Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 55 Kvótakerfið kosningamálið Frjálslyndi flokkurinn vill að kvótakerfið verði helsta baráttu- málið fyrir alþingiskosningarnar í vor, en ekki þjóðaratkvæði um kvótakerfið eins og fram kom í frétt í blaðinu sl. miðvikudag um flokks- þing flokksins sem haldið er á Hót- el Sögu. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi. Jón Kalman Stefánsson er höfundurinn Rangt var farið með nafn höf- undar skáldsögunnar Ýmislegt um risafurur og tímann í ritdómi í blaðinu í gær. Rétt er að höfundur þeirrar skáldsögu er Jón Kalman Stefánsson. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Aðild lögmanna í máli gegn Ríkisendurskoðun Í frétt blaðsins á föstudag um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram gegn ríkis- endurskoðun, var rangt sagt frá að- ild lögmanna málsaðila. Hið rétta er að Hörður Einarsson hrl. var lög- maður stefnenda, Jóns Baldvins og Bryndísar, og Jónatan Sveinsson hrl. lögmaður Ríkisendurskoðunar. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. LEIÐRÉTTT Uppboð á minjagripum á Hard Rock Cafe Alþjóðleg samtök safn- ara, Pincollectors International Network (PIN) standa fyrir upp- boði á minjagripum, frá Hard Rock Cafe vítt og breitt um heim- inn, á Hard Rock Cafe í Kringl- unni, laugardaginn 8. mars kl. 13. Allur ágóði af sölu rennur óskiptur til Styrktarfélags krabbameins- sjúkra barna á Íslandi. Dagskránni lýkur formlega með því að formað- ur PIN og framkvæmdastjóri Hard Rock Cafe, afhenda fram- kvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna söfn- unarféð. Uppboðið er öllum opið. Í DAG Hermann Þórisson stærðfræð- ingur heldur fyrirlestur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu, mánudaginn 10. mars kl. 16.15 í stofu V158 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda Há- skólans, VR-II. Fyrirlesturinn nefn- ist „Tenging, jafnvægi og endurnýj- un“ og mun Hermann fara nokkrum orðum um tilurð bókarinnar og segja undan og ofan af efni hennar. Rannsóknarstofnun KHÍ heldur fyrirlestur þriðjudag 11. mars kl. 16.15 í stofu M 301 í Kennaraháskóla Íslands v/Stakkahlíð. Fyrirlesari verður Sylfest Lomheim, lektor við háskólann í Ögðum í Noregi. Hvern- ig gengur tungumálum heimsins að lifa af sívaxandi alþjóðavæðingu? Rætt verður um hvað unnt er að gera til að styrkja stöðu þeirra tungumála sem eru í hættu. Hraðnámskeið í finnsku Nord- klúbburinn býður öllum ungmennum og væntanlegum Finnlandsförum upp á fimm kvölda hraðnámskeið í finnsku. Farið verður yfir helstu þætti tungumálsins og nútímamenn- ingu Finnlands. Þátttakendur munu læra að bera fram finnsk orð, læra að skilja uppbyggingu orða og málfræði. Einnig verður skoðað hvað er um að vera í Finnlandi og hvaða áhuga- verða staði er hægt að sækja heim í Helsinki. Námskeiðið verður haldið á fimmtudagskvöldum frá 13. mars–10. apríl í húsnæði Norræna félagsins að Óðinsgötu 7 í Reykjavík. Skráning er fyrir 11. mars hjá Virpi á skrifstofu Norræna félagsins. Námskeiðið er ókeypis og er haldið í samstarfi við finnska sendiráðið á Íslandi. Tré og runnar við sjávarsíðuna Námskeið verður haldið í Þjóðmenn- ingarhúsinu í Reykjavík á vegum Garðyrkjuskólans sem nefnist, „Tré og runnar við sjávarsíðuna“, föstu- daginn 14. mars . Fjallað verður um sögu garðagróðurs við sjávarsíðuna, áhrif særoks á trjágróður o.fl. Þá verður gerð grein fyrir þeim trjáteg- undum, sem hafa reynst vel við sjáv- arsíðuna. Erindi halda: Kristján Bjarnason í Vestmannaeyjum og Jan Klitgaard á Húsavík. Leiðbeinendur verða: Auður I. Ottesen, garðyrkju- fræðingur, Þorbergur Hjalti Jóns- son, skógfræðingur, Aðalsteinn Sig- urgeirsson, forstöðumaður á Mógilsá og Haraldur Ólafsson veðurfræð- ingur. Skráning og nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Garðyrkju- skólans eða á