Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sé litið yfir nýliðna þingvikubar það einna helst til tíð-inda að frumvarp iðn-aðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, um heimild til að byggja álverksmiðju í Reyðarfirði var gert að lögum, með stuðningi mikils meirihluta þingheims. Iðn- aðarráðherra sagði við það tæki- færi að þar með væri komið að lokum umfjöllunar Alþingis á stór- iðjuframkvæmdum á Austurlandi en Alþingi hefur áður samþykkt byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Við þriðju umræðu um álvers- frumvarpið, þ.e. áður en loka- atkvæðagreiðslan fór fram, héldu þingmenn Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs einir uppi and- stöðu við samþykkt frumvarpsins og þeir voru þeir einu sem héldu framsögur um málið við þá um- ræðu. Mörgum varð að orði að þingmenn VG töluðu yfir tómum þingsalnum, sem er vissulega rétt, ekki sátu margir aðrir en þeir í þingsalnum við umræðuna, en því má þó ekki gleyma að þingmenn geta líka fylgst með umræðum frá skrifstofum sínum. Þingsalurinn var hins vegar þéttsetinn þegar atkvæðagreiðslan um álversfrumvarpið fór fram, eins og gefur að skilja, en það sama má segja um þingpallana. Þar fjölmenntu andstæðingar ál- versins og Kárahnjúkavirkjunar. Þingmönnum var mörgum heitt í hamsi þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum; hvort sem þeir voru að lýsa yfir stuðningi við frumvarpið eða andstöðu. En mót- mælendum á þingpöllum var líka mikið niðri fyrir ef marka má klappið og púið sem þaðan kom; þeir púuðu m.ö.o. á þá þingmenn sem lýstu því yfir að þeir væru fylgjandi álverinu en klöppuðu fyr- ir þeim þingmönnum sem voru á móti því. Og eftir að niðurstaðan lá fyrir; frumvarpið var samþykkt með 41 atkvæði gegn níu kallaði einhver af þingpöllunum: „Þetta er sorgardagur.“ x x x Auðvitað bar ýmislegt annað til tíðinda í þingvikunni, m.a. sagði Kristján Pálsson alþingismaður sig úr þingflokki sjálfstæðismanna, en hann mun það sem eftir lifir kjör- tímabilsins starfa einn utan flokka. Þá voru ýmis stjórnarfrumvörp lögð fram á Alþingi, m.a. frumvarp um þriðju kynslóð farsíma, frum- varp um álbræðslu á Grund- artanga og frumvarp til fjár- aukalaga vegna aðgerða í atvinnu- og byggðamálum, svo dæmi séu nefnd. Þau bætast við þau stjórn- arfrumvörp sem þegar eru til meðferðar á Alþingi en alls eru þau um 74. Ólíklegt er þó að áhersla verði lögð á að afgreiða öll frumvörpin 74 fyrir vorið; sum verða sett í forgang önnur ekki. x x x Hér að ofan var minnst á „fram- íköll“ af þingpöllum, en „fram- íköll“ þingmanna eru líka að verða æ algengari. Þannig „kölluðust á“ þeir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna og Kristinn H. Gunnarsson, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, í umræðu á Alþingi í vikunni. Stein- grímur J. var í ræðustól og kynnti tillögu VG um þjóðaratkvæða- greiðslu vegna stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Í miðri ræðu gerði hann hins vegar hlé á máli sínu og sagði: „Herra forseti, ég held að það sé best að gera fundarhlé og leyfa þeim að fara sem ekki nenna að vera hérna í vinnunni sinni. Þá getum við hin haldið áfram að ræða málin.