Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 37 FÁTT hefur vakið meiri athygli í þjóðmálaumræðunni en ásakanir forsætisráðherra um að honum hafi verið boðnar mútur á einka- fundi fyrir þrettán mánuðum. Morgunblaðið dregur þá ályktun í umfjöllun sinni um málið að þörf sé að setja viðskiptalífinu skýrar leikreglur. „Það er tíma- bært að Alþingi Íslendinga taki rækilega til hendi og setji við- skiptalífinu það stífan starfs- ramma, að atburðir af þessu tagi geti ekki gerzt.“ Nefnir blaðið herta skattalög- gjöf og strangari reglur um reikningsskil og má taka undir hvort tveggja. Ásakanir og um- ræður undanfarinna daga kalla þó ekki síður og raunar miklu frekar á að rækilega verði tekið til hendi í löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka sem setur sam- skiptum stjórnmálamanna og viðskiptalífsins „stífan ramma“. Afburða rannsóknarblaða- mennska Agnesar Bragadóttur, sem enginn hefur borið brigður á, veitti landsmönnum innsýn í samspil stjórnmála og viðskipta- lífs á Íslandi. Rannsóknarblaða- mennska Morgunblaðsins sýndi svo ekki verður um villst að gömlu vinnubrögðin, íhlutun stjórnmálamanna og úreltur hugsunarháttur, hefur ekki verið upprættur í íslensku viðskiptalífi þótt lagaumhverfi Evrópusam- bandsins hafi góðu heilli verið þýtt úr ensku vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Af lestri greina Agnesar er ljóst að áhrif og afskipti forsætis- ráðherra takmarkast ekki við að hann nýti sér málfrelsi til að gagnrýna fyrirtæki í einka- rekstri þegar hann telur þau víkja frá leikreglum markaðar- ins. Þrátt fyrir allar leikreglur virðist það skipta verulegu máli að vita af velþóknun forsætisráð- herra þegar eignir skipta um hendur á Íslandi. Gengið virðist út frá því einsog grundvall- arstaðreynd að það skipti miklu máli að vera í liði forsætisráð- herra og að því fylgi fórnir og kostnaður að vera það ekki. Þekktir bandamenn hans eru aufúsugestir í viðskiptabandalög jafnvel þótt þeir hafi ekki til þess fjárhagslega burði. Spurningin er ekki aðeins hver eignast hvað, heldur miklu frekar hver má eignast hvað. Mér dettur ekki í hug að þetta takmarkist við persónu forsætis- ráðherra þótt hlutur hans sé best rannsakaður. Öllum ætti þó að vera augljóst hversu óheil- brigt þetta umhverfi er. Ekki að- eins fyrir viðskiptalífið, stjórn- málin ekki síður. Fyrirtækjarekendur vilja upp til hópa vera metnir óhlutdrægt og óháð flokkum á grundvelli al- mennra leikreglna og jafnræðis. Hert skattalöggjöf og skýrar reglur um reikningsskil væru framfaraspor að þessu leyti því þau auka gagnsæi og auðvelda eftirlit yfirvalda, fjölmiðla, hlut- hafa og almennings með við- skiptalífinu. Heiðarlegir stjórnmálamenn vilja heldur ekki liggja undir dylgjum og ámæli um ómálefna- legar afgreiðslur eða fyr- irgreiðslu. Verkefnið sem snýr að samspili stjórnmála og fyr- irtækja felst ekki í að loka leið- um þeirra á milli heldur treysta leikreglurnar þannig að van- traust spilli ekki fyrir nánu sam- starfi stjórnvalda og atvinnulífs. Greiður aðgangur fyrirtækja að forsætisráðherra, borgarstjóra og öðrum forystumönnum í stjórnmálum er nefnilega ótví- rætt til góðs ef hægt er að tryggja að aðgangur og hugs- anleg hagsmunatengsl leiði ekki til samkeppnisforskots og skekkju á markaði. Það er þetta sem knýr á um að setja stjórn- málastarfi landsins almennar leikreglur, gagnsæjar og skýrar. Stjórnmálaflokkar fá á þessu ári um 240 milljónir króna af op- inberu fé. Þessi framlög er auð- velt að rökstyðja. Einsdæmi er hins vegar að svo miklir fjár- munir séu