Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDSBANKI Íslands undirritaði í gær samning um fjármögnun fyrsta áfanga byggingar nýrrar íbúða- þyrpingar í Skuggahverfinu í Reykjavík. Að verkinu stendur 101 Skuggahverfi, hlutafélag í eigu fast- eignafélagsins Stoða og Burðaráss, sem er fjárfestingafélag í eigu Eim- skipafélags Íslands. Áætlað er að heildarkostnaður við framkvæmd- ina verði yfir fimm milljarðar króna. Helstu kennileiti þyrpingarinnar verða þrjár 16 hæða byggingar við Skúlagötu en alls verða reistar 18 byggingar með tæplega 250 íbúðum af ýmsum stærðum. Sá áfangi sem nú er samið um nær til byggingar á tæplega hundrað íbúðum. Fyrstu íbúðunum verður skilað til kaup- enda í júlí 2004. Á myndinni sjást samningsmenn virða fyrir sér líkan af Skugga- hverfinu. (F.v.) Garðar Halldórsson, Þorkell Sigurlaugsson, Einar I. Halldórsson, allir frá 101 Skugga- hverfi, Brynjólfur Helgason, Lands- baka Íslands (LÍ), Jónas Þorvalds- son, 101 Skuggahverfi, Skarphéðinn Berg Steinarsson, 101 Skugga- hverfi, Davíð Björnsson, LÍ, Stefán Þór Bjarnason, LÍ, Þorsteinn Hjalta- son, LÍ og Halldór Jónsson lögmað- ur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samið um Skugga- hverfi Skuggahverfi KVENFÉLAG Garðabæjar heldur upp á 50 ára afmæli í dag. Bjarndís Lárusdóttir formaður þess segir fé- lagið eitt stærsta og öflugasta kven- félag landsins miðað við virkni fé- lagskvenna sem eru 270 talsins. Stöðugt bætist í hópinn og á meðan mörg önnur kvenfélög róa lífróður eru nýjar konur teknar inn svo að segja á hverjum félagsfundi. Spurð hverju þetta sæti segir Bjarndís að „neistinn sem frumherjarnir höfðu“ hafi fylgt félaginu alveg frá stofnun þess. Meðal verkefna sem félagið hefur styrkt um áratugabil er uppbygging Garðakirkju. Að tillögu kvenfélags- konu stóð félagið fyrir stofnun gam- alla muna í Garðabæ, svo til yrði vísir að Byggðasafni. Þá hefur félagið lagt fjármuni til margra annarra verðugra verkefna. Kvenfélagskonur standa svo fyrir kaffiboði 17. júní ár hvert í Garðaskóla en þangað koma um 700 bæjarbúar og gæða sér á hnallþórum og öðru góðgæti sem þær reiða fram. Þess má geta að félagið á skautbún- ing og kemur fjallkona Garðabæjar í flestum tilvikum úr röðum kven- félagskvenna. Ef einhver skyldi halda að starf- semi kvenfélagsins gangi út á það að baka og bródera þá er það fjarri lagi. „Bökum og bróder- um inni á milli“ „Við bökum og bród- erum inn á milli en það er ekki það sem við gef- um okkur út fyrir. Kvenfélagið er auðvitað fyrst og fremst líkn- arfélag. Öll fjáröflun, sem við leggjum mikla áherslu, á fer til líkn- armála,“ segir Bjarnd- ís. Hún segir að mikil áhersla sé lögð á að konur hafi gaman af því sem þær taka sér fyrir hendur og hafi gaman af félagsskapnum. Meðal þess sem boðið sé upp á af námskeiðum séu tölvunámskeið, ræðunámskeið auk hefðbundinna föndurnámskeiða. Í sumum fjölskyldum er hefð fyrir því að konur úr sömu fjölskyldunni gangi í félagið og dæmi þess að barnabörn stofnfélaga séu skráð í félagið. Bjarndís segir kvenfélagskonur oft spurðar að því af hverju karlar séu ekki boðnir velkomnir í kvenfélög. „Við viljum leyfa þeim að njóta sín þar sem þeir eru bestir og við viljum fá að njóta okkar líka. Ég held að það sé best fyrir bæði kynin,“ segir hún, en undirstrikar að karlmenn séu að sjálfsögðu velkomnir á árlegt þorra- blót félagsins. Bjarndís hefur sjálf starfað í félaginu í níu ár og tók nýlega við for- mennsku. Hún segist hafa leiðst út í fé- lagsstarfið þar sem hana langaði að kynnast konum sem búa í Garðabæ betur. „Garðabær er svefn- bær, eins og nágran- nabæirnir og mig lang- aði til að kynnast konunum betur. Um leið og ég kom í kven- félagið þá eignaðist ég 270 vinkonur. Mér opn- aðist nýr heimur,“ segir hún. Í tilefni afmælisins var veglegu riti dreift til íbúa Garðabæjar þar sem saga félagsins er rakin í máli og myndum. Fyrr í vikunni var sérstakur hátíð- arfundur haldinn vegna þessara tíma- móta þar sem fimm konur bættust í hóp heiðursfélaga, þær Guðbjörg Vil- hjálmsson, Ólöf Guðnadóttir, Hall- dóra Jónsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Á fund- inum gengu sex konur í félagið. Í dag efna kvenfélagskonur síðan til móttöku fyrir 3–400 manns á Garðaholti, fyrir félagsmenn, maka og velunnara félagsins. Kvenfélag Garðabæjar fagnar hálfrar aldar afmæli „Neisti frumherjanna“ hefur fylgt frá upphafi Garðabær Bjarndís Lárusdóttir KENNARAR og starfsmenn Menntaskólans á Akureyri, alls um 40 manns, hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjórnar Íslands, um