“ For- seti þingsins, Halldór Blöndal, sagði þá: „Ég er sammála hátt- virtum þingmanni. Ég stóð upp til að reyna að þagga niður í þing- mönnum.“ Steingrímur hélt hins vegar áfram að kvarta yfir hávaða þing- manna og sagði síðan: „Það er dapurlegt fyrir þingreynda menn að horfa upp á það hvernig þetta versnar ár frá ári, að hér tæmist salurinn jafnharðan og skyldu- mætingunni er lokið. Þegar at- kvæðavélarnar hafa skilað sínu eru menn horfnir úr salnum.“ Þá kallaði Kristinn úr þingsæti sínu: „Þá taka kjaftavélarnar við.“ Steingrímur greip þetta á lofti og bætti við: „Já, herra forseti, og framíkallsvélarnar sem hafa mikið fram að færa eins og kunnugt er.“ Steingrímur hóf síðan umfjöllun um Framsóknarflokkinn og sagði að hann hefði ekki mikið fram að færa. „Hann er eins og gömul kvíaær sem er búin að ráfa heim á kvíarnar af gömlum vana en á þangað ekkert erindi.“ Steingrímur gerði hlé á umfjöll- un sinni um Framsóknarflokkinn og kvaðst ætla að halda áfram að mæla fyrir tillögu sinni um þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá kallaði Kristinn aftur: „Jæja, þú ert að komast í gang.“ Steingrímur sagði þá: „Já, ég skal kannski taka smárispu á Framsóknarflokknum við tækifæri. Hann á það alveg skilið.“ Kristinn kallaði þá: „Aldrei þessu vant.“ Og Steingrímur bætti við: „Já ætli það ekki.“      Af framíköllum og fleiru EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, lagði m.a. áherslu á misrétti, sem birtist m.a. í skattaokri og vaxtaokri, í setningar- ræðu sinni á landsþingi flokksins á Hótel Sögu í gær. Yfirskrift lands- þingsins er: Frelsi, jafnrétti og bræðralag. Ræða Sverris var jafnóð- um flutt á táknmáli fyrir heyrnar- lausa. „Misréttið birtist í ótal ófögrum myndum,“ sagði hann. „Í skattaokri, í vaxtaokri, í meðferð á sjúkum, öldr- uðum og öryrkjum, sem látnir eru sitja á hakanum og sýnd lítilsvirðing og yfirgangur.“ Sverrir lagði m.a. áherslu á að lækkun vaxta ætti að verða höfuðviðfangsefni næstu ríkis- stjórnar. „Stórlækkun vaxta er brýn- asta hagsmunamálið þegar á heildina er litið; atvinnuvegina alla, húsbyggj- endur og kaupendur og neytendur í heild tekið.“ Síðar í ræðu sinni gerði hann ok- urvexti að umtalsefni og sagði að til að vinna bug á hinu ógnarlega okri í íslensku fjármálakerfi þyrfti þegar í stað að fá erlendan banka til að opna hér öflugt útibú. „Þá myndu innlendu okrararnir sjá sína sæng upp reidda.“ Sverrir vék einnig að skattalækk- unum og sagði: „Í alvöru talað er mikil nauðsyn á að lækka skatta á lágtekjufólk og stórhækka skattleys- ismörk öryrkja og ellilífeyrisþega og eyða ósanngjörnum tekjutengingum styrkþega. Fyrir þessum nauðsyn- legu úrbótum mun Frjálslyndi flokk- urinn beita sér svo og afnámi skatta á íbúðarhúsnæði.“ Tvær þjóðir í landinu Sverrir sagði að í landinu byggju tvær þjóðir: „Hinn fjölmenni hópur þjónanna annars vegar og fámennur hópur auðmanna hins vegar sem drottnar í skjóli ráðstjórnar og pen- ingavalds og fer sínu fram með vinnubrögðum sem mafíósar Ítalíu gætu margt lært af. Fjármálaumsvif yfirstéttarinnar eru með þeim hætti að menn trúa vart eigin augum. Hún valsar með fjármuni þjóðarinnar sem sína eigin. Milljörðunum skipta þeir á milli sín eða borga sjálfum sér í þókn- un og umboðslaun; milljörðunum er skotið undan skatti, sem aðrir verða að borga, milljarðar eru færðir skatt- frjálsir úr landi samkvæmt lögum sem ráðstjórnin laumaði í gegnum Alþingi fyrir einkavinina og engum var í raun vitanlegt, nema þeim sem nýta skyldu.