veittir án þess að virkt eftirlit sé með hvernig þeim sé varið. Þjóðkirkjan og Háskólinn eru undir virku eftirliti ríkisend- urskoðunar, stjórnmálaflokkar ekki. Fyrirtæki og einstaklingar láta jafnframt af hendi rakna umtalsverðar fjárhæðir til stjórnmálastarfs einsog nauð- synlegt er vegna síaukins kostn- aðar við kosningabaráttu og kynningarstarf flokka fyrir kosningar. Það er þó algerlega óásættanlegt að þessi framlög séu veitt undir hulu leyndar. Raunar er ráðgáta hvernig það getur liðist þar sem skattaaf- sláttur er veittur vegna þessara framlaga. Ísland er nánast eina land Evrópu sem situr eftir í þessum efnum. Að dæmi ann- arra þjóða á jafnframt að inn- leiða þá reglu að þeir sem fara með opinbert vald haldi eigin fjárhag aðskildum frá stuðningi sem þeir fá vegna stjórnmála- starfs til að mæta síaukn- um kostnaði við prófkjör. Slík framlög eiga að vera opinber. Full ástæða er einnig til þess að kjörnir fulltrúar og æðstu embætt- ismenn geri reglulega grein fyrir öllum tekjum sem þeir afla sér utan opinberra starfa og öðrum hagsmuna- tengslum, s.s. stjórnarsetum og hlutabréfaeign. Ábyrgð Alþingis til úrbóta er ótvíræð. En hvernig? Stjórn- sýslulögin skilgreina ófrávíkj- anlega rannsóknarreglu sem gildir um allar stjórnvalds- ákvarðanir. Þær þurfa að byggj- ast á rökum eftir vandaða skoð- un á gögnum máls. Lögin ná ekki til Alþingis. Til að atburðir und- anfarinna daga leiði af sér um- bætur þarf hins vegar að upp- lýsa þá til fullnustu. Hvernig má það vera að ekki sé lagaskylda að stjórnmálamaður tilkynni að honum hafi verið boðnar fémút- ur telji hann svo vera? Gildir það sama um aðra opinberra starfs- menn? Hver á að meta hvort rannsóknar sé þörf í slíkum til- vikum: stjórnmálamenn, lög- regla eða saksóknari? Hver er frumkvæðisskylda saksóknara þegar slíkar upplýsingar koma fram í almennri umræðu? Eiga aðilar málsins, stjórnmálamenn og fyrirtæki, að ráða því hvort ásakanir af þessu tagi komi til frekari rannsóknar? Að umræðunni genginni stendur ábyrgð löggjafans eftir: gagnvart eftirliti með fram- kvæmdavaldinu annars vegar og þeim gloppum sem augljóslega eru í lagaumhverfinu hins vegar. Í Evrópu myndu víða vera settar á stofn sjálfstæðar rannsóknar- nefndir á vegum þjóðþinga af minna tilefni, einsog raunar var gert hér á landi í Hafskipsmálinu með umdeilanlegum árangri. Í Bandaríkjunum myndu nefndir þingsins láta til sín taka og kalla eiðsvarin vitni til fyrir opnum tjöldum. Engin fordæmi eru fyr- ir slíku hér. Markmiðin og ábyrgð Alþingis skipta þó meira máli en hvaða leið er valin: að upplýsa, greina og draga álykt- anir af staðfestum gögnum sem í kjölfarið leiði af sér umbætur og almennar leikreglur. Krafan um breytt- ar leikreglur Eftir Dag B. Eggertsson ’ Það þarf ekki síðurlöggjöf sem setur sam- skiptum stjórnmála- manna og viðskipta- lífsins „stífan ramma“. ‘ Höfundur er læknir og borg- arfulltrúi /dagur@reykjavik.is Páls verða n sé hand- til dæmis álfstæð- ns. Páll ngarinnar. verið skrif- ll segir síð- ti ut- dóttir, for- sig fram mdri Borg- eindum æmi um at- kaði for- elti. Eitt lafsson.“ avíðs sagði: að reyna að rinnar a um það ggja ræður i hlotið að r með sé dirbúið all- fylking- aga, að nga snúist r „leðju- þeirra ét- ptablaðsins síðastliðinn miðvikudag mátti meðal annars lesa þetta: „Raunin er sú að Ingibjörgu stafar mest ógn af sjálfri sér og sínum ráðgjöfum. Og þessi hætta er mjög raun- veruleg. Svo má heita að Ingibjörg hafi gert ein mistök á viku hverri frá áramótum. Fyrir þremur vikum lýsti hún nánast yfir stuðningi við Jón Ólafsson á fundinum fræga í Borgarnesi, degi áður en skattamál Jóns voru lögð fyrir þjóðina ... Og nú í þessari viku lét Ingibjörg það eftir sér að lýsa yfir óbeinum stuðningi við þá Baugsfeðga í mútumáli þeirra og Davíðs ...