Morgunblaðið - 18.02.2003, Side 16

Morgunblaðið - 18.02.2003, Side 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRAMTÍÐ keisaradæmisins í Japan er ekki umræðuefni sem fer hátt í op- inberri umræðu þar í landi en veik- indi Akihitos, núverandi keisara, hafa vakið athygli á ýmsum breytingum og tilraunum til að gera embættið nú- tímalegra. Er faðir Akihitos, Hiro- hito, var að deyja úr krabbameini fyr- ir um 15 árum var sjúkdómnum haldið leyndum þar til hann dó. Leyndarhefðin hefur verið sterk gegnum aldirnar. En nú hafa tals- menn hirðarinnar sent frá sér ná- kvæmar lýsingar á líðan Akihitos sem var nýlega skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli en er á góðum batavegi. Og fleira hefur breyst: í fyrra fór Michiko keisaraynja í ferðalag til Sviss til að vera viðstödd barnabóka- messu. Þau hjón hafa verið gift í 43 ár en Michiko hafði aldrei fyrr ferðast til útlanda án þess að keisarinn væri með í för. Sérfræðingar um Japans- mál velta fyrir sér hvort ferðin geti verið merki um að einhvern tíma muni kona taka við embættinu. Japanskeisari var að mestu sviptur raunverulegum völdum í lok seinni heimsstyrjaldar en Hirohito var hart gagnrýndur víða um heim fyrir þátt sinn í útþenslustefnu Japana sem loks var brotin á bak aftur með mikl- um blóðfórnum. Keisarinn er nú fyrst og fremst þjóðartákn. Á undanförnum áratug- um hefur fjölskyldan reynt eftir mætti að endurnýja embættið í sam- ræmi við lýðræði og breytta tíma. Keisarinn er þó sem fyrr æðsti maður shintotrúarinnar, sem flestir lands- menn aðhyllast en hann er ekki leng- ur almennt talinn guðleg vera. Minnkandi mikilvægi Kannanir benda til þess að hlut- verk embættisins skipti æ minna máli í huga almennings, ekki síst meðal ungra stórborgarbúa. „Að ræða mál- efni keisarafjölskyldunnar við vini mína? Kæmi ekki til greina, aldrei,“ sagði Satoshi Takahashi, 27 ára gam- all skrifstofumaður. Helsta dagblað Japans, Asahi Shimbun, gerði könn- un í mánuðinum og sögðust þá 56% landsmanna „finna til tengsla við keisarafjölskylduna“ sem var nokkru hærra hlutfall en í svipaðri könnun árið 1978. En aðeins 21% fólks upp úr tvítugu var þessarar skoðunar. Naruhito, erfingi krúnunnar, á að- eins eitt barn, Aiko, sem er stúlka. Samkvæmt ríkiserfðalögum má ein- vörðungu karlmaður verða keisari. En ekki er auðvelt að taka á málinu. „Enn þá er að miklu leyti talið að bannhelgi ríki yfir umræðum um embætti keisarans,“ segir Hiroshi Takahashi, höfundur margra bóka um hirðina og fyrirlesari við Koku- gakuin-háskóla í Tókýó. Kannanir sýna mikinn stuðning við að lögunum verði breytt en þrátt fyrir það virðast fáir hafa áhuga á því að taka frumkvæði í þá átt, allra síst keisarafjölskyldan sjálf. Hún hefur ekki tjáð sig um málið en látið það eft- ir ríkisstjórninni sem sýnir enn engan áhuga á að ræða málið. Keisarahirð hugar að nýjum fötum AP Japanska keisarafjölskyldan á göngu í fjörunni við höllina í Shimoda, suðvestan við Tókýó, í fyrra. Frá vinstri Naruhito krónprins, þá Akihito keisari, Masako krónprinsessa með dótturina Aiko, Akishino prins, Michiko keis- araynja og Kiko prinsessa. Bak við Michiko eru