið og fáið fría bæklinga! MEÐ HÚ SGÖGNU M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.