“ Sverrir sagði að það væri því aldrei brýnna en nú að leggja ofuráherslu á frelsi, jafnrétti og bræðralag í þjóð- málabaráttunni. Eins og mölur í fataskáp Sverrir gerði fjölmiðla hér á landi einnig að umtalsefni. „Kem ég nú að válegu ástandi sem Íslendingar búa við,“ sagði hann, „en það er tak- markalítil þjónkun ýmissa fjölmiðla við ríkjandi ráðstjórn, sem ganga undir áróðri hennar og ósannindum. Ekki af fúsum og frjálsum vilja held- ur af hræðslugæðum fyrst og fremst og þrælsótta. Það er illa komið fyrir þjóð, sem þarf að búa við fjölmiðla, sem sjá sig tilneydda að fara á svig við það sem er satt og rétt og er und- irstaða siðalögmála blaðamennsku, en þjóna þess í stað af undirgefni valdsmönnum sem skeyta hvorki um skömm né heiður í taumlausri valda- græðgi.“ Hann sagði að þjóð sem við þannig aðstæður byggi væri í háska stödd. „Það er til dæmis opinbert leynd- armál að í Ríkisútvarpi og -sjónvarpi sé einkaerindreki aðalritara, Hannes Hólmsteinn, eins og mölur í fataskáp, enda væri sjálfsagt hægt að kæra Ríkisútvarpið fyrir skýlaus brot á ákvæðum laga um óhlutdrægni þess.“ Sverrir sagði að eitt meginmál nýrrar landstjórnar yrði að losa rík- isfjölmiðlana með öllu undan áhrifum pólitískra flokka eða sérhagsmuna valdaklíka. Gagnrýnir ályktun Framsóknarflokksins Sverrir fór einnig yfir fiskveiðimál í ræðu sinni og lagði áherslu á að Frjálslyndi flokkurinn myndi leggja alla krafta sína fram til þess að gera kjósendum grein fyrir þeim þjóðar- voða sem vofði yfir ef óbreyttri stefnu ríkisstjórnarinnar yrði fram haldið í fiskveiðimálum. „Það verða aldrei sættir um óbreytt kerfi af okk- ar hálfu,“ sagði hann m.a. Sverrir gagnrýndi einnig ályktun framsóknarmanna um fiskveiðimál. „Á fundi Framsóknar á dögunum var brugðið á það ráð að leggja til að sett yrði í stjórnarskrá lýðveldisins að sjávarauðlindin skuli vera sameign þjóðarinnar. Að vísu er það búið að standa í lögum frá Alþingi á annan áratug að svo skuli vera. Væri ekki einfaldara fyrir Framsókn að banna í stjórnarskránni að lög séu brotin?“ sagði hann. Sverrir fór einnig yfir mennta- og atvinnumál og sagði að öflugur stuðningur við lítil og meðalstór fyr- irtæki væri mest aðkallandi verkefni í atvinnumálum landsmanna. Benti hann á Dani í þessu sambandi og sagði að þeim hefði tekist að brauð- fæða þjóðina fyrst og fremst með öfl- ugu starfi fyrirtækja sinna á sviði al- þjóðaviðskipta. Síðan sagði hann: „Við skulum bregða á nýtt ráð: Tökum 20 þúsund milljóna króna ríkisábyrgðina til handa DeCode til annarra þarfa. Með þeirri fjárhæð væri hægt að styrkja 400 íslensk fyrirtæki með 50 milljónum króna hvert að meðaltali. Þessi fyrirtæki myndu auka og hefja nýja framleiðslu til útflutnings og margfalda þátttöku okkar í alþjóða- viðskiptum, sem veita myndi atvinnu margföldum þeim fjölda manna, sem stórframkvæmdirnar á Austurlandi munu gera.