Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opið til 22.00
til jóla
Yfir
fyrirtæki
150
...
er
m
eð
a
llt
f
yr
ir
jó
lin
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Rannsóknastofu í
kvennafræðum og Kjararannsókna-
nefnd opinberra starfsmanna:
„Ranglega hefur komið fram í
kynningu ESB-verkefnisins „Að
loka launagjánni“ sem Rannsókna-
stofa í kvennafræðum framkvæmdi
fyrir hönd Jafnréttisráðs, að karlar
hjá hinu opinbera hafi 39% hærri
laun en konur. Þessi tala er EKKI
RÉTT, karlar hafa 31,6% hærri laun
en konur. Hins vegar var sú tala ekki
samanburðarhæf við almenna mark-
aðinn vegna þess að viðmiðunar-
grunnur hennar er annar. Sé sam-
bærileg tala reiknuð fyrir almenna
markaðinn hafa karlar þar 37%
hærri laun en konur. Þessar tölur
áttu að sýna launabil kynja (það sem
konur vantar upp á til að hafa laun
karla) og var það sú tala sem notuð
var um almenna markaðinn. Launa-
bilið er 27% hjá almenna markaðn-
um en 24% hjá hinu opinbera. Sam-
kvæmt því er launabilið hjá hinu
opinbera ekki meira heldur ívið
minna en á almenna markaðnum.
Þetta er hið svokallaða launabil eða
„gender pay gap“ sem notað er í
könnuninni. Það hefur vakið furðu að
launabilið væri MEIRA hjá hinu op-
inbera en á almennum markaði á Ís-
landi því það væri í miklu ósamræmi
við launamun erlendis. Þetta var
rangt reiknað og tölurnar ekki sam-
anburðarhæfar. Auk þess sem við-
miðunarmánuðurinn, nóvember
2000, var óheppilegur vegna kenn-
araverkfalls. Rannsóknastofa í
kvennafræðum og Kjararannsókna-
nefnd opinberra starfsmanna harma
þessi mistök. Vandann má m.a. rekja
til þess að afar erfitt er að nálgast
gögn um vinnumarkaðinn og þau eru
hvergi nærri samræmd. Gögnin er
að finna á mörgum stöðum, svo sem
Hagstofu Íslands, Kjararannsókna-
nefnd, Kjararannsóknanefnd opin-
berra starfsmanna og Fjármála-
ráðuneytinu og eru þau sett fram
með mismunandi hætti. Það sama
gildir um ýmsar aðrar upplýsingar
frá öðrum aðilum. Má þar t.d. nefna
að hvergi er hægt að nálgast ná-
kvæmar tölur um skiptingu vinnu-
aflsins milli ríkis, sveitarfélaga og al-
menna markaðarins og hefur þurft
að styðjast við nálganir í því efni.
Fyrir verkefnið „Að loka launa-
gjánni“ voru sérstaklega tekin sam-
an gögn um ýmis atriði sem ekki til-
heyra venjubundinni gagnaöflun og
gildir það um þá tölu sem hér hefur
ranglega verið kynnt. Það er afar
mikilvægt að gagnasöfnun um laun
og kjör á vinnumarkaðnum verði
komið í samræmdan og fastan far-
veg hið allra fyrsta.“
Athugasemd vegna könnunar
ENGINN fótur er fyrir þeirri niður-
stöðu í samanburðarrannsókn á
launamun kynjanna, sem greint hef-
ur verið frá í fréttum, að íslenskir
karlar hjá ríki og Reykjavíkurborg,
séu með 39% hærri laun en konur
miðað við greitt tímakaup samanbor-
ið við 27% á almenna vinumarkaðin-
um, samkvæmt þeim upplýsingum
sem fengust hjá Hagstofu Íslands í
gær. Þá er það einnig röng niðurstaða
að launamunur karla og kvenna hér á
landi sé með þeim mesta í löndunum
sex sem samanburðurinn náði til.
Þvert á móti virðist launamunurinn
vera svipaður hér á landi.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu kemur fram í könn-
uninni að launamunur karla og
kvenna hér á landi sé með þeim mesta
sem þekkist í sex aðildarríkjum Evr-
ópska efnahagssvæðisins, þ.e. Aust-
urríki, Bretlandi, Dan mörku, Grikk-
landi, Noregi og Íslandi. Í tilteknum
starfsstéttum sé launamunurinn 39%
í opinberum störfum á Íslandi en 6–
14% í samanburðarlöndunum og þeg-
ar kemur að almennum vinnumark-
aði sé munurinn 27% hér en 16–27%
annars staðar.
Þessu vísa Hallgrímur Snorrason
hagstofustjóri og Helga Einarsdóttir,
sérfræðingur hjá Hagstofunni, á bug.
