Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 51
✝ Jóhannes Guð-mundsson fædd-
ist í Hafnarfirði 1.
júlí 1928. Hann lést
á gjörgæsludeild
Landspítala við
Hringbraut 6. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Ágúst Jónsson, bif-
reiðastjóri í Hafnar-
firði, frá Stóru-
Sandvík í Árnes-
sýslu, f. 3.1. 1986, d.
25.2. 1982, og Elísa-
bet Einarsdóttir frá
Gesthúsum í Hafnarfirði, f. 3.11.
1898, d. 14.2. 1989. Systkini Jó-
hannesar eru: Einar, f. 19.4.
1924, kona hans Jóhanna Sigríð-
ur Pétursdóttir, f. 10.3. 1925,
börn þeirra voru sex og eru
fimm þeirra á lífi. Hrefna, f.
27.5. 1925, maður hennar Pétur
Pétursson, f. 21.8. 1921, d. 27.10.
1996. Þau eignuðust fimm börn
rún H. Ásmundsdóttir, þau eiga
tvær dætur, Birgittu og Erlu
Guðrúnu, og fimm barnabörn. 3)
Sverrir, f. 28.9. 1958, kona hans
Elín Pálsdóttir, þau eiga tvær
dætur, Ingibjörgu Evu og Fann-
ey Ósk. 4) Selma, f. 13.7. 1964,
hún á fjögur börn, Mörtu Rut,
Birgi Örn, Bjarka Frey og Jó-
hannes Berg.
Jóhannes vann á sínum yngri
árum sem vélgæslumaður í
Krísuvík og bjuggu þau þar með-
an yfir stóð uppbygging stórs
kúabús, sem aldrei komst á legg,
og eftir tveggja ára vist þar
fluttu þau til Hafnarfjarðar þar
sem þau bjuggu síðan. Síðar var
Jóhannes verslunarmaður, sölu-
maður, verslunarstjóri og að síð-
ustu deildarstjóri hjá SÍS véla-
deild, eða allt til 1982. Hann fór
síðan eftir sameiningu að starfa
hjá Jötni og síðar hjá Ingvari
Helgasyni þegar véladeildin
fluttist. Jóhannes hætti síðan
störfum 1996 vegna veikinda
konu sinnar.
Jarðarför Jóhannesar verður
gerð frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
og eru fjögur þeirra
á lífi. Hrefna átti frá
fyrra hjónabandi
þrjú börn og eru tvö
þeirra á lífi. Sigríð-
ur, f. 19.6. 1926,
maður hennar Ingv-
ar Helgason, f. 22.7.
1928, d. 18.9. 1999.
Þau eignuðust níu
börn og eru átta
þeirra á lífi. Guðjón,
f. 17.9. 1932, kona
hans Elinborg Heike
Jóakimsdóttir. Guð-
jón á þrjár dætur frá
fyrra hjónabandi.
Birgir, f. 29.3. 1936, kona hans
Helga Snæbjörnsdóttir, f. 2.8.
1937. Þau eiga fimm börn.
Jóhannes kvæntist 13. júlí
1949 Mörtu Svafarsdóttur, f. 9.3.
1928, d. 23.5. 2000. Börn þeirra
eru: 1) Birgir, f. 2.2. 1948, kona
hans Kristín Svavarsdóttir, hún
á eina dóttur, Bettínu. 2) Krist-
inn, f. 26.8. 1950, kona hans Guð-
Elsku besti afi í heiminum, nú ert
þú farinn frá okkur til ömmu löngu
áður en við áttum von á en vonandi
líður ykkur vel að vera saman aftur
og Þorri er vonandi hjá ykkur. Það
er þó gott að vita að þau hafa tekið á
móti þér því okkar hlutverki er lokið
með þér. Guð gefi þér styrk til að
komast á leiðarenda.
Saknaðarkveðja,
Marta Rut, Birgir Örn, Bjarki
Freyr og Jóhannes Bergur.
