Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hann var hin sterka og þögla týpa. Maður- inn sem gekk í tvo daga í blindbyl á gönguskíð- um á meðan her manns leitaði að honum. Hann kom sjálfur í leitirnar. Reyndar var það óskaplega týpískt fyrir Gísla því hann var van- ur að bjarga sér sjálfur. Ég kynntist Gísla fyrir níu árum. Kom að sækja Danna á Miðvanginn og var óskaplega stressuð að hitta foreldra hans. En stressið var óþarft því mér var tekið opnum örmum. Þægilegri tengdaforeldra er ekki hægt að hugsa sér enda sóttum við í félagsskapinn. Við eigum örugglega eftir að fara á gamlar slóðir og sitja við ána í Árósum eins og við gerðum svo oft þegar þau komu og heimsóttu okkur. Fyrir um ári byrjuðu þeir feðgar að gera upp enn einn tjónabílinn. Danni kallaði það „quality time“ með pabba sínum og Snorra og „male bonding“ til að sannfæra mig um að það væri afskaplega nauðsynlegt að gera þetta. Reyndin var sú að þeir höfðu það óskaplega skemmtilegt saman meðan þeir gerðu upp bílinn og hlustuðu á Queen á hæsta styrk. Þetta var sannkallaður „quality GÍSLI INGVAR JÓNSSON ✝ Gísli IngvarJónsson fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1943. Hann lést á líknardeild Land- spítala í Kópavogi 27. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði 6. febrúar. time“. Það er erfitt nú að átta sig á því að ekki er lengur hægt að biðja Gísla að hjálpa sér að laga miðstöðina í bíln- um eða rífa niður eitt stykki eldhús. Það var ómetanlegt að sjá það rúmum sól- arhring áður en Gísli dó hversu glaður hann var að sjá litla Jónas Orra. Hann reyndi að leika við hann þrátt fyrir að vera svo veikur sem raun bar vitni. Ég veit að nú mun hann passa upp á okkur öll ásamt afa Jónasi. Guð blessi Gísla Ingvar Jónsson. Steinunn Jónasdóttir. Elsku hjartans Gísli minn. Mikið skelfilega getur lífið og tilveran verið skrýtin. Undanfarna mánuði hef ég hugsað til þín og um þær samveru- stundir sem við höfum átt. Ég hef verið reið, sorgmædd og döpur yfir því að hraustur maður skuli vera rif- inn frá fjölskyldu sinni langt fyrir aldur fram. Oft langaði mig til að segja þér hversu vænt mér þætti um þig og hvað mér þætti notalegt að vera nálægt þér en brast kjarkur. Ég vissi líka hversu lítið þú varst fyrir alla væmni og tilgerð og var hrædd um að þér þætti þetta einum of mikil tilfinningasemi. Auðvitað vildi ég núna að ég hefði sagt þetta við þig en verð að vona að þú hafir fundið vænt- umþykju mína í þinn garð. Frá fyrstu kynnum okkar Gísla fannst mér mikið til hans koma og ég bast honum traustum böndum. Ég gleymi því ekki þegar ég kom í fyrsta skipti á Miðvanginn til þess að heilsa upp á foreldra Snorra míns, sem ég hafði þá nýlega kynnst. Gísli kom inn í stofu og heilsaði mér og ég man hvað mér þótti hann myndarlegur og hlýlegur maður. Hann bauð mér upp á grjónagrautinn sinn fræga, sem ég gat því miður ekki þegið í það skiptið en naut þess seinna oftar en einu sinni að borða yfir mig af besta grjónagraut sem ég hef smakkað. Gísli sagði ekki alltaf margt en kunni að hlusta og hafði sínar skoð- anir án þess að hafa um það mikil eða stór orð. Mér fannst ég oft eiga í hrókasamræðum við hann þegar hann benti, sendi mér merki, blikk- aði mig og beitti ýmsum svipbrigðum þegar hún Magga hans talaði og hann var kannski ekki alveg sam- mála. Það var alltaf notalegt og gott að vera nálægt Gísla og vita af hon- um nálægt sér, oftast fyrir framan sjónvarpið á efri hæðinni á meðan við hin vorum niðri í stofu að spjalla. Hann var líka svo traustur sínum og einstaklega hjálplegur. Það var gott að eiga Gísla að þegar það þurfti að koma bíldruslum mínum í gagnið