Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 13.04.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 23 ÁRNI M. Mathisen sjávarútvegs- ráðherra segir að ekki hafi verið ástæða til að umbuna sérstaklega þeim íslensku skipum sem fyrst hófu veiðar á kolmunna, með því að beita svonefndri frumherjaheimild við út- hlutun kolmunnakvótans. Slíkt sé alltaf mikið matsatriði og heimildin hafi ekki átt við í þessu tilfelli. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði á aðalfundi fé- lagsins í vikunni að það væru mikil vonbrigði að sjávarútvegsráðherra skyldi ekki nýta frumherjaheimild við bráðabirgðaúthlutun kolmunna- kvótans fyrr á þessu ári. Sagði Þor- steinn Már að ef ekki kæmi til frum- herjaréttar við endanlega úthlutun, muni hlutdeild Samherja í veiðunum minnka og úthlutun félagsins verði ekki eins mikil og ráð var fyrir gert. Frumherjaákvæðið svokallaða er að finna í lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Samkvæmt því get- ur ráðherra ákveðið að allt að 5% heildarafla verði sérstaklega úthlut- að til þeirra skipa sem fyrst hófu veiðar úr viðkomandi stofni. Ekki heldur beitt ákvæði um afsal kvóta innan lögsögu Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra bendir á að í lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands sé einnig að finna ákvæði sem heimili ráðherra að binda úthlutun úr fiski- stofni utan lögsögu því skilyrði að skip afsali sér aflaheimildum innan lögsögu Íslands, sem nemi allt að 15% af þeim aflaheimildum sem skip fær úthlutað úr viðkomandi stofni í úthafinu, í þorskígildum talið. Þessu ákvæði hafi m.a. verið beitt við út- hlutun úthafskarfakvótans. Hann segir að ekki megi gagnrýna það að frumherjaákvæðinu skuli ekki beitt, án þess að taka einnig tillit til þessa ákvæðis. „Báðar þessar lagaheimild- ir eru mikið matsatriði og ég hef kos- ið að beita þeim ekki, hvorki við út- hlutun kolmunnakvótans né við úthlutun kvóta í Barentshafi. Að mínu mati hefur ekki þurft að umb- una þeim skipum sem voru fyrst hófu veiðar, umfram það sem þau fá samkvæmt almennum úthlutunar- reglum. Ég hef heldur ekki talið ástæðu til þess að draga frá heim- ildum þeirra innan lögsögunnar í staðinn fyrir það sem þeir fá úthlut- að í úthafinu. Ég hef hinsvegar ekki heyrt Þorstein Má, né nokkurn ann- an sem fengu úthlutað kolmunna- kvóta, gagnrýna það,“ segir Árni. Samkvæmt reglugerð sjávarút- vegsráðherra frá því í mars sl. er Ís- lendingum heimilt að veiða samtals 282 þúsund tonn af kolmunna á árinu 2002. Fiskistofa hefur þegar úthlut- að 80% af leyfilegum heildarafla en samkvæmt reglugerð skal endan- legri úthlutun aflahlutdeilda og afla- marks lokið fyrir 1. maí nk. Árni seg- ir að frumherjaréttinum verði ekki beitt við endanlega úthlutun kvót- ans. Ekki ástæða til að umbuna frumherjum Gengi dollars 97,70 Krónan ekki hærri í 11 mánuði GENGI krónunnar hækkaði um 0,7% í gær og stendur vísitala krónunnar í 134,15. Hefur gengi krónunnar ekki verið hærra síðan um miðjan maí árið 2001. Gengi dollars var við lokun markaða í gær 97,70, evran stóð í 85,9 krón- um og breskt pund í 140,4 krónum. Mjög lífleg viðskipti voru á millibankamarkaði í gær og námu þau 6,3 milljörðum króna, samkvæmt upplýsing- um frá Halldóri Hildimund- arsyni á millibankaborði Ís- landsbanka. Gengishækkun rakin til væntanlegra verðbólgutalna Ástæðu gengishækkunar- innar má líklega rekja til verðbólgutalna sem Hagstof- an birtir á mánudaginn og virðist því nokkur bjartsýni ríkja í garð talnanna. Markaðsaðilar búast við 0,2% hækkun vísitölu neyslu- verðs en hún hækkaði um 0,4% í síðustu mælingu. Lík- legt er að gengishækkunin í gær gangi að einhverju leyti til baka í næstu viku ef verð- bólgutölurnar verða túlkaðar neikvætt, samkvæmt upplýs- ingum frá Íslandsbanka. Alltaf á þriðjudögum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.