Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 28
HEILSA 28 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úrval-Útsýn í Smáranum Opið sunnudaginn 9. mars frá kl. 13-16 • Eigum enn nokkur sæti laus í rauðar brottfarir í sumar með 9 þús. kr. afslætti á mann. Síðasti bókunardagur er 20. mars. • Skotland – Ísland – Beint leiguflug til Glasgow 28/3-30/3 – síðustu sætin Brottför frá Keflavík kl. 9 – Frá Glasgow kl. 19. EVRÓPURÚTUR: Evrópurúta – Spánn og Portúgal 25. apríl til 4. maí – 6 sæti laus. Evrópurúta – Eystrasaltslöndin 9. til 22. maí – uppselt/biðlisti. Evrópurúta – Ítalía 21. júní til 5. júlí – uppselt. Evrópurúta – Ítalía 5. til 19. júlí – aukaferð/sæti laus. Evrópurúta – Mið-Evrópa 26. júlí til 9. ágúst – 4 sæti laus. Evrópurúta – Stórborgir 15. til 28. ágúst – sæti laus. Evrópurúta – Vínuppskeruferð 5. til 12. október – örfá sæti. Evrópurúta – Aðventuferð Trier 23. til 30. nóv. – uppselt. Evrópurúta – Aðventuferð Trier 30. nóv. til 6 des. – aukaferð/laus sæti. Sími 585 4100 • www.urvalutsyn.is Friðrik G. Friðriksson fararstjóri Evrópurútanna verður á staðnum og gefur upplýsingar LÍÐAN og heilsa barna hefur áhrif á getu þeirra til að læra og þroskast og að sama skapi hefur skólinn áhrif á heilsu og líðan barnanna. Það skipti miklu máli að skapa börnum þær aðstæður í skólanum sem efla velferð og heilsu þeirra. Lífsleikni miðar að því að gera nemendur að virkum ein- staklingum í samfélaginu. Allt frá leikskóla þarf að tryggja virka þátttöku barna í skólastarfinu og að gera foreldrum kleift að axla þá ábyrgð sem fylgir því að eiga barn sem er í skóla. Markmið heilsuleikskólans Urðarhóls eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Næring – Hollt fæði er grunnur að almennri heilsu, vellíðan, þroska og frammistöðu alla ævi. Í æsku er mataræðið sérstaklega mikilvægt vegna þess að á þessu tímaskeiði fer fram mesti vöxtur og þroski ævinnar. Gæta þarf þess að börn neyti fjölbreyttrar fæðu, nægilegs vökva og að máltíðin sé ánægjuleg og þroskandi í senn. Hreyfing – Markviss hreyfing eflir aðhliða þroska barnsins. Barnið öðlast betri líkamsvitund og góð líkamleg færni leiðir af sér ánægðara barn. Sjálfs- öruggt og glatt barn á auðveldara með að hreyfa sig og tileinka sér þekkingu. Markviss hreyfiþjálfun hefur einnig áhrif á málþroska og málskilning barna og eykur þannig félagsfærni, leikgleði og eflir vináttubönd. Listsköpun – Barn hefur mikla þörf fyrir að skapa og er að því allar stund- ir í leik sínum. Það að vinna út frá eigin forsendum og með þann efnivið sem það kýs hverju sinni gefur barni tækifæri til að þroska hæfileika sína. Skap- andi starf eflir gagnrýna hugsun, þjálfar rökhugsun og eflir skynjun barns og næmi fyrir umhverfinu. Mikilvægt er að foreldrar vinni með starfsfólki leikskólanna að því að skapa styrkan grunn að góðu og heilbrigðu lífi. Munum þó að það eru foreldr- arnir sem bera ábyrgð á uppeldi barna sinni og höfum markmið heilsuleik- skólans að leiðarljósi. Aukum gleði og vellíðan barna okkar með því að taka þátt í leik og list- sköpun þeirra, gefum þeim hollan mat og hreyfum okkur með þeim. Unnur Stefánsdóttir, leikskólastjóri Heilsuleikskólans Urðarhóls Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Landlæknisembættinu Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Heilsa í leikskóla Mikilvægt að foreldrar vinni með starfsfólki leikskólanna Vinkona mín á 7 ára dreng sem fór í greiningu til sálfræðings af því hann var erfiður í skóla. Drengurinn er alltaf þægur og góður heima fyr- ir. Er ekki verið að senda börn of mikið í grein- ingar og út á hvað ganga þær? SVAR Það eru margar ástæður fyrirþví að börnum er vísað í sál- fræðilega greiningu. Þá getur verið