því hann gekk í verkið án þess að vera beðinn um það og taldi það svo sann- arlega ekki eftir sér. Ég á eftir að sakna þess að hitta hann ekki á Mið- vanginum og fylgjast með honum kippast til og frá í sófanum yfir spennandi bíómynd eða sjá hann vinna úti í bílskúr og töfra fram ótrú- legustu hluti. Það er margt sem stendur eftir af einstöku handverki Gísla og þessara hluta skulum við fjölskyldan njóta honum til heiðurs. Elsku Gísli minn, ég þakka þér fyrir samveruna. Þín Guðrún Lára. Lokaútkallið er komið fyrir félaga okkar og vin, Gísla Ingvar Jónsson. Í áratugi höfum við farið í útköllin saman, hver öðrum til halds og trausts, á vit hins ókunna, til að bregðast við neyðarkalli eða hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi. Í þetta útkall fer hann þó einn eins og við munum öll gera þegar að því kemur. Gísli starfaði í nær 40 ár í Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík og var lengst af þeim tíma í fremstu röð þeirra er sinntu útköllum og starfi fyrir sveitina. Ómældur er sá tími sem Gísli fórnaði frá starfi og fjöl- skyldu til að sinna starfi fyrir Flug- björgunarsveitina, auk þess sem hann naut útiveru og fjallaferða á eigin vegum með fjölskyldu sinni og í hópi góðra vina. Í þessu áhugamáli sínu naut hann einnig liðsinnis eig- inkonu sinnar og sona sem bæði beint og óbeint tóku verulegan þátt í starfi Flugbjörgunarsveitarinnar. Þekking hans á landinu og fagleg þekking á öllu er viðkom bílum og akstri við óblíðar aðstæður tryggði honum og okkur sem með honum ferðuðumst örugga ferð á áfangastað og heim aftur. Heilindi og trygglyndi einkenndi þennan okkar góða félaga og verk hans báru öll merki þess vandaða handbragðs og hugar sem þau voru unnin með. Skarð er höggv- ið í okkar raðir með fráfalli Gísla og þegar litið er til baka er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið þess að kynnast og starfa með svo góðum dreng. Á þessari kveðjustund vottum við eftirlifandi eiginkonu, Margréti Fjeldsted, sonunum Snorra og Daní- el, aðstandendum og vinum öðrum okkar innilegustu samúð. Félagar í Flugbjörg- unarsveitinni Reykjavík. Við kveðjum með söknuði góðan vin sem undanfarið ár hefur barist við illvígan sjúkdóm og varð að lok- um að lúta í lægra haldi. Gísli Ingvar Jónsson var þægileg- ur og góður félagi sem sjaldan lét deigan síga þegar vandamál komu upp, þeim var einfaldlega tekið með ró og yfirvegun. Ef t.d. bíll fór ekki í gang fór hann strax að fást við vandamálið og hætti ekki fyrr en því var lokið. Þetta sýndi sig vel veturinn 1998 en þá var hann í ferð ásamt þremur félögum sínum og ók einn snjóbíl á fjöllum með farangurinn. Bíllinn bil- aði svo ekki var unnt að aka lengra. Varð hann því að halda ferðinni áfram gangandi þrátt fyrir svartabyl og þungt færi. Þá fór svo að hann villtist af leið en komst samt af sjálfs- dáðum til byggða um sólarhring seinna. Hann gerði lítið úr málinu af sinni alkunnu hógværð, en þetta var erfið bið vinum hans og ættingjum. Árið 1989 stofnaði hann lítið veiði- félag ásamt sjö félögum sínum sem kallað er Afli g/f. Félagarnir byggðu sér lítið veiðihús og leigðu aðstöðu á Norðurlandi. Gísli stundaði þetta áhugamál sitt vel og fór margar ferðir norður. Hann er þriðji félagi þessa litla fé- lags sem kveður. Blessuð sé minning þeirra. Árið 1967 gerðist Gísli félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og var virkur félagi þar í ein 20 ár. Það var mikill fengur fyrir sveitina að fá til liðs við sig þennan dugmikla þúsundþjalasmið sem alltaf var til í að takast á við erfið verkefni. Tók hann þátt í flestum stærri leit- ar- og björgunarverkefnum með sveitinni