Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 13.04.2002, Síða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 23 ÁRNI M. Mathisen sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki hafi verið ástæða til að umbuna sérstaklega þeim íslensku skipum sem fyrst hófu veiðar á kolmunna, með því að beita svonefndri frumherjaheimild við út- hlutun kolmunnakvótans. Slíkt sé alltaf mikið matsatriði og heimildin hafi ekki átt við í þessu tilfelli. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði á aðalfundi fé- lagsins í vikunni að það væru mikil vonbrigði að sjávarútvegsráðherra skyldi ekki nýta frumherjaheimild við bráðabirgðaúthlutun kolmunna- kvótans fyrr á þessu ári. Sagði Þor- steinn Már að ef ekki kæmi til frum- herjaréttar við endanlega úthlutun, muni hlutdeild Samherja í veiðunum minnka og úthlutun félagsins verði ekki eins mikil og ráð var fyrir gert. Frumherjaákvæðið svokallaða er að finna í lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Samkvæmt því get- ur ráðherra ákveðið að allt að 5% heildarafla verði sérstaklega úthlut- að til þeirra skipa sem fyrst hófu veiðar úr viðkomandi stofni. Ekki heldur beitt ákvæði um afsal kvóta innan lögsögu Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra bendir á að í lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands sé einnig að finna ákvæði sem heimili ráðherra að binda úthlutun úr fiski- stofni utan lögsögu því skilyrði að skip afsali sér aflaheimildum innan lögsögu Íslands, sem nemi allt að 15% af þeim aflaheimildum sem skip fær úthlutað úr viðkomandi stofni í úthafinu, í þorskígildum talið. Þessu ákvæði hafi m.a. verið beitt við út- hlutun úthafskarfakvótans. Hann segir að ekki megi gagnrýna það að frumherjaákvæðinu skuli ekki beitt, án þess að taka einnig tillit til þessa ákvæðis. „Báðar þessar lagaheimild- ir eru mikið matsatriði og ég hef kos- ið að beita þeim ekki, hvorki við út- hlutun kolmunnakvótans né við úthlutun kvóta í Barentshafi. Að mínu mati hefur ekki þurft að umb- una þeim skipum sem voru fyrst hófu veiðar, umfram það sem þau fá samkvæmt almennum úthlutunar- reglum. Ég hef heldur ekki talið ástæðu til þess að draga frá heim- ildum þeirra innan lögsögunnar í staðinn fyrir það sem þeir fá úthlut- að í úthafinu. Ég hef hinsvegar ekki heyrt Þorstein Má, né nokkurn ann- an sem fengu úthlutað kolmunna- kvóta, gagnrýna það,“ segir Árni. Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðherra frá því í mars sl. er Ís- lendingum heimilt að veiða samtals 282 þúsund tonn af kolmunna á árinu 2002. Fiskistofa hefur þegar úthlut- að 80% af leyfilegum heildarafla en samkvæmt reglugerð skal endan- legri úthlutun aflahlutdeilda og afla- marks lokið fyrir 1. maí nk. Árni seg- ir að frumherjaréttinum verði ekki beitt við endanlega úthlutun kvót- ans. Ekki ástæða til að umbuna frumherjum Gengi dollars 97,70 Krónan ekki hærri í 11 mánuði GENGI krónunnar hækkaði um 0,7% í gær og stendur vísitala krónunnar í 134,15. Hefur gengi krónunnar ekki verið hærra síðan um miðjan maí árið 2001. Gengi dollars var við lokun markaða í gær 97,70, evran stóð í 85,9 krón- um og breskt pund í 140,4 krónum. Mjög lífleg viðskipti voru á millibankamarkaði í gær og námu þau 6,3 milljörðum króna, samkvæmt upplýsing- um frá Halldóri Hildimund- arsyni á millibankaborði Ís- landsbanka. Gengishækkun rakin til væntanlegra verðbólgutalna Ástæðu gengishækkunar- innar má líklega rekja til verðbólgutalna sem Hagstof- an birtir á mánudaginn og virðist því nokkur bjartsýni ríkja í garð talnanna. Markaðsaðilar búast við 0,2% hækkun vísitölu neyslu- verðs en hún hækkaði um 0,4% í síðustu mælingu. Lík- legt er að gengishækkunin í gær gangi að einhverju leyti til baka í næstu viku ef verð- bólgutölurnar verða túlkaðar neikvætt, samkvæmt upplýs- ingum frá Íslandsbanka. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.