Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 58

Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á FÁMENNUR hópur að ráða lífeyrissjóðum? Er eðlilegt að 80 manns geti lagt niður lífeyrissjóð sem telur 1.800 sjóðsfélaga? Er eðlilegt að aðrir en sjóðsfélagar ráði því hvernig stjórn lífeyrissjóða er skipuð? Svarið er að sjálfsögðu NEI Tilgangur með greininni er að vekja athygli á fyrirhugaðri sam- einingu Lífeyrissjóðs arkitekta og tæknifræðinga (LAT) við Almenn- an lífeyrissjóð Íslandsbanka (AL- VÍB). Í dag sér Eignastýring Ís- landsbanka um rekstur beggja sjóðanna. Stjórn LAT lagði fram sameiningartillögu á aukaársfundi sjóðsins 27. nóvember 2002. Um 120 sjóðsfélagar mættu á fundinn og eftir fjörugar umræður var ákveðið að fresta fundinum til 17. desember 2002. Ef tillagan hefði verið borin undir atkvæði hefðu nægt 2/3 greiddra atkvæða. 80 manns hefðu getað tekið ákvörðun fyrir 1.800 sjóðsfélaga. Innan við 5% sjóðsfélaga höfðu aðstöðu til að leggja niður LAT á löglegan hátt! Ef sjóðsfélagi vill gæta hagsmuna sinna þarf hann að mæta á boð- aðan félagsfund. Félagar sjóðsins búa víðsvegar á landinu og hafa ekki allir tök á því að sækja fundi sjóðsins. Vill sjóðsstjórn LAT styðja lagabreytingu á samþykkt- um sjóðsins sem gerir það löglegt að bera sameiningu undir sjóðs- félaga í póstkosningu? Eða telja þeir sig og þá sem mæta á auka- ársfund hafa siðferðilegan rétt til að ákveða sameininguna fyrir hinn almenna sjóðsfélaga? Sameining LAT og ALVÍB LAT er lítill lífeyrissjóður og útfrá tryggingarlegu sjónarmiði er nauðsynlegt að fjölga sjóðsfélögum og þá liggur beinast við að samein- ast öðrum sjóði. Flestallir eru sam- mála tilgangi sameiningar LAT og ALVÍB. Hinn nýi sjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, yrði 10. stærsti lífeyrissjóður landsins með um 18.000 sjóðsfélaga. Stjórnir LAT og ALVÍB (Íslandsbanki) hafa náð samkomulagi um drög að sam- þykktum hins nýja sjóðs. Efasemd- ir eru í garð þessara samþykkta. Kynning á sameiningunni hefur verið af skornum skammti, af framgöngu stjórnanna mætti halda að hún væri um garð gengin og að- eins formsatriði að samþykkja hana á aukaársfundum sjóðanna. Efasemdir sameiningar Hverjir eiga að skipa stjórn líf- eyrissjóða? Í flestum lífeyrisssjóð- um landsins eru stjórnir skipaðar jafnt af atvinnurekendum og fulltrúum launþega, eins „ósann- gjarnt“ og það er. LAT er einn fárra sjóða sem lætur ábyrgðina í hendur sjóðsfélaga við að velja sér stjórn á aðalfundi. Í drögum að samþykktum Almenna lífeyris- sjóðsins á að veita rekstraraðilan- um völd til þess að skipa 2 fulltrúa í 6 manna stjórn. Fjórir stjórn- armenn eru kosnir á aðalfundi. Rekstraraðilinn á ekkert í sjóðnum en samt á hann að eiga þar 2 stjórnarmenn! Síðan til að bæta gráu ofan á svart er ákvæði um að breytingar á samþykktum sjóðsins er varða kosningu stjórnar og rekstraraðilar sjóðsins séu háðar samþykki bankaráðs Íslandsbanka. Hver eru rökin? Íslandsbanki segir að þeir séu að gæta hagsmuna þeirra sem völdu ALVÍB sjóðinn, jafnframt eru þeir að tryggja sér reksturs sjóðsins um ókomna framtíð. Það eru þessi baktrygg- ingarákvæði Íslandsbanka sem vinna á móti sameiningu. Í frjálsu umhverfi er ekki þörf á vistar- böndum. Ef Íslandsbanki nær markmiðum sínum í rekstri hins nýja sjóðs er engin ástæða að skipta um rekstraraðila. Óskiljan- legt er hvers vegna Íslandsbanki treystir ekki sjóðsfélögum að velja sér sjóðsstjórn. Síðan er gert ráð fyrir mismun í atkvæðisvægi sjóðs- félaga, hún verður háð inneign sjóðsfélaga. Lagt er til að mis- munur milli sjóðsfélaga geti orðið allt að 1 á móti 35. Er réttlátt að hafa þennan ójöfnuð í lífeyrissjóði? EF svarið er já, er þessi munur ekki alltof mikill? Nauðsynlegar lagabreytingar Lífeyrissjóðir starfa eftir lögum nr. 129/1997 frá Alþingi. Breyta þyrfti þessum lögum á eftirfarandi hátt:  Að skilgreint verði í lögum að eignir lífeyrissjóða séu eign sjóðsfélaga.  