Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 24
ERLENT
24 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DANSKIR jafnaðarmenn efna
til aukaflokksþings á laugardag
til að kjósa nýjan leiðtoga í stað
Poul Nyrups Rasmussen sem
nýlega ákvað að hætta. Eining
virðist vera um að Mogens
Lykketoft, fyrrverandi utanrík-
isráðherra, taki við embættinu.
En ljóst er að margir eru ósáttir
við þá niðurstöðu, telja að þörf
sé á yngri manni en flokkurinn
beið mikinn ósigur í kosningun-
um í fyrra og missti ríkisstjórn-
arvöldin. Segja sumir að Lykke-
toft verði aðeins bráðabrigða-
lausn meðan beðið sé eftir því að
Frank Jensen, fyrrverandi
dómsmálaráðherra, bjóði sig
fram en hann hefur hafnað því
að svo stöddu.
Slakt viðhald
orsökin
SLAKT eftirlit hins opinbera og
óvönduð viðhaldsvinnubrögð
bandaríska flugfélagsins Alaska
Airlines leiddu til þess að MD-80
þota félagsins fórst með 88
manns í janúar 2000. Er þetta
niðurstaða rannsóknar banda-
ríska samgönguöryggisráðsins
(NTSB) á slysinu. Of lítil smurn-
ing á tjakkskrúfu sem hreyfir
hæðarstýri vélarinnar hefði leitt
til þess að skrúfan bilaði með
þeim afleiðingum að vélin fórst.
Hafnaði NTSB þeim rökum
flugfélagsins að feitin sem fram-
leiðandi vélarinnar, Boeing,
mælti með væri ekki nógu góð.
Ennfremur sagði NTSB að
bandaríska loftferðaeftirlitið
bæri nokkra ábyrgð þar sem
það hefði leyft flugfélaginu að
lengja þann tíma sem leið á milli
þess sem stélhlutar vélarinnar
voru smurðir og skoðaðir.
Stanford
einræktar
STANFORD-háskóli varð á
miðvikudaginn fyrstur banda-
rískra háskóla til að tilkynna op-
inberlega að hafnar verði á veg-
um skólans tilraunir með
einræktun í lækningaskyni.
Reynt verði að þróa nýja fóst-
urvísastofnfrumulínu með það
að markmiði að finna lækningu
við sjúkdómum á borð við
krabbamein, sykursýki, parkin-
sonveiki og fleiri arfgengum
taugahrörnunarsjúkdómum.
Kostnaðurinn verði greiddur
með 12 milljóna dollara framlagi
frá einkaaðila. Stjórnandi verk-
efnisins, Irving Weissman, neit-
ar því að um verði að ræða ein-
ræktun á mönnum. Greinar-
munur sé á einræktun til
stofnfrumuframleiðslu og ein-
ræktun í þeim tilgangi að búa til
manneskjur.
Maður beit
krókódíl
RÚMLEGA fertugur Malavíbúi
slapp lifandi úr krókódílskjafti
með því að bíta dýrið í snopp-
una, að því er þarlendir embætt-
ismenn greindu frá í gær. Hafði
krókódíllinn komið kjaftinum
um báða handleggi mannsins, en
þá náði maðurinn að bíta krókó-
dílinn, sem sleppti takinu og
synti á braut. Manninum var
komið á sjúkrahús og er hann nú
á batavegi. Árlega verður fjöldi
Malavíbúa krókódílum að bráð.
STUTT
Jafnaðar-
menn
kjósa
leiðtoga
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
hafa fengið trúverðugar upplýsingar
um að hreyfing íslamskra ofstækis-
manna, tengd al-Qaeda-samtökun-
um, hafi í október eða nóvember
komist yfir efnavopn í Írak. Banda-
rískir sérfræðingar telja að um sé að
ræða taugagas af gerðinni VX og hafi
liðsmanni hreyfingarinnar tekist að
smygla efninu yfir landamærin til
Tyrklands en ekki er vitað hvar það
er nú niðurkomið. Ennfremur er ekki
vitað hvort einvörðungu var um VX
að ræða eða fullbúið vopn, sprengju
eða flugskeyti, með efninu.
Aðeins einn embættismaður í
Hvíta húsinu, Gordon Johndroe, er
starfar fyrir nýtt ráðuneyti öryggis-
mála, fékk leyfi til að tjá sig undir
nafni um málið og sagði hann ráða-
menn stöðugt safna upplýsingum um
tilraunir al-Qaeda til að klófesta ger-
eyðingarvopn. „Hafa þeir komist yfir
efnavopn? Ég hef engar ótvíræðar og
beinharðar sannanir fyrir því að þeir
hafi gert það,“ sagði Johndroe.
VX var fyrst framleitt í Bandaríkj-
unum og er mun flóknara í fram-
leiðslu en aðrar gerðir taugagass eins
og sarin og tabun. Birgðum Banda-
ríkjahers af VX var eytt árið 2000.
