Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 67
vert er að velta fyrir sér.“ – Þú ert greinilega mjög fé- lagslega meðvitaður. Líturðu á það sem skyldu þína sem kvikmynda- gerðarmaður að vekja athygli á meinum samfélagsins? „Já, það er sannarlega ein af mín- um skyldum. En höfuðábyrgð mín er að ég hef axlað þá ábyrgð að taka við köllun minni. Það er ábyrgð okk- ar allra að gera það. Við höfum öll fengið dýrðlegar vöggugjafir og það er skylda okkar að gera allt sem í valdi okkar stendur til að nýta þess- ar gjafir sem best. Það þýðir ekki að okkur þurfi alltaf að takast það, að- alatriðið er að við reynum.“ Heimurinn með augum Lilju – Í fyrri myndum þínum gastu notað húmor og hæðni til að létta annars fremur dramatískar að- stæður og til að undirstrika frekar inntakið. Í Lilju að eilífu gefst hins- vegar lítið svigrúm til að slá á léttari strengi, af skiljanlegri ástæðu. Var það ekki erfitt fyrir þig sem höfund og kannski svolítið yfirþyrmandi? „Ég vildi komast eins nærri Lilju og ég gæti. Og til þess að takast það þurfti ég og vildi að ég, og um leið áhorfendur, sæi heiminn alfarið með hennar augum – og það sem hún sér er nær allt í svartamyrkri.“ – Hefurðu einhverja vitneskju um hversu alvarlegt þetta ástand er – kynlífsþrælkunin – sem þú lýsir í myndinni? „Það er gríðarlega alvarlegt og alltof algengt. Það er engan veginn hægt að finna út nákvæma tölu á þeim konum og börnum sem hneppt eru í ánauð en tölur frá Sameinuðu þjóðunum segja að 2 milljónir séu í klóm kynlífsþrælkunar. Á hverju ári eru a.m.k. 100 þúsund konur og börn flutt til landa Evrópusambandsins í þessum tilgangi, langflest frá Aust- ur-Evrópu. Þessar tölur segja þó ekkert um hversu margir eru hnepptir í kynlífsánauð í Evrópu- sambandinu í það heila, heldur bara hversu mörg ný tilvik koma upp ár- lega. Svo er það hitt að slíkar tölur segja manni í raun ekkert því hvert eitt og einasta tilvik er slíkur harm- leikur að ekki nokkur maður getur ímyndað sér raunir þessa ólánsömu fórnarlamba.“ – Hver hafa viðbrögð manna verið við myndinni? „Algjörlega skipt; menn ann- aðhvort fyrirlíta hana eða hafa lýst henni sem einhverri áhrifamestu mynd sem þeir hafa séð.“ Karlar gagnrýnni en konur – Hafa viðbrögðin á einhvern veg verið önnur en þú hafðir búist við? „Það sáu hana miklu fleiri í Sví- þjóð en ég hafði reiknað með. Einnig kom mér á óvart hversu viðbrögðin eru ólík í garð myndarinnar hjá körlum og konum annars vegar og eldri og yngri áhorfendum hins veg- ar.“ – Finnst þér myndin hafa breytt eitthvað viðhorfum fólks? „Mér er illa við að þurfa að meta viðbrögð við myndum mínum en við skulum segja að ég sé bæði sáttur og ósáttur við þau áhrif sem myndin hefur haft.“ – Hvaða skilaboð hefurðu til þeirra sem eiga eftir að sjá mynd- ina? „Mér er líka illa við að tala um fyrir áhorfendum en þó vil ég segja að það er nauðsynlegt að horfast í augu við veruleikann sem við lifum í. Það er nauðsynlegt að axla ábyrgð, nauðsynlegt að breyta heiminum. Ég vona að myndin sýni mönnum fram á það.“ – Ertu spældur yfir því að myndin skuli ekki hafa verið tilnefnd til Ósk- arsverðlauna? „Nei, mér er nákvæmlega sama um það. Það var eiginlega hálf- gerður léttir því hefði ég unnið þá hefði ég séð mig knúinn til að halda langa pólitíska ræðu, sem síðan hefði örugglega haft alltof mikið ves- en í för með sér því hún hefði valdið allt of miklum usla – stundum gerist maður sekur um að reyna að koma sér undan of miklu veseni…“ – Heldurðu að það hafi verið vegna efnis myndarinnar sem hún var ekki tilnefnd? „Maður bara veit ekki…“ skarpi@mbl.is Lilja að eilífu er sýnd á Norrænum bíódögum í Háskólabíói. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 67 Í kvöld, kl. 21 í Laugardalshöll, mun fyrsta opinbera hnefaleikakeppnin fara fram hér á landi síðan 1956. Ís- lenskir kappar munu mæta frænd- um sínum Dönum og víst er að mik- ið verður um dýrðir í Höllinni. Íslenska liðið hefur undanfarið verið á stífum æfingum undir hand- leiðslu þjálfaranna Oscars Luis Justo og Sigurjóns Gunnsteinssonar en keppendur verða eftirfarandi:  Marta Jónsdóttir - Rikke Tuxen Svendsen  Roland Þór Fairweather - Thomas Bjerrgård  Jón Ingi Þorvaldsson - Egill Thorbergsson  Ari P. Ársælsson - Mads Christianssen  Stefán Breiðfjörð - Libian Abdi  Arnar Bjarnason - Khaled Hadi  Helgi Jacobsen - Jaan Beer Nielsen  Ingólfur Snorrason - Nicolaj Thogersen Einnig verður fyrsti opinberi „muay thai“ bardaginn hér á landi hvar Árni „úr járni“ Ísaksson berst við Fredie Aardenburg frá Hol- landi. Sérstakur gestur verður Bob Schrijber, alvanur í margvíslegum bardagaíþróttum eins og spark- hnefaleikum, frjálsum bardaga svo og búrabardaga. Þeir Marco Mer- odio og Thomas Frederikssen frá Danmörku munu mætast í blönd- uðum bardaga, eitthvað sem hefur aldrei sést áður hérlendis. Nafnið Egill Thorbergsson vekur athygli, en piltur er ekki danskur heldur íslenskur í húð og hár. „Það er einföld ástæða fyrir því að ég keppi fyrir Danmörku. Ég er búsettur þar,“ segir Egill. „Ég hef búið þar í tæp tvö ár og byrjaði að æfa úti en var aðeins farinn að fikta hérna heima.“ Egill segir að þá hafi aðstæður hér verið erfiðar, a.m.k. samanborið við Danmörku. Segir Egill að Danir standi mjög framarlega í hnefaleikum á heimsvísu. „Jú, jú, síðan hef- ur maður fengið þessa stríðni um að maður sé genginn í lið með óvininum. En á móti kemur að fé- lagarnir eru spenntir að sjá hvernig strák- urinn á eftir að standa sig.“ Egill segist mjög spenntur yfir keppn- inni. „Mér finnst frábært að sjá hvað þetta hefur þróast hratt hérna. Þetta eru algjörar hetjur sem standa að skipulaginu og umgjörðin er til hreinnar fyrirmyndar.“ Í samtali við Sigurjón Gunn- steinsson, þjálfara og aðstandanda, kemur fram að mikill hugur sé í mönnum, enda stórviðburður í hrjáðri sögu hnefaleika hérlendis. „Það hefur verið mikill undirbún- ingur síðustu tvo mánuði eða svo fyrir keppnina. Í fyrsta sinn verða bar- dagarnir skráðir, þannig að ef Íslend- ingur tapar fer það inn í ferilsskrána. En það viljum við auðvit- að ekki sjá,“ segir hann og kímir.“ Það er auðheyri- lega létt yfir Sigur- jóni og víst að grett- istaki hefur verið lyft. „Um þetta snúast hnefaleikar, þ.e. að keppa. Alveg eins og í öðrum íþróttum. Miðasalan hefur farið vel af stað og við höf- um fengið góð við- brögð Íslendinga við þessu.“ Húsið verður opnað kl. 2 en þá munu Íslendingar keppa innbyrðis. Formleg dagskrá hefst kl. 21. Móri og Mc Mezziaz koma þá fram og fleiri skemmtiatriði verða einnig. Hnefaleikakeppni í Laugardalshöll Þessa skemmtilegu mynd tók Harpa Hrund Njálsdóttir, nemandi á upplýsinga- og fjölmiðlabraut Iðnskólans, af íslenska liðinu við æfingar. Sú fyrsta síðan ’56 TENGLAR ..................................................... www.contactsport.is/box Ljósmynd/Harpa Hrund Njálsdóttir Egill Thorbergsson er Íslendingur, en keppir fyrir Danmörku. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd  kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. Salma Hyaek sem besta leikkona í aðalhlutverki6 www.regnboginn.is Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Margverðlaunuð stórmynd frá leikstjóra Billy Elliot. Missið ekki af þessu einstæða meistaraverki. Ein rómaðasta mynd seinni ára l f l i j ill lli . i i i f i i i. i i i Frumsýning Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman9 Sýnd kl. 2 og 4. ísl. tal. 400 kr.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlaunanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates. : . : .2 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i.16. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd. Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL www.laugarasbio.is  Ó.H.T. Rás2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.