þessi ár. Farnar voru marg- ar æfingaferðir og má nefna eina sér- staklega en það var gönguferð á skíðum norðan úr Blöndudal og suð- ur í Haukadal. Aflafélagar þakka góðum vini samfylgdina og votta eiginkonu hans, sonum, foreldrum og systrum einlæglega samúð sína. Aflafélagar. Ragnar föðurbróðir minn er látinn. Hans æviskeið var langt og farsælt. En það eru minningarnar sem eftir lifa. Hann var áður bóndi í Grænumýrartungu, síðasti bóndinn þar. Og þaðan eru mínar sterkustu minningar úr æsk- unni. Mér er minnisstætt þegar mjaltatíminn var í Grænumýrar- tungu. Ragnar mjólkaði á kvöldin. Ég sat þá á skemli við dyrnar átta ára kríli og starði steinþegjandi á, í mikilli andakt. Hann handmjólkaði í blikkfötur eins og þá tíðkaðist. Eitthvert skipt- ið er þannig stóð á fór þetta eitthvað að pirra hann að hafa mig svona steinþegjandi yfir sér, svo hann sagði mér að fara inn að hátta. Ég móðgaðist svo mikið að ég fór ekki fjósið lengi vel. Móðgaðist hreinlega við kýrnar líka. Mörgum árum síðar minnti ég hann á þetta, en auðvitað mundi hann ekkert eftir þessu og var alveg hissa á hve langrækin ég væri. Ég var ekki nema tveggja mánaða þegar fyrst var farið með mig norður. Mér hefur verið sagt að þegar foreldrar mínir voru að fara heim aftur hafi Sigga og Ragnar viljað að ég yrði eft- ir, en bræður mínir aftekið það með þessum orðum: „Nei, við eigum hana.“ Faðir minn sagði mér að Ragnar hefði keypt fyrsta Willysjeppann sem í Hrútafjörðinn kom. Það eru margar myndir til af þessum jeppa og margir lærðu að aka á honum. Fyrir réttum fimmtíu árum skrif- RAGNAR GUÐMUNDSSON ✝ Ragnar AxelGuðmundsson var fæddur á Há- reksstöðum í Norð- urárdal í Mýrasýslu 17. júlí 1911. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 25. febrúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Há- teigskirkju 7. mars. aði gamli sóknarprest- urinn hans, sr. Jón Guðnason, greinina „Hundrað ára minning bónda og býlis“. Var þar átt við Þórð Sig- urðsson afa Ragnars og sögu samfelldrar bú- setu í Grænumýrar- tungu. Í ár eru tvö hundruð ár síðan nýbýli var reist í landi Mela, þar sem jafnaðarlega hafði ver- ið brúkuð selstaða á öldum áður. Frá Grænumýrartungu fékk ég mína fyrstu uppskrifuðu ættartölu, einn legg langt aftur í ald- ir, en það dugði til að kveikja óslökkvandi áhuga minn á ættfræði allar götur síðan. Ég vil með þessum fáu línum þakka samfylgdina og all- an þann fróðleik sem ég hef fengið á heimili þeirra hjóna. Ragnar var jarðbundinn maður sem lét sig fánýti heimsins litlu skipta, en hann fylgdist með öllu sem gerðist og var vel heima í landsmál- unum hverju sinni. Á langri ævi hef- ur hann þurft að horfa á eftir mörg- um ástvinum og kunningjum yfir móðuna miklu. Það er ómetanlegt að halda svo góðri heilsu og ótrúlegri starfsorku fram í háa elli. Ljósið að handan logabjarta lýsir af ástvinahlýju, minning þín lifir í þakklátu hjarta þar til öll hittumst að nýju. (G.J.) Elsku Sigga, Nanna, Ingunn, Gunni og Heiðar, þið eruð samheldin fjölskylda og eigið dýrmætar minn- ingar. Missirinn er alltaf sár en það eru minningarnar sem eftir lifa og af þeim eigið þið nóg. Guð styrki ykkur á þessum erfiða tíma. Guðrún Jóhannsdóttir. Nú er afi farinn frá okkur og kom- ið að kveðjustund. Þó að hann hafi verið orðinn gamall maður og átt gæfuríkt líf að baki er alltaf erfitt að kveðja þann sem manni þykir vænt um. Eftir standa minningar um góð- an afa og langafa sem studdi alltaf við bakið á okkur og sýndi okkur ómældan áhuga hvort sem það var að lána okkur áhöld til smíða og lag- færinga eða taka þátt í hugleiðingum um fasteigna- og bílakaup. Í því hraða þjóðfélagi sem