“ Síðan spurði hann: „Gera menn sér grein fyrir því að fyrir hvert starf, sem þar eystra verður til, greiðir samfélag okkar 143 milljónir króna?“ Þá sagði hann: „Það er svo annað mál þegar minnst er á DeCode-brjál- æðið að sá sem hér talar hefir flutt tillögu á Alþingi um að svívirðan við sölu á bréfum þess fyrirtækis verði rannsökuð ofan í kjölinn. Þau vinnu- brögð voru glæpsamleg og lýsa betur en annað háskanum, sem að okkur steðjar ef ekki nást ný og föst tök á umsvifum hinna nýju fjárhættuspil- ara í íslensku fjármálakerfi.“ Andvígur ESB Sverrir vék einnig að utanríkis- málum og minnti m.a. á að Frjáls- lyndi flokkurinn hefði frá upphafi tekið skýrt fram að að óbreyttri stefnu Evrópusambandsins í fisk- veiðimálum kæmi aðild Íslendinga ekki til greina. „Þannig standa þau mál af flokksins hálfu, en sá sem hér stendur færist stöðugt fjær hug- mynd um aðild, jafnvel þótt samning- ar tækjust um fiskveiðimál. Hann hefur fengið óbifur á þessu tröll- aukna bákni. Hann ætlar a.m.k. ekki að enda sín pólitísku afskipti með því að hætta til frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar sem honum sýnast teikn um ef af aðild verður.“ Sverrir greindi einnig frá því að Frjálslyndi flokkurinn fylgdi óbreyttri stefnu Íslands í utanríkis- málum í höfuðatriðum. Þó hefði þar borið á „ógeðfelldan skugga fyrir skemmstu þegar ráðstjórnarmenn belgdu sig út í samdrykkjunni í Prag og lofuðu þátttöku Íslands í hernað- araðgerðum“, eins og hann orðaði það. „Það voru ólýsanleg afglöp. Það vantar orð í málið til að lýsa þeim sem vert væri. Við verðum svo fljótt sem verða má að taka á ný upp okkar eið- svörnu stefnu að taka aldrei neinn þátt í að bera vopn á aðra menn. Þetta er einn svartasti bletturinn á íslensku ráðstjórninni og er þó af nógu að taka.“ Frjálslyndir verði með Að síðustu vék Sverrir að útkomu flokkanna í fylgiskönnunum. „Í bestu útkomu fyrir Samfylkinguna og Vinstri græna í skoðanakönnunum að undanförnu hefur þeim þó ekki tekist að ná meirihluta á Alþingi. Stjórnarandstöðunni mun ekki tak- ast það nema Frjálslyndi flokkurinn fái fimm til sjö menn kjörna. Það mun takast og ný gerbreytt lýðræð- isstjórn taka við völdum. Hennar allra fyrsta verk þarf að vera að end- urreisa Alþingi Íslendinga úr þeirri niðurlægingu og auðmýkingu sem of- urstjórnarmenn framkvæmdavalds- ins hafa bakað því og dómstólum landsins.“ Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, í setningarræðu sinni á landsþingi flokksins Skattar verði lækkaðir á lágtekjufólk Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, flytur ræðu við upphaf landsþings flokksins í gær. Ný heimasíða opnuð MAGNÚS Þór Hafsteinsson, efsti maður á framboðslista Frjálslynda flokksins í Suður- kjördæmi, opnaði formlega nýja heimasíðu Frjálslynda flokksins við upphaf lands- þings flokksins á Hótel Sögu í gær. Slóð vefjarins er: www.xf.is. Þar má m.a. finna stefnu flokksins, greinar eftir flokks- félaga, þingmál flokksins og fleira. Magnús Þór er ritstjóri vefjarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.