Írakar viðurkenndu á sínum tíma að
hafa framleitt allar gerðirnar þrjár
og er vopnaeftirlitsmenn SÞ skiluðu
lokaskýrslu sinni árið 1999 sögðust
þeir ekki vita hvað orðið hefði um 1,5
tonn af íraska efninu. Jafnframt tóku
þeir fram að ef til vill hefðu Írakar
framleitt meira af því en skýrslur
væru til um.
Hugsanlega háttsettur í Írak
VX sem hægt er að nota sem vopn
er olíukenndur vökvi, litlaus, bragð-
og lyktarlaus sem drepur menn ef
vökvinn kemst í snertingu við hörund
eða berst í lungun. Hægt er að með-
höndla fórnarlömbin ef aðeins eru
liðnar nokkrar mínútur frá snertingu
við efnið.
Fyrir skömmu sendi leyniþjónusta
bandaríska hersins frá sér viðvörun
sem byggðist á upplýsingum frá vin-
veittu Evrópuríki um að ef ráðist yrði
á Írak myndi verða gerð efnavopna-
árás á jarðlest í stórri, bandarískri
borg. Einnig hefur verið varað við því
að efnavopnaárás yrði ef til vill gerð
af al-Qaeda á herstöð Bandaríkjanna
í Incirlik í Tyrklandi.
Að sögn ónafngreindra heimildar-
manna The Washington Post er nú
verið að leita frekari sannana fyrir
því að frásögnin af smyglinu eigi við
rök að styðjast. Maðurinn sem skýrði
frá málinu er hins vegar sagður vera
afar traustur en tekið fram að staða
hans sé „viðkvæm“ sem gæti merkt
að hann sé háttsettur í Írak.
Bandarískir sérfræðingar hafa
engar sannanir fyrir því að Saddam
Hussein Íraksforseti hafi sjálfur
heimilað að áðurnefnd efnavopn yrðu
afhent íslömskum hryðjuverkamönn-
um. En Qusay, sonur forsetans,
stjórnar öryggisþjónustu Íraks sem
hefur lengi haft strangt eftirlit með
allri leynilegri vopnagerð ríkisins. Er
því talið að erfitt hefði verið að af-
henda smyglaranum vopnin án vit-
undar forsetans.
Írak sagt hafa afhent
al-Qaeda efnavopn
Washington. The Washington Post.
Reuters
Í lausu lofti
KALIFORNÍUBÚINN Rob Machado svífur fagurlega í
loftinu eftir að öldurnar á Oahu-eyju á Hawai höfðu
betur og fleygðu honum af brimbrettinu, sem hann var
á. Þrátt fyrir þessa glæsilegu flugferð tókst Machado
að tryggja sér sæti í úrslitum brimbrettakeppni sem
háð var á eyjunni.
SPÆNSKIR fjölmiðlar kröfðust í
gær tafarlausra skýringa á því hvers
vegna Bandaríkjastjórn heimilaði
skipi, sem spænsk herskip stöðvuðu í
Arabíuflóa að beiðni bandarískra yf-
irvalda, að sigla til hafnar í Jemen
með fimmtán Scud-eldflaugar frá
Norður-Kóreu. Spænska stjórnin
kvaðst vera undrandi á þessari
ákvörðun en neitaði því að hún væri
Bandaríkjastjórn reið yfir því að
spænskum sjóliðum skyldi hafa verið
stefnt í hættu með aðgerð sem
reyndist tilgangslaus.
„Spænska stjórnin verður að
krefja Bandaríkjastjórn tafarlausra
skýringa,“ sagði dagblaðið El
Mundo, sem styður hægristjórn
José Maria Aznars. „Ef skýringin
reynist ekki vera nógu góð ætti
stjórnin að kalla heim öll spænsku
skipin sem taka þátt í alþjóðlega
siglingaeftirlitinu í tengslum við bar-
áttuna gegn hryðjuverkastarfsemi.“
El Mundo sakaði Bandaríkja-
stjórn um að koma „skítverkunum“ á
Spánverja, sem hefðu orðið að „at-
hlægi eins og lögreglumaður sem
handtekur glæpamann og sér síðan
dómara láta hann lausan út um bak-
dyrnar“.
Wolfowitz baðst afsökunar
Talsmaður spænska varnarmála-
ráðuneytisins sagði að Bandaríkja-
stjórn hefði ekki skýrt spænsku
stjórninni frá þeirri ákvörðun að
leyfa skipinu að sigla til Jemens fyrr
en eftir að hún var gerð opinber.
Paul Wolfowitz, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, hefði
hringt í Federico Trillo, varnarmála-
ráðherra Spánar, í fyrrakvöld.