dætur Akishinos og Kikos, prinsessurnar Mako og Kako. Konur mega ekki erfa titil keisara í Japan en núverandi krónprins á aðeins eitt barn sem er dóttir Tókýo. AP. INNAN fárra ára verður ljósaper- an, sem notuð hefur verið til að lýsa upp hús manna og híbýli und- anfarin eitt hundrað ár eða svo, orðin úrelt. Sérfræðingar spá því að örsmáir tölvukubbar, sem gefa frá sér birtu, leysi ljósaperuna af hólmi en birtan sem frá þeim kem- ur endist lengur og er ekki eins orkufrek. Sagt er frá því í The New York Times að ljósaperan sé um það bil að verða jafn gamaldags og gaslu- ktirnar sem hún leysti á sínum tíma af hólmi. Gildir einu hvort um er að ræða venjulega heimilisperu, flúor- eða neonljós. Tölvukubbarnir fyrrnefndu eru þegar í notkun – t.d. í auglýsinga- spjaldi frá Nasdaq á Times Square í New York, en það hefur að geyma 18 milljónir kubba. En kubbarnir munu líka nýtast við hversdags- legri aðstæður; s.s. til að lýsa upp umferðarljós og í stefnuljós á bíl- um. Margföld ending Um er að ræða svokallaðar ljósa- díóður en kostir þeirra eru umtals- verðir, sé miðað við hinar venju- legu ljósaperur. Í umferðarljósum, svo dæmi sé tekið, þarf 80% minna rafmagn til að virkja þær til starfa, og endast díóðurnar þó tíu sinnum lengur en ljósaperurnar. Þá er því við að bæta að ljóstýran, sem frá þeim stafar, deyr smám saman út, í stað þess að á ljósinu sé slökkt skyndilega eins og á við um ljósa- perur. Í notkun tölvukubbanna við slíkar aðstæður felst því ákveðið öryggi. Sérfræðingar telja að þróun tölvukubbanna eigi eftir að verða skjót á næstu árum, en unnið er að því að gera þá smærri, tryggja að þeir spari jafnvel enn meiri orku og auka birtuna, sem frá þeim kemur. Þykir líklegt að ekki séu nema svona fjögur ár í það að kubbarnir taki að leysa peruna af hólmi á einkaheimilum fólks og á vinnustöðum. Verður notkun tölvukubba til að tryggja margra millj- arða króna orku- sparnað árlega og sömuleiðis leikur eng- inn vafi á að bylting verður á því hvernig fólk notar ljós á heim- ilum sínum og vinnu- stað. Það kemur til af því að engin takmörk eru fyrir því hversu fjölbreytt birtan getur verið, og er þá átt við lit hennar og styrk- leika. Mun fólk geta breytt um birtu með venjulegri heim- ilistölvu, en líklegt þykir að þannig verði mönnum kleift að haga henni í samræmi við andlega líðan hverju sinni. Má t.d. sjá fyrir sér að á öldr- unar- eða hjúkr- unarheimilum megi stjórna birtuskilyrðum þannig, að þau hafi góð áhrif á gestina, heilsu þeirra og líðan. Enn sem komið er er þó talsverður kostnaðarmunur á tölvukubbunum og gömlu ljósaperunum. Þannig kostar venjulegur tölvukubba- skammtur til heimilisnota á bilinu 40 til 100 sinnum meira en sam- bærilegur fjöldi ljósapera. Það hef- ur hins vegar sýnt sig með ör- gjörva venjulegrar borðtölvu, svo dæmi sé tekið, að verðlækkun verð- ur eftir því sem rannsóknum fleytir fram. Því þykir sennilegt að þegar á árinu 2007 verði ljósadíóðurnar orðnar nógu ódýrar í innkaupum til að innrás þeirra á heimilismark- aðinn geti hafist. Þá má ljósaperan virkilega fara að vara sig. Ljósaperan búin að lifa sitt fegursta Svanhildur