Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lýsti „frétt“ Frétta- blaðsins um að hann hefði rætt um fyrirtækið Nordica og Jón Gerald Sullenberger við Hrein Loftsson á fundi þeirra í London staðlausa. Færði hann fyrir því skýr rök. „Fréttin“ hefur næstum gleymst, eftir að Davíð sagði frá því, að Hreinn hefði nefnt hugmynd Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, um að gera mætti Davíð að vini Baugs með því að greiða honum 300 milljónir króna inn á leynireikning erlendis. Morgunumferðin mánudaginn 3. mars, þegar morg- unvakt RÚV hóf göngu sína með viðtali við Davíð, hægði á sér vegna dramatískra svara Davíðs við spurn- ingum Óðins Jónssonar fréttamanns um „frétt“ Frétta- blaðsins. Með öndina í hálsinum hlustuðu ökumenn og trúðu vart eigin eyrum. Í umræðuþáttum sjónvarps- stöðvanna um kvöldið ítrekaði Davíð frásögn sína. Hann dró alveg skýr mörk milli stjórnmála og viðskipta og talaði tæpitungulaust. Davíð flutti mál sitt beint til allra hlustenda og skýrði þeim frá einstæðri reynslu af samskiptum við mann, sem áður hafði verið náinn sam- starfsmaður, en var gerður út af örkinni sem stjórn- arformaður Baugs til að viðra ákveðna hugmynd með hagsmuni fyrirtækisins í huga. Síðan hafa pólitískar umræður fengið á sig nýjan blæ. Atburðir daglegs lífs eru oft ótrúlegri en það, sem sagt er frá í skáldsögum. Er undir hverjum og einum komið, hvort hann trúir því, sem sagt er. Margir eru í sporum Tómasar og vilja fá að þreifa á sárinu til að sannfærast. Öðrum nægir að lesa og heyra það, sem trúverðugir menn segja. Þeir, sem hafa starfað í ára- tugi með Davíð Oddssyni, vita, að orðum hans má treysta. x x x Ástæðulaust er að gleyma „frétt“ Fréttablaðsins. Bestu úttekt á henni gerði Páll Vilhjálmsson hér í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag. Orð ekki vegin og metin á þeirri forsendu, að han genginn Davíð Oddssyni með sama hætti og t ég, sem hef lengi átt með honum samleið í Sjá isflokknum og verið ráðherra í ríkisstjórn han hefur látið að sér kveða á vettvangi Samfylkin Hann segir „frétt“ Fréttablaðsins geta hafa v aða af almannatengli á launum hjá Baugi. Pál an: „Til að flétta Baugsmanna gengi upp þurft anaðkomandi aðstoð. Ingibjörg Sólrún Gíslad sætisráðherraefni Samfylkingarinnar, bauð s sem nytsaman sakleysingja þegar hún í alræm arnesræðu í febrúar bar blak af þrem nafngr fyrirtækjum sem tæplega eru fyrirmyndardæ vinnurekstur, svo ekki sé meira sagt, og ásak sætisráðherra fyrir að leggja fyrirtækin í ein þeirra er Baugur og annað Norðurljós/Jón Ó Páll tekur með þessum orðum undir rök Da Oddssonar í samtalinu við Óðin, þegar Davíð „Ég held þetta sé allt saman gert til þess a ýta undir það sem að talsmaður Samfylkinga byrjaði svo óheppilega á í Borgarnesi að fjalla sem hún kallaði orðróm eða gróusögur og byg sínar á því. Að reyna að sanna það að ég hefð hafa þekkt þetta nafn á þessum manni og þar komin einhver sönnun fyrir því að ég hafi und ar þessar innrásir í öll þessi fyrirtæki.“ x x x Í ljósi þessa er sérkennilegt að heyra samfy armenn kveinka sér undan því undanfarna da stjórnmálaumræður í aðdraganda þingkosnin ekki um pólitík heldur hafi breyst í einskonar slag“, svo að endurtekin sé tuggan, sem hver ur upp eftir öðrum. Í ritstjórnardálki Viðskip VETTVANGUR Veiðileyfið frá B Eftir Björn Bjarnason JUNICHIRO Koizumi, forsætisráðherra Jap- ans, hélt því fram vikum saman að hann myndi tilnefna „einarðan baráttumann gegn verð- bólgu“ sem bankastjóra Japansbanka. Þess í stað valdi hann mann sem er gegnsýrður af íhaldssömum starfsháttum bankans. Kjark- leysi Koizumis í þessu máli lýsir ekki persónu- leika hans heldur endurspeglar það ábyrgð- arleysi stjórnmálakerfisins