Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRN Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn, sagðist fagna því að í þriggja ára áætlun væri gert ráð fyrir fram- lagi úr borgarsjóði til fram- kvæmda við framhaldsskóla í borginni. „Er ekki einleikið að lesa um það fréttir dag eftir dag að menntamálaráðherra sé að rita undir samninga við sveit- arfélög í kringum Reykjavík um nýbyggingar við framhaldsskóla en hér sitji allt við hið sama vegna þvermóðsku Reykjavík- urborgar og úreltrar lagatúlk- unar,“ sagði Björn. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði að ekki væri búið að festa umrædda fjárhæð til framhalds- skóla og viðræður sem hann ætti nú við menntamálaráðherra stæðu enn yfir. „Ég frábið mér að talað sé um þvermóðsku. Hefur borg- arfulltrúinn eitthvað fyrir sér í því að ég sé að beita þvermóðsku þessa dagana í viðræðum mínum við menntamálaráðherra? Maður verður að gæta að orðum sínum þegar verið er að ræða svona. Það getur vel verið að þetta hafi gengið á öðrum vettvangi og við aðra aðila. Ég tek því ekki að sé rætt um þvermóðsku mína vegna viðræðna sem ég á í við mennta- málaráðherra, ég bið hann þá bara að nefna því stað. Viðræður mínar við menntamálaráðherra ganga þvert á móti mjög vel og engin þvermóðska þar, sem borg- arfulltrúi Björn Bjarnason vildi kannski að væri í gangi,“ sagði Þórólfur. Fagnar framlagi til framhalds- skólanna króna og skuldir borgarsjóðs á hvern íbúa lækka úr um 146 þús- und krónum í 133 þúsund. Þórólfur sagði að alls væri gert ráð fyrir að heildarfjárfestingar borgarsjóðs og fyrirtækja borgar- innar verði tæpir 42 milljarðar á tímabilinu. Orkuveitan standi að baki um helmings fjárfestinganna, síðan komi Félagsbústaðir, Bíla- stæðasjóður og Fráveitan. Þórólfur sagði að fjórðungs fjárfestingarfjár verði aflað með lánum. Heildar- skuldir samstæðunnar aukist þann- ig um 11 milljarða króna, mest vegna lántöku Orkuveitu Reykja- víkur, sem verður rúmlega 7,2 milljarðar króna. 600–700 íbúðir á ári Þórólfur sagði að samkvæmt áætluninni muni borgarsjóður vera rekinn með umtalsverðu handbæru fé frá rekstri til nýframkvæmda. GERT er ráð fyrir því að álagning- arhlutfall útsvars og fasteigna- gjalda í Reykjavík verði óbreytt til ársins 2006. Þetta kemur fram í þriggja ára áætlun Reykjavíkur- borgar sem lögð var fram í borg- arstjórn á fimmtudagskvöld. Þór- ólfur Árnason borgarstjóri sagði að á tímabilinu yrði áfram stefnt að aðhaldi og sparnaði í rekstri og að skuldir borgarinnar lækki. Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðis- manna, sagði hins vegar að fjár- hagsáætlunin væri til marks um losaraleg tök R-listans á stjórn borgarinnar þar sem gert væri ráð fyrir áframhaldandi skuldasöfnun borgarinnar. Áætlunin tekur til áranna 2004– 2006 og er stefnumótandi fyrir borgarstjórn en ekki skuldbind- andi. Þórólfur sagði að aðgát í fjár- málum setti mark sitt á áætlunina. Skuldir borgarsjóðs, sem hlutfall af skatttekjum, muni á tímabilinu lækka úr 60% á þessu ári í 51% ár- ið 2006. Sem raunstærð muni skuldirnar lækka um einn milljarð Rekstrartekjur aukist um 9,1% en rekstrargjöld um minna, eða 7%. Gert sé ráð fyrir sparnaði, árið 2004 komi fram 500 milljóna króna sparnaður í rekstri, miðað við það sem nú er, eða um 2% sparnaður að meðaltali. Borgarstjóri sagði að ekki beri að skoða þessi áform sem flatan niðurskurð, farið verði yfir tiltæka kosti í sparnaðarnefnd sem komið hefur verið á fót. Þórólfur benti á að tekjur borg- arinnar árið 2004 yrðu 600 millj- ónum króna lægri en ef heimild