Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín Her-mundsdóttir fæddist á Strönd í Vestur-Landeyjum 17. september 1923. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Her- mundur Einarsson, f. á Skeggjastöðum í V- Landeyjum 17. júlí 1880, d. 8. júní 1964 og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. á Strönd í V-Landeyj- um 29. apríl 1890, d. 20. sept. 1961. Systkini Kristínar eru Eiður, f. 25. mars 1920, Anna Ingigerður, f. 25. maí 1921, d. 14. mars 1989, og Jón, f. 17. sept. 1923. Kristín átti einn hálfbróður: Halldór Elíasson, f. 2. des. 1913, d. 1996. Dætur Kristínar og Jóns Hjart- ar Finnbjarnarsonar, prentara frá Ísafirði, f. 15. sept. 1909, d. 22. jan. 1977, eru Margrét, f. 8. júlí 1954, og Nína, f. 26. maí 1956. Kristín giftist 1959 Sigurði Rósinkranz Björnssyni málara- meistara, f. 7. okt. 1918, d. 21. feb. 1965. Synir þeirra eru: a) Hermundur Rósin- kranz, f. 4. júní 1960, kvæntur Pálínu R. Theodórsdóttur, f. 20. feb. 1959. Frá fyrri sambúð á Her- mundur tvær dætur, þær Kristínu og Önnu Sigríði. b) Björn, f. 25. okt 1962. Kristín ólst upp á Strönd. Byrjaði að vinna fyrir sér um 16 ára aldurinn með því að fara í vist til Reykjavíkur á vetr- um. Fór í Kvennaskólann á Hvera- bökkum veturinn 1942–3. Hún flutti til Reykjavíkur upp úr 1950 og starfaði hjá Sláturfélagi Suður- lands, Síld og fiski, Sundhöll Reykjavíkur og Kjötbúðinni Borg. Útför Kristínar fer fram frá Ak- ureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Guð blessi þig, þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er og vertu nú um eilífð sæl vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þín Margrét. Hún Stína föðursystir mín var kát og skemmtileg og gerði græskulaust gaman að mönnum og málefnum og ekki síst að sjálfri sér. Hlátur hennar minnti á sól og vor, hann var ljúfur, dillandi og smitandi og gat komið hvaða fýlupoka sem var til að brosa. Hún var söngelsk og hafði mjög fal- lega söngrödd, sem hún notaði gjarn- an á mannamótum og í góðra vina hópi. Þó hygg ég að líf Stínu frænku hafi ekki alltaf verið dans á rósum, eink- um vegna þess að lengst af var hún einstæð fjögurra barna móðir og kom hún þeim öllum til manns. Hún lagði þó ekki í vana sinn að barma sér eða kvarta og gerði lítið úr öllum verkjum eða veikindum sem hrjáðu hana síðustu misserin og heima hjá sér bjó hún og starfaði þar til yfir lauk. En Stína var ekki einungis kát og hress heldur umfram allt góð mann- eskja. Ég man að móðir mín sagði stundum „Hún Stína er svo góð í gegn“ og næstum klökk sagði hún „Hún Stína er einhver yndislegasta manneskja sem til er“, og ég fann glöggt væntumþykjuna og virð- inguna sem móðir mín bar til þess- arar mágkonu sinnar. Ég tek undir þessi orð. Nú er hláturinn hljóðnaður og frænkan mín ljúfa tekur ekki framar fagnandi á móti mér á stigapallinum í Hjaltabakka. Ég sakna hennar sárt. Innilegar samúðarkveðjur til ástvina hennar allra nær og fjær. Guðrún Eiðsdóttir. Mér kom á óvart þegar frænka mín, Nína Hjartardóttir hringdi síð- astliðna nótt og sagði mér að hún mamma hennar hafði dáið snögglega hinn 20. febrúar. Hún hafði verið all- hress þennan morgun þegar sonur hennar, hann Björn, hafði farið til vinnu þann daginn, en þegar hann kom heim frá vinnu fann hann hana meðvitundarlausa í rúmi sínu. Eftir að farið var með hana á spítala, fannst að hún hafði fengið blóðtappa í heilann og dó hún stuttu seinna, þjáningarlaus með ástvini sína hjá sér. Kristín, eða Stína, eins og við köll- uðum hana, var fædd á Strönd í Vest- ur-Landeyjum hinn 