Morgunblaðið - 18.02.2003, Page 18

Morgunblaðið - 18.02.2003, Page 18
AKUREYRI 18 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MENNTASKÓLINN á Akureyri hefur tekið í notkun nýtt og öflugt þráðlaust netkerfi fyrir nemendur og kennara skólans. Kerfið er hið stærsta og afkastamesta hér á landi og samanstendur af 12 aðgangs- punktum utandyra og á annan tug aðgangspunkta innan dyra. Nemendur og kennarar geta tengst kerfinu á öllu athafnasvæði MA með þráðlausum kortum og því unnt að nota fartölvur og annan þráðlausan tölvubúnað í öllum skólastofum og á heimavist skólans, segir í fréttatilkynningu frá eMax ehf. í Kópavogi, sem setti þráðlausa kerfið upp og lagði til búnað í verk- ið. Búnaðurinn er af gerðinni Smart- Bridges, sem eMax hefur einkaum- boð fyrir hér á landi. Flutningsgeta kerfisins er 11 MB og leysir það af hólmi eldra og afkastaminna kerfi. Kerfið vinnur á staðlinum 802.11b. Menntaskólinn á Akureyri hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að taka upplýsingatækni í notk- un í kennslu og í námi til þess að geta betur náð markmiði skólans, að búa nemendur undir háskólanám og líf og starf. Nær allir kennarar skól- ans nota fartölvur og skjávarpa í kennslu sinni og um helmingur nemenda á sína eigin tölvu, auk þess sem tölvuver og færanleg tölvuver eru fyrir aðra nemendur skólans. Menntaskólinn á Akureyri Nýtt þráðlaust netkerfi í notkun FLUTNINGASKIPIÐ Florinda, sem skráð er í Panama, kom til Akureyrar í gær með um 250 tonn af frosinni iðnaðarrækju frá Nor- egi. Rækjan fór til vinnslu í Strýtu, landvinnslu Samherja. Að sögn Gests Geirssonar framleiðslustjóra Strýtu er nauðsynlegt að flytja inn rækju til vinnslu, svo hægt sé að halda uppi fullri vinnslu en þar er unnið á tveimur 8 tíma vöktum. Gestur sagði að á síðasta ári hefðu verið unnin um 5.000 tonn af inn- fluttri rækju hjá fyrirtækinu, bæði frá Noregi og Kanada. Á síðasta ári voru unnin um 9.500 tonn af rækju í Strýtu. Gestur sagði að rækjuveiði á Íslandsmiðum hefði verið léleg undanfarin ár. Alls starfa um 70 manns hjá Strýtu en Gestur sagði að mikil ásókn væri í vinnu og að ásóknin hefði aukist enn frekar nú eftir áramótin. Hins vegar hefði verið lítil hreyfing á starfsfólki fyr- irtækisins undanfarin 2–3 ár. Morgunblaðið/Kristján Flutningaskipið Florinda frá Panama landaði norskri rækju á Akureyri í gær fyrir landvinnslu Samherja. Norsk rækja til vinnslu hjá Strýtu Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur haft forgöngu um stofnun samtaka verktaka á svæðinu með sérstaka áherslu á þátttöku þeirra í stórframkvæmdum á borð við stóriðjuframkvæmdir á Austur- landi. Í dag, þriðjudaginn 18. febr- úar, verður haldinn kynning- arfundur um málið á Hótel KEA og hefst hann kl. 16. Á fundinum verður kynnt undirbúningsvinna verkefnishóps um samstarfið og tekin ákvörðun um samstarfsform í þeirri vinnu sem nú er fram- undan. „Að verða fullorðinn með fötl- un“ nefnist erindi Dóru S. Bjarna- son, dósent við KHÍ sem verður fyrirlesari á sjötta fundi í fræðslu- fundaröð Skólaþróunarsviðs kenn- aradeildar HA sem haldinn verður í dag, þriðjudag, kl. 16.15 í Þing- vallastræti 23. Í erindi sínu mun hún kynna nið- urstöður eigindlegrar rannsóknar sem tekur til reynslu 36 fatlaðra ungmenna 16–24 ára, foreldra þeirra, vina og kennara, af upp- vexti, skólum og þátttöku í lífi jafnaldra við upphaf fullorðinsára. Ljósmyndasýning Siggu Dóru hefur verið opnuð á Kaffi Karól- ínu. Hún hefur stundað nám í ljós- myndun í Reykjavík og Barcelona og tekið þátt í samsýningum en þetta er fyrsta einkasýning henn- ar. Viðfangsefni hennar eru fífur, festar á filmu víðs vegar um sveitir Eyjafjarðar með leikfangamynda- vél úr plasti sem kallast Holga. Í DAG BJARNI Sæmundsson RE, rann- sóknarskip