Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 61 ÉG ER, sem varfærinn Evrópu- sinni, ákaflega ánægður með úrslit- in í Evrópukosningu Samfylkingar- innar. Þau voru skýr og afdráttarlaus. 80,5% vildu fara leið- ina sem formaðurinn, Össur Skarp- héðinsson, lagði til. Aðeins 15,6% sögðu nei. Þetta er óneitanlega sig- ur fyrir formanninn, sem tók af skarið á síðasta landsfundi, þegar flokkurinn var ekki reiðubúinn til að stíga þetta skref. Formaðurinn hafði kjarkinn sem þurfti, og fram- sýni, og veitti flokknum góða for- ystu gegnum málið. Ég gef ekkert fyrir þá sem gagn- rýna að þátttakan hafi ekki verið næg. Hún var hvorki meiri né minni en í flestum öðrum póstkosningum sem ég man eftir. Aðalatriðið er að allir flokksmenn höfðu jöfn tækifæri til að taka þátt í að hafa áhrif á stefnu flokksins í þessu stórmáli. Þeir sem höfðu skoðun, og tjáðu hana, gerðu það. Þeir réðu niður- stöðunni. Þannig virkar nú lýðræð- ið. Samfylkingin hefur nú skýra stefnu. Hún vill að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu, og niðurstaða samninga verði lögð und- ir þjóðaratkvæði. Þó ég sé Evrópusinni tel ég nauð- synlegt að fara varlega í málinu, og reyna að koma í veg fyrir of djúp átök meðal landsmanna. Þessvegna finnst mér mikilvæg yfirlýsingin sem Össur Skarphéðinsson gaf í Morgunblaðinu á þriðjudaginn. Þar sagði hann, að þó umboðið sem hann hefði fengið væri vissulega skýrt, þá vildi hann fara varlega og sparlega með það. Svona talar gæt- inn og ábyrgur flokksleiðtogi. Sam- fylkingin hefur vissulega brotið í blað í íslenskum stjórnmálum með því að setja fyrst stjórnmálaflokka aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sína. Hún verður hins vegar að gæta þess að ýta ekki landsmönnum ofan í skotgrafir þar sem menn takast harkalega á um Evrópusambandið. Það þarf að fara varlega. Mér finnst að Samfylking- in, sem hefur leitt umræðuna um aðild að Evrópusambandinu, eigi að hafa frumkvæði að því að leiða þjóð- ina hægt og skynsamlega að upp- lýstri ákvörðun. Það er athyglisvert að skoða þá miklu stefnubreytingu sem ég tel að hafi orðið innan Samfylkingarinnar. Formaðurinn tók þá skynsömu ákvörðun að hrinda af stað víðtæku kynningarferli innan flokksins. Um 40 lokaðir flokksfundir voru haldnir um allt land, og síðan voru opnir borgarafundir um málið þar sem yf- irlýstum andstæðingum var boðið að rökstyðja mál sitt. Þetta kynn- ingarferli leiddi til þess að flokk- urinn tók undir skoðun formannsins í afgerandi kosningu á dögunum. Þetta sama á ríkisstjórnin, hvort sem það er þessi eða sú sem verður mynduð eftir kosningar með aðild Samfylkingar, að taka sér til fyr- irmyndar. Hún á að ráðast í víðtæka kynningu á því hvað aðild hefur í för með sér fyrir þjóðina. Það mun leiða til þess að verulegur meirihluti þjóðarinnar mun fylkja sér um var- færna Evrópustefnu, einsog þá sem formaður Samfylkingarinnr boðar. Þá forðumst við átök, og á endanum verður það þjóðin sem ræður úrslit- um með þjóðaratkvæði. Evrópukosn- ing Samfylk- ingarinnar Eftir Kristin T. Haraldsson Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Hveragerði. „Meirihluti þjóðarinnar mun fylkja sér um var- færna Evr- ópustefnu.“ Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Í nær tvo mánuði brjótast þrír íslenskir ofurhugar, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason, áfram gegn stöðugum mótvindi og grimmdar- frosti Suðurskautslandsins. Ekkert stöðvar þá, hvorki vindurinn, úfnir og grjótharðir skaflar né sprungur. Hver dagur líður með þrotlausu erfiði. Hvað knýr þessa menn áfram? Hvaða baráttu heyja þeir innra með sér og við miskunnarlausa náttúru á stærsta jökli heims? Þessi óvenjulega og heillandi ferðasaga til Suðurpólsins, sem Ólafur Örn Haraldsson hefur skráð, lætur engan ósnortinn. Fjöldi glæsilegra ljósmynda prýðir bókina. HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG Síðumúla 21 - Sími: 588 9060 - hib@islandia.is www.hib.is J1 60 2 O DD I M I Ð B O R G A R GJAFAKORTIÐ Allur pakkinn í einni jólagjöf N O N N I O G M A N N I | Y D D A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.