Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 21 STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu eru andvíg því, að bandarískt herlið verði flutt frá vopnlausa svæðinu á landamærunum við Norður-Kóreu. Cgo Young-kil, varnarmálaráðherra S-Kóreu, lýsti yfir þessu í gær en í fyrra- dag sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, að hann vildi, að herliðið yrði flutt sunnar á Kóreuskaga, til annarra herstöðva í þessum heimshluta eða heim. Sagði hann, að s-kóreski herinn væri einfær um að verja landið. Cho og s-kóreskir þingmenn voru hins vegar sammála um, að brottflutningur bandaríska her- liðsins væri ekki tímabær fyrr en kjarnorkudeilan við N-Kóreu hefði verið leidd til lykta. Tilraun til hryðjuverks MAÐUR á vélhjóli, sem grun- aður er um að hafa ætlað að koma fyrir sprengju við kaþ- ólskan stúlknaskóla í borginni Tacurong á Suður-Filippseyj- um, lést er sprengja sprakk fyrr en ætlað var. Vitað er hver mað- urinn var en ekki hefur verið upplýst hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Á þriðjudag týndi 21 maður lífi og um 150 særðust í hryðjuverka- árás í borginni Davao og kenna stjórnvöld einum skæruliðasam- tökum múslíma um. Mafíuforingi handtekinn ÍTALSKA lögreglan handtók í fyrradag háttsettan mafíufor- ingja, Salvatore Rinella, sem farið hefur huldu höfði frá árinu 1994. Er litið á handtökuna sem mikið áfall fyrir glæpasamtökin. Var hann handtekinn í Palermo, höfuðstað Sikileyjar, en hann hafði áður verið fjarverandi í lífstíðarfangelsi fyrir morð, sem framið var 1979. Sihanouk býður afsögn NORODOM Sihanouk, konung- ur Kambódíu, kvaðst í gær tilbúinn að segja af sér ef meiri- hluti þingsins samþykkti það. Sagði hann samþykkið nauðsyn- legt svo honum yrði ekki kennt um hugsanlegar, neikvæðar af- leiðingar afsagnarinnar. Sihan- ouk er nú áttræður að aldri. Allt er í óvissu um hugsanlegan arf- taka hans. Beðið með skattalækkun FRANSKA stjórnin sagði í gær, að beðið yrði með þær skatta- lækkanir, sem hún hafði lofað, þar til betur áraði í efnahags- málunum. Er litið á yfirlýs- inguna sem staðfestingu á því, að stjórnin ætli að verða við kröfum Evrópusambandsins um að taka ríkisfjármálin fastari tökum. Eins og nú horfir er útlit fyrir, að fjárlagahallinn á þessu ári verði 3,4% af vergri landsfram- leiðslu en unnt er að sekta þau ríki, sem hleypa honum upp fyr- ir 3%. STUTT Vilja banda- rískt her- lið kyrrt NOKKRIR tugir arfbera koma við sögu þegar trén telja tíma til kom- inn að búa sig undir veturinn og fella laufið. Hefur það komið í ljós við rannsóknir sænskra vísinda- manna. Vísindamennirnir, sem starfa við háskólann í Umeå og við Kon- unglegu tæknistofnunina í Stokk- hólmi, notuðu innlenda asparteg- und við rannsóknirnar og komust þá að því, að það eru 35 gen, sem láta mest að sér kveða þegar laufið skrýðist haustlitunum og byrjar að falla. Er þetta ferli lífsnauðsynlegt fyrir trén því að það felst í því að heimta úr laufinu eins mikið af næringarefnum og unnt er áður en vetur gengur í garð. Sagði frá þessu á fréttavef BBC. Vísindamenn telja, að trén séu búin innra kerfi eða klukku, sem ræður þessari starfsemi og hallast helst að því, að sólargangurinn hafi mest að segja. Stefan Jansson prófessor segir, að með frekari rannsóknum á gen- unum ætti að vera unnt að finna þau tré, sem eiga best við á ákveðnum svæðum og í framtíðinni ætti að vera unnt að beita erfða- tækni til að laga sumar tegundir að nýjum breiddargráðum. Þá er átt við, að genaklukka þeirra sé þann- ig stillt, að þau fari að búa sig und- ir veturinn á réttum tíma en hvorki of snemma né of seint. Það sé hins vegar oft tilfellið þegar verið er að rækta tré á annarri breiddargráðu en þau eru stillt fyrir. Genaklukka trjánna endurstillt? Morgunblaðið/Kristján Alla helgina! 599 10 túlipanar N‡ blómadeild kr. 990 10 rósir kr. Prímúla í kaupbæti opnar í Sigtúni í dag Útsölumarkaður í Garðskálanum Allir sem versla í nýju deildinni fá Prímúlu í kaupbæti. Blómavörur á tombóluverði Tilboð ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 04 60 03 /2 00 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.