Að sjóðsfélagar hafi rétt til að skipa sjóðsstjórn á lýðræðisleg- an hátt.  Að í samþykktum sjóðanna verði hægt að bera mikilvægar ákvarðanir undir sjóðsfélaga í póstkosningu.  Að launþegar hafi frelsi til að velja sér lífeyrissjóð. Í stuttri grein gefst ekki kostur á að rökstyða þessar breytingar. Fróðlegt væri að heyra álit vænt- anlegra alþingismanna. Munu þeir styðja óbreytt lagaumhverfi lífeyr- issjóða? Lokaorð Hinn almenni sjóðsfélagi vill að lífeyrissjóðurinn standi vörð um hagsmuni sína, lífeyrinn, og að hann sé í öruggum og traustum höndum. Reynslan er að mæting á á aðalfundi lífeyrissjóða er lítill og því ætti að skylda póstkosn- ingar í öllum mikilvægum málefn- um, s.s. sameiningar við aðra sjóði, breytingar á rekstraraðila og kosn- ingu stjórnar. Afgreiðsla eins og boðið er uppá hjá LAT og ALVÍB telst varla lýðræðisleg, þegar lítill minnihluti hefur vit fyrir fjöldan- um og ákveður sameiningu sjóð- anna. Vonandi mun Alþingi hafa þor til að breyta lögum um lífeyr- issjóði sem mun kveða á um að sjóðsfélagar kjósi sér sjóðsstjórn, enda er sjóðurinn eign þeirra. Að lokum vil ég hvetja sjóðs- félaga að kynna sér fyrirliggjandi sameiningartillögu og jafnframt mæta á framhaldsaukaársfund LAT sem haldinn verður þriðju- daginn 17. desember kl 17:15 á Grand Hóteli. Lýðræði lífeyrissjóða Eftir Ingvar Baldursson Höfundur er rafmagnstæknifræð- ingur og sjóðsfélagi í LAT. „80 manns hefðu getað tekið ákvörðun fyrir 1.800 sjóðsfélaga.“NÁTTÚRULEGIR laxastofnar íReykjavík eiga heimkynni sín í þremur ám í borgarlandinu. Þetta eru Elliðaár, Úlfarsá og Leirvogsá, eftir sameiningu Kjalarness við borgina. Þær eru hver fyrir sig jafn- framt að hluta til í bæjarlandi Kópa- vogs og Mosfellsbæjar. Mun vart finnast önnur höfuðborg sem státað getur af því að eiga slíka náttúrugjöf sem veiðivötnin eru innan sinna borgarmarka. Úlfarsá hefur lengst af verið í skugganum af Elliðaám. Elliðaár hafa átt við vandamál að stríða hin seinni ár enda veiðin ekki svipur hjá sjón sem áður var hún best. Þá hafa sumir gengið svo langt að nefna Úlf- arsá sprænu. Þessi viðhorf eru ómakleg því Úlfarsá er veiðiá sem hefur spjarað sig vel og býr að fal- legu umhverfi og góðum vatnskost- um, eins og Hafravatni sem er í 10 km fjarlægð frá sjávarósi árinnar. Árleg meðalveiði seinasta aldar- fjórðung hefur verið 315 laxar og seinustu 10 ár hefur árlegt meðaltal haldist í því horfi. Hins vegar hefur laxveiðin í Elliðaám rýrnað um 20% sé árleg meðalveiði seinustu 10 ár borin saman við hliðstæða veiðitölu seinasta aldarfjórðunginn. Þá er gott að minnast þess að Leirvogsá hefur gefið mjög góða lax- veiði hin seinni ár svo að athygli hef- ur vakið. Leirvogsá á upptök sín í Leirvogsvatni og er fiskgeng að Tröllafossi, en sjávarós hennar er gegnt Geldinganesi. Árleg meðal- veiði 1974–2001 var 458 laxar og þar er sömu sögu að segja og í Úlfarsá, að veiðin seinustu 10 ár hefur verið svipuð að árlegu meðaltali og allt fyrra tímabilið. Elsta klak- og fiskeldisstarfið Við Elliðaár hefur verið rekið elsta samfellda klak- og eldisstarf á land- inu. Þá styrktu borgaryfirvöld laxa- stofn árinnar á sínum tíma með upp- kaupum á laxalögn í sjó í Grafarvogi og síðar við Viðey og enn síðar studdi Orkuveitan með fjárframlagi upp- kaup laxaneta í sjó í Hvalfirði og Borgarfirði ásamt öðrum veiðirétt- areigendum við árnar sem falla til Faxaflóa. Allar þessar aðgerðir hafa tvímælalaust styrkt laxastofna á svæðinu inn af Kollafirði og Sund- unum. Mengun og áreiti Ljóst er að aukin umsvif hinnar þéttu byggðar og útþensla