í Japan sem stendur efnahagnum fyrir þrifum. Frá hagfræðilegu sjónarmiði væri einfalt að binda enda á samdráttinn sem lengi hefur ein- kennt efnahag landsins. Embættismenn myndu afskrifa arðlitlar fjárfestingar sem Jap- anir hafa setið uppi með frá efnahagsloftból- unni seint á níunda áratugnum og fjarlægja síðan brakið sem yrði eftir í fjármálakerfinu. Eins og reynslan af fjármálakreppunni í Suð- ur-Kóreu og Taílandi sýnir þarf pólitískan vilja sem hæfir verkefninu. Þótt afskriftirnar í þessum löndum hafi verið miklar voru þær ekkert í líkingu við það sem þarf í Japan. Paul Volcker, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, áætlaði árið 1999 að fjárhagslega endurskipulagningin yrði svo umfangsmikil að hún myndi jafngilda yfir 100% af vergri þjóðarframleiðslu Japans. Stjórnmálamenn þurfa að vera hugrakkir til að geta lagt til að þjóðarframleiðsla heils árs fari í súginn! Það kemur því ekki á óvart að ráða- mennirnir í Japan skuli forðast vandamálið eins og heitan eldinn. Þessa tilhneigingu til undandráttar má rekja til pólitíska kerfisins sem komið var á eftir Meiji-endurreisnina á nítjándu öld og þetta kerfi lifir enn, þrátt fyrir stjórnarskrána sem sett var eftir síðari heimsstyrjöldina. Ólíkt Kína, sem öldum saman var sameinað keis- aradæmi sem stjórnað var með skrifræði og valdboðsstefnu, þróaðist í Japan tvöfalt og stundum þrefalt stjórnarform sem átti engan sinn líka. Með Taika-umbótunum árið 604 var komið á stjórnskipulegu einræði þar sem póli- tíska valdið var í höndum sjogúna (yfirhers- höfðingja), forsætisráðherra, eða aðalráðgjafa sem nutu stuðnings hersins. Þetta leiddi til langs tímabils heilagra og friðhelgra keisara – en pólitískt valdalausra – sem eru enn miðdep- ill japanskrar þjóðernishyggju. Valdhafarnir á Meiji-tímabilinu á 19. öld höfðu áhuga á vopnabúnaði og kappkostuðu því að afla sér vestrænnar vísindaþekkingar og tækni. Búin var til „þjóðarsamsemd“ sem rétt- lætti valdið með nýjum hætti og gerði valdhöf- unum kleift að beita nýjum stjórnunar- aðferðum. Í keisaratilskipun um hermenn og sjómenn árið 1882 var hugmyndafræðin á bak ættism síðari Band urinn kljá d Rey þess a heims lýsts og stj marg Reyn og Ma New hagvö ur á á hæfar eftir i stórt Así marg banda og fjá áhætt skuld efnah tugnu Ára Þeir þ skipti baki v að sto erfitt sér. Þ þjánin semi o og Fö Eftirs vonir við „fjölskylduríkið“ sett fram, en hún mótaði stigskiptu félagslegu tengslin sem fóru eftir valdi, blóðtengslum og aldri. Megingildi fjöl- skylduríkisins – hollusta, auðmýkt gagnvart foreldrum og skyldur gagnvart eldra fólki – voru breidd út með herkvaðningu og innræt- ingu í menntakerfinu. Á sama tíma komu valdhafarnir innan fá- mennisstjórnarinnar á Meiji-tímabilinu upp pólitísku kerfi þar sem völdin söfnuðust ekki á neinn einn stað. Þeir neituðu að setja stjórn- arskrá sem heimilaði að völdin kæmust í hend- ur leiðtoga sem keisarinn skipaði. Það hefði stefnt stöðu nokkurra þeirra í hættu og orðið til þess að fámennisstjórnin leystist upp. Þess í stað völdu þeir torskilið valdskiptingarkerfi þar sem enginn vissi hver bæri ábyrgð á ákvörðunum valdhafanna. Þetta var í reynd risavaxið kerfi ábyrgðarleysis, eins og aðdrag- andi heimsstyrjaldarinnar síðari sýndi. Valdhafarnir á Meiji-tímabilinu höfðu einnig í frammi áróður gegn stjórnmálamönnum, sem gættu þröngra hagsmuna flokka eða ein- staklinga, og sögðu þá óþjóðrækna. Þess vegna þurfti að finna annan hóp til að stjórna landinu og komið var upp embættismannakerfi hæfi- leikamanna, sem voru flestir fengnir úr laga- deild háskólans í Tókýó (Todai). Einn valdhaf- anna innan fámennisstjórnarinnar, Yamagata Aritomo, gerði embættismannakerfið ónæmt fyrir