Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 27 Á SÍÐUSTU tónleikum sl. laugar- dags í Skálholti var bryddað upp á sjaldheyrðri hljóðfærasamsetningu hér um slóðir eða blokkflautu og hörpu. Nánar tiltekið „barokkhörpu“, sem ekki var útskýrð frekar en auð- sæilega eldri gerðar en fetilharpa sú er við þekkjum úr sinfóníuhljómsveit- um í dag og fundin var upp um 1720, enda fetlalaus og leikin standandi. Ekki virtist hún samt með öllu día- tónísk, því undirritaður heyrði ekki betur en að stöku sinni væri breytt um tóntegund. Gæti því hugsanlega verið um krókhörpu að ræða, tý- rólska uppfinningu frá ofanverðri 17. öld með handstilltum krókum á arm- inum til upphækkunar stakra strengja um hálftón, eða þá frum- stæðan fyrirrennara hennar. Um það var þó allt á huldu, séð aftast úr kirkju, og því líklega bezt að fullyrða sem minnst. Yfirskrift tónleikanna var „Anchor che co’l partire [sic] – Fantasíur, kan- sónur og dansar eftir meistara 16. og 17. aldar“. Leitað var fanga í fórum ítalskra, spænskra og enskra tón- smiða síðendurreisnar, og var sumt byggt á eldri söngverkum eins og al- títt var í árdaga hljóðfæratónlistar. Um það voru þekktustu dæmin „Lachrimae“ (Flow my tears), víð- frægt lútusönglag Dowlands í umrit- un van Eycks, og Ancor che col part- ire, 4 radda ítalskur madrígal Ciprianos de Rore – bæði í umritun Cabezóns og Bovicellis. Að tveim atriðum eftir Dowland frátöldum var aðeins leikið eitt verk eftir hvern höfund. Þeir voru í flutn- ingsröð Giovanni Bassano (1558– 1617), Girolamo dalla Casa (?-1601), Jacob van Eyck (1590–1657; einleikur á altblokkflautu), John Dowland (1563–1626; hörpueinleikur í Mellan- coly Galliard), óþekktur brezkur höf. (The Mountebanks Dance at Grayes Inne), John Adson (?–1640), Robert Johnson (1582–1630), Jeronimus Kapsberger (1580–1643; hörpuein- leikur), Aurelio Virgiliano (16. öld;), Richardo Rogniono (?–1619), Antonio de Cabezón (1510–66) og Giovanni Battista Bovicelli (1592–?). Þrátt fyrir miklar flúrskreytingar í sópran-, alt- og tenórblokkflautum var víða þokkafull tónlistin að mestu á tregablendnum nótum. Um blástur- inn sá hinn mikilvirki hollenzki forn- tónlistarmaður Paul Leenhouts af geysilipurri snilld og litlum vafa und- irorpið að hér fór alger sérfræðingur í tónskreytilist fyrri alda. Verður þar oft að geta í eyður, enda flúrun lag- línu sjaldnast tilgreind í nótum þar eð ætlazt var til af spilurum fyrri tíma að þeir skreyttu (einkum ítrekaða kafla) að eigin smekk. Hörpuleikur Gunn- hildar Einarsdóttur, sem stundar framhaldsnám í Amsterdam, var sér- lega kliðmjúkur. Draumkennd sveim- andi hendingamótun hennar var á köflum nánast sem úr engils höndum af skýjum ofan – einna fallegust í ein- leiksverkinu Toccata Seconda Arpeg- giata eftir Kapsberger. Unnendur endurreisnartónlistar fengu vissulega að heyra marga kyrr- láta eyrnakrás aftan úr öldum á laug- ardagskvöldið var, og það í listafág- uðum flutningi. Engu að síður reyndist ofangreint verkefnaval við þessa hljóðfæraskipan trúlega í lang- vinnara lagi áður en lauk. A.m.k. fyrir forsendu- og eirðarminnstu hlustend- ur hér á okkar skröltandi skrumöld. Ljúfsár tregi af skýjum ofan TÓNLIST Skálholtskirkja Fantasíur, kanzónur og dansar frá síðend- urreisnartíma. Gunnhildur Einarsdóttir, barokkharpa; Poul Leenhouts, blokk- flautur. Laugardaginn 3. ágúst kl. 21. SUMARTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson SÓPRANSÖNGKONAN Hanna Björk Guðjónsdóttir syngur með organistanum Guðmundi Sigurðs- syni á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju í dag, fimmtudag, kl. 12. Á efnisskránni eru fimm ein- söngslög og verk fyrir orgel. Fyrst syngur Hanna Björk við undirleik Guðmundar Lascia chio pianga eftir Georg Friedrich Händel og Bist du bei mir, sem er eitt laga Bachs sem hann setti í bók dóttur sinnar Önnu Magda- lenu, Clavierbüchlein. Þá leikur Guðmundur Vater unser in Himmelreich eftir Böhm. Að lok- um syngur Hanna Björk við und- irleik Guðmundar Pie Jesu úr Sálumessu eftir Fauré, 23. Dav- íðssálm úr Biblíuljóðum Dvoráks og Parce Domine eftir Dounod. Sálumessu eftir Fauré, 23. Hanna Björk hefur komið víða fram sem einsöngvari við hin ýmsu tækifæri, einkum við kirkjulegar athafnir, í einka- samkvæmum og sem einsöngvari með hinum ýmsu kórum. Guðmundur lauk í vor masters- námi í orgelleik með láði frá Westminster Choir College, Princeton, New Jersey, undir leiðsögn Marks A: Anderson. Guðmundur tók við starfi organ- ista við Bústaðakirkju 1. ágúst. Sópran og orgel í Hallgrímskirkju Guðmundur Sigurðsson Hanna Björk Guðjónsdóttir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.