Morgunblaðið - 08.09.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 08.09.2002, Síða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2002 35 með því að boða til kosninga á næsta ári. Það sama gildir hins vegar um Ísr- ael, að fátt myndi gera landinu meira gagn en að losna við Ariel Sharon, annálaðan stríðsglæpamann og stjórnmálaref. Þannig er t.a.m. öll ástæða til að ætla að heimsókn Shar- ons á Musterisfjallið, 28. sept. 2000, hafi verið yfirveguð aðgerð af hans hálfu til að valda róstum, og í kjölfar- ið koma sjálfum sér til valda, – án til- lits til þeirra mannslífa sem hafa glatast í kjölfarið. Ómar lætur með grein sinni fylgja mikla romsu af ummælum Dennis Ross og Georgs W. Bush þar sem þeir halda ýmsu ófögru fram um stjórnarhætti og ásetning Arafats. Lýkur romsunni á frásögn Ólafs af því hvað „mörgum var brugðið“ að sjá Halldór Ásgrímsson halda í hönd Arafats í heimsókn sinni í höfuð- stöðvar hans. Ég bið Ómar að taka tillit til þess að ummæli Ross og Bush geta varla talist hlutlaus, enda hafa Bandaríkin löngum verið aðal-stuðningsmaður Ísraelsstjórnar og í kjölfar árásanna 11. september hefur stjórn Bush verið gjörn á að sjá hryðjuverka- mann í hverjum þeim sem ekki er fyllilega á sveif með Bandaríkjunum. Þannig bið ég Ómar einnig að athuga að þau rök sem Bush og Ross gefa fyrir því að eiga ekki í viðræðum við Arafat og einnig þau rök sem færð eru fyrir nauðsyn þess að hann fari frá völdum mætti allt eins heimfæra á Sharon. Hins vegar hefur stjórn Bush mér vitandi ekki séð ástæðu til að slíta samskiptum við Sharon, né hvatt til þess að hann láti af völdum. -Getur verið að sitt sé hvað, ísraelski Jón og palestínski Jón? Um ferð Halldórs er það að segja að það telst eðlilegur vináttuvottur að karlmenn haldist í hendur í þess- um heimshluta, og hafi viðmælend- um Ómars brugðið við þessa sýn þá er augljóst að þeir mega gjarna kynna sér siði og venjur annarra þjóða betur og af meiri skilningi og virðingu. Halldór Ásgrímsson á hrós skilið fyrir för sína, og þá sérstak- lega að hafa virt siði innfæddra eins og hann gerði með því að halda í hönd Arafats, hversu svo spánskt sem það kynni að koma mönnum fyr- ir sjónir hér heima. 5. Í lok greinar sinnar minnist Ómar á grein Bjarkar Vilhelmsdóttur, dags. 16. júlí, og segir í grein hennar alið á hatri og andúð á gyðingum og Ísraelum. Hann byrjar á því að rýra grein hennar, og segir hana halda því fram að aðeins ein landamæra- stöð sé milli Ísraels og Jórdaníu, – þær séu þrjár. Það er rétt að það eru þrjár landamærastöðvar á milli land- anna, en aðeins ein þeirra er fær sök- um ríkjandi stríðsástands, eins og Björk segir réttilega: „[…]þurftum við að fara einu færu leiðina til Jórd- aníu“. Grein Bjarkar er látlaus og lýsir þeirri niðurlægingu og kúgun sem Palestínumenn þurfa að þola. Það að segja skrif Bjarkar ala á hatri og andúð á gyðingum og Ísr- aelum er fjarstæða og bendir til mik- illar þröngsýni eða dómgreindar- skorts hjá Ómari að hann skuli halda slíku fram. Ómar segir „Hryggilegt […] þeg- ar börn og unglingar eru notuð til að kasta steinum […] og stuðla þannig að áframhaldandi fjandskap, ófriði og óvild.