Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 9

Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 9 Mán 10/2: Grænmetisla la la lasagna m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Þri 11/2: Grænmeti & kúss kúss m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Mið 12/2: Brokkolíbakstur m/sólþurrkuðum tómötum, fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fim 13/2: Cashewkarrý að hætti hússins m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Fös 14/2: Birjani = indverskur ofnréttur m/fersku salati, hrísgrjónum og meðlæti. Helgin 15/2 & 16/2: Grískt & girnilegt. Mán 17/2: Ofnbakað grænmeti & dahl & eplasalat Matseðill www.graennkostur.is Bankastræti 14, sími 552 1555 Útsölunni fer að ljúka 20% aukaafsláttur Ú T S A L A 25% aukaafsláttur af öllum útsöluvörum Stærðir 36–54 (S-3XL) Opið virka daga frá kl. 10-18, og laugardaga kl. 10-14 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18. Laugardag 10-14 Franskar buxur og bolir frá stærð 34 sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Mikið úrval af bómullar- og hörfatnaði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Ertu að fara í sólina? Fataprýði Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Verðhrun Ótrúlegt verð Engjateigi 5, sími 581 2141. Nýjar vorvörur Hverfisgötu 6, sími 562 2862. Útsölunni lýkur laugardag 20% aukaafsláttur VETRARVEIÐI hófst hér að venju 1. febrúar og fóru þá einhverjir strax „að vaka undir“ en svo er það kallað að höggva vakir og koma neti milli þeirra. Smám saman fjölgar þeim sem vaka undir, því þótt veiði sé ekki mikil þá er ánægj- an því meiri af sérstöku verki. Að fara á vatn til veiða hvort heldur er vetur eða sumar er engu líkt. Þegar tíðindamaður fór um vatnið á sunnudag var verið að vaka undir á tveim stöðum og á einum stað voru bændur að vitja um. Trúlega eru það um 15 bændur sem nýta sér vatnið í þessu skyni. Morgunblaðið/BFH Leifur Hallgrímsson í Vogum er hér með væna gálu í hendi. Ekki er það nú alveg það sem hann vildi helst sjá í netinu því gála er horaður hrygningar- fiskur. Hallgrímur sonur hans fylgist álengdar með verklagi föður síns. Veitt í Mývatni Mývatnssveit. Morgunblaðið. VIÐSKIPTASENDINEFND ís- lenskra stjórnvalda og fyrirtækja undir forystu Valgerðar Sverrisdótt- ur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hóf fjögurra daga ferð sína til Kanada í gær. Ferðin hefst í Ottawa þar sem ráðherra á fundi í ráðuneytum utan- ríkisviðskipta og iðnaðar. Meðal þess sem Valgerður Sverrisdóttir mun taka til umræðu á þeim fundum verða fríverslunarviðræður Kanada og EFTA-ríkjanna, sem hafa legið niðri sl. þrjú ár, og flugsamgöngur milli landanna. Í Ottawa verður einnig völdum fjárfestum boðið til hádegis- verðar þar sem aðstæður á Íslandi verða kynntar. Sendinefndin mun bjóða til mót- töku í Montreal í húsakynnum OZ. Þangað verður boðið völdum fjárfest- um til álíka kynningar og í Ottawa. Þriðjudaginn 11. febrúar mun Val- gerður Sverrisdóttir heimsækja álver Alcoa í Quebec. Um er að ræða eitt nýjasta álver Alcoa og er það af svip- aðri gerð og Fjarðaál, sem Alcoa mun byggja í Reyðarfirði. Þar munu meðal annarra taka á móti ráðherra Bernt Reitan, yfirmaður álframleiðslu Al- coa, og Mike Baltzell, aðalsamninga- maður Alcoa um byggingu álvers á Ís- landi. Miðvikudaginn 12. febrúar kemur Valgerður til móts við 14 íslensk fyr- irtæki sem þá verða komin til Halifax í Nova Scotia-fylki. Þar verður boðað til kynningarfundar þar sem annars vegar verður farið yfir rekstrarað- stæður á Íslandi og hins vegar munu íslensk fyrirtæki kynna starfsemi sína. Til fundarins er boðið kanadísk- um fyrirtækjum sem áhuga hafa á starfsemi þeirra íslensku fyrirtækja sem taka þátt í ferðinni. Þá mun Valgerður Sverrisdóttir eiga fund með Cecil Clarke, ráðherra atvinnuþróunarmála í Nova Scotia, en hún er í hans boði í Nova Scotia-fylki. Formlegt samstarf er milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins á Íslandi og atvinnuþróunarráðuneytis Nova Scotia. Cecil Clarke sótti Ísland heim sl. haust. Valgerður Sverrisdóttir mun einnig eiga fund með ráðherra ferðamála og ráðherra samgöngu- mála í fylkisstjórn Nova Scotia. Í heimsókn sinni til Nova Scotia mun Valgerður Sverrisdóttir leggja áherslu á aukið samstarf fyrirtækja og viðskipti milli svæðanna. Viðskiptaráðherra skoð- ar álver Alcoa í Kanada NÝ skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir allnokkra sveiflu á fylgi stjórnmálaflokka, vegna komandi þingkosninga, miðað við fyrri könn- un blaðsins. Samkvæmt könnun sem gerð var um helgina mælist Samfylkingin með 45% fylgi, var með 32% í síð- ustu könnun. Sjálfstæðisflokkur nýtur fylgis rúmlega 30% kjósenda, var með rúm 36%, og Framsókn- arflokkurinn fer úr tæpum 16% fyr- ir viku niður í rúm 10% nú. Á sama tíma fara Vinstri grænir upp um rúmt prósentustig, fylgi þeirra mælist nú 11,3%. Frjálslyndi flokk- urinn fengi rúm 3% atkvæða nú, var með tæp 4% fyrir viku. Haft er eftir Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði, í Fréttablaðinu að hér sé frekar um úrtakssveiflu að ræða en fylgis- sveiflu. Úrtak könnunarinnar var 600 manns á öllu landinu, þar af tóku rúm 65% afstöðu, eða 390 manns. Samfylkingin mælist með 45% fylgi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.