Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 45
f. 1956, Hjartardætur. Seinna giftist
Stína Sigurði Björnssyni málara-
meistara og eignuðust þau tvo syni,
Hermund og Björn. Sigurður dó
langt fyrir aldur fram og kom það í
hlut Stínu að ala börnin sín upp ein-
sömul. Það fórst henni vel úr hendi
og eru börn hennar myndar- og
dugnaðarfólk í alla staði. Hún á einn-
ig tvö barnabörn á lífi. Síðustu árin
bjó hún með Birni, syni sínum, og átti
þar hauk í horni, og svo var dóttir
hennar, hún Nína, henni daglega til
liðveizlu og hjálpar.
Þegar ég og konan mín komum
síðast heim til Íslands síðastliðið
sumar var komið við hjá Stínu, eins
og maður gerði alltaf. Hún var all-
hress og á als oddi og hafði það sama
blik og kátínu í augum og maður
hafði átt að venjast fyrr á árum. Okk-
ur datt alls ekki í hug að þetta myndi
verða það síðasta skipti að við mynd-
um sjá hana lifandi. En eins og mál-
tækið segir: „Enginn veit sína ævi
fyrr en öll er.“
Stína verður jarðsett austur í
Landeyjum, sveitinni þar sem hún
ólst upp með systur sinni, henni
Ingu, sem hvílir í kirkjugarði Akur-
eyrarkirkju, og þar sem foreldrar
hennar hvíla einnig.
Ég og kona mín, Lorna, og börn
okkar, Brenda og Mark, vottum
börnum Kristínar og systkinum okk-
ar dýpstu samúð.
Megi góður Guð styrkja ykkur öll
og blessa minningu þessarar góðu og
markverðu konu.
Herbert Númi,
Missouri, Bandaríkjunum.
Elsku Stína mín, nú ert þú farin í
ferðina sem við förum öll í að lokum.
Ég mun sakna þín mikið, þú varst
sérstök kona. Ég var svo heppin að
búa í sama stigagangi og þú í yfir
tuttugu ár og samgangurinn var mik-
ill og vináttan góð. Þú varst svo dug-
leg, ólst ein upp börnin þín fjögur og
vannst myrkranna á milli. En ekki
sást það á heimilinu að húsmóðirin
væri fyrirvinna líka, það var alltaf
allt hreint og í röð og reglu og hafðir
þú ætíð tíma fyrir allt og alla, þú
hafðir líka tíma til að gera þér glaðan
dag á góðri stundu og oft sungum við
og hlógum mikið saman, ég sakna
þess.
Síðan réðu örlögin því að ég flutti
til útlanda en sambandið og vináttan
hélst í gegnum síma og bréfaskriftir.
Það hvarflaði ekki að mér þegar ég
kom til þín síðast að við ættum ekki
eftir að sjást aftur í þessu lífi, þú
varst alltaf svo hress þó að heilsan
væri ekki alltaf góð. Við eigum eftir
að hittast aftur elsku Stína mín og ég
held að við séum alveg frambærileg-
ar til að taka lagið með englakórnum.
Ég veit að það hefur verið tekið vel á
móti þér á himnum eftir göngu þína
hér á jörðu. Því miður höfum við
Skafti ekki tækifæri til að koma til
Íslands og fylgja þér síðasta spölinn
en við þökkum þér fyrir samfylgdina
og vináttuna, þú varst svo trygg.
Við sendum börnum þínum og öðr-
um aðstandendum okkar samúðar-
kveðjur. Guð gefi þeim styrk í sorg-
inni.
Sigríður Guðnadóttir.
„Og vinir berast burt með tímans
straumi,“ segir Jónas Hallgrímsson í
einu kvæða sinna. Við, sem farin er-
um að reskjast, finnum óþyrmilega
fyrir því, að vinirnir hverfa okkur
einn af öðrum og ætíð erum við
óviðbúin. Söknuður gagntekur okkur
og jafnvel samviskubit yfir að hafa
ekki nýtt tímann betur, sem okkur
gafst. Þannig varð mér við, þegar
Nína, dóttir Kristínar, hringdi til mín
að morgni þess 21. feb. sl. til að segja
mér að mamma hennar hefði dáið þá
árla morguns. Við ætluðum svo sann-
arlega að eiga fleiri stundir saman.