Elsku afi, nú ert þú búinn að
kveðja þennan heim svo allt allt of
fljótt, það er svo sárt að þú sért far-
inn frá okkur svo snögglega, en það
er gott af því að vita að nú eruð þið
amma aftur saman. Það hefur verið
tekið vel á móti þér, elsku afi, nú get-
ið þið haldið jólin ykkar saman á ný,
þið voruð alltaf svo mikil jólabörn.
Þú varst alltaf svo hress og kátur og
það var yndislegt að fá að eiga svona
margar góðar stundir með þér, öll
skemmtilegu matarboðin hjá pabba
og mömmu, þeim gleymum við aldr-
ei. Þú varðir miklum tíma með fjöl-
skyldunni og það var gott að vita af
þér, ef ekki hjá pabba og mömmu þá
varst þú hjá einhverju af börnum
þínum.
Þú varst alltaf tilbúinn með bros á
vör að hjálpa til og hafðir gaman af,
við höfum ekki bara misst afa heldur
góðan vin og félaga. Það er svo erfitt
að kveðja þig, en við vitum að þú og
amma vakið yfir okkur öllum sem
eftir stöndum.
Við eigum svo margar fallegar
minningar um þig sem eiga eftir að
ylja okkur um hjartarætur, þín verð-
ur sárt saknað.
Legg ég nú bæði líf og önd,
Ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
Sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Hvíl í friði, elsku afi.
Elsku pabbi (Kristinn), Birgir,
Sverrir, Selma og aðrir aðstandend-
ur, ykkar missir er mikill og við biðj-
um góðan Guð að veita ykkur styrk
til að takast á við sorgina.
Birgitta, Gunnlaugur, Erla
Guðrún og Örvar.
Elsku pabbi, við áttum ekki von á
að þú yrðir kallaður svo snemma frá
okkur, börnum þínum, til æðri
starfa, en lífið er hverfult og erfitt að
gera sér grein fyrir hvenær kallið
kemur og verðum við að lúta því þótt
það sé erfitt.
Við eigum svo góðar minningar
með þér sem gerir okkur erfiðara
fyrir að sjá á eftir þér, svo snögglega
sem þú fórst. Já elsku pabbi, við vit-
um núna að þú ert kominn til
mömmu og að samfundir ykkar eru
eflaust gleði fyrir ykkur bæði og til-
hugsun okkar er sú sama. Eftir lang-
varandi veikindi mömmu og alla þá
erfiðu vinnu og bindingu sem þú
lagðir á þig fyrir hana, allt til andláts
hennar, hafðir þú svo mikinn tíma
með okkur, sem var reyndar allt of
stuttur. Sú gleði sem við áttum og
fundum með þér er okkur mikill
söknuður. Við áttum margt eftir
ógert og allar þær bollaleggingar
með okkur börnum þínum, áhuga-
málum sem við áttum hvert og eitt
okkar á sínu sviði og þú hafðir nánast
áhuga fyrir öllum okkar málum,
hvort sem það voru garðyrkjustörf,
ferðalög innanlands og utan, barna-
börnin og eða barnabarnabörnin og
hvað eina sem fyrir lá, þú varst alltaf
boðinn og búinn fyrir alla.
Við þökkum þér fyrir að vera faðir
okkar og megir þú hvíla á himnum í
faðmi forfeðra okkar.
Guð geymi og blessi ykkur
mömmu.
Sofi augu mín, vaki hjarta mitt, horfi ég til
Guðs míns.
Signdu mig sofandi, varðveittu mig vak-
andi, lát mig í þínum friði sofa og í eilífu
ljósi vaka. Amen.
(Úr litlu bænabókinni.)
Saknaðarkveðjur,
Birgir, Kristinn, Sverrir,
Selma og tengdabörn.
Elsku afi nú ertu farinn frá okkur.
Við munum sakna þín mjög mikið.