um margvíslegan vanda að ræða eins og náms- vanda, hegðunar- eða tilfinningavandamál eða grun um seinþroska. Þegar talað er um sálfræðilega greiningu er verið að vísa í þann feril að greina vandamál eða skilgreina það til að hægt sé að undirbúa og framkvæma viðeigandi aðgerðir. Það sem notast er við í slíku mati er til að mynda greindarpróf, sál- fræðilegir matslistar og viðtöl við foreldra og barn. Einnig er mikilvægt að fá sýn þeirra aðila sem eru með barnið utan heimilis, til dæmis kennara. Þá getur verið gott að fylgj- ast með barni í náttúrulegum aðstæðum til að geta betur greint ákveðin hegðunarmynst- ur. Greindarpróf eru stundum lögð fyrir til að meta hugræna hæfni barnsins. Þá er hægt að sjá hverjir styrkleikar barnsins eru sem og veikleikar. Styrkleikar gefa betri mynd af því hvaða aðgerðir eru hentugar til að auka getu barnsins á veikleikasviðinu. Sálfræðileg greining er þó ekki eingöngu gerð til að at- huga námslega stöðu barns. Þá eru fleiri þættir skoðaðir til að mynda samskipti fjöl- skyldunnar og tilfinningar barnsins. Í þínu dæmi virðist helst vera um hegðunarvanda- mál að ræða sem er aðstæðubundið við skól- ann. Í slíkum tilvikum ræður barnið ekki við þær kröfur sem gerðar eru í skólanum um hegðun og vinnu. Aðstæður barnsins heima fyrir eru allt aðrar en í skólanum og kröf- urnar aðrar. Því er ekki óeðlilegt að barnið sé erfitt í skóla en gott heima fyrir. Greining á vandanum er því afar mikilvæg, ekki síst til þess að finna eða útiloka ákveðnar orsakir. Hegðunarvandkvæði geta verið birting- armynd annarskonar vanda. Barnið getur til dæmis verið með ofvirkni, athyglisbrest eða átt við sértæka námserfiðleika að stríða. Al- gengt er að börn með námserfiðleika eigi við tilfinningalega og hegðunarlega erfiðleika að stríða. Með því að ráðast að rót vandans, til dæmis með aukinni námsaðstoð í skóla, þá getur hegðunin batnað til muna. Því er grein- ingin mikilvæg því hún gefur betri mynd af vandanum og veitir betri möguleika á áhrifa- ríkum aðgerðum. Það að börn séu greind meira nú til dags heldur en tíðkaðist áður fyrr er í sjálfu sér eðlilegt miðað við framfar- ir í þekkingu á sálfræði barna. Rannsóknir sýna einnig að því fyrr sem vandinn er greindur því betri möguleikar eru á að laga hann. Ef vandinn er greindur seint getur það leitt til gremju meðal foreldra og starfs- manna sem umgangast barnið. Misskilningur kemur oft upp þar sem börn eru talin löt eða óþekk og getur það leitt til þess að barnið fer að hugsa á sama hátt um sjálft sig. Oft á tíð- um verður greining til þess að skýra vand- ann og minnka þar með neikvæðar hug- myndir um barnið. Mikilvægt er að grípa strax inní þannig að hægt verði að hjálpa barninu og foreldrum að takast á við vand- ann. Þannig tel ég ekki að verið sé að vísa of mörgum börnum í greiningu því slík íhlutun fagmanna stuðlar tvímælalaust að betri út- komu fyrir þessi börn. Sálfræðilegar greiningar eftir Brynjar Emilsson Greindarpróf stundum lögð fyrir ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sálfræðingur fjölskylduþjónustu í Miðgarði. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. Hvatt til göngutúra FJÖLDI trúverðugra rannsókna um heilsufar hefur leitt í ljós að einn góður göngutúr á dag getur komið í veg fyrir alls kyns sjúk- dóma og kvilla sem hrjá menn, að því er segir í vefútgáfu Wash- ington Post. Þeirra á meðal má nefna hjartaáfall, sykursýki, brjósta -og ristilkrabbamein, harð- lífi, þunglyndi og getuleysi. Samkvæmt upplýsingum banda- rískrar stofnunar sem fylgist m.a. með útbreiðslu sjúkdóma og hvernig megi koma í veg þá, Dis- ease Control and Prevention (CDC), hreyfa um 75% Banda- ríkjamanna sig í minna en í 30 mínútur á dag, og á