“ Þeir, sem taka upp hanskann fyrir Ingibjörgu Sól- rúnu, vegna hinnar dæmalausu ræðu í Borgarnesi, segja, að hún hafi verið að boða nýjar leikreglur. Þegar ræðan er lesin er erfitt að finna því stað, en hún talar hins vegar mikið um nauðsyn þess að fara eftir gegn- sæjum leikreglum og gefur síðan til kynna í hálf- kveðnum vísum að á það skorti hjá Sjálfstæðisflokknum undir forystu Davíðs Oddssonar. Ingibjörg Sólrún sagði: „Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækjum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir vernd- arvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoð- un er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tor- tryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkis- ábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum for- sendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á mál- efnalegum og faglegum forsendum eða flokks- pólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegn- sæju leikreglur lýðræðisins taki við.“ x x x Þegar leitað var skýringa á þessum orðum hjá Ingi- björgu Sólrúnu, vitnaði hún meðal annars í orð Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Hann baðst hins vegar und- an því í Morgunblaðsviðtali 16. febrúar, að orð sín væru mistúlkuð á þann hátt af Ingibjörgu Sólrúnu. „Mér finnst frekar að fyrirtækin séu að troða sér inn í pólitík- ina og halda því fram að þau séu skotspónn eða fórn- arlömb stjórnvalda. ... Ég er ekki fyrir svona samsær- iskenningar,“ sagði hann í viðtalinu. Viðskiptablaðið leitaði í vikunni svara Steinþórs Ólafssonar, forstjóra Sæplasts, Björgólfs Jóhanns- sonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, Gunnars Svav- arssonar, forstjóra SH, og Steinþórs Skúlasonar, for- stjóra Sláturfélagsins, á því hvort afskipti stjórnmálamanna af viðskiptalífinu væru of mikil. Er það samdóma álit þeirra allra, að svo sé ekki. Steinþór tekur á hinn bóginn í sama streng og Björgólfur Thor, þegar hann segir: „Þvert á móti hef ég oft orðið var við að hags- munaaðilar og aðilar innan viðskiptalífsins reyna að nýta sér ítök innan stjórnmálanna sjálfum sér og sínum hagsmunum til framdráttar. Í því felst að þeir eru að leitast við að nota stjórnmálamenn til að fá einhverja niðurstöðu sem er þeim þóknanleg ...“ Þetta skyldu ekki vera einu kynni Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur af viðskiptalífinu? Þetta skyldi ekki ráða því, hvernig hún dró fyrirtæki í dilka í Borgarnesi? Borgarnesi bjorn@centrum.is Í HVAÐA landi býr Guðjón, spyr Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar hér í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag, og er þar að svara grein minni í sama blaði tveim- ur dögum áður, en þar nefndi ég mörg dæmi um þær skattalækkanir sem komið hafa til framkvæmda í tíð þriggja ríkisstjórna Davíðs Odds- sonar. Einar segist ekki geta leiðrétt allar þær rangfærslur sem birtust í skrif- um mínum í stuttri grein. Þarna sjáum við enn hinn nýja stíl Samfylk- ingarinnar, orðrómsstílinn; gerum andstæðinginn tortryggilegan, látum liggja að ýmsu en forðumst mál- efnalega umræðu. Eitt dæmi nefnir hann þó, tekjuskatt einstaklinga, og spyr hvort einhver kannist við að borga 25,75% í staðgreiðslu opinberra gjalda eins og ég láti í veðri vaka! Þarna fer þingmaðurinn vísvitandi rangt með. Ég