Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 68

Morgunblaðið - 13.12.2002, Side 68
FRÉTTIR 68 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐADAGUR fatlaðra var haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 3. desember sl. Við athöfn í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höfðuborgarsvæðinu, voru Bókasafni Hafnarfjarðar og Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu veittar viðurkenn- ingar fyrir gott aðgengi. Við viðurkenningunum tóku Anna Sigríður Einarsdóttir fyrir bókasafnið í Hafnarfirði og Anna Torfadóttir borgarbókavörður. Með þeim á myndinni eru Arnór Pétursson, formaður Sjálfs- bjargar LSF, og Þórir Karl Jón- asson, formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík. Morgunblaðið/Kristinn Anna Sigríður Einarsdóttir frá bókasafninu í Hafnarfirði, Arnór Péturs- son, formaður Sjálfsbjargar LSF, Þórir Karl Jónasson, formaður Sjálfs- bjargar í Reykjavík, og Anna Torfadóttir borgarbókavörður. Viðurkenningar fyrir gott aðgengi „SAMTÖK herstöðvaandstæðinga taka undir með þúsundum sam- taka og milljónum manna í Evr- ópu, Bandaríkjunum og víðsvegar um heim sem hafa mótmælt áformum Bandaríkjastjórnar og bandamanna hennar um innrás í Írak. Samtökin fordæma hernað- arstefnu Bandaríkjanna og ann- arra ríkja Atlantshafsbandalagsins og lýsa áhyggjum sínum af þeirri ófriðarhættu sem þessi ríki valda. Hér er Ísland ekki undanskilið,“ segir í ákyktun frá samtökunum. „Íslenska ríkisstjórnin hefur kosið að elta hina bandarísku fram ófriðarbrautina, án teljandi um- ræðu eða umboðs frá almenningi í landinu. Vorið 1999 tók hún þátt í stríðsaðgerðum sem kostuðu fjölda mannslífa, ollu örkumlun og mann- legri þjáningu, eyðileggingu mann- virkja og menningarverðmæta og sóun fjármuna. Aftur stefnir hún að þátttöku í stríðsaðgerðum með tilheyrandi afleiðingum. Og að auki hefur hún hafið uppbyggingu íslensks herliðs sem hún kallar „friðargæslulið“. Hin svokallaða friðargæsla fer fram á vegum Atl- antshafsbandalagsins og er fólgin í að halda uppi lögum og reglu á svæðum þar sem hernaðarbanda- lagið hefur haft sigur í stríði. Fram til þessa hefur slíkt lið verið kallað hernámslið. Fyrr í haust skoruðu Samtök herstöðvaandstæðinga á ríkis- stjórn Íslands að sýna þann mann- dóm að beita sér af alefli gegn nú- verandi stríðsundirsbúningi gagnvart Írak. Enn skorum við á hana að taka sér nú tak og snúa af þessari braut hernaðarhyggju og ófriðar. Jafnframt heita samtökin á þingmenn og allan almenning að taka höndum saman við almenning víða um heim og andæfa þessum stríðsundirbúningi,“ segir í álykt- uninni. Segja friðargæslu- sveitir dulbúið herlið SMS FRÉTTIR mbl.is Kokkabókastatíf Verð 3.990 kr. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 á mánudögum! Sérrit um bækur fylgir Morgunblaðinu hvern miðvikudag fram að jólum. Allir nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is Meðal efnis eru viðtöl við höfunda, fréttir og gagnrýni um nýjar bækur. SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, Garðastræti 8, Reykjavík Fyrirlestur á morgun, laugar- daginn 14. desember kl. 14 í Garðastræti 8. Friðbjörg Óskarsdóttir flytur fyrirlestur sem hún kallar „Hamingjan í eigin hendi“. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 13.30. Aðgangseyrir kr. 800 fyrir félags- menn og kr. 1.000 fyrir aðra. Í FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  18312138  Jv. FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.