það bæði við þá sem fara í göngutúra og hina sem stunda erfiðari æfingar. Af þessu leiðir að um það bil þriðjung þjóðarinnar má flokka undir kyrr- setufólk. Nýlega tilkynnti Bandaríska vís- indastofnunin að líklega væru 30 mínútur daglega ekki nóg til þess að halda heilsunni góðri. Banda- ríkjamenn eru þess í stað hvattir til að stunda hóflega hreyfingu í klukkustund dag hvern. Að mati CDC stofnunarinnar hreyfa aðeins um 3% Bandaríkjamanna sig í 60 mínútur daglega. Átak sé því nauð- synlegt. Í grein Washington Post er leitt líkum að því að líkleg ástæða þess að fólk þar í landi hreyfir sig lítið sem ekkert sé mikil vinna og aðrar skyldur. Fólk áttar sig ekki á að góður göngutúr eflir hreysti og þol og þar með starfsþrek. Önnur get- gáta greinarhöfunda er sú að borg- ir Bandaríkjanna séu þannig upp- byggðar að þær dragi úr fólki eða jafnvel refsi þeim sem dirfast að fara í göngutúra. Morgunblaðið/Þorkell Að mati CDC-stofnunarinnar hreyfa aðeins um 3% Bandaríkjamanna sig í 60 mínútur daglega. Bridsfélag Akureyrar Nú þegar fyrri umferð af Greifa- tvímenningnum er lokið er staða efstu manna þannig: Árni Bjarnason – Ævar Ármannsson 71 Páll Þórsson – Stefán Sveinbjörnsson 54 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 40 Örlygur Örlygsson – Reynir Helgason 38 Þriðja umferðin verður spiluð þriðjudaginn 11. mars og hefst spila- mennska kl. 19.30 stundvíslega. Sunnudaginn 9. mars verður spilað Norðurlandsmót í paratvímenning á Dalvík. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Stefáni Vilhjálmssyni í síma 462 2468 eða stefan@bugardur.is og tekur hann einnig við skráningum, fram til kl. 19 á fimmtudag. Bridsfélag Hreppamanna Það er helst að frétta úr Huppu- salnum á Flúðum að nýlega lauk keppni í aðaltvímenningi vetrarins og var hart barist á fjórum kvöldum, spilað er einu sinni í viku, á þriðju- dagskvöldum. Auk spilafélaga úr Hreppum hafa komið til keppninnar þátttakendur úr Bláskógabyggð og einnig þeir Gísli Hauksson og Magn- ús Guðmundsson úr Hraungerðis- hreppi sem lögðu á sig að aka hingað uppeftir og vera með í tvímenningn- um. Viðureigninni lauk á þennan veg: Karl Gunnl. – Jóhannes Sigmundsson 466 Gísli Hauksson – Magnús Guðmundss. 456 Margrét Runólfsd. – Bjarni H. Ansnes 445 Ari Einarsson – Knútur Jóhannsson 439 Guðrún Einarsd. – Hreinn Ragnarsson 437 Pétur Skarphéðinss. – Magnús Gunnl. 437 Gunnar Marteinss. – Viðar Gunngeirss. 416 Ásgeir Gestss. – Guðmundur Böðvarss. 414 Skagamenn hikstuðu! Það var ekki fyrr en í 12. umferð af 18 sem hin öfluga „briddsvél“ Skaga- manna sló feilpúst á Opna Borgar- fjarðarmótinu í sveitakeppni. Þá atti hún kappi við Björtustu von Borg- firðinga og „gömlu brýnin“ Kristján í Bakkakoti og Örn í Miðgarði fóru mikinn þannig að Skaginn féll með dynk, 22–8. Samt halda Skagamenn öruggri forystu en sveitamennirnir koma í hnapp á eftir. Sigursveit Eyj- ólfs á Kópareykjum stóð sig best 6. kvöldið, fékk 50 stig eða hreint borð, Skólastrákar Flemmings Jessens fengu 45 stig og Hjálparsveit Sveins Hallgrímssonar fékk 43 stig. Staðan eftir 12. umferðir: Skagamenn 255 Bjartasta vonin 244 Sigursveitin 214 Hjálparsveitin 211 Gullsmárabrids Eldri borgarar spiluðu tvímenning á tólf borðum í Gullsmáranum mánu- daginn 3 marz. Miðlungur 220. Bezt- um árangri náðu: NS Sigurþór Halldórsson – Viðar Jónsson 253 Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 245 Karl Gunnarsson – Ernst Backman 228 Sigtryggur Ellertss – Þórarinn Árnas. 226 AV Jóhann Ólafsson – Sigurpáll Árnason 289 Helgi Sigurðsson – Sigurbjörn Ólafss. 264 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 251 Einar Markússon – Steindór Árnason 221 Spilað mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.