Hafrannsóknastofn- unar, var tekið í dráttarbraut Slippstöðvarinnar í gær en þar standa nú yfir umfangsmiklar endurbætur á skipinu. Skipið er rúmlega 50 metra langt og með stærri skipum sem tekin eru í dráttarbrautina í dag. Drátt- arbrautin er komin vel til ára sinna en á árum áður voru tekin mun stærri skip þar upp. Skipta á um aðalvélar í Bjarna Sæmunds- syni og við það verk þarf að gera gat á síðu skipsins og því nauðsyn- legt að koma því á þurrt. Morgunblaðið/Kristján Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar tekið upp í dráttarbrautina. Bjarni Sæmundsson RE á þurrt SVÆÐISRÁÐ vinnumiðlunar á Norðurlandi eystra fór yfir stöðu atvinnumála á svæðinu á síðasta fundi sínum. Þar kom fram að tals- verð hætta er á að atvinnuleysi fari nú vaxandi og því nauðsynlegt að grípa sem fyrst til aðgerða. Einnig kom fram að stærsti hópur at- vinnuleitenda er ungt fólk á aldr- inum 16–24 ára. Á fundinum voru til umfjöllunar fjölmargar tillögur að úrræðum fyrir atvinnuleitendur og verður unnið að því að koma þeim til fram- kvæmda á vegum Svæðisvinnu- miðlunar fyrir Norðurland eystra á næstu vikum. Svæðisráðið fagnar því að hrað- að sé nauðsynlegum verklegum framkvæmdum eins og samgöngu- bótum, en bendir á að þau störf sem skapast við það eru einhæf og geta því aðeins leyst vanda hluta atvinnuleitenda. Því er nauðsyn- legt að grípa til fjölbreyttari að- gerða. Leggja þarf sérstaka áherslu á úrræði sem henta þessu unga fólki og jafnframt stuðla að aukinni hæfni þeirra til að ná fót- festu í atvinnulífinu. Annar stór hópur atvinnuleitenda er fólk á miðjum aldri sem aðeins hefur grunnskólamenntun að baki. Þessi hópur á við vaxandi vanda að stríða þar sem störfum fyrir ófaglært verkafólk fækkar stöðugt. Þessi hópur þarf stuðning til að takast á við breytingar í atvinnulífinu. Þá bendir svæðisráðið fyrirtækj- um og stofnunum á að hafa sam- band við Svæðisvinnumiðlunina þegar leysa þarf af starfsmenn í föstu starfi á meðan þeir sinna endur- og símenntun sem fer stöð- ugt vaxandi. Ungt fólk stærsti hópur atvinnuleitenda NÁMSKEIÐ um möguleika í nor- rænu samstarfi verður haldið í Deiglunni á laugardag, 22. febrúar, á vegum Norrænu upplýsingaskrif- stofunnar á Akureyri og Norrænu ráðherranefndarinnar í samvinnu við Gilfélagið. Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á norrænni samvinnu og fulltrúum frjálsra fé- lagasamtaka. Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður upplýsingaskrif- stofu Norðurlandaráðs og Nor- rænu ráðherranefndarinnar fjallar um þátt Íslands í norrænu sam- starfi og hverjir möguleikar okkar eru í slíku samstarfi. Mats Jönsson framkvæmdastjóri Norræna menn- ingarsjóðsins kynnir Norræna menningarsjóðinn og fjallar um hvers konar verkefni sjóðurinn styrkir og gefur hagnýtar leiðbein- ingar um hvernig sækja skal um til sjóðsins. Einnig verður stutt kynning á öðrum norrænum styrkjum. Námskeiðið stendur frá kl. 13 til 17 og fer fram á íslensku og sænsku. Námskeið um norrænt samstarf HELDUR færri útköll urðu hjá Slökkviliði Akureyrar á liðnu ári en árinu á undan, eða 145 talsins á móti 156 árið 2001. Enginn stór- bruni varð og ekkert manntjón, að því er fram kemur í skýrslu slökkviliðsstjóra yfir starfsemina á síðasta ári. Sjúkraútköll urðu hins vegar nokkru fleiri eða 1.195 alls á móti 1.167 árið á undan. Bráðatilfelli voru 299 talsins. Björgunarbíll liðsins var kallaður út 13 sinnum. Sjúkraflutningamenn fóru í 188 sjúkraflug, þar af voru 7 til út- landa. Eldvarnareftirlit framkvæmdi 140 skoðanir á árinu og þá sóttu yfir 150 starfsmenn fyrirtækja og stofnana fræðslu í meðferð hand- slökkvitækja og réttum viðbrögð- um við eldsvoða. Slökkvilið Akureyrar Færri útköll Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.