“ Ég spyr Ómar: Hvað er það þá sem Ísraelar eru að gera með framkomu sinni við Palestínumenn, nú og undanfarin 50 ár, annað en að ala sjálfir á ófriði, fjandskap og óvild, eins og svo vel er lýst í grein Bjarkar dags. 16.7.? 6. Í Palestínu geisar stríð, og eins og títt er með stríð er hvorugur aðilinn syndlaus. Báðir aðilar hafa unnið hræðilega glæpi hvor á öðrum. Á hinu leikur enginn vafi að getan til að koma á friði liggur mun frekar hjá Ísraelum en Palestínumönnum. Líkja má palestínsku þjóðinni við barn sem búið er að hrella og kvelja og tekur í örvæntingu til við að kasta steinum að óvini sínum. Barnið er fá- frótt, hungrað og kvalið. Kvalari þess er Ísrael: auðugur og vopnaður hermaður með mettan maga. – Hvort, Ómar Kristjánsson, er hæf- ara um að stíga fyrsta skrefið í átt að friði? Höfundur nemur lögfræði og stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. mánudaginn 9. september kl. 20. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Feneyjar Austurríki Budapest frá kr. 59.950 1.-6. október Heimsferðir bjóða nýstárlega ferð um heimsþekktar menningarborgir og náttúrutöfra Ítalíu, Austurríkis og Ungverjalands undir leiðsögn þaulkunnugs fararstjóra. Frá Veronu á Ítalíu för- um við til hinnar einstöku borgar Feneyja þar sem við eyðum degi og kvöldi og síðan er ekið um stórkostlegt landslag Alpanna til Graz í Austurríki og áfram um Ungverjaland og endað í sjálfri Budapest, perlunni á bökkum Dónár. Stutt, hnitmiðuð og fræðandi ferð um fegurstu borgir Evrópu og einstaklega fagurt landsvæði. Gist er á góðum 3-4 stjörnu hótelum. Aðeins 40 sæti í þessa einstöku ferð Verð kr. 59.950 M.v. 2 í herbergi. Aukagjald fyrir einbýli: 9.800 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, 5 gisti- nætur á góðum 3-4* hótelum með morgun- mat, rútuferðir eins og í áætlun, sigling í Feneyjum, skattar og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfallagjald kr. 1.800 (valkvætt) og allur aðgangseyrir. Völ á framlengingu í Budapest. 1. okt. Flogið síðdegis í beinu leiguflugi Heimsferða til Verona á Ítalíu og lent þar um kl. 21 að staðartíma. Ekið beint til Lido til Jesolo, skammt frá Feneyjum þar sem gist er fyrstu 2 næturnar. Um 2ja tíma akstur. 2. okt. Að morgni er farið til Feneyja og deginum varið þar. Einstök borg með síkjunum, gondólunum, ótrúlegum bygg- ingum, sögu, listaverkum, kristal og ólýs- anlegri stemmningu á þröngum götum og torgum. Gist í Lido de Jesolo, gegnt Fen- eyjum. 3. okt. Ekið áfram um Ítalíu og upp til Austurríkis, um undurfagurt landslag og framhjá borgum eins og Udine og Klag- enfurt og til Graz í Austurríki. Kvöldmat- ur og gisting í nágrenni við Graz. 4. okt. Ekið áfram um Austurríki og yfir landamærin til Ungverjalands og komið síðdegis til höfuðborgarinnar Budapest. Staldrað við á völdum fallegum stöðum og gisting í borginni í 2 nætur. 5. okt. Boðið upp á kynnisferð um Buda- pest fyrir hádegi og frjáls dagur að öðru leyti. 6. okt. Flogið heim frá Budapest í beinu leiguflugi Heimsferða kl. 12.00 á hádegi og lent kl. 14.30 að íslenskum tíma. FJÖLBREYTT ENSKUNÁMSKEIÐ eru að hefjast í Reykjavík, Selfossi og á Akureyri Innritun í fullum gangi Sími 588 0303 - www.enskuskolinn.is Enskuskólinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.