17. september 1923. Foreldrar hennar voru þau hjónin Hermundur Einarsson og Guðrún Jónsdóttir sem voru þar ábú- endur. Ólst Stína þar upp með systk- inum sínum, Halldóri, f. 1913, sem er látinn, Eiði, f. 1920, sem býr á elli- heimili í Hveragerði, Önnu Ingigerði, f. 1921, sem er látin, og Jóni tvíbura- bróður hennar, hann býr í Kópavogi. Ung að árum fór Stína að heiman, bæði til þess að vinna og afla sér menntunar. Hún fór á Kvennaskól- ann í Hveragerði, til hennar Árnýjar sem þar var skólastjóri, og útskrif- aðist þaðan. Síðan var haldið til Reykjavíkur þar sem hún vann við hitt og annað og dvaldist þar alla æv- ina. Hún var forkur að vinna og eign- aðist marga vini og var vel látin af öll- um sem henni kynntust. Stína eignaðist fjögur börn. Tvö eldri börnin með Jóni Hirti Finn- bogasyni, Margréti, f. 1954, og Nínu, KRISTÍN HERMUNDSDÓTTIR ✝ Sigríður Páls-dóttir fæddist á Víðidalsá í Stranda- sýslu 17. desember 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 2. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Þorsteinsína Guð- rún Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1880, d. 18. október 1969, og Páll Gísla- son, bóndi og oddviti, f. 19. ágúst 1877, d. 3. október 1962. Sigríður var þriðja elst í hópi ellefu systkina. Elst voru Stefán og Gísli, yngri voru Ragnheiður, Kristbjörg, Þor- björg, Brynhildur, Gestur, Krist- ín, Gísli, og fósturbróðurinn Páll. Eftirlifandi systkina Sigríðar eru Þorbjörg, Brynhildur og Kristín. Árið 1939 giftist Sigríður Hirti Jóni Sigurðssyni, f. á Stóra-Fjarð- arhorni í Kollafirði í Strandasýslu 1. júní 1910, d. 12. júlí 1992. Sigríður og Hjörtur eignuðust fjóra syni: 1) Páll skipatækni- fræðingur, f. 1938, kvæntur Þuríði Guðnadóttur, d. 1999, eignuðust þau tvo syni. 2) Jón fram- kvæmdastjóri, f. 1944, kvæntur Ás- laugu Ólafsdóttur, eiga þau fjögur börn. 3) Hreinn veð- urfræðingur, f. 1946, í sambúð með Sigurbjörgu Gísla- dóttur og eiga þau þrjú börn. 4) Sigmar kennari, f. 1952, í sambúð með Guðnýju Sigríði Hallgrímsdóttur, eiga þau tvö börn. Barnabarnabörn Sigríð- ar eru 10. Útför Sigríðar verður gerð frá Kollafjarðarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sem barn þekkti ég ömmu úr fjarlægð – hún var amman sem eld- aði grjónagraut í morgunmat, taldi ófært að fara úr húsi á góðum degi nema hafa pening fyrir ís og bjó til öðruvísi mat. Seinna kynntist ég henni náið og lærði að í hana var meira spunnið en eldamennskan og örlætið gáfu til kynna. Það var mjög mikið í hana spunnið. Haustið 1985 fór ég norður í menntaskóla og bjó hjá afa og ömmu. Ég var þá 16 ára, amma 76 ára. Fyrsta laugardaginn eftir að ég flutti norður vaknaði ég snemma og settist fram í eldhús til að spjalla. Ég man ekki um hvað við spjöll- uðum en viku síðar var ég aftur sestur í eldhúsið hjá henni. Ég hugsaði mér að við myndum spjalla um sömu hluti og vikuna áður þar sem gamalt fólk talaði gjarnan um sömu hlutina aftur og aftur. Það sem við höfðum rætt vikunni fyrr reyndist útrætt og nú vildi hún tala um eitthvað nýtt. Þá rann upp fyrir mér að amma var alls ekki gömul kona. Og þá fjóra vetur sem ég bjó í Ásabyggðinni lærðist mér að þarna fór kona sem fylgdist vel með, hafði sjálfstæðar skoðanir og var frumleg í hugsun og háttum. Sumra er minnst fyrir það sem þeir hafa gert, annarra minnumst við fyrir það hverjir þeir voru. Amma skildi ekki eftir sig minn- isvarða, að minnsta kosti ekki þess- konar minnisvarða sem ráðandi menn reisa sér svo þeir gleymist ekki. Hún skildi hins vegar eftir sig minningar. Þegar ég settist fram í eldhús