pólitískum afskiptum með því að fá per- sónuleg boð frá keisaranum sem aldrei var hægt að hnekkja. Ráðgjafahópur keisarans stóð einnig vörð um vald Aritomos til að gefa út tilskipanir um próf, stöðuveitingar, refsingar og brottvikningu embættismanna. Útkoman var ekki stjórnarfar eins og í Frakklandi á þessum tíma. Þar sem ekki var til neinn pólitískur lénsdrottinn til að útkljá deilur embættismanna var aðeins hægt að taka ákvarðanir með „almennu samkomulagi“, sem var oftast veigrunarorð yfir stöðnun og mátt- leysi. Pólitískt kerfi Meiji-tímabilsins og emb- Pólitískt svarthol Ja D Ka rá Japanskur efnahagur hefur verið í mikilli lægð undanf © The Project Syndicate. eftir Deepak Lal LANDSÞING FRJÁLSLYNDRA Landsþing Frjálslynda flokksins varsett á Hótel Sögu síðdegis í gærog halda fundarstörf áfram í dag. Í setningarræðu sinni sagði Sverrir Her- mannsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, m.a. um sjávarút- vegsmálin: „Það verða aldrei sættir um óbreytt kerfi af okkar hálfu. Við munum aldrei gefa eftir í baráttunni fyrir réttlætinu.“ Í framhaldi af þessum orðum lýsti Sverrir Hermannsson stefnu flokks síns í sjávarútvegsmálum og sagði að með þeim væri lagt til að taka upp kerfi fiskveiða, sem hefði sannað sig með afbrigðum vel í Færeyjum, þar sem fiskistofnar hefðu stóreflst. Í stórum dráttum felst stefna Frjálslynda flokksins í því að skipta fisk- veiðiflotanum upp í fjóra meginflokka. Í fyrsta lagi smábáta, þar sem sókn- ardagakerfi mundi ríkja. Í öðru lagi dagróðrabáta, þar sem kvótakerfi yrði einnig afnumið og tekin upp sóknarstýring. Í þriðja lagi ísfisk- togara og línuskip, sem mundu fá aðlög- unartíma til þess að færast yfir í sókn- ardagakerfi, og í fjórða lagi frystitogara og veiðiskip uppsjávarfiska. Þessi skip mundu halda veiðiheimildum sínum en viðskipti með þær óheimil. Þessi stefna í sjávarútvegsmálum er grundvallarþáttur í stefnu Frjálslynda flokksins enda ljóst að flokkurinn er ekki sízt stofnaður til þess að berjast gegn núverandi stjórnkerfi fiskveiða. Gagnrýni Morgunblaðsins á undan- förnum árum á fiskveiðistjórnarkerfið hefur ekki fyrst og fremst byggzt á and- stöðu við kvótakerfið sem slíkt heldur að gjald skyldi ekki í upphafi tekið fyrir nýtingu takmarkaðrar auðlindar, sem lögum samkvæmt er sameign þjóðarinn- ar. Frjálslyndi flokkurinn gerir ekki ráð fyrir slíkri gjaldtöku í tillögum sínum að öðru leyti en því, að Sverrir Her- mannsson sagði í ræðu sinni að öllum afla flotans ætti að skipa á land og þá þegar ætti að greiða af honum gjald til sameiginlegra þarfa sjávarútvegsins og rannsókna. Að þessu leyti má kannski segja, að Frjálslyndi flokkurinn taki und- ir með þeim, sem í umræðum um þessi mál á undanförnum árum hafa verið til- búnir til að samþykkja gjald til greiðslu kostnaðar en ekkert umfram það. Morgunblaðið hefur hins vegar verið þeirrar skoðunar, að gjaldtaka eigi að vera umfram kostnaðargreiðslur, og telja verður að þau lög, sem koma til fram- kvæmda um auðlindagjald á næsta ári, stefni að því marki, þótt lengra hefði mátt ganga í upphafi. Frjálslyndi flokkurinn verður ekki gagnrýndur fyrir það að gagnrýna sjáv- arútvegsstefnuna án þess að benda á aðra leið því að stefna flokksins á þessu sviði er býsna skýr. Hins vegar er margt sem bendir til að stór hluti þjóðarinnar sé tilbúinn til að láta reyna á það nýja kerfi, sem tekið verður upp haustið 2004. Og það er ekki ástæða til að gera lítið úr hugmyndum um að taka ákvæðið um sameign þjóðarinnar á fiskistofnum upp í stjórnarskrá. Það er grundvallaratriði, sem á að koma í veg fyrir að sams konar stórslys verði á nýjan leik í sjávarútvegs- málum og þjóðin hefur orðið vitni að á síðasta einum og hálfum áratug. Það