Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Ingólfs-son fæddist í Álftafirði í S-Múla- sýslu 20. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu, Bleikjukvísl 16, 4. desember síðast- liðinn. Sigurður var sonur hjónanna Ing- ólfs Árnasonar, bónda á Flugustöð- um í Álftafirði, f. 1895, d. 1972, og Stefaníu Stefánsdótt- ur, húsfreyju, f. 1907, d. 1992. Systkini Sig- urðar eru: Aðalbjörg, f. 1930, d. 1996; Anna, f. 1932; Svava, f. 1933, d. 1989; Árni, f.1935; Flosi, f. 1940, og Eysteinn, f. 1945. Hinn 25. desember 1961 giftist Sigurður eftirlifandi eiginkonu 1987, Þóranna Erla, f. 1990, og Bára Jórunn, f. 1994. 3) Erlingur, framkvæmdastjóri, f. 1966. 4) Drengur, andvana fæddur 1973. 5) Sigurður Sævar, framleiðslustjóri, f. 1975, unnusta, Guðfinna Björg Björnsdóttir, þjónustufulltrúi og danskennari, f. 1978. Sigurður ólst upp í Álftafirði til tvítugs en fluttist þá til Reykja- víkur. Vann hann þar fyrstu árin ýmis störf til sjós og lands, lengst í Ofnasmiðjunni. Um 1968 stofnaði hann ásamt félögum sínum verk- takafyrirtækið Hlaðprýði og starf- aði við það til ársins 1972. Fljótlega eftir það hóf hann störf sem bíl- stjóri hjá Sendibílastöðinni Þresti. Átti hann þar farsælan starfsferil þar til hann þurfti að hætta störf- um vegna heilsubrests fyrir rúmu ári. Þessi tæp 30 ár var Sigurður fastamaður við akstur á vörum fyr- ir mörg fyrirtæki í Sundaborg og víðar. Útför Sigurðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. sinni, Þórönnu Erlu Sigurjónsdóttur, f. 1. ágúst 1940, starfs- manni Rauða kross Ís- lands. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Jónsson, verkamaður, f. 1889, d. 1947, og Sól- veig Róshildur Ólafs- dóttir, húsfreyja, f. 1900, d. 1984. Börn Sigurðar og Erlu eru: 1) Ingólfur, kennari, f. 8. desember 1960, maki Birna Bjarna- dóttir, viðskiptafræð- ingur, f. 1962, þeirra börn eru Laufey Sif, f. 1988, og Bjarni Grétar, f. 1990. 2) Sigurjón, bakari, f. 31.maí 1964, maki Kristín B. Gunnarsdóttir, f. 1966, húsmóð- ir, þeirra börn eru Sigurbjartur, f. Mig langar að minnast tengdaföður míns, eða Sigga afa, eins og hann var oft kallaður, með nokkrum orðum. Á stundu sem þessari er svo margt sem kemur upp í hugann sem erfitt er að koma orðum að. Ég var aðeins 14 ára þegar ég kynntist Ingó, elsta syni Sigga og Erlu, og fór að venja komur mína á heimili þeirra í Snælandi og var því búin að þekkja Sigga í 26 ár. Hann var rólyndis maður, heimakær og staðfastur. Hann var ekki afskipta- samur en hafði mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það var í námi eða starfi. Ef kaupa átti íbúð eða bíl var hann alltaf til aðstoðar varðandi það og þótti í raun gaman ef leitað var ráð- legginga hjá honum. Hann var ávallt fyrsti maðurinn til að bjóða fram að- stoð sína ef þurfti að mála, lagfæra eða flytja. Eftir að börnin okkar fæddust kom vel í ljós hversu barngóður hann var. Hann þreyttist aldrei á að spila við þau, fara út á róló, í sleðaferðir o.s.frv. Ef okkur vantaði barnfóstru, sem var æði oft, fórnaði hann sér algjör- lega og tók þau þá bara með sér í vinnunna og þau fengu að sitja frammí í sendibílnum. Það fannst þeim mjög gaman. Ég tók eftir að Siggi var mjög fróð- ur maður þrátt fyrir að hann væri ekki mikið að bera það á torg og ekki hafði hann haft tækifæri til að ganga menntaveginn. Sérstaklega var hann fróður um landið sitt og ferðaðist þó nokkuð um það, þótt hann hefði viljað gera meira af því. Siggi og Erla fóru oft stuttar ferðir á húsbílnum sínum og fengu þá synirnir og fjölskyldur oft að fljóta með og voru það mjög yndislegar ferðir. Ekki fékk hann mörg tækifæri til að ferðast um heiminn en mjög eft- irminnileg er ferð okkar með tengda- foreldrum mínum til Spánar í fyrra- sumar. Held ég að það megi segja að allir hafi notið ferðarinnar til hins