á laugardagsmorgnum var hún kannski að elda saltfisk og brauðsúpu. Brauðið var búið að liggja í bleyti og komið að því að merja það í gegnum sigtið. Þannig býr maður til brauðsúpu. Stundum voru hryggjarsneiðar í matinn. Þær mölluðu í jólakökumóti í ofninum í góða stund áður en ég kom fram og áttu eftir að malla í góða stund til viðbótar. Kartöflur voru settar í pott, ofan á þann pott kom annar með baunum og þar ofan á skál með rauðkáli. Í uppsiglingu var dýrðleg máltíð. Amma var á sinn hátt lagin í eld- húsinu; maturinn var góður, ástar- pungarnir ómótstæðilegir og þótt rúllutertan hafi verið eins konar flatterta í nokkur ár eftir að hún fékk nýjan ofn var hún dæmalaust góð. Á hátíðlegum dögum var eins víst að boðið væri upp á sérrí með morgunmatnum, það var líka sjálf- sagt að setja ís út í súrmjólkina svo ekki sé minnst á þeyttan rjóma. Lambahryggi keypti hún ef þeir horfðu fallega til hennar úr kæli- borðinu. Eldamennskan hjá ömmu fram- gekk með hennar eigin hætti, rétt eins og allt hennar líf. Hún átti gauðrifinn náttkjól sem hún hafði dálæti á. Tengdadætur hennar höfðu ekki sama dálæti á flíkinni og undangengin jól höfðu skilað ömmu að minnsta kosti fjórum ónotuðum náttkjólum inni í skáp. Amma var glaðvær og bjartsýn. Glaðværð hennar byggðist þó ekki á blindri ánægju með allt og alla, heldur hafði hún lag á að sjá hið fagra í tilverunni án þess að þurfa að draga fjöður yfir það sem henni mislíkaði. Þegar hún var komin yfir áttrætt fluttist hún á Selfoss. Henni fannst bærinn ágætur en ljótur. SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR húsfrú, Stóru Sandvík, lést á Ljósheimum, Selfossi, fimmtudaginn 6. mars. Börn hinnar látnu. Systir mín, JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR hjúkrunarkona frá Fáskrúðsfirði, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstu- daginn 28. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Birna Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, UNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR frá Miðbæ, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtu- daginn 27. febrúar. Jarðsett verður frá Þingeyrarkirkju í dag, laugardaginn 8. mars, kl. 14.00. Katrín J. Gunnarsdóttir, Guðrún Ó. Gunnarsdóttir, Una H. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ó. Gunnarsdóttir, G. Kristján Gunnarsson, Erla Ebba Gunnarsdóttir, Jónína S. Gunnarsdóttir, Einar G. Gunnarsson, Guðbjörg Ó. Gunnarsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson, Höskuldur B. Gunnarsson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og afa, INGÓLFS LARS KRISTJÁNSSONAR, Yzta-Felli. Kristbjörg Jónsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Hreinn Valtýsson, Kristbjörg Ingólfsdóttir, Ólafur Dan Snorrason, Gunnhildur Ingólfsdóttir, Árni Njálsson, Helga Ingólfsdóttir, Valdimar Valdimarsson, Ólafur Ingólfsson, Elín Björg Sigurbjörnsdóttir, Ari Ingólfsson, Berit Hildur Ljung, Sverrir Ingólfsson, Guðrún Petrea Gunnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, EIRÍKUR HREIÐARSSON garðyrkjubóndi, Grísará, Eyjafjarðarsveit, lést þriðjudaginn 4. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Sigurðardóttir, Ragnheiður María Pétursdóttir, Sigríður Emilía Eiríksdóttir, Einar Þ. Einarsson, Hreiðar Eiríksson, Hallfríður Böðvarsdóttir, Sigurður Eiríksson, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snjólfur Eiríksson, Kristjana Helga Ólafsdóttir, Aron Eiríksson, Eiríkur Anton Eiríksson, Helga Jóhannsdóttir, barnabörn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.