að hún banni erlendum her að stunda heræfingar á og við Ak- ureyri og nota Akureyrarflugvöll sem stríðsæfingasvæði. Bent á er á að á þessu skólaári hafi herflug- vélar stundað æfingar yfir Ak- ureyrabæ, á Akureyrarflugvelli og um Eyjafjörð, oft í hverjum mán- uði, iðulega dag eftir dag og valdið óbærilegri truflun á starfsemi stofnunarinnar. Þetta telja starfsmenn MA óvið- eigandi og óviðunandi í herlausu landi friðar. Það hljóti að vera lág- markskrafa til varnarliðs, sem fái aðsetur á landi hér, að haldnar séu reglur um vinnufrið. Það hafi verið þverbrotið með umræddum stríðs- æfingum. Sigurður Hermannsson, umdæm- isstjóri Flugmálastjórnar, sagði að vélarnar væru að æfa aðflug að Akureyrarflugvelli enda völlurinn einn af varavöllum varnarliðsins. Hann sagði að ferðum vélanna norður hefði fjölgað nokkuð vegna breytinga á fyrirkomulagi við mönnun vélanna, þar sem áhafna- skipti væru nú tíðari. Hann sagði að lítið af kvörtunum hefði borist til sín persónulega en þó hefði hann heyrt af óánægju með hávaða frá vélunum. Sigurður sagði að varnarliðið fengi heimild til þessa flugs hverju sinni en lyti ákveðnum reglum þar að lútandi. Morgunblaðið/Kristján Þota frá Varnarliðinu svífur yfir Pollinn í átt að Akureyrarflugvelli í vikunni. Kennarar og starfsmenn MA Mótmæla hávaða frá herflugvélum MIKLAR umræður urðu á fundi bæjarráðs Akureyrar í vikunni um álit kærunefndar jafnréttismála í máli Soffíu Gísladóttur gegn Akur- eyrarbæ vegna ráðningar í stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstunda- deildar bæjarins síðastliðið sumar. Karlmaður var ráðinn í stöðuna en að mati kærunefndar braut Akur- eyrarbær jafnréttislög með ráðn- ingunni þar sem Soffía var að mati kærunefndar hæfari til að gegna stöðunni. Á fundinum var lagt fram minn- isblað bæjarlögmanns, Ingu Þallar Þórgnýsdóttur, vegna málsins þar sem fjallað er um fjóra þætti er mál- ið varðar, þ.e. kynjahlutfall meðal stjórnenda bæjarins, menntun og reynslu sem nýtist í starfi, reynslu af stjórnun og rekstri og hæfni í mannlegum samskiptum. Varpar bæjarlögmaður því fram til umhugsunar hvort jafnrétt- isáætlun Akureyrarbæjar sé ígildi laga sem kærunefndin eigi að taka tillit til eða hvort hún sé eingöngu eftirlitstæki bæjarstjórnar. Fram kemur í minnisblaðinu að það við- mið sem kærunefndin hafi haft til hliðsjónar hafi verið það óhagstæð- asta fyrir bæinn, þ.e. að heildarmat á kynjahlutfalli sambærilegra stjórnunarstarfa. Á félagssviði sem starfið heyrir undir séu kynjahlut- föll jöfn. Bæjarlögmaður spyr í greinar- gerð sinni hvort hægt sé að una því að kærunefnd jafnréttismála leyfi sér að vera með sjálfstætt mat og byggja á öðrum sjónarmiðum en þeim sem atvinnurekandinn lagði til grundvallar ráðningu. Kærunefndin kemst að því að háskólamenntun Soffíu vegi þyngra en menntun þess sem fékk stöðuna. Segir Inga Þöll að kærunefndin leggi það lögmæta sjónarmið Akureyrarbæjar til hliðar að sérmenntun þess sem ráðinn var á sviði stjórnunar íþróttamála nýtt- ist betur í starfið en menntun Soffíu á sviði uppeldismála. Hvað reynslu af stjórnun og rekstri varðar komst kærunefnd að því að kærandi og sá sem ráðinn var hafi staðið nokkuð jöfn, en Soffía hafi meiri reynslu af stjórnun innan stjórnsýslunnar. Sá sem ráðinn var hafi meiri þekkingu á íþróttamálum, en ætla megi að auðvelt verði að afla sér vitneskju og þekkingar á þeim sviðum eftir því sem á reyni í starfi. Ekki sé gert ráð fyrir að sá sem var ráðinn öðlist þekkingu innan stjórn- sýslunnar. „Verður þessi röksemd nefndarinnar að teljast byggjast á ólögmætu sjónarmiði og ekki sæm- andi opinberri stjórnsýslunefnd,“ segir í greinargerð bæjarlögmanns. Þá er spurt hvort hið opinbera megi ekki sækjast eftir reynslu á almenn- um markaði og hvort starfsmenn innan stjórnsýslunnar eigi að ganga fyrir störfum. „Er það ólögmætt sjónarmið hjá Akureyrarbæ að sækjast eftir reynslu af málaflokkn- um umfram almenna starfs- reynslu?“ spyr bæjarlögmaður. Loks er gagnrýnt að kærunefndin hafi ekki minnst á persónuleikapróf sem báðir hafi undirgengist og í ljós komið að ekki væri unnt að taka annan umsækjandann fram yfir hinn. Varpar bæjarlögmaður því fram til umhugsunar hvort kæru- nefndin hafi brugðist rannsóknar- skyldum sínum með því að byggja álit sitt um hæfni í mannlegum sam- skiptum á niðurstöðu prófsins, sem í raun sé eini hlutlægi mælikvarðinn. Fjallað um álit kærunefndar jafnréttismála á fundi bæjarráðs Má hið opinbera ekki sækjast eftir reynslu á almenn- um markaði?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.