heimasíðu hans, www.reykir.is Á NÆSTUNNI Annar laugardagsfundur upplýs- inga- og fræðslunefndar Sjálf- stæðisflokksins verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag, laugardag- inn 8. mars kl. 11. Gestur fund- arins verður Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. VG opnar kosningaskrifstofu í Reykjavík Vinstrihreyfingin – grænt framboð opnar kosn- ingaskrifstofu í Ingólfsstræti 5 á morgun, sunnudaginn 9. mars kl. 15.30 og hefur þar með kosninga- baráttu sína í höfuðborginni. Fé- lagar úr Fóstbræðrum taka lagið. Szymon Kuran spilar á fiðlu. Ög- mundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir flytja bar- átturæður. Kynnir verður Stein- unn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Fundaferð um Austurland Sam- eiginleg fundaferð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar heldur áfram á morgun, sunnudag. Þá hefja þau fyrri ferð sína um Austurland. Sunnudag 9. mars verður fundur á Hótel Höfn kl. 20. mánudaginn 10. mars verða vinnustaðaheimsóknir á Höfn og Djúpavogi og fundur kl. 20 á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Á þriðjudag verða vinnustaða- fundir á Breiðdalsvík og Fá- skrúðsfirði og fundur kl. 20 á Kútternum á Stöðvarfirði. Á mið- vikudag verða vinnustaðaheim- sóknir á Eskifirði og Reyðarfirði og fundur á Fosshóteli á Reyð- arfirði kl. 20. Á fimmtudag verða vinnustaðafundir í Neskaupsstað og fundur kl. 20 í Egilsbúð. VG á ferð á Austurlandi Vinstri- hreyfingin – grænt framboð verð- ur með tvo opna fundi á Austur- landi á morgun, sunnudaginn 9. mars, kl. 10, á Hótel Svartaskógi verður boðið í morgunkaffi og kl. 15 verður fundur á Borgarfirði eystra í félagsheimilinu Fjarð- arborg. Þingmennirnir Stein- grímur J. Sigfússon og Þuríður Backman fara yfir áherslur og stefnumál VG. Allir velkomnir. STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Pétri Steingrímssyni frá fyrirtækinu Link ehf. í Kópavogi. „Til þess að forðast misskilning þá viljum við taka eftirfarandi fram. Links ehf. og fyrirtækið Linkur ehf., Akralind 8, Kópavogi, eru tveir óskyldir rekstraraðilar. Links ehf. hefur nú verið selt til Tölvudreifingar en Linkur ehf., sem er umboðsaðili heimilistækja á heild- sölustigi frá SONY, PANASONIC og VIVANCO hefur ekki verið seld- ur og heldur áfram sinni starfsemi eins og hingað til.“ Linkur ehf. ekki verið seldur STJÓRN Blaðamannafélags Ís- lands samþykkti neðangreinda ályktun á fundi sínum 7. mars: „Stjórn Blaðamannafélags Ís- lands áréttar að blaðamenn standa fast við lögmál frjálsrar og óháðrar blaðamennsku og slá hvergi af í því aðhaldshlutverki sem þeim er skylt að sinna í lýð- ræðissamfélagi nútímans. Mikil- vægi þess hlutverks fyrir opna og lýðræðislega umræðu í samfélag- inu verður ekki vanmetið og þó blaðamenn þurfi ítrekað að þola árásir vegna þessa hlutverks síns er það einungis til marks um það að aðhald blaðamanna er fyrir hendi. Það getur aldrei og má aldrei lúta tilteknum þjóðfélags- hagsmunum. Opin og gagnrýnin þjóðfélagsumræða er samofin lýð- ræðinu og aflvaki framfara í sam- félaginu og það er mikilvægt að hún sé vönduð og málefnaleg.“ Ályktun Blaðamanna- félags Íslands Gagnrýnin þjóðfélags- umræða sam- ofin lýðræðinu www.vg.is • vg@vg.is VINSTRIHREYFINGIN-GRÆNT FRAMBOÐ OPNAR KOSNINGAMIÐSTÖÐ Í INGÓLFSTRÆTI 5 SUNNUDAGINN 9. MARS KL. 15.30 Full baráttugleði hefjum við kosningabaráttu okkar í höfuðborginni með opnun kosningamiðstöðvar á morgun, sunnudag. Meðal atriða: Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum taka lagið, Szymon Kuran spilar á fiðlu. Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir flytja barátturæður. Kynnir verður Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Bækur og leikföng fyrir börnin. NÆST Á DAGSKRÁ: BARÁTTU- GLEÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.