Um ranga útreikninga sé að ræða og
misvísandi samanburð við önnur
lönd. Sú niðurstaða könnunarinnar að
launamunurinn sé 39% í opinbera
geiranum byggist á útreikningum
þar sem ekki sé tekið tillit til mismun-
andi vinnutíma.
Þá sé það venja við samanburð á
launum kynjanna að reikna laun
kvenna sem hlutfall af launum karla.
Þetta er ekki gert fyrir opinbera
markaðinn í umræddri könnun held-
ur hefur launum kvenna verið deilt
upp í laun karla. Annarri aðferð er
hins vegar beitt við launasamanburð-
inn á almenna markaðinum og í sam-
anburðarlöndunum.
Í könnuninni er einnig miðað við
nóvembermánuð árið 2000 en sú við-
miðun er óheppileg vegna verkfalls
framhaldsskólakennara þá. Rétt nið-
urstaða er því sú, skv. upplýsingum
þeirra, að skv. gögnum Kjararann-
sóknanefndar opinberra starfsmanna
var meðaltímakaup kvenna í mánuð-
unum september og október árið
2000 76% af launum karla. Óleiðrétt-
ur launamunur var því 24% en ekki
39%. Grunnlaun kvenna hjá ríki og
Reykjavíkurborg voru á sama tíma
tæp 83% af launum karla. Séu þessar
tölur bornar saman við niðurstöður
könnunarinnar í öðrum samanburð-
arlöndum, kemur í ljós að launamun-
ur kvenna og karla er síst meiri hér.
Í könnuninni kemur einnig fram að
munur á launum kynjanna á almenna
vinnumarkaðinum sé 27% miðað við
greitt tímakaup hér á landi en 16–
27% í samanburðarlöndunum. For-
svarsmenn Hagstofunnar gera at-
hugasemd við þennan samanburð og
benda á að tölur frá viðmiðunarlönd-
unum eigi ýmist við um dagvinnu eða
greitt tímakaup fyrir alla vinnu.
Aukagreiðslur ýmiss konar eru held-
ur ekki meðtaldar í tölum sumra
landanna en þær eru með í íslensku
tölunum. Hér sé því ekki verið að
bera saman sambærilegar launatöl-
ur.
„Talnasamanburður af þessu tagi
gefur því alls ekki tilefni til að full-
yrða að að ástand þessara mála sé
verst hér á landi,“ segir Hallgrímur.
Komum ekki illa út úr
samanburði við önnur lönd
Varðandi launamismun í tilteknum
starfsstéttum, þ.e. hjá framhalds-
skólakennurum og verkfræðingum
hjá ríki og Reykjavíkurborg, benda
þau á að ekki hefur verið leiðrétt
vegna vinnutíma. Það hefur aftur á
móti verið gert í tölum fyrir þær
starfsstéttir sem könnunin tekur til á
almenna vinnumarkaðinum.
Auk þessa benda starfsmenn Hag-
stofunnar á að í umræðu um þessa
könnun hafi ekki verið tekið tekið til-
lit til skýringarþátta á launamun
kynjanna fyrir vinnumarkaðinn í
heild. Þannig hafi tölur ekki verið
leiðréttar með hliðsjón af mismun-
andi störfum, menntun, starfsaldri
o.s.frv. Í því sambandi megi vísa til
könnunar sem gerð var á launamun
kynjanna á vegum jafnréttisráðs, er
birt var í september sl., en þar kom í
ljós að skv. gögnum Kjararannsókna-
nefndar voru laun kvenna 70% af
launum karla en jafnframt var tekið
fram að skýra megi tvo þriðju til þrjá
fjórðu munarins með ólíkum starfs-
vettvangi, starfi, menntun og ráðn-
ingarfyrirkomulagi kynjanna. Sá 7
½–11% launamunur sem eftir standi
stafi af hjónabandi, barneignum o.fl.
sem hafi önnur áhrif á laun kvenna en
karla, eins og segir í skýrslunni.
„Niðurstaða alls þessa er því sú,“
segir Hallgrímur, „að við komum
ekki illa út úr samanburði við önnur
lönd eins og mátt hefur skilja af um-
ræðunni að undanförnu. Eftir stend-
ur þó það vandamál að konur fá ekki
jafnhá laun og karlar en það hjálpar
ekki í umræðunni að setja fram mis-
vísandi tölur,“ segir hann.
Hagstofa Íslands setur fram gagnrýni á rannsókn sem gerð var á launamun kynjanna
Rangir útreikningar og
misvísandi samanburður
Athugasemd ráðuneytis/12
HVAÐ gera þingmenn til að halda
geðheilsunni? Þessari spurningu
svöruðu nokkrir þeirra á miklum
stemmningsfundi í tengslum við
verkefnið Geðrækt í Iðnó í gær.