En svona er lífið.
Ég þekkti Stínu frá því ég man eft-
ir mér og á ekkert nema góðar minn-
ingar um okkar samskipti. Eitt sum-
ar var ég í sveit hjá foreldrum
hennar, heiðurshjónunum Guðrúnu
og Hermundi á Strönd í Vestur-
Landeyjum, og var hún þá 17 ára. Ég
hafði aldrei farið að heiman og því
var eftirvæntingin mikil, og ef til vill
kvíði í bland, að takast þessa ferð á
hendur. En ég þurfti engu að kvíða
því að ég var umvafin hlýju, kærleika
og ótrúlegri umhyggju og nærgætni
af heimafólki allt sumarið. Fyrir það
allt er ég ævinlega þakklát.
Borgarbörn, sem aldrei komast í
sveit, fara mikils á mis. Þetta sumar
kynntist ég fjölskyldunni vel, vinnu
hennar og striti – dugnaði, ósérhlífni
og stjórnsemi húsfreyjunnar, iðju-
semi, ljúfmennsku og hógværð hús-
bóndans, en upp úr stendur glað-
værðin, hláturinn og allur söngurinn.
Í minningunni skein alltaf sól í heiði
og söngurinn ómaði úti og inni, hve-
nær sem tækifæri gafst. Mér verður
einnig hugsað til hinna systkinanna,
einkum Ingu og Jóns, sem áttu sinn
stóra þátt í að móta mannlífið á bæn-
um.
Stína var heilsteypt, jafnlynd og
ljúf kona. Hún var dugnaðarforkur,
sem hafði sínar fastmótuðu skoðanir
á mönnum og málefnum, en var jafn-
framt jákvæð og létt í lund á hverju
sem gekk. Hennar jákvæða lífsvið-
horf átti eftir að reynast henni vel í
lífsbaráttunni, sem hlýtur oft að hafa
verið erfið hjá henni. Það sést, þegar
litið er yfir farinn veg. Hún ól börnin
sín fjögur að miklu leyti ein upp og
vann fyrir þeim öllum hörðum hönd-
um. Var sannkölluð hetja.
Þegar róðurinn fór að léttast hjá
henni og börnin uppkomin, varð hún
fyrir því óhappi að slasast illa við
vinnu sína og þar með lauk þætti
hennar á vinnumarkaðinum þótt hún
væri ekki komin á aldur til að hætta.
Þá fann ég að hún var ekki sátt við
hlutskipti sitt um nokkurt skeið. Síð-
ar átti hún eftir að líða mikinn heilsu-
brest, einkum þegar taka þurfti af
henni annan fótinn fyrir meira en tíu
árum, en hún hélt reisn sinni og góðu
geðslagi ótrúlega vel eftir sem áður.
Hún var þeirrar gæfu aðnjótandi
að geta búið á heimili sínu til hinsta
dags með hjálp barna sinna sem
fylgdust grannt með henni og aðstoð-
uðu á alla lund. Tel ég að þáttur Nínu
hafi verið hvað stærstur, en hún kom
daglega til mömmu sinnar og hlynnti
að henni.
Að lokum viljum við hjónin þakka
Stínu ævilanga tryggð og vináttu og
óskum henni eilífs unaðar á hinni
nýju vegferð.
Börnum hennar og öllum ástvinum
sendum við innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þeim Guðs bless-
unar.
Sigríður G. Jóhannsdóttir.
Hún saknaði fegurðar Eyjafjarðar.
Um það bil sem hún flutti suður tók
sjóninni að hraka og loks varð hún
nánast blind. Þá heyrðist hún segja:
„Mér líkar bara vel á Selfossi eftir
að ég missti sjónina.“
Sjálfstæði hennar, frumleiki og
glaðværð smitaði út frá sér þannig
að í návist hennar gat maður ekki
annað en glaðst yfir því að vera hluti
af þessum heimi.
