Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR 60 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  GUÐNI Bergsson verður á sínum stað í vörn Bolton sem sækir nýk- rýnda deildabikarmeistara Liver- pool heim á Anfield í dag í eina leik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.  HERMANN Hreiðarsson kemur inn í lið Ipswich á nýjan leik í dag eftir að hafa afplánað fjögurra leikja bann. Ipswich tekur á móti Stoke á Portman Road og er leikurinn mjög þýðingarmikill fyrir bæði lið. Ips- wich í baráttu um að komast í auka- keppnina um laust sæti í úrvalsdeild- inni og Stoke að reyna að forðast fall.  BRYNJAR Björn Gunnarsson og Bjarni Guðjónsson verða í byrjunar- liði Stoke en ekkert pláss er fyrir Pétur Hafliða Marteinsson. Leikur- inn, sem er klukkan 15 í dag, er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2.  ÍVAR Ingimarsson verður vænt- anlega í byrjunarliði Brighton sem tekur á móti Rotherham. Brighton hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum er komið í fallsæti á nýjan leik.  ASHLEY Cole, bakvörður Arsen- al og enska landsliðsins, sem var skorinn upp við kviðsliti í sl. viku, mætti á sína fyrstu æfingu á fimmtu- daginn. Hann ætlar sér að vera klár í slaginn eftir fjórar vikur, en talið var að hann myndi ekki byrja að leika á ný með Arsenal fyrr en upp úr miðjum apríl.  DANILO Cjelica, 33 ára gamall knattspyrnumaður frá Bosníu, er genginn til liðs við knattspyrnulið KS á Siglufirði, sem leikur í 2. deild.  MICHELLE Barr, skoska lands- liðskonan í knattspyrnu, er komin til liðs við ÍBV á ný eftir vetrardvöl hjá Doncaster Belles í ensku úrvals- deildinni. Barr, sem er 24 ára gömul og hefur leikið um 60 landsleiki fyrir Skotland, var fyrirliði ÍBV í fyrra og þjálfaði jafnframt liðið síðustu vikur tímabilsins.  SIGRÍÐUR Ása Friðriksdóttir, einn reyndasti leikmaður ÍBV, hefur einnig skipt yfir til Eyjaliðsins á ný en hún var líka í röðum Doncaster Belles í vetur.  LIVERPOOL hyggst í sumar kaupa Steve Finnan hægri bakvörð Fulham-liðsins. Gerard Houllier, stjóri Liverpool, er tilbúinn að reiða fram 4 milljónir punda til að fá leik- manninn í sínar raðir en hann er 26 ára gamall.  DAMIEN Duff vinstri vængmaður Blackburn á er sömuleiðis á óska- lista Houlliers og er áætlað að Houll- ier bjóði Blackburn 12 milljónir punda í írska landsliðsmanninn sem verið hefur undir smásjá margra liða, þar á meðal Manchester Unit- ed.  FERNANDO Redondo Argentínu- maðurinn í herbúðum AC Milan sem lék áður með Evrópumeisturum Real Madrid hefur gert nýjan tveggja ára samning við Mílanóliðið. ÞJÓÐVERJAR hafa ákveðið að hita upp fyrir leikinn á móti Íslend- ingum í undankeppni EM, sem fram fer á Laugardalsvellinum hinn 6. september í haust, með leik á móti Ítölum. Leikurinn verður í Þýska- landi hinn 20. ágúst en leikstað- urinn hefur ekki verið ákveðinn. Þetta verður 27. landsleikur þjóð- anna. Ítalir hafa unnið 11 þeirra, Þjóðverjar 7. Þjóðverjar, sem eru með sex stig í riðlinum eftir tvo leiki, mæta Lith- áum á heimavelli í undankeppni EM þann 29. þessa mánaðar og á sama tíma glíma Íslendingar við Skota á Hampden Park. Þjóðverjar hita upp gegn Ítölum LEE Sharpe, 32 ára, fyrrum leik- maður Manchester United og Leeds, hélt af landi brott í gær- morgun en hann kom til landsins á miðvikudag til að kynna sér að- stæður hjá úrvalsdeildarliði Grindvíkinga. Sharpe fór með í farteskinu drög að samningi og það ætti að skýrast á næstu dög- um hvort hann komi aftur til landsins á vormánuðum og leiki með Grindvíkingum í sumar. Ráðgert er að Sharpe komi á móts við Grindavíkurliðið um næstu mánaðarmót en þá heldur Suðurnesjaliðið í æfingaferð til Spánar. Sharpe æfði með Grindvík- ingum í Reykjaneshöllinni