borgar- landsins rýrir lífsskilyrði laxastofn- anna á svæðinu. Þar er vaxandi mengun af ýmsu tagi víst efst á blaði, þó hefur fleira komið þar til, eins og margskonar áreiti sem laxinn verður fyrir af völdum starfsemi í Sunda- höfn og smábátahöfn við ósa Elliða- áa. Að síðustu má geta þess að kvía- eldi á laxi á sundunum við Geldinganes á sínum tíma varð til þess að fjöldi eldislaxa sem sluppu út úr kvíunum kom fram í ánum á ár- unum fyrir og eftir 1990. Rannsóknir á fiskstofnum ánna hafa verið töluverðar seinustu ára- tugi og hefur Veiðimálastofnun stað- ið fyrir þeim að beiðni eigenda. Um og fyrir miðja seinustu öld voru merkar rannsóknir á laxi í Úlfarsá sem hluti alþjóðlegra rannsókna á þessu sviði. Þær voru unnar um tveggja áratuga skeið á vegum veiði- málastjóra. Þær tóku til rannsókna á göngu laxaseiða og sjóbirtingsseiða til sjávar og fólu í sér veiðar og merkingar gönguseiða. Þær skiluðu góðum árangri sem fólst í vitneskju um hegðan seiðanna, göngutíma þeirra og fleira. Auk þessa vann veiðimálastjóri ítarlega matsgerð á vatnakerfi Úlfarsár vegna vatnstöku úr ánni á sínum tíma. Gróf vatnstaka Það einstæða gerðist í Úlfarsá að hluta af ánni var veitt úr farvegi hennar í 4 km fjarlægð frá sjávarósi hennar til notkunar sem kælivatn í verksmiðju í Gufunesi. Úlfarsá, sem oft var nefnd Korpa, m.a. af gömlum og nýjum unnendum veiða í ánni, komst í eigu Reykjavíkur að stórum hluta á sínum tíma þegar borgin eignaðist Korpúlfsstaði og hjálend- ur. Þegar Áburðarverksmiðja ríkis- ins í Gufunesi var reist fyrir rúmlega hálfri öld lét borgin verksmiðjunni í té kælivatn sem tekið var úr Úlfarsá. Byggð var stífla í ána, skammt neðan þjóðvegar, og þaðan var vatn- ið leitt úr uppistöðulóni til Áburðar- verksmiðjunnar. Þannig var um helmingur af sumarrennsli árinnar tekinn úr ánni og veitt til verksmiðj- unnar. Þetta var því veruleg blóð- taka fyrir ána. Þetta leiddi til þess að verksmiðjan tók ána á leigu af eig- endum hennar sem störfuðu innan Veiðifélags Úlfarsár, sem um 15 jarðir eiga aðild að. Leigan var við það miðuð að laxastofninn í ánni væri óskertur og ákvað sérstakur gerð- ardómur fjárhæðina. Hins vegar gaf Reykjavíkurborg eftir sinn arðshlut, sem var um 50% af heild, vegna vatnstökunnar sem borgin lét verk- smiðjunni í té. Vatnstökunni aflétt Nú hefur það gerst að Áburðar- verksmiðjan hverfur úr borginni og eðlilegt ástand með rennsli Úlfarsár til sjávar komst á að nýju í sumar. Þá er ákveðið að rífa stífluna sem mynd- aði lónið vegna vatnstökunnar. Ættu þessar aðgerðir að vera mikið fagn- aðarefni öllum sem styðja umhverf- isvernd, eins og eigendum veiðirétt- inda og stangaveiðimönnum. Jafnframt verður að treysta því að framvegis verði unnið áfram að því að gera umbætur til að styðja og styrkja fiskstofnana. Þess verði gætt í hvívetna að þessar perlur, sem árn- ar og vötnin eru í borgarlandinu, geti verið öruggar með fiskstofna sína í heimkynnum sem þeir hafa verið í lengur en landnám Ingólfs hefur staðið, til gleði og yndisauka fyrir íbúana. Laxárnar í Reykjavík og staða þeirra Eftir Einar Hannesson „Úlfarsá er veiðiá sem hefur spjar- að sig vel og býr að fal- legu umhverfi og góðum vatnskostum.“ Höfundur hefur unnið að veiðimálum í 55 ár. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r alltaf á föstudögum Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Gjafabréf til saumakonunnar nýtist vel þar sem efnaúrvalið er mikið Taktu lottó í áskrift á lotto.is eða næsta sölustað N O N N I O G M A N N I | Y D D A / si a. is N M 0 7 6 4 7 • Þínar tölur eru alltaf í pottinum • Frír útdráttur fjórum sinnum á ári – gildir um Lottó, Víkingalottó og Jóker • Þú styrkir gott málefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.