Morgunblaðið - 20.08.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 20.08.2002, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VIÐ Íslendingar erum stundum of uppteknir við að benda á það sem betur má fara en gleymum svo að nefna það sem er vel gert. Ég finn mig knúinn til að brjóta regluna og lýsa yfir hrifningu minni og ekki síst þakklæti fyrir þá fyrirgreiðslu og af- brags þjónustu sem við fjölskyldan fengum á þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyjum. Þó neyðist ég fyrst til að fara í gagnrýnisstellingar út af viðbrögð- um og framkomu starfsmanna Golf- félags Vestmannaeyja. Þannig var mál að vexti að við vorum með hjól- hýsi, tvö hústjöld, eitt stórt kúlutjald og tvo bíla með okkur. Auðvitað vild- um við síður vera langt frá Herjólfs- dal þar sem allt fjörið fer fram. Þess vegna fengum við leyfi hjá þjóðhátíð- arnefnd að leggja okkar hafurtaski til vinstri og nánast beint á móti inn- gönguhliði hátíðarinnar. Vissulega rétt fyrir utan girðingu, og á röffinu hjá golfurunum. Þó ekki þannig að skemmdir myndu hljótast af. Ekki fyrr erum við búin að leggja skrjóð- unum en einhver vitringurinn á golf- kerru rennir upp að okkur og bannar allt saman. Starfsmaður þjóðhátíðar- nefndar reynir að tala okkar máli en án árangurs. Við neyðumst til að færa okkur innan girðingar. Þá kem- ur í ljós að hjólhýsi og bifreiðar eru með öllu bannaðar innan girðingar rétt eins og utan hennar á golfvell- inum. Lokalausnin varð að negla allt draslið niður við hlið Þórsheimilisins samkvæmt ráði starfsmanna þjóðhá- tíðarnefndar. Allt í lagi staður í þess- ari stöðu og alls ekki afleitur með hliðsjón af því að fjögur börn á aldr- inum 6–15 ára voru í hópnum. Bara gott ef þau fengju svefnfrið og ró fjarri fjöri náttanna þriggja í daln- um. Þrátt fyrir regnvotar og vinda- samar nætur á Heimaey verður að segjast að við björguðumst vel fyrir tilstilli starfsmanna þjóðhátíðar- nefndar sem hleyptu okkur og ann- arri fjölskyldu frá Grundarfirði inn í Þórsheimilið á sunnudeginum. Það var ekki seinna vænna því bæði hús- tjöldin voru blaut í gegn auk þess sem þriðja tjaldið var ónýtt með öllu, bæði rifið og með mölbrotið burðar- virki. Þessi óeigingirni þjóðhátíðar- nefndar ber sjaldgæft vitni um manngæsku og hjálpsemi. Sérstak- lega verður slík mannúð dýrmæt í ljósi þess að golfararnir sýndu engin viðbrögð við málaleitan okkar á fimmtudeginum og ráku okkur með harðri hendi af röffinu við hliðið. Þar hefðu tjöldin verið í skjóli fyrir óveðrinu og hver veit nema þriðja tjaldið hefði haldið haus og bjargast. Þess má geta að á föstudeginum fékk heil rúta ásamt heimasmíðuðu for- tjaldi úr spýtum og byggingarplasti að hreiðra um sig án andmæla á sama stað og við fjölskyldufólkið vor- um rekin burt af deginum fyrr. Hvern þekktu þau hjá Golffélagi Vestmannaeyja sem við þekktum ekki? Og þá komum við að kjarna máls- ins. Fjölskyldufólk er ekki velkomið í Herjólfsdal. Kannski var svo ein- hvern tímann, en er ekki lengur. Hverjum þar er um að kenna þori ég ekki að fullyrða, en gruna þó Golf- félagið helst um græsku. Alveg frá því árið 2000 hafa þeir heimtað að há- tíðarsvæði ÍBV yrði girt af og kæmi þannig hvergi nálægt þeirra dýr- mæta golfvelli. Ekki einu sinni röffið fær að fylgja með. Og vegna þessarar óbilgirni golfaranna er ekkert pláss fyrir fjölskyldufólk með tjaldvagna, hjólhýsi, hústjöld og bifreiðar. Hvet ég því ÍBV og Golffélag Vestmanna- eyja til að koma sér betur saman um hátíðarsvæðið í Herjólfsdal og til að fastmóta eitthvert fjölskyldusvæði nálægt dalnum. Því tímarnir eru að breytast. Tilhneigingin er sú að ábyrgir foreldrar fara enn frekar með unglingunum sínum á útihátíðir um verslunarmannahelgina. Og þá er þörf fyrir fjölskyldusvæði með að- gangi að sturtum og salernum og af- drepi fyrir hústjöld, hjólhýsi og felli- hýsi. Þjóðhátíðarnefnd leysti málið af snilld þetta árið með því að beina okkur að Þórsheimilinu og veita okk- ur aðgang að húsnæðinu. Kannski að það sé lausnin í framtíðinni? Að hafa vísi að fjölskyldusvæði við hlið Þórs- heimilisins væri ekki svo slæm hug- mynd. Með von um betri móttökur fjöl- skyldufólki til handa í framtíðinni. Annars var hátíðin alveg frábær og öll framkvæmd hennar til fyrirmynd- ar sem og endranær. Smárigning er bara til að krydda mannlífið. Og flestir skemmtikraftarnir stóðu sig með prýði nema þá kannski Á móti sól sem formælti sjálfum himnaherr- anum fyrir veðrið. Slíkt er ekki til eftirbreytni í augum þeirra sem trúa. Þess má geta að ég er trúleysingi sjálfur sem hins vegar svíður svona framkoma í garð hinna trúuðu. Trú- frelsi felst ekki í að formæla guðum hinna ýmsu trúarbragða, heldur að stunda eigin trúarbrögð í kyrrþey. EDVARD KR. GUÐJÓNSSON, nemi í sagnfræði og starfsmaður hjá Marel hf. Fjölskyldufólk ekki velkomið Frá Edvard Kr. Guðjónssyni: VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.