Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 32

Morgunblaðið - 13.04.2002, Side 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kosningami›stö› Sjálfstæ›isflokksins í Reykjavík ver›ur opnu› í Skaftahlí› 24 í dag klukkan 14. fiar ver›ur margt til skemmtunar; Björn Bjarnason flytur ávarp, Egill Ólafsson og Selma Björnsdóttir syngja og fleiri gó›ir kraftar leggja sitt af mörkum. Kaffiveitingar í bo›i, pylsur, gos og ís fyrir börnin. Allir velkomnir. Kosningami›stö›in ver›ur opin alla virka daga frá klukkan 13-21 og laugardaga og sunnudaga frá klukkan 12-18. www.reykjavik2002.is Vi› gerum gó›a Skaftahlí› betri! OPNUÐ verður í dag í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum, sýn- ingin Kínversk samtímalist – úr einkasafni Fred Leferink. Þar er að finna 26 málverk eftir sex listamenn sem búa og starfa í Kína. Verkunum hefur Leferink safnað á undanförnum sjö árum og meðal þeirra eru málverk eftir Fang Lijun, sem vakið hefur talsverða athygli á alþjóðavettvangi, en einnig eftir Liu Ye, Yue Minjun, Zhang Xiaogang, Yang Shaobin og Guo Wei. Fred Leferink er Hollendingur bú- settur í Amsterdam, en bjó á Íslandi um nokkurt skeið og kemur hingað reglulega. Fred hefur starfað á sviði viðskipta- og stjórnmála, og segist safna listaverkum af áhuga og sem listunnandi. „Ég safna listaverkum af ýmsu tagi, en fylgi engri sérstakri stefnu í söfnuninni. Ég sækist fyrst og fremst eftir verkum sem snerta mig á einhvern hátt, og kalla fram einhverjar óútskýranlegar tilfinning- ar. Söfnun mín snýst ekki um að eiga verkin eða að byggja upp hið full- komna safn. Ég lít fremur svo á að ég eignist leyfi til að líta eftir verkunum um hríð og njóta þeirra um leið,“ segir Fred. Litróf mannssálarinnar Verkin sem sýnd eru á Kjarvals- stöðum voru öll unnin á undanförnum 10 árum og teljast til framúrstefnu- málverka. Fred segir málarana alla koma úr nánum hópi listamanna sem búi í þorpinu Song Zhuhang rétt utan við Peking. „Málverk af þessu tagi hafa m.a. verið kennd við kaldhæðið raunsæi eða töfraraunsæi. Þau eru máluð á tíma sem margir framsæknir kínverskir listamenn fundu fyrir sár- um vonbrigðum með framtíðina í kjöl- far bælingar stúdentauppreisnarinn- ar á Torgi hins himneska friðar. Ég skynja þessi verk þó ekki út frá nein- um skilgreindum listfræðilegum mælikvörðum. Það sem ég sé í verk- unum eru átök andstæðna og mót- sagnakenndar tilfinningar, sem allt eins geta skírskotað almennt til litrófs mannssálarinnar. Verkin sýna öll manneskjur í einhverjum aðstæðum, og er þetta þema sem ég áttaði mig ekki á fyrr en eftir að hafa eignast verkin. En um leið má kannski segja að sýningin veiti ákveðna innsýn í það sem kínverskir málarar hafa verið að gera undanfarinn áratug.“ Fred segist fyrst hafa gefið verkum kínverskra samtímamálara gaum eft- ir að hann sá málverk eftir Fang Lij- un í galleríi í Amsterdam. „Fang Lij- un er með fremstu listamönnum í Kína, en Yue Minjun og Lieu Ye hafa einnig náð að vekja nokkra athygli. En það er erfitt fyrir listamenn utan Evrópu og Bandaríkjanna að hasla sér völl í hinum alþjóðlega listheimi og fáir þekkja kínverska samtíma- listamenn. Sjálfur reyni ég að leggja mig eftir því að horfa út fyrir þessi vestrænu landamæri. Auðvitað er hálfgerð vitleysa að tala um „kín- verska list“, eða „þýska list“, svo dæmi séu nefnd. Margir málaranna sem eiga verk á þessari sýningu hafa lært eða dvalið um skeið á Vestur- löndum. Þannig væri nær að tala al- mennt um samtímalist í alþjóðlegu samhengi,“ segir Fred Leferink að lokum. Innsýn í kínverska málaralist samtímans Morgunblaðið/Ásdís Fred Leferink heillaðist af verkum kínverskra málara eftir að hann kynntist verkum listamannsins Fang Lijun fyrir sjö árum. NEMENDUR þriðja bekkjar leik- listardeildar LHÍ frumsýna barna- leikritið Lísu í Undralandi í Smiðj- unni, nemendaleikhúsinu, Sölvhóls- götu 13, í dag kl. 13. Sögurnar um Lísu í Undralandi eru flestum kunnar en þar bregður fyrir ýmsum furðuverum, s.s. skjaldböku sem dreymir um að fljúga, sívilltu kanínunni, hattaranum undarlega, kálorminum spekingslega, kónginum undirgefna, drottningunni sem logar af reiði, hertogaynjunni dansandi og fleirum. Lísa lendir í margvíslegum ævintýrum og furðulegum uppákom- um er hún reynir að skilja hvað um er að vera, hvar hún er og hvernig hún komist heim. Leikgerðina skrifar Kristín Óm- arsdóttir eftir sögu Lewis Caroll. Leikstjóri er María Sigurðardóttir, leikmynd og lýsingu hannar Egill Ingibergsson og Helga I. Stefáns- dóttir búninga. Leikendur eru Bryndís Ásmunds- dóttir, Esther Talía Casey, Ilmur Kristjánsdóttir, Maríanna Klara Lúthersdóttir, María Heba Þor- steinsdóttir, Þorleifur Arnarson, Davíð Guðbrandsson og Björn Thors. Sýningar verða daglega næstu vik- ur. Leiklistar- nemar frum- sýna barna- leikrit ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.