til útsvarsálagningar yrði fullnýtt, en ekki væri gert ráð fyrir að álagn- ingarhlutfall útsvars og fasteigna- gjalda verði breytt á tímabilinu. Handbært fé frá rekstri muni aukast á tímabilinu, vera 4,5 millj- arðar árið 2004, 4,7 milljarðar árið eftir og rúmlega 5 milljarðar árið 2006. Einum milljarði verði varið til uppbyggingar í leikskólamálum á tímabilinu, einnig verði lögð áhersla á uppbyggingu félagslegs leiguhús- næðis og framboð lóða verði aukið til muna og stefnt að því að 600– 700 íbúðir verði fullgerðar á ári hverju. Skuldir 1.500% meiri en 1993 Björn Bjarnason gagnrýndi hvernig staðið var að framlagningu áætlunarinnar og benti á forsendur í áætluninni sem hann taldi veikar. Áfram væri gert ráð fyrir skulda- söfnun. „Miðað við árslok 2006 munu hreinar skuldir Reykjavík- urborgar, þ.e.a.s. samstæðunnar án lífeyrisskuldbindinga, verða komn- ar í 64 milljarða króna. Það er sext- ánföldun frá árslokum 1993 eða 1.500% hækkun. Í árslok 2006 er gert ráð fyrir að heildarskuldir með lífeyrisskuldbindingum verði orðnar rúmir 100 milljarðar,“ sagði Björn. Benti hann á að í áætluninni væri gert ráð fyrir að íbúum borgarinn- ar myndi fjölga um 1% árin 2004 og 2005, en samkvæmt núgildandi áætlun hefði verið gert ráð fyrir 1,3% fjölgun íbúa. „Það segir sitt fyrir borgarsjóð, hvort íbúum fjölg- ar um 200 á ári eða 1.500 á ári. Skatttekjurnar ráðast mjög af þessari þróun,“ sagði Björn. Einnig sagði hann vanta rökfærslu fyrir því að um 150 fleiri lóðum verði út- hlutað á næstu árum en var árið 2002. Björn sagði áætlunina til marks um þau „losaralegu tök“ sem R- listinn hafi á stjórn borgarinnar, sem birtist í alvarlegri skuldaþróun og auknum byrðum sem lagðar væru á komandi kynslóðir Reykvík- inga. „Sú alvarlega staðreynd blasir við að Reykjavík er ekki fyrsti kostur þeirra sem vilja setjast að á höfuðborgarsvæðinu eða stofna þar fyrirtæki og hefja atvinnurekstur. Reykjavík er ekki lengur í fyrsta sæti,“ sagði Björn. Þriggja ára áætlun lögð fram í borgarstjórn Reykjavíkur Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda óbreytt til 2006 Sjálfstæðismenn segja Reykjavík ekki lengur í fyrsta sæti Björn Bjarnason Þórólfur Árnason BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálf- stæðisflokks í borgarstjórn, gagn- rýndi hvernig staðið var að framlagn- ingu þriggja ára áætlunar fyrir árin 2004-2006, á borgarstjórnarfundi á fimmtudag. Sagði hann meirihlutann hafa farið á svig við sveitarstjórnar- lög þar sem lengri tími en einn mán- uður hafi liðið frá afgreiðslu fjárhags- áætlunar og þar til þriggja ára áætlun var lögð fram. Þórólfur sagði að síðustu ár hafi aldrei náðst að afgreiða þriggja ára áætlun Reykjavíkur innan mánaðar frá afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Sú starfsvenja hafi skapast að tilkynna félagsmálaráðuneyti um töfina. Fleiri sveitarfélög hafi átt í erfið- leikum með þetta og í undirbúningi sé í ráðuneytinu að leggja fram frum- varp til laga um breytingar á sveit- arstjórnarlögum til að lengja þennan frest. Björn sagði að Þórólfur hafi sagt í útvarpsviðtali að borgaryfir- völd hafi fengið undanþágu frá fé- lagsmálaráðuneyti fyrir seinkuninni. Í ljós hafi komið, í kjölfar þess að Björn ritaði félagsmálaráðherra bréf, að ráðuneytið gæti ekki veitt slíka undanþágu og því hafi borgar- stjórinn farið opinberlega með rangt mál. Þórólfur sagði að það væri nýtt fyrir honum að standa í sparðatíningi við menn sem vita betur. Áætlunin verði afgreidd 20 dögum eftir síðasta frest og sú venja hafi skapast á und- anförnum