í fyrrakvöld og mættu 200 manns til að berja hann augum þar sem hann sýndi mjög góða takta að sögn þeirra sem til hans sáu. „Það yrði himnasending að fá Sharpe til liðs við okkur og von- andi sér hann sér fært að leika með liðinu í sumar. Hann gaf okkur alla vega góðar vonir um það. Það væri þó mest undir konu hans og fimm ára gömlu barni þeirra komið hvort af þessu gæti orðið en nánustu vinir og vanda- menn hefðu hvatt hann til að fara,“ sagði Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, við Morgunblaðið. „Þó svo að um stuttan tíma hafi verið að ræða sem hann var hjá okkur þá er maður snöggur að sjá hvað býr í mönnum. Hann kom virkilega vel fyrir í alla staði,“ sagði Jónas. Jónas sagði að bakhjarlar Grindavíkurliðsins með bræðurna Jón Gauta og Sigurbjörn Dag- bjartssyni í broddi fylkingar væru með samningamálin í sínum höndum við Sharpe og um leið og þau mál væru komin á hreint myndi stjórn deildarinnar klára málið. Lee Sharpe með Grindvíkingum á Spáni TERRY Paine, hinn gamalkunni markahrókur Southampton, mun aldrei gleyma viðureign liðsins við Úlfana fyrir 38 árum. Úrslit leiksins eru skráð í meta- bók Southampton – 9:3! Paine skoraði tvö mörk í leiknum og lagði önnur tvö upp. „Við gáfum Úlfunum eitt mark í forskot,“ sagði Paine og brosti, er hann rifjaði upp leikinn. „Tony Knapp, miðvörðurinn okkar (seinna landsliðsþjálfari Íslands), skoraði mark fyrir Úlf- ana eftir aðeins þrjátíu og fimm sekúndur, sem betur fer kom það ekki að sök. Ég gleymi aldr- ei þessum leik – við vorum bún- ir að skora níu mörk á sextíu mínútum. Við gátum skorað miklu fleiri mörk en níu í þess- um leik. Dave MacLaren, mark- vörður Úlfanna, fór á kostum í markinu og sýndi oft snill- armarkvöslu. Hann lék svo vel að hann var keyptur til okkar skömmu síðar,“ sagði Paine, sem lék yfir 700 leiki á 20 árum fyrir Southampton. MacLaren var fyrsti mark- vörðurinn til að leika fyrir bæði Úlfana og Southampton, en síð- an hafa nokkrir gert það – eins og Tim Flowers, Dave Beasant, John Burridge, Eric Nixon og Paul Jones. Martin Chivers, sem fór frá Southampton til Tottenham og lék gegn Keflavík í Evr- ópukeppninni á árum áður, skoraði fjögur mörk í leiknum títtnefnda. Tony Knapp skoraði sjálfsmark eftir 35 sek. Wenger hefur hvílt sterka leik-menn áður og sat Henry t.d. á varamannabekknum þegar Ars- enal lék við Manchester United á Old Trafford í 16-liða úrslitunum og þá var Bergkamp ekki á svæð- inu – varð eftir í London. Sylvain Wiltord og Francis Jeffers voru í fremstu víglínu í leiknum, sem Arsenal vann örugglega, 2:0. Ars- enal hefur ekki tapað leik síðan í desember, er liðið tapaði deildar- leik fyrir Manchester United á Old Trafford. Aðeins tveir leikmenn eru frá vegna meiðsla – Oleg Luzhny og Ashley Cole, en þessir leikmenn eru leikhæfir: Seaman, Warmuz, Taylor, Lauren, Toure, van Bronckhorst, Campbell, Keown, Cygan, Stepanovs, Edu, Vieira, Gilberto, Parlour, Pires, Ljung- berg, Wiltord, Pennant, Henry, Bergkamp, Kanu og Jeffers. Wenger er óhræddur við að gera breytingar „Ég er með tuttugu leikmenn í hæsta gæðaflokki í herbúðum mín- um. Þá hef ég stóran hóp ungra góðra leikmanna til að hlaupa í skarðið þegar það á við,“ sagði Wenger, sem er óhræddur við að gera breytingar á liði sínu. Það sást best í leiknum gegn Charlton um sl. helgi, þegar Arsenal lék án fimm manna úr byrjunarliðinu – og átti ekki í neinum vandræðum þó svo að stöðubreytingar hafi einnig verið gerðar. Vinna ekki alla leiki „Þegar þú ert sigurvegari í meistaraliði, þá viltu ekkert annað en fagna sigri. Það er þó ljóst að við vinnum ekki alla leiki, en aðal- atriðið er að vinna þá réttu. Það eru þeir leikir sem gilda þegar upp er staðið,“ sagði framherjinn