Ólafur Páll Jónsson.
Það er erfitt að skrifa til minn-
ingar um nákomna og því erfiðara
sem þeir standa manni nær. Þegar
maður reynir að draga upp mynd af
gengnum vini koma í sífellu upp í
hugann myndbrot af ógleymanleg-
um augnablikum, hnyttnum tilsvör-
um sérkennilegum tilburðum við
hversdagsleg verkefni. Það bregður
fyrir öllu því smálega sem var svo
einkennandi fyrir látinn ástvin og
sem er með öllu ómögulegt að koma
til skila svo aðrir geti skynjað
hvernig manneskja það var sem ver-
ið er að minnast.
Þegar ég hugsa um ömmu Siggu
koma strax upp í hugann kvöldin
sem við sátum í Ásabyggðinni og
horfðum saman á sjónvarpið og
spjölluðum. Það er erfitt að benda á
hvað það var sem gerir þessi kvöld
svo ógleymanleg. Var það góðlátleg
kímni ömmu og meinfyndnar at-
hugasemdir hennar um höfuðpaur-
ana í Dallas og öðrum sápuóperum
innan og utan þings. Eða voru það
kannski þessi notalegu rólegheit
sem virtust umlykja gömlu konuna,
hvort sem hún var að setja í hárið
rúllur eða sötra kaffið sitt og rök-
ræða lífshlaup Skáld-Rósu.
Næst reikar hugurinn að spila-
kvöldunum með ömmu og Stínu
systur hennar, þar sem við spiluðum
gjarnan vist með afa Hjört sem
fjórða mann. Þar ríkti ætíð óbeisluð
kímni blandin góðlátlegri stríðni.
Spilamennskan átti það til að hverfa
á einhvern undarlegan hátt í hafsjó
glaðværðar og skipti, þegar upp var
staðið, engu máli enda löngu gleymd
á meðan minningin um spilakvöldin
lifir.
Eldhúsið í Ásabyggðinni skipar
einnig stóran sess í minningunum.
Matur og borðhald var ömmu ákaf-
lega mikilvægt. Amma hafði reynd-
ar ekkert sérstaklega gaman af því
að elda, en þeim mun skemmtilegra
fannst henni að gefa öðrum mat og
þá ekki síst ungu kynslóðinni. Elda-
mennskan féll líka vel í kramið hjá
unga fólkinu enda var hún borin
uppi af vel steiktu lambakjöti með
kartöflum og engu salati. Undarleg
meðferð eldhúsáhalda blandin sér-
kennilegum athugasemdum um
eldamennskuna, hráefnið og hvað-
eina annað sem henni datt í hug
fylla hugann þegar ég í hugskoti
mínu er aftur sestur á kollinn bak
við eldhúsborðið.
Nú þegar ég minnist ömmu Siggu
veit ég að ég get í mesta lagi komið
fyrir örfáum flísum í það flókna
mósaik sem myndin af ömmu er,
stórbrotin mynd sem aðeins fáir
þekktu og enginn til hlítar. Það væri
allt mikið einfaldara ef ég gæti bent
á mikilfenglegar byggingar sem hún
hefði reist, ódauðleg málverk sem
hún hefði málað, stórbrotin skáld-
verk eða stórfyrirtæki sem hún
hefði búið til úr engu. En því er ekki
til að dreifa frekar en um aðrar al-
þýðukonur. Væri ég hins vegar fyr-
irtæki á hlutabréfamarkaði ætti
amma í því ráðandi hlut.
Hjörtur H. Jónsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 45
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu frið-
inn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp
runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Þá er hún Ella farin. Mikið held
ég að það hafi nú verið gaman hjá
þeim Einari að sameinast að nýju
eftir margra ára aðskilnað.
Það er búið að vera ljúft að rifja
upp minningarnar um hana Ellu.
Það var alveg sama hvað klukkan
var, alltaf var hægt að kíkja í kaffi.