Þú varst svo góður afi en nú líður þér
vel og ert komin til ömmu.
Guð geymi ykkur, ástarkveðjur,
Ingibjörg Eva
og Fanney Ósk.
Elsku langafi, þú varst alltaf svo
góður við okkur, og nú ert þú orðinn
engill á himnum sem vakir yfir okk-
ur.
Við söknum þín
Aron Singh, Arnar Singh
og Elva Karen.
Elsku langafi, þú varst svo góður
og skemmtilegur, við fengum alltaf
kex og mjólk þegar við komum í
heimsókn til þín. Við finnum svo til í
hjartanu af því að nú ert þú farinn,
en við vitum að nú ert þú engill hjá
langömmu og kisu og þið skínið sem
stjörnur á himninum. Við söknum
þín og okkur þykir alltaf vænt um
þig.
Kristófer og Krista Líf.
JÓHANNES
GUÐMUNDSSON
Sigríður Reynisdótt-
ir, besta vinkona mín,
hefði orðið 26 ára göm-
ul í dag, 13. desember.
Það var alltaf gaman
að koma í afmæli til
Siggu. Hún kom alltaf brosandi og
fín til dyra og ég afhenti þá pakka
sem ég hafði vandað mig mikið við
að velja. Svo heilsaði ég kisu og öðr-
um sem mætt voru en oftast var ég
meðal þeirra fyrstu á staðinn. Við
settumst svo inn í stofu og spjöll-
uðum aðeins saman áður en við
gæddum okkur á einstaklega ljúf-
SIGRÍÐUR
REYNISDÓTTIR
✝ Sigríður Reynis-dóttir fæddist í
Reykjavík 13. des-
ember 1976. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu 2. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Digraneskirkju
10. maí.
fengum kökum að
hætti Þóru og Siggu.
Andrúmsloftið heima
hjá Siggu var alltaf
notalegt og friðsam-
legt og ég naut þess
alltaf að koma til henn-
ar. Ég vildi óska þess
að ég væri að fara í af-
mæli til Siggu í dag.
Liðnir eru rúmlega sjö
mánuðir frá þeim degi
er Sigga lést og sökn-
uðurinn er enn mikill
en þakklæti er mér þó
efst í huga þegar ég
hugsa um Siggu. Hún
var einstaklega góð vinkona, bæði í
gegnum súrt og sætt. Blessuð sé
minning hennar.
Elsku Reynir, Þóra, Jódís, Elli,
Þórir, Fjóla og Bjössi. Ég þakka
ykkur fyrir að leyfa mér að vera
áfram hluti af lífi ykkar. Guð veri
með ykkur.
Elva Dögg.
AFMÆLIS- og minningar-
greinum er hægt að skila í
tölvupósti (netfangið er minn-
ing@mbl.is, svar er sent sjálf-
virkt um leið og grein hefur bor-
ist), á disklingi eða í vélrituðu
handriti. Ef greinin er á disk-
lingi þarf útprentun að fylgja.
Nauðsynlegt er að símanúmer
höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir minningar-
greinar er 569 1115. Ekki er
tekið við handskrifuðum grein-
um.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
✝ Inga GuðríðurÞorsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík 4.
júlí 1920. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi 1. desember
sl. Foreldrar hennar
voru Guðrún Eyþórs-
dóttir, f. 18. ágúst
1886, d. 4. janúar
1931, og Þorsteinn
Guðmundsson, f. 26.
ágúst 1877, d. 10.
febrúar 1926. Systur
Ingu eru Svanlaug, f.
17. janúar 1919, og
Hulda, f. 15. nóvember 1921. Hálf-
bróðir hennar (sammæðra) var
Birgir Guðmundsson, f. 13. júlí
1925, d. 7. ágúst 1948. Fósturfor-
eldrar Ingu frá 10 ára aldri voru
Þorbjörg Baldursdóttir, f. 5. októ-
ber 1904, d. 11. desember 1972, og
Þórður Nikulásson, f. 21. nóvem-
ber 1896, d. 19. febrúar 1942. Börn
þeirra og fóstursystkini Ingu eru
Ólöf, f. 4. febrúar 1927, og Þórir
Kr. Þórðarson, f. 9. júní 1924, d.