Thierry Henry. Það er næsta víst að Arsene Wenger leggur meira upp úr leiknum gegn Roma en leiknum gegn Chelsea. Ástæðan fyrir því er einföld; sigur á Rómverjum get- ur tryggt Arsenal rétt til að leika í 8-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu, en það er er eitt aðaltak- mark Wengers að ná sem lengst í Meistaradeildinni – komast í úr- slitaleikinn á Old Trafford og lyfta Evróputitlinum. Campbell glímir við Eið Smára og Hasselbaink Sol Campbell, miðvörðurinn sterki hjá Arsenal, sem mun glíma við sóknarleikmenn Chelsea – Jimmy Floyd Hasselbaink, Gianfranco Zola og Eið Smára Guðjohnsen, segir að þó að erfiður leikur sé framundan við Roma, verði ekki slakað á í viðureigninni við Chelsea. „Við mætum til leiks eins og alltaf, til að sigra.“ Margir telja að leikur Arsenal og Chelsea sé úrslitaleikur bik- arkeppninnar – það lið sem fagni sigri standi síðan uppi sem sig- urvegari í Cardiff 17. maí. Hinir þrír leikirnir í 8-liða úrslitum verða leiknir á morgun – þá mæt- ast Sheffield United og Leeds, Southampton og Wolves og Wat- ford og Burnley. Nokkrir kunnir leikmenn Chelsea, sem hafa verið á sjúkra- lista, hafa æft með liðinu í vikunni og verða tilbúnir í orrustuna á Highbury. Það eru þeir Marcel Desailly (meiddur á mjöðm), Graeme Le Saux og Emmanuel Petit, sem hafa verið meiddir á nára, og markvörðurinn Ed de Goey. Síðast voru ævintýraleg endalok á Bramall Lane Leikmenn 1. deildarliðs Shef- field United reyna eflaust að slá Leeds aftur út úr bikarkeppni í vetur. Þeim tókst það á ótrúlegan hátt á Bramall Lane í 3. umferð deildarbikarkeppninnar. Leeds var þá einu marki yfir, sjálfsmark varnarmanns Sheff. Utd., rétt fyr- ir leikslok, en á ævintýralegan hátt tókst heimamönnum að skora tvö mörk á lokasekúndunum – Phil Jagielka og Peter Ndlovo, og tryggja sér sigur, 2:1. Leikmenn Leeds ætla sér örugglega ekki að láta þann leik endurtaka sig. Eini möguleiki þeirra til að komast í Evrópu- keppni næsta keppnistímabil er að ná árangri í bikarkeppninni. Jones á fornar slóðir Úlfarnir sækja Southampton heim og verður það sérstök tilfinn- ing fyrir Dave Jones, knattspyrnu- stjóra Úlfanna, en hann var áður knattspyrnustjóri hjá South- ampton. Paul Ince, fyrirliði Úlfanna, leik- ur ekki með á St Mary’s, þar sem hann tekur út tveggja leikja bann vegna tíu gulra spjaldra. Þá er sóknarleikmaðurinn George Ndah meiddur. Tekst Heiðari að skora? Heiðar Helguson og samherjar hjá Watford eiga góða möguleika á að komast í undanúrslit. Þeir taka á móti Burnley í London. Fjöl- miðlar í Englandi segja að Heiðar sé hættulegasti leikmaður Watford – hann hefur skorað ellefu mörk í leikjum í vetur.Veðbankar í Lond- on spá Watford sigri og þá veðja flestir á að Heiðar skori fyrsta mark leiksins. Eiður Smári Guðjohnsen varð að játa sig sigraðan í bikarúrslitaleik Arsenal og Chelsea í Cardiff í fyrra, 2:0. Tony Adams, hinn litríki fyrr- verandi fyrirliði Arsenal, gaf sér tíma til að hughreysta Eið Smára, eftir að búið var að flauta leikinn af í Cardiff. Tvær þýðingarmiklar orrustur leikmanna Arsenal á Highbury á aðeins fjórum dögum – fyrst bikarleikur í dag gegn Chelsea Bergkamp og Henry hvíldir? ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun að öllum líkindum ekki tefla þeim Thierry Henry og Dennis Bergkamp fram í byrj- unarliði sínu í bikarleiknum gegn Chelsea í dag á Highbury. Þeir koma til með að verma varamannabekkinn, tilbúnir að koma inná ef með þarf. Wenger hefur hug á að hvíla þá félaga fyrir Evrópuleikinn gegn Roma á þriðjudagskvöldið sem verður einnig á Highbury. Ars- enal er handhafi bikarsins – lagði Chelsea í bikarúrslitaleik í Cardiff sl. keppnistímabil, 2:0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.