leikur sér enginn að því að afnema ákvæðið um sameign þjóðarinnar þegar það er komið í stjórnarskrá. UPPRÆTUM SKATTASKJÓLIN Umræður utan dagskrár fóru fram áAlþingi á fimmtudag um skattaskjól Íslendinga í útlöndum. Málshefjandi var Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, og kallaði hann eftir aðgerðum íslenskra stjórnvalda, til að koma í veg fyrir undanskot undan skatti með fjár- magnsflutningum á milli landa. Vitnaði hann í skýrslu skattrannsókn- arstjóra um málefni Jóns Ólafssonar, sem nýlega var birt í Morgunblaðinu, og sagði: „Þessi skýrsla veitir heilmikla inn- sýn inn í þann heim, sem hér hefur verið skapaður á síðustu árum, í ferli sem kall- að hefur verið braskvæðing samfélags- ins.“ Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði vissulega vakna spurningar um möguleika manna til að flytja fé út úr ís- lenskri skattalögsögu til annarra landa án þess að gefa það upp og greiða eðlileg opinber gjöld. Fjármálaráðherra sagði m.a.: „Opnun okkar hagkerfis á undanförnum árum og alþjóðavæðing viðskipta- og fjármálalífs- ins gerir það að verkum að sérstök ástæða er til að vera á varðbergi gagn- vart slíku, bæði af hálfu innlendra yfir- valda en einnig í samstarfi við aðrar þjóð- ir.“ Síðar í ræðu sinni sagði fjármálaráð- herra að hið nýja umhverfi ætti ekki að vera gróðrarstía spillingar og skattaund- andráttar heldur farvegur fyrir heiðar- lega starfsemi. Hann bætti við: „Og það er leitt ef í ljós kemur að einhverjir hafi misnotað það frelsi og þann trúnað sem þeim hefur verið sýndur að þessu leyti. Slíkt framferði er að sjálfsögðu ekki liðið. Ef breyta þarf lögum til að uppræta slíkt munum við að sjálfsögðu beita okkur fyr- ir því. Ef efla þarf rannsóknar- og eft- irlitsaðila munum við tryggja fjármagn til þess. Um það ætti að vera góð sátt og það er að sjálfsögðu réttmæt krafa ís- lenskra skattgreiðenda.“ Frásögn Morgunblaðsins um skattskil Jóns Ólafssonar vakti mikla athygli er hún var birt. Þar kom fram að skattrann- sóknarstjóri telur að Jón Ólafsson og fé- lög á hans vegum hafi komið 3,2 millj- örðum króna undan skatti, m.a. með því að nota svokölluð „skattaskjól“. Rann- sókn skattrannsóknarstjóra beinist ekki að því að Jón Ólafsson hafi nýtt sér glufur í núverandi kerfi. Það er mat hans að um sé að ræða brot á gildandi reglum. Eins og fjármálaráðherra bendir rétti- lega á búum við nú við nýtt og miklu opn- ara viðskiptaumhverfi. Það er jákvætt og mun ýta undir hagsæld þjóðarinnar. Á næstu árum má búast við að viðskiptaum- hverfið verði enn opnara gagnvart öðrum ríkjum. Hins vegar er mikilvægt, einmitt vegna þessa, að skoða vandlega hvort nægilega vel sé tryggt í núgildandi reglum að ekki sé hægt að misnota hið aukna frelsi. Það er grundvallaratriði og forsenda hins frjálsa markaðskerfis að það sé ekki misnotað. Enginn mælir vonandi með því að höft verði sett á flutninga fjármuna milli ríkja. Það er hins vegar eðlileg og sjálfsögð krafa að menn greiði sína skatta og geti ekki beitt brögðum til að koma sér hjá því. Því ber að fagna þeim orðum fjár- málaráðherra að efbreyta þurfti lögum til að koma í veg fyrir misnotkum á kerfinu þá verði það gert. Í fréttum Morgunblaðsins hefur meðal annars komið fram að svokölluð CFC-lög- gjöf hefur ekki verið lögfest hér á landi. Slík löggjöf fjallar um skattalega með- ferð erlendra félaga í eigu innlendra að- ila. Það var tími til kominn að þetta mál yrði tekið upp á Alþingi. Þetta er mál sem mikilvægt er að rætt sé til hlítar á Alþingi og reynt verði að ná breiðri pólitískri samstöðu um að gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru. Það þarf að uppræta skattaskjólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.