ýtr- asta, bæði börn og fullorðnir. Sá ég vel, í þessu afslappaða andrúmslofti, hvað Sigga og Erlu þótti vænt hvoru um annað og var gaman að sjá hvað þau blómstruðu í þessari ferð. Rúmlega einum mánuði eftir heim- komuna frá Spáni greindist Siggi með ólæknandi krabbamein og þá var eins og veröldin hryndi. Hann lét samt ekki deigan síga heldur lét engan bil- bug á sér finna. Það er mjög erfitt að kveðja hann á þessari stundu, sér- staklega þar sem aðeins sex mánuðir eru síðan ég þurfti að kveðja föður minn og sárin engan veginn gróin. Ég bið góðan guð að geyma þá báða. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig mig söknuði. Eftir lifir minningin um góðan mann. Birna. Elsku tengdapabbi. Ég kveð þig með söknuð í hjarta en eftir lifir minning um yndislegan mann. Nú er bárátta þín við illvígan sjúk- dóm loks á enda, en trú mín um að þú vaknir á betri stað þjáningarlaus og friðsæll huggar mig. Takk fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum saman. Nú þögn er yfir þinni önd og þrotinn lífsins kraftur í samvistum á sæluströnd við sjáumst bráðum aftur. (Ingvar N. Pálsson.) Blessuð sé minning þín. Þín, Guðfinna. Ég sat fyrir framan tölvuna mið- vikudaginn 4. desember, þegar mamma kom heim. Ég vissi að hún hefði verið heima hjá ömmu og afa. Það fyrsta sem kom upp í huga mér þá, var því miður rétt, hann afi var dá- inn. Ég fékk að fara með mömmu heim til ömmu og þá lá hann þarna í rúminu eins og hann væri sofandi. Afi var mjög góður maður, þótt hann gæti líka verið mjög þrjóskur. Hann var alltaf tilbúinn til þess að gera allt til að okkur liði vel. Ég og Erla frænka gistum þar nánast í hvert einasta skipti sem við vorum í mat hjá þeim og stundum gistum við öll barnabörnin. Afi passaði alltaf vel upp á okkur krakkana og sá til þess að okkur gengi vel í skólanum. Alltaf var hann tilbúinn til að fara með okk- ur krakkana út á róló. Þegar ég var lítil þá var ég vön að hlaupa með hon- um upp á róló og tíminn sem fór í okk- ur var honum mjög dýrmætur. Í fyrrasumar gátum við tekið hann og ömmu með okkur til Barcelona og Benidorm í tvær vikur. Það er nánast það síðasta sem ég man eftir áður en kom í ljós að hann væri veikur. Ég varð ekki vör við veikindin úti en við gerðum margt skemmtilegt saman, fórum með honum í minigolf, keilu og tívolí. Tímarnir á Spáni voru okkur öllum dýrmætir. Í ágúst í fyrra, eftir að skólinn var nýbyrjaður, man ég eftir því að ég og vinkona mín komum heim og voru þá allir heima. Þá hafði komið í ljós að afi var með krabba- mein. Amma gisti hjá okkur nokkur kvöld eftir það meðan afi var á spít- alanum. Í sumar fórum við fjölskyldan með honum í síðasta sinn austur á heima- slóðir hans. Það er nokkuð sem ég mun aldrei sjá eftir því þetta var mjög dýrmætur tími fyrir hann. Við vorum í viku á Flugustöðum og þótti honum frábært að koma þangað og hitta systkini sín, þau Flosa, Eystein og Önnu. Hann þreyttist ekki á að sýna mér og Bjarna bróður mínum allt í sveitinni og fræddi okkur um sögu Álftafjarðar. Það er mjög sárt að missa afa úr lífi okkar. Blessuð sé minning þín, elsku afi. Þín Laufey Sif. Elsku afi Siggi, mér þykir mjög leitt að þú skyldir þurfa að fara en ég veit að þér líður mjög vel núna. Ég mun alltaf muna eftir þeim góðu stundum sem við áttum saman, þegar við spiluðum saman, þegar ég var með þér að vinna og allt það sem við gerðum var alltaf mjög gaman. Núna ertu á himnum með afa Bjarna og megið þið eiga góðar stundir þar sam- an. Ég mun alltaf muna eftir þér, elsku afi, og ég veit að þú munt alltaf muna eftir mér. Sofðu rótt, elsku afi. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, – aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Þinn Bjarni Grétar. Okkur langar að minnast í fáeinum orðum vinar okkar hjóna og fjöl- skyldu okkar, Sigurðar Ingólfssonar, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígum sjúkdómi. Elsku Siggi, kallið kom og þú ert farinn frá okkur. Sárar minningar vakna á ný þegar við kveðjum þig í hinsta sinn. Elsku Siggi, mikil gæfa var það þegar við fjölskyldan kynntumst þér og Erlu þinni. Þið hjónin hafið alltaf reynst fjölskyldunni stoð og stytta. Guð geymi þig þangað til við hitt- umst öll á ný. Elsku Erla, Ingólfur, Sigurjón, Elli, Siggi, tengdadætur og barna- börn, missir ykkar og söknuður er mikill en minning um góðan eigin- mann, föður, tengdaföður og afa mun hjálpa ykkur þangað til þið hittist á ný handan móðunnar miklu. Blessuð sé minning þín, Siggi minn. Við andlátsfregn þína allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni að ósk mín um bata þinn tjáð var í bænum mínum en guð vildi fá þig og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja, um hver fær að lifa og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög, sem við höfðum hlotið það verður að skilja, svo auðmjúk og hljóð við lútum að frelsararns vilja. Þó sorgin sé sár og erfitt sé við hana að una, við verðum að skilja að alltaf við verðum að muna, að Guð, hann er góður og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért og horfin burt þessum heimi. Ég minningu þína þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Sigurður, Björg og fjölskylda. Nú kveð ég góðan vin, Sigurð Ing- ólfsson, sem mér var svo kær. Siggi, eins og við kölluðum þig, ég man þig og mun þér aldrei gleyma. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Elsku Erla mín og fjölskylda. Ég bið góðan Guð um styrk til allra sem eiga um sárt að binda og hjálp við að sigrast á sorginni. Þín vinkona, Björg Gunnarsdóttir. Elsku afi. Nú ertu farinn frá okkur og orðinn að engli. Takk fyrir að hafa verið svona ynd- islegur við okkur. Takk fyrir allar sleðaferðirnar, öll spilin og öll ferða- lögin. Þú varst alltaf tilbúinn til að leika við okkur. Við munum aldrei gleyma þér og hugsum oft til þín. Vertu yfir og allt um kring með eilífðri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Góða nótt, elsku afi. Bjartur, Erla og Bára. SIGURÐUR INGÓLFSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, KRISTBORG JÓNSDÓTTIR, Hásteinsvegi 53, Vestmannaeyjum, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugardaginn 7. desember, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 14. desember kl. 14.00. Sigurður Jónsson, Ægir Sigurðsson, Jenný Ásgeirsdóttir, Arnþór Sigurðsson, Sigríður Kjartansdóttir, Guðlaug Björk Sigurðardóttir, Kristinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát okkar elskulegu ÖDDU TRYGGVADÓTTUR hjúkrunarfræðings, Lónabraut 41, Vopnafirði. Sérstakar þakkir fá allir þeir sem styrktu okkur og studdu á meðan á veikindum Öddu stóð. Guð blessi ykkur öll. Aðalbjörn Björnsson, Tryggvi, Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir, Heiðbjört Björnsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Þorgerður Tryggvadóttir, Gylfi Ingimundarson, Hulda Tryggvadóttir, Jóhann Jakobsson, Gunnar Björn Tryggvason, Birna Einarsdóttir, Emma Tryggvadóttir, Steindór Sveinsson. Útför bróður okkar, KRISTJÁNS SIGURÐAR GUNNLAUGSSONAR fyrrverandi bónda, Miðfelli 1, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrepphólakirkju laugardaginn 14. desember kl. 14.00. Skúli, Magnús, Karl og Emil Gunnlaugssynir og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RÖGNVALDAR BJARNASONAR, Reynigrund 41, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjör- gæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Stefán Rögnvaldsson, Herdís Jónsdóttir, Birgir Rögnvaldsson, Guðrún Bergþórsdóttir, Rósa Rögnvaldsdóttir, Magnús Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Formáli minn- ingargreina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.