Það var frekar að maður væri
skammaður fyrir að koma ekki eins
ELÍN
ELÍASDÓTTIR
✝ Elín Elíasdóttirfæddist á Akra-
nesi 20. febrúar
1920. Hún andaðist á
sjúkrahúsi Akraness
28. febrúar síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð frá
Akraneskirkju 7.
mars.
og gerðist einu sinni
þegar ég þóttist ekki
hafa haft tíma til að
kíkja inn hjá þér. Það
var tekið til rækilegr-
ar endurskoðunar.
Alltaf var símhring-
ingin á aðfangadag
líka jafn notaleg, þú að
þakka fyrir jólakortið
sem var nú svo sjálf-
sagt að senda þér. Í
einni af síðustu heim-
sóknunum til þín
varstu að rifja upp
þegar þú komst vestur
til okkar. Bleiki nátt-
kjóllinn þinn, saga sem tengist
þeirri ferð, mun ætíð verða geymd í
huga okkar og þá höfum við eitt-
hvað til að brosa að.
Því miður komumst við ekki til
að fylgja Ellu síðasta spölinn en
sendum þessa kveðju.
Við Gunnar og stelpurnar send-
um allri fjölskyldunni innilegar
samúðarkveðjur og biðjum ykkur
guðs blessunar.
Blessuð sé minning Elínar Elías-
dóttur.
Margrét.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
samúð og vinarhug við andlát og útför
JÓNS GUÐMUNDSSONAR
trésmiðs,
dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Ási.
Þórarinn Ingi Jónsson, Björg Hjartardóttir,
Guðmundur Kr. Jónsson, Valgerður Magnúsdóttir,
Ásgeir Jónsson, María Halldórsdóttir,
Sigurður Jónsson,
Bryndís Jónsdóttir, Ágúst Þorgeirsson,
Valgeir Jónsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir
og afabörnin.
Af alhug þökkum við þeim fjölmörgu, sem
vottuðu minningu
KRISTLEIFS ÞORSTEINSSONAR,
Húsafelli,
virðingu sína og sýndu okkur hlýhug og
samúð. Hjartans þökk fyrir fylgdina síðasta
ævispöl hans færum við starfsfólki á 3. hæð
Grensásdeildar.
Sigrún Bergþórsdóttir,
Bergþór Kristleifsson, Hrefna G. Sigmarsdóttir,
Þorsteinn Kristleifsson, Ingveldur Jónsdóttir,
Ingibjörg Kristleifsdóttir, Halldór Gísli Bjarnason,
Þórður Kristleifsson, Edda Arinbjarnar,
Jón Kristleifsson, Anna G. Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÖNNU BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Gunnlaugsstöðum,
Völlum.
Guðrún M. Karlsdóttir, Trausti Gunnarsson,
Pálína M. Karlsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
Sigurður Karlsson, María K. Pétursdóttir,
Valgerður M. Karlsdóttir, Einar Jónsson,
Finnur N. Karlsson, Rannveig Árnadóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Lóa frænka mín var
svo góð. Við áttum allt-
af saman afmæli 1.
september og Lóa kom
alltaf til mín þá. Hún
var svo rosalega dugleg að prjóna og
ÓLAFÍA
PÉTURSDÓTTIR
✝ Ólafía Péturs-dóttir bókagerð-
armaður fæddist á
Eyri í Kjós 1. sept-
ember 1913. Hún
andaðist á heimili
sínu í Reykjavík 20.
febrúar síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 28. febrúar.
gaf mér marga fallega
ullarsokka sem ég nota
mjög mikið. Svo gaf
hún mér alltaf pening í
afmælisgjöf sem ég
setti alltaf í baukinn
sem hún gaf mér þegar
ég var eins árs. Og
núna er Lóa dáin og
Guð passar hana og
englarnir líka.
Góði Guð. Passaðu
Lóu alltaf. Ég veit að
henni líður vel á himn-
um hjá þér.
Í Jesú nafni, Amen.
Sunneva Líf
Albertsdóttir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.