„Wolfowitz óskaði honum til ham-
ingju með aðgerðina, baðst afsökun-
ar á því hvernig þetta fór og útskýrði
yfirlýsinguna frá Hvíta húsinu.“
Blöðin höfðu eftir spænskum emb-
ættismönnum að þeir væru reiðir út í
Bandaríkjastjórn vegna þess að lífi
spænsku sjóliðanna, sem stöðvuðu
skipið, hefði verið stefnt í hættu til
einskis. Sjóliðarnir skutu m.a. við-
vörunarskotum að flutningaskipinu
og sigu niður kaðla úr þyrlum til að
komast um borð. „Spænsku sjólið-
arnir hættu lífi sínu og við vitum ekki
enn til hvers,“ hafði dagblaðið El
País eftir embættismanni.
Talsmaður varnarmálaráðuneyt-
isins neitaði því þó að spænska
stjórnin væri reið út í Bandaríkja-
menn og sagði hana líta svo á að að-
gerðin hefði tekist vel þótt skipinu
hefði verið leyft að sigla með vopna-
farminn til Jemens.
Spánverjar hafa verið á meðal
helstu bandamanna Bandaríkja-
stjórnar í baráttunni gegn hryðju-
verkastarfsemi og Aznar forsætis-
ráðherra fer í opinbera heimsókn til
Washington í næstu viku.
Spænsku herskipin stöðvuðu
flutningaskipið að beiðni banda-
rískra leyniþjónustumanna sem
höfðu fylgst með því í nokkrar vikur.
Bandarískir hermenn fóru um borð í
skipið en leyfðu því að sigla til Jem-
ens eftir að stjórn landsins viður-
kenndi að hún hefði pantað Scud-
flaugarnar og krafðist þess að þeim
yrði skilað. Jemenska stjórnin
kvaðst hafa pantað flaugarnar árið
1999, áður en hún hefði lofað Banda-
ríkjastjórn að kaupa ekki fleiri eld-
flaugar af Norður-Kóreumönnum.
„Spænskir sjóliðar hættu
lífi sínu til einskis“
Spænskir fjölmiðlar krefja Banda-
ríkin skýringa á Scud-flaugamálinu
Madrid, Washington. AFP, AP.
JACQUES Chirac mun á meðan
hann gegnir embætti forseta Frakk-
lands njóta friðhelgi frá lögsókn
vegna meintrar hlutdeildar í póli-
tísku fjármálahneyksli, ef farið verð-
ur eftir tilmælum stjórnlaganefndar
sem skilaði af sér skýrslu um málið í
gær. Tillögurnar gera hins vegar ráð
fyrir að sækja mætti mál gegn Chir-
ac er hann lætur af embætti.
Chirac hét því í aðdraganda for-
setakosninganna í vor að sjá til þess
að lagaleg staða sín yrði skýrð, en
ásakanir um að hann hefði gerst sek-
ur um spillingu, er hann var borg-
arstjóri í París, settu mjög svip sinn
á fyrra kjörtímabil hans sem forseti.
Nefndin komst að þeirri niður-
stöðu að forseti Frakklands yrði,
embættisins vegna, að vera með öllu
friðhelgur frá lögsókn – en þar með
hefur Chirac fengið réttlætingu fyrir
þeirri ákvörðun sinni að neita að
koma fyrir rétt í fyrra og vitna í mál-
inu.
Andstæðingar forsetans gagn-
rýndu hins vegar niðurstöðuna í gær
og sögðu, að þar sem Chirac hefði
sjálfur skipað nefndina, þyrfti niður-
staðan varla að koma á óvart.
Chirac njóti
friðhelgi
París. AFP.
FULLTRÚAR aðildarríkja
OPEC, samtaka olíuútflutn-
ingsríkja, samþykktu á fundi
sínum í Vín í gær að draga úr
framleiðslu til að reyna að
hindra að heimsmarkaðsverð á
olíu félli. Markmið OPEC er að
halda verðlagi tiltölulega stöð-
ugu þannig að olíufatið, sem er
um 150 lítrar, kosti að jafnaði
um 25 dollara, um 2.100 ísl. kr.
Heildarframleiðslukvóti að-
ildarríkjanna er nú 21,7 millj-
ónir olíufata á dag en í reynd
hefur framleiðslan verið tals-
vert meiri þar sem ríkin líta
mörg á kvótann sem óformlega
viðmiðun en ekki fjötra. Alsír,
Nígería og Venesúela hafa auk
þess farið fram á að kvóti
þeirra verði hækkaður. Nýi
heildarkvótinn verður 23 millj-
ónir fata en á hinn bóginn var
samþykkt að ríkin legðu sig
fram um að minnka fram-
leiðslu fram yfir kvóta, að sögn
Rilwanu Lukmans, forseta
OPEC.
Olíufram-
boð
minnki
Vín. AFP.