við lifum í er ekki víst að allir hafi mikinn tíma til að gefa gaum að því sem í kringum þá er að gerast, en afi hafði alltaf tíma til að hlusta og sýndi svo mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Fyrir sjö árum flutti ég ásamt fjöl- skyldu minni í næstu götu við afa og ömmu og er það ómetanlegt fyrir okkur að hafa getað verið í svo nán- um tengslum við þau undangengin ár. Elsku afi. Okkur langar til að kveðja þig með þessum ljóðlínum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigríður, Jón Skúli, Jóhann Skúli og Kristín Ýr. Elsku föðursystir mín. Hanna í Keflavík eins og ég kallaði hana alltaf. Sem kvaddi okk- ur allt of fljótt. Þótt hún hafi ekki verið mjög ung var svo mikið eftir af henni, þess vegna komu tíðindin um andlát hennar okkur mjög á óvart. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það urðu á milli okkar alveg sérstök tengsl sem ollu því að við kynntumst sem betur fer. Þú og Georg voruð mér alveg yndislega góð, það var al- veg sama hvernig veðrið var það var alltaf hægt að koma frá Keflavík til Reykjavíkur til mín á afmælisdaginn með stórt bros og pakka undir hend- inni. Ég bar óskaplega mikla virð- ingu fyrir ykkur. Nú svo kom að því að ég varð eldri og þá var hægt að bjóða mér í heimsókn til Hönnu og Georgs á milli jóla og nýárs, oh ég hlakkaði svo til að fá að fara. Það stóð ekki á því að vel væri tekið á móti mér, ekki bara Hanna og Georg heldur líka þau yndislegu börn sem þau áttu. Friðrik sem tók mér alltaf eins og ég var, alltaf svo feimin, og mátti vinna í öllum spil- um, bara ekkert mál. Sama var með Boggu og Lúllý sem tóku mig eins og systur. Elsku Hanna, hvíl í friði. Þín Hafdís. Þá er nú allt í einu komið að leið- arlokum hjá þér, elsku Hanna syst- ir. Svona vill það oft verða að maður verður of seinn, því það er svo JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Jóhanna Frið-riksdóttir fædd- ist á Borgum í Reyð- arfirði hinn 18. mars 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 1. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 7. mars. margt sem ég hefði viljað vita frá æsku- dögum, þar á meðal ýmislegt um foreldra okkar sem ég þekkti aldrei, því hvíti dauð- inn skildi okkur að. Það varð til þess að heimili okkar var leyst upp og okkur komið fyrir hjá vandalausum, svo ung sem við þá vor- um. En við vorum raunar mjög heppin að lenda hjá svo góðu fólki sem raun bar vitni. Það var mikil fátækt á Eskifirði á kreppuárunum þegar við vorum að alast upp, en það lýsir vel þínu kærleiksríka innræti að þú hugsaðir fyrst og fremst til mín, til litla bróður, að láta hann njóta góðs af fyrstu krónunum þínum sem þú vannst þér inn. Og allt frá þeirri tíð, allt fram að þessu hefur hugur þinn oft verið hjá mér og mínum í gegnum oft erfið ár sem nú eru þó sem betur fer á enda, því þú munt hafa verið hvíldinni feg- in. Ég sé það á bréfunum þínum sem ég á enn frá því ég var um fermingu, að þú varst alltaf að hvetja mig til að vera duglegur að læra, en stríðsárin settu mikið strik í reikninginn, þar sem maður sá svo margt nýtt á þeim árum og sjórinn togaði alltaf mest í mig. En þegar svo allt kemur til alls, þá finnst mér sem ég hafi aldrei ráð- ið minni vegferð, kannski sem betur fer. Góðar minningar um elskulega systur sækja á hugann og ég þakka Guði fyrir að hafa átt ykkur Georg að sem alltaf voruð boðin og búin að greiða götu okkar á þann besta veg sem kostur var. Þín er sárt saknað og allra þinna miklu og góðu verka og kærleikans í minn garð og minna. Blessuð sé hin ljúfa minning þín, elsku systir. Kjartan Pétursson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.