Jónína Bjartmarz, Margrét Frí-
mannsdóttir, Sólveig Pétursdóttir
og Ögmundur Jónasson opnuðu
geðræktarkassana sína, þar sem er
að finna ýmsa persónulega muni,
sem hjálpa þeim upp á jákvæðu nót-
urnar. Að loknum fundinum fengu
síðan allir þingmenn Alþingis sams
konar kassa sem þeir geta fyllt að
eigin vild í sama tilgangi.
Sólveig Pétursdóttir dóms-
málaráðherra reið á vaðið og sýndi
fyrst mikilvægustu munina, þ.e. þá
sem tengjast fjölskyldunni. Þarna
læddist fyrst upp ástarbréf frá eig-
inmanninum. Sagði hún að þau
hjónin væru oft mjög upptekin og
því erfitt að finna tíma saman. „En
þá er gott að hafa svona bréf í kass-
anum, til að minna okkur á tilfinn-
ingarnar,“ sagði hún. Hún dró einn-
ig upp úr kassanum myndir af
fjölskyldunni og bréf frá börnunum
og geisladiska með The Rolling
Stones og Led Zeppelin við mikla
kátínu fundargesta. „Eitt það besta
sem ég geri þegar ég kem pirruð
heim á kvöldin, er að hlusta á góða
tónlist,“ sagði hún. Í kassanum var
líka myndbandsspólan About a Boy.
„Ég hefði þurft að fá stærri kassa,“
sagði hún. „Ég var enga stund að
fylla hann.“
Mjög góð og jákvæð áminning
Þá kom Ögmundur Jónasson og
tók fyrst upp Geðorðin tíu úr sínum
kassa. „Ég held að þetta sé mjög
góð og jákvæð áminning þar sem
við erum hvött til þess að hugsa já-
kvætt, hlúa að þeim sem okkur þyk-
ir vænt um og læra af mistökum
okkar,“ sagði hann og salurinn
skellihló. Í kassanum voru líka
geisladiskar með tónlist Sigur Rós-
ar, Mozarts og Haydns og einn disk-
ur með ljóðalestri Andrésar Björns-
sonar. Þarna voru líka tvær bækur,
Þögn hafsins eftir Paul Vercor og
Skriftamál einsetumannsins eftir
Sigurjón Friðjónsson.
„Og síðan hafði ég – kerti,“ end-
aði Ögmundur.
Greinilegt var að þingmenn
höfðu mjög gaman af þessu og
hældu geðræktarverkefninu á
hvert reipi. Næst var Jónína Bjart-
marz. Hún var með 16 ára gamla
Morgunblaðsúrklippu með spak-
mælunum „Sá er mikill maður sem
glatar ekki virðingu barnsins síns“
og kort með áletruninni: „Elskaðu
mig mest þegar ég á það síst skilið,
því þá hef ég mesta þörf fyrir það.“
Kortið hangir á ísskápnum heima
hjá Jónínu. Næst sýndi hún vara-
reimar í gönguskóna sína. „Minn
lykill að verulega góðri líðan er að
fara á fjöll,“ sagði hún. „Svo er
hérna rós frá manninum mínum,“
sagði hún. „Alltaf þegar ég fæ rósir,
þá þurrka ég þær og nýjasti vönd-
urinn fer yfir mynd af ömmu
minni.“ „Ég fer mikið út í garðinn
minn,“ sagði þá Margrét Frímanns-
dóttir þegar hún greindi frá sínum
geðheilbrigðismeðulum. Og meira
til. „Ég á góða kistu sem ég hef oft
hugsað um sem geðræktarkistu.
Þar eru fyrstu skórnir af börnunum
mínum og föt af þeim. Þar eru stytt-
urnar af fermingartertunum og
brúðkaupstertunni og ýmislegt sem
ég skoða af og til,“ sagði hún. En í
geðræktarkassanum hennar í gær
voru myndir af barnabörnunum og
Röddin eftir Arnald Indriðason,
blað og penni, freyðibað og kerti,
geisladiskur með Bogomil Font og
milljónamæringunum, veiðiflugur,
prjónn, mynd af eiginmanninum og
GSM-síminn.
Geðræktarverkefnið hefur staðið
yfir í tvö ár og því lýkur á næsta ári.
Hvaða ráðum beita alþingismenn til að halda góðri geðheilsu í dagsins önn?
Bækur, þunga-
rokk og auðvitað
fjölskyldan
Morgunblaðið/Golli
Hver þingmaður fékk afhentan sinn eigin geðræktarkassa sem þeir geta fyllt að vild. Hér eru framsóknarmenn-
irnir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Hjálmar Árnason að taka á móti sínum kössum í Alþingishúsinu.