árum að þriggja ára áætl- un væri afgreidd seinna en lög geri ráð fyrir. Björn viti jafn vel og hann að bréf hafi verið sent ráðuneytinu til að tilkynna um töfina og ekki hafi borist athugasemd. Vitnaði borgarstjóri í bréf sem Björn fékk sent frá ráðuneytinu „eft- ir að hann reyndi að þyrla upp um þetta moldviðri“. Í bréfinu sé þess getið „að sveitarstjórnir hafa ítrekað komið því á framfæri við ráðuneytið að sá frestur sem er veittur í 63. grein sveitarstjórnarlaga sé of skammur“. Félagsmálaráðherrann hafi brugðist við þeim ábendingum með því að leggja fram frumvarp þar sem gert verði ráð fyrir að fresturinn verði framlengdur í tvo mánuði. Tímanum eytt í smáatriðaspark „Ef það er verið að eyða tíma í svona smáatriðaspark þá held ég að tíma borgarfulltrúans og okkar hinna sem reynum að vinna hérna sé illa varið,“ sagði Þórólfur meðal annars. Björn sagði erfitt að ræða málin á þeim forsendum sem komu fram í máli Þórólfs. „Ég er ekki vanur að ræða mál með þessum æsingi sem hér kemur fram þegar sett eru fram málefnaleg sjónarmið, að bregðast þá við með þessum hætti að taka þessu öllu per- sónulega eins og um eitthvert tilfinn- ingalegt atriði væri að ræða,“ sagði Björn. „Hér liggur það fyrir að borgar- stjóri segir vegna bókunar okkar sjálfstæðismanna, gefur ákveðna yf- irlýsingu í Ríkisútvarpið sem er röng og að bregðast við því með þeim hætti sem hér hefur komið fram er gjörsamlega fráleitt,“ sagði Björn. Þórólfur sagði að Birni væri vel kunnugt, að á borgarráðsfundi hafi komið fram að tilkynning hafi verið send í félagsmálaráðuneytið og þar hefði verið staðfest að það væri í lagi að ekki væri hægt að afgreiða þriggja ára áætlun innan lögbundins tíma. Sjálfstæðismenn segja sveitar- stjórnarlög brotin Nýtt að standa í sparðatíningi við menn sem vita betur, segir Þórólfur Árnason borgarstjóri „ER mér ekki dálítil vorkunn þegar rætt er um skuldir og alltaf talað út og suður?“ spurði Þórólfur Árnason borgarstjóri í umræðum um þriggja ára áætlun borgarinnar í borg- arstjórn á fimmtudagskvöld þar sem hann og Björn Bjarnason, odd- viti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, tókust á. Björn sagði skuldir borg- arinnar vaxa, þvert ofan í gefin kosningaloforð meirihlutans. Þórólfur sagði orð Björns um að Reykjavík væri ekki lengur í fyrsta sæti hryggileg. Björn sagði eðlilegt að draga þá ályktun að Reykjavík væri ekki lengur í forystusæti þegar íbúum fjölgi um 0,2% í Reykjavík en 2,4% á höfuðborgarsvæðinu. „Ég er ekkert að skorast undan því að vera hér í þessu liði og taka þátt í umræðum á þeim forsendum að bæta og styrkja Reykjavíkurborg, en ég tel að það sé það vitlausasta sem menn gera fyrir Reykvíkinga að halda slíku áfram á röngum forsendum og gera sér ekki grein fyrir því hvert ástandið er,“ sagði Björn. „Ég frábið mér að þurfa að hlusta á bölsýni og bölbænir um vöxt og viðgang borgarinnar,“ sagði Þór- ólfur á móti. Björn sagði það einnig staðreynd „að skuldirnar munu vaxa þvert of- an í gefin loforð R-listans árið 1994. Það er haldið áfram á sömu braut og ekki tekið neitt tillit til þeirra varnaðarorða sem flutt hafa verið um þennan þátt. Ég vona að borg- arstjórinn komi betur undirbúinn næst þegar hann svarar þessari ræðu minni og hann svari henni með efnislegum og málefnalegum hætti,“ sagði Björn. Þórólfur sagði að skuldsetning væri til komin vegna fjárfestinga í orkugeiranum og spurði hvort Björn vildi vera án þeirra fjárfest- inga. „Er mér ekki dálítil vorkunn?“ Morgunblaðið/Júlíus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.