Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 29 MIKILVÆGT er að beina þeim tilmælum til fyrirtækja sem gefa börnum smádót í kynning- arskyni, að dreifa ekki blöðrum nema að fengnu samþykki for- eldra og þá aðeins uppblásnum blöðrum, segir Herdís Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni. „Mjög oft er verið að gefa börnum óuppblásnar blöðrur, sem er mjög hættulegt og í óþökk foreldra ef um lítil börn er að ræða,“ segir Herdís. Blöðrur rata mjög auðveldlega upp í munninn á yngri börnum og segir Herdís þá hættu alltaf geta skapast að barn gleypi blöðruna. „Nýlega fengum við ábendingu frá foreldri vegna sjúkrastofn- unar sem gaf þriggja ára barni blöðru í verðlaun. Í leiðbein- ingum með blöðrum er hins veg- ar varað við því að börn yngri en sex ára leiki sér með slíkan varn- ing,“ segir hún. Herdís segir í lagi að börn yngri en sex ára leiki sér með blöðrur, en leggur áherslu á að þær séu upplásnar og teknar úr umferð um leið og þær springa. Einnig þurfi þau að vera undir eftirliti fullorðinna. Hætta á köfnun „Hlutar af blöðrum hafa næst- um leitt til köfnunar. Fyrirtæki verða að gæta þess vel þegar ver- ið er að gefa verðlaun eða á kynningum að afhenda einungis hluti sem börnum getur ekki stafað hætta af. Mikið er um sæl- gæti í boði og hefur oft munað litlu þegar það hefur staðið í hálsi barna.“ Fyrirtæki geta leitað ráða hjá Árvekni sér að kostnaðarlausu, segir Herdís að síðustu. Bent er á vefsíðuna www.ar- vekni.is eða netfangið arvekni- @arvekni.is Morgunblaðið/Ásdís Ekki er mælt með því að börn yngri en 6 ára leiki sér með blöðrur án eftirlits. Varað við óupp- blásnum blöðrum SÆLKERADREIFING ehf. flytur nú inn sjálfhitandi cappuccino og súkkulaði frá Ítalíu fyrir útivistar- fólk, eða aðra sem eru á ferðinni. Drykkirnir eru í lokuðum bolla sem ekki þarf annað en að þrýsta á botn- inn á, snúa á hvolf og hrista í 40 sek- úndur svo innihaldið hitni. Leifur Grímsson, framkvæmdastjóri Sæl- keradreifingar, segir að fulltrúar fyrirtækisins hafi rekist á drykkina fyrir tilviljun á sýningu í París í vet- ur. „Mér skilst að þessi vara hafi fyrst orðið til fyrir þremur árum, en nú er verið að byrja að markaðssetja hana í Evrópu,“ segir hann. Í bollanum eru tvö aðskilin hólf, annað með kakói eða kaffi og hitt með vatni og kalkklóríði. Þegar þrýst er á botninn rofnar innsigli í neðra hólfinu svo vatnið kemst í snertingu við kalklóríðið og hitnar. Hitnar drykkurinn í efra hólfinu þá að sama skapi. Segir Leifur að kaffið verði 42 gráða heitt og kakóið 41 gráðu heitt. Drykkirnir nefnast Caldo Caldo, sem þýðir heitt, heitt á ítölsku og segir hann koma til greina að flytja inn sjálfhitandi súpu innan tíðar. Seljanleg hugmynd Framleiðandi vörunnar er með fleiri gerðir drykkja á boðstólum og telur Leifur jafnframt hugsanlegt að flutt verði inn sjálfkælandi sítrónute í sumar. Umræddir drykkir nefnast Freddo Freddo á ítölsku, sem þýðir kalt, kalt. Leifur segir Caldo Caldo hafa vakið mikla athygli við kynningu. „Í sjálfu sér má segja að innihaldið sé aukaatriði í þessari vöru. Við er- um ekki endilega að selja kaffi eða kakó, heldur tiltekna hugmynd, sem fólki virðist þykja mjög sniðug.“ Caldo Caldo fæst í Nóatúni og 10- 11 til þess að byrja með og segir Leifur að fluttir hafi verið inn 4.000 bollar í fyrstu umferð. Sjálfhitandi kaffi og súkkulaði Kakó og kaffi sem hitnar þegar það er hrist í 40 sekúndur. Nýjar vörur Hallveigarstíg 1 588 4848 Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.