26. febrúar 1995.
Eftirlifandi eiginmaður Ingu er
Örn Ólafsson, f. 5. júní 1924. For-
eldrar hans voru Arnbjörg Jón-
anna Stefánsdóttir, f. 29. desem-
ber 1895, d. 22. febrúar 1981, og
Ólafur S.H. Jóhannsson, f. 16. nóv-
ember 1892, d. 9. júlí 1970. Börn
þeirra Ingu og Arnar eru: 1) Guð-
rún, leikskólakennari, f. 15. sept-
ember 1946. Hennar maki var
Björn Ingvarsson, f. 14. október
1946, en þau skildu. Börn þeirra
eru Arnbjörg Helga, f. 24. júní
1969, og Ingvar, f. 11. júní 1972.
Guðrún var síðar í sambúð með
Ísaki Viggósyni, f. 31. desember
1935, d. 24. október 1994. 2) Jón
Örn, rafmagnstæknifræðingur, f.
24. janúar 1948. Hann er giftur
Sigurlaugu Kristmannsdóttur, f.
17. september 1956. Þeirra börn
eru Jón Örn, f. 25.
desember 1983, og
Sunna Björt, f. 24.
október 1985. Barn
hans og fyrri eigin-
konu, Jónu Garðars-
dóttur, f. 2. nóvem-
ber 1944, er Hanna,
f. 12. febrúar 1973. 3)
Þorbjörg Íris, ráðs-
kona, f. 11. ágúst
1950. Barn hennar
og Guðmundar Gísla-
sonar er Ingi Örn, f.
26. febrúar 1986.
Þorbjörg var í hjú-
skap með Guðbirni
Jónssyni, f. 10. október 1941, en
þau skildu. 4) Ingólfur, sjávarút-
vegsfræðingur, f. 4. febrúar 1956.
5) Ægir, f. 7. júní 1959. 6) Þor-
steinn Örvar, pípulagningamaður,
f. 7. desember 1961. Hann er giftur
Liss Wenche, f. 23. júní 1962. Börn
þeirra eru Þorgeir, f. 27. nóvem-
ber 1987, Þorkell, f. 25. desember
1995, Sindri, f. 6. ágúst 1999, og
Snorri, f. 2. febrúar 2001. Fóstur-
sonur Þorsteins Örvars, sonur
Liss, er Tor Arne, f. 5. mars 1983.
Barn Þorsteins Örvars og Hrafn-
hildar Steingrímsdóttur er Inga
Dís, f. 12. ágúst 1984. Barnabarna-
börn Ingu og Arnar eru þrjú.
Inga ólst ásamt systkinum sín-
um upp hjá móður sinni til 10 ára
aldurs, en þá lést móðir hennar úr
berklum. Systkinunum var komið
fyrir í fóstri hverju á sínum stað en
héldu þó sambandi alla tíð og var
afar kært með þeim. Inga naut
þeirrar einstöku gæfu að vera alin
upp hjá frænku sinni, Þorbjörgu
Baldursdóttur, og eiginmanni
hennar, sem bjuggu á Hverfisgötu
88 hér í borg. Hún mat börn
þeirra, fóstursystkini sín, mikils
alla ævi.