Jónsdóttir handmálaði þessa jóla- peru, sem vann til verðlauna. Nú er spurning hvort jólaperur verða brátt úr sögunni? Líklegt þykir að örsmáir tölvukubbar leysi venjulegar ljósaperur af hólmi innan fárra ára ’ Bylting verður á því hvernig fólk notar ljós á heim- ilum sínum og vinnustað. ‘ Morgunblaðið/Ásdís RÚSSNESKA fréttastofan ITAR-Tass flutti í gær þá frétt og hafði eftir foringjum í hern- um, að nærri 5.000 rússneskir hermenn hefðu týnt lífi í Tétsn- íu á síðasta ári og rúmlega 13.000 særst. Rússneska varn- armálaráðuneytið mótmælti fréttinni og þá leiðrétti frétta- stofan sig og sagði, að tölurnar ættu við mannfallið frá því á árinu 1999 og út síðasta ár. Einn af ritstjórum fréttastof- unnar vildi ekki gefa neina skýringu á því hvers vegna hún hefði tekið fréttina til baka en áður hafði annar ritstjóri sagt, að hún væri rétt og staðið yrði við hana. Mannréttindasamtök hafa oft sakað rússneska her- inn um að gera lítið úr mann- fallinu í Tétsníu en varnarmála- ráðuneytið og innanríkis- ráðuneytið skrá það sérstaklega í sínum sveitum en útilokað er fyrir aðra að ganga úr skugga um það. Miklu meira mannfall en í Afganistan Samtökin „Rússneskar her- mannamæður“ áætla, að 11.000 hermenn hafi fallið og meira en 30.000 særst í Tétsníustríðinu síðara að því er fram kom hjá talsmanni þeirra, Valentínu Melníkova. Sagði hún, að sam- tökin áætluðu mannfallið í stríðinu 1994–’96 14.000 manns eða meira en tvöfalt það, sem opinberlega var gefið upp, 5.500 manns og 700 manna saknað. Samkvæmt þessu hafa til- tölulega skammvinn stríðin í Tétsníu verið miklu mann- skæðari fyrir Rússa en Afgan- istanstríðið, sem stóð þó í nærri áratug. Kostaði það 13.000 her- menn lífið og um 35.000 særð- ust. Tvísaga um mikið mannfall Rostov við Don. AP. JAPANINN Keizo Miura ætl- ar að halda upp á 99 ára afmæli sitt með ofurlítið óvenjulegum hætti fyrir svo roskinn mann. Hann hyggst renna sér á skíð- um niður jökul á Mont Blanc, hæsta fjalli Evrópu, ásamt nokkrum nánum ættingjum. Alls ætla fjórir ættliðir Miura-fjölskyldunnar að taka þátt í afmælisveislunni. Mein- ingin er að renna sér á skíðum 24 km langa braut niður Aig- uille du Midi-fjall, nærri Chamonix í Frakklandi, en hæsti tindur fjallsins mælist 3.842 metrar. Ævintýrið tekið upp fyrir sjónvarp Í ferðahópnum eru alls um 70 manns en með í för er m.a. sjón- varpsfólk, sem ætlar að mynda öll herlegheitin. Markmiðið er að reyna að komast niður fjallið fyrir laugardag en nokkuð mun það ráðast af veðri og vindum hvenær hægt verður að leggja í hann. Miura-fjölskyldan er mikið skíðafólk. Yuichiro Miura, son- ur afmælisbarnsins, vann sér það til frægðar árið 1970 að verða fyrstur manna til að fara á skíðum niður Everest-fjallið. Var gerð heimildarmynd um þrekvirkið og vann hún til ósk- arsverðlauna. Miura gamli hélt upp á sjö- tugsafmælið með því að renna sér niður af falljökli í Himalaja- fjöllum, upp á 77 ára afmælið með því að ganga á Kilmanjaro í Afríku og 88 árunum fagnaði hann með því að taka þátt í 100 km skíðagöngu yfir Alpana. Niður af hæsta tindi á 99 ára afmælinu Tókýó. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.