lét alls ekki í veðri vaka að staðgreiðsla opinberra gjalda væri 25,75%. Það vita allir að stað- greiðslan samanstendur af tekjuskatti sem er 25,75% og rennur til rík- issjóðs og svo útsvari til sveitarfélaga sem er afgangurinn af þeim 38,55% sem staðgreiðslan er í dag. Ég minni á að tekjuskattur einstaklinga var lækkaður um 4 prósentustig í 3 áföngum og að formaður Samfylking- arinnar skammaði okkur stjórnarliða í ræðu og riti mánuð eftir mánuð fyr- ir þessar skattalækkanir og sagði að það ætti ekki að lækka skatta í góð- æri. Það er athyglisvert að Einar nefnir ekki einu orði aðrar þær skattalækk- anir sem ég nefndi í grein minni: helmings lækkun eignarskatts, nið- urfellingu aðstöðugjalds, iðgjöld líf- eyrissjóða gerð skattfrjáls, Þjóð- arbókhlöðuskattur aflagður, tekjuskattur fyrirtækja stórlækk- aður, virðisaukaskattur á matvæli lækkaður úr 24,5% í 10% og persónu- afsláttur hjóna að fullu millifær- anlegur. Þessar aðgerðir eiga stóran þátt í því að lífskjör landsmanna hafa stórbatnað og kaupmáttur hefur auk- ist um þriðjung á 8 árum. Einar segir það vandræðalegt hjá mér að reyna að sýnast einhvers kon- ar talsmaður fjölskyldufólksins í landinu. Heldur hann virkilega að framangreindar skattalækkanir hafi ekki gagnast fjölskyldufólki? Veit hann ekki að skattbyrði heimila hér á landi er með því lægsta sem gerist innan OECD-ríkjanna. Í hvaða landi býr Guðjón, spyr Einar Már. Svarið er einfalt: Ég bý á Íslandi þar sem skattar hafa verið lækkaðir aftur og aftur á und- anförnum árum og kaupmáttur hefur aukist meira en í nokkru öðru landi. Ég bý á Íslandi Einar Már Eftir Guðjón Guðmundsson „Formaður Samfylking- arinnar skammaði okkur stjórn- arliða í ræðu og riti mánuð eftir mánuð fyrir þessar skatta- lækkanir.“ Höfundur er alþingismaður. mannakerfið lifðu af hreinsanirnar eftir i heimsstyrjöldina og stjórnarskrána sem daríkin settu. Afleiðingin er sú að skort- n á öflugri pólitískri valdamiðstöð til að út- deilur stendur enn Japan fyrir þrifum. yndar benda áhrif Meiji-hefðarinnar til að „efnahagsundrið“ í Japan eftir síðari sstyrjöldina hafi ekki orðið vegna upp- dirigisme (efnahagslegrar skipulagningar jórnunar ríkis) í framfaralandi, eins og gir vestrænir fréttaskýrendur telja. ndin er sú að þetta var ekkert undur. Eins aurice Scott sýndi fram á í bók sinni A View of Growth er hægt að rekja 9,2% öxt í Japan þegar uppgangurinn var mest- árunum 1960–73 til mikilla fjárfestinga, ra vinnuafls og þess að landið var langt á iðnvæddustu ríkjunum og gat því tekið stökk. íska fyrirmyndin í efnahagsþróun, sem gir hömpuðu, var ekkert annað en óheilagt alag opinberra stofnana, stórfyrirtækja ármálakerfisins. Iðnrekendur réðust í tusöm verkefni, offjárfestu og vanskila- dirnar hrönnuðust upp í bönkunum. Þegar hagsloftbólan sprakk seint á níunda ára- um kom þetta þeim í koll. atug síðar eru Japanir enn að gjalda þess. þurfa að taka á þessu fjármálaklúðri í eitt i fyrir öll. Mikilvægast er þó að þeir snúi við kerfinu sem olli óreiðunni. Í ljósi þess ofnanir pólitíska kerfisins eru lamaðar er að sjá hver geti tekið þetta verkefni að Þess vegna er líklegt að ekkert lát verði á ngum venjulegra Japana, sem með spar- og dugnaði sáu til þess að landið reis eins önix upp úr rústunum eftir stríðsbálið. stríðskynslóðin dugmikla sér nú fram á að hennar – og sparifé – verði að engu. apans eepak Lal er prófessor í alþjóðaþróun við Kaliforníu-háskóla í Los Angeles og hefur verið áðgjafi margra ríkisstjórna. Reuters farin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.