Útför Ingu verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Fyrrum nágranni okkar og vin-
kona Inga Guðríður Þorsteinsdóttir
er látin. Inga, eins og hún var alltaf
kölluð, bjó ásamt manni sínum, Erni
Ólafssyni, og sex börnum þeirra
lengst af á Tunguvegi 54 hér í bæ eða
frá 1958 og fram til 1997 er þau hjón
fluttu í íbúð fyrir aldraða við Löngu-
hlíð 3. Eldri börnin fjögur voru á
svipuðu reki og við, sem bjuggum á
Tunguvegi 58, og myndaðist því vin-
skapur milli okkar. Að auki gætti eitt
okkar, Svandís, tveggja yngstu
barnanna, og var mikið á heimili
þeirra af þeim ástæðum. Stofnuðust
mikil tengsl milli hennar og heimilis-
ins, sem voru henni ómetanleg. Milli
þeirra hjóna og móður okkar, Krist-
ínar, var líka einlæg vinátta.
Heimili Ingu og Arnar var sér-
stakt. Það var öllum opið og þangað
sóttum við mikið, einkum á unglings-
árunum, alveg eins til að hitta þau
Ingu og Örn. Inga var mjög vel
greind kona og fjölmenntuð. Hún
hafði áhuga á mörgum málum,
stjórnmálum sem andans málum og
var þetta allt mikið rætt á heimili
þeirra. Þegar Inga var viðstödd
gerðist það af sjálfu sér að hún stýrði
umræðum, það kom aldrei í hlut ann-
ars enda datt engum í hug að neinn
ávinningur væri af því. Hún gætti
jafnræðis í öllum umræðum, allir
fengu að tjá sig og öll sjónarmið
fengu að komast að. Meira að segja
orð barna og unglinga höfðu vægi
fyrir hennar tilstilli, jafnvel þótt rætt
væri um andans málefni eða dulræn
fyrirbrigði. Hún var ógleymanleg í
þessu hlutverki á heimavelli sínum.
Við þökkum fyrir að hafa verið tekið
opnum örmum á öllum tímum þegar
við komum í heimsókn og fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum hjá
fjölskyldunni.
Inga og Örn sinntu því lítt að
rækta veraldleg gæði og lögðu ekki
sérstaka áherslu á þess konar verð-
mæti. Inga átti lengstum við heilsu-
leysi að stríða og hélt sig heima við.
Hún mætti ýmsum mótbyr í lífinu,
en hafði andlegt þrek til að takast á
við slíkt. Hún hafði alltaf á hraðbergi
andsvör við spurningum, mikla og
sérstaka kímnigáfu sem lengi var
hægt að njóta.
Við kveðjum nú þessa góðu vin-
konu okkar og vottum Erni, öllum
börnum þeirra og öðrum vanda-
mönnum einlæga samúð. Við munum
geyma minningu hennar.
Einar, Margrét, Guðbjörg,
Svandís og Viðar Már.
Elsku amma.
Þú varst hvorki umtöluð né þekkt
en hjá ungum sonarsyni varst þú ein-
stök manneskja. Það væri því furðu-
legt ef ég minntist þín ekki nú, er þú
ert fallin frá.
Stundum ímynda ég mér að þú
hafir verið þjáð á líkama, en það aftr-
aði þér þó ekkert frá því að taka á
móti ástvinum þínum og öðrum gest-
um með gleði. Það einkenndi þig á
þeim stundum, glettið og hnittið
orðalag sem þú óttalaust notaðir til
að ræða um öll málefni af innsæi og
þekkingu. Þú hafðir næmt auga fyrir
öllum hliðum samfélagsins enda
varst þú eðlisgreind kona sem lét
engan tala niður til sín. Sjálf um-
gekkst þú alla sem jafningja.
Elsku amma, með harmi kveð ég
þig og þakka þér af einlægu hjarta
fyrir þær stundir sem þú gafst mér.
Takk fyrir að hafa umgengist mig
eins og jafningja öll þessi ár. Hugur
minn er hjá afa sem þarfnast styrks í
sorginni.
Þinn sonarsonur
Jón Örn Arnarson.
INGA GUÐRÍÐUR
ÞORSTEINSDÓTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist
formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki
vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með
bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks-
entimetrar).