Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 35 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnar í dag kl. 15 myndlistarsýningu í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg. Sýningin ber yfirskriftina Að mínu skapi, og það er einmitt forsætisráð- herrann sem hefur séð um val á verkum á sýninguna. Þar verða verk eftir Braga Ás- geirsson, Daða Guðbjörnsson, Erró, Jónas Braga Jónasson, Karólínu Lárusdóttur, Kjartan Guðjónsson, Kristínu Gunn- laugsdóttur, Pétur Gaut Svav- arsson, Sigrúnu Eldjárn og Steinunni Marteinsdóttur. „Þetta eru bæði yngri og eldri málarar, karlar og konur á öllum aldri, allt núlifandi málarar sem hafa verið frískir, áhugaverðir og ólíkir í senn, og mér fannst það góð blanda,“ segir Davíð Oddsson um val sitt. Davíð er þekktur að ritstörfum sínum og bókmenntaáhuga en hvað um myndlistina? „Ég hef áhuga á myndlist en sem teiknari er ég mjög ná- lægt núllinu á skalanum núll til tíu. Mér er mjög minnisstæð saga sem ég áttaði mig ekki á hvað væri í raun djúp og merkileg fyrr en löngu, löngu seinna. Ég var í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar á teikninámskeiði. Jóhann Briem, sá mikli málari var að kenna okkur að teikna. Ég var þarna að teikna eitthvað og hann stóð fyrir ofan mig, dálítið feitur og mikill og horfði á mín verk og sagði svo – frekar við sjálfan sig en mig: Að hugsa sér að maður eins og ég skuli kenna manni eins og yður. Mörgum ár- um seinna áttaði ég mig á því hvað það var djúp sorg í þessu; að þessi mikli listamaður skyldi þurfa að vinna fyrir brauði sínu með því að kenna manni eins og mér, hæfileikalausum á þessu sviði. Þetta situr lengi í mér, en ég hef engu að síður verið aðdá- andi Jóhanns Briem lengi. Svona var þetta, og segir í raun heilmikið því Jóhann var varfærinn maður og hefði ekki sagt þetta nema af því að honum þótti það hryllilegt.“ Davíð kveðst sækja myndlistarsýn- ingar þótt það takist ekki eins oft og skyldi vegna anna á öðrum sviðum. „Ég sat í stjórn Kjarvals- staða á sínum tíma og fékk þá smjörþefinn af þessu,“ segir Davíð Oddsson. Davíð Oddsson forsætisráðherra velur verk á sýningu í Galleríi Fold Að hugsa sér að maður eins og ég skuli kenna manni eins og yður Davíð Oddsson Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Í gær var lögð síðasta hönd á undirbúning sýningarinnar Að mínu skapi. FIMM nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík ljúka burtfarar- og einleikaraprófum frá skólanum í vor, með tónleikum í Salnum. Tónleikaröð nemendanna hefst í dag með tvennum tónleikum. Em- ilía Rós Sigfúsdóttir leikur kl. 14 og Sturlaugur Jón Björnsson kl. 17. Emilía segir undirbúning tón- leikanna hafa gengið mjög vel, en meðleikari hennar verður Guð- ríður St. Sigurðardóttir píanóleik- ari. „Nú er líka orðið stutt til stefnu, þannig að það væri slæmt ef allt væri ekki orðið tilbúið. Annars finnst mér ég aldrei nógu tilbúin – það er alltaf hægt að gera betur. Maður verður bara að átta sig á því að þetta er ekki út- skrift fyrir lífstíð, – ekki gott heldur að vera of strangur við sjálfan sig. Ég á vonandi eftir að læra meira og gera meira í líf- inu.“ Emilía leikur partítu eftir Bach, sem upphaflega var samin fyrir lútu, aríuna Meine Seele hört im Sehen eftir Händel, og þar syngur Sigríður Ósk Krist- jánsdóttir með þeim Guðríði og Morceau de concours eftir Gabr- iel Fauré. „Það er verk sem hefur fylgt mér í gegnum tíðina og eitt af mínum uppáhaldsverkum. Það er lítið og sætt, en erfitt að spila það fallega.“ Hún leikur einnig Sónatínu eftir Henri Dutilleux og Orange Dawn eftir enska tón- skáldið Ian Clark. „Clark samdi þetta á þeim tíma þegar hann var mesta að semja tónlist við nátt- úrulífsmyndir frá Afríku. Ég heyrði verkið fyrst í sumar, þegar ég var á námskeiði úti í Englandi, og flautuleikarinn sem lék það verður kennarinn minn næsta vet- ur. Þetta er alveg yndislegt verk, svolítið glansnúmer sem mér finnst gaman að fá að spila.“ Þá leikur Emilía annað verk með söngkonu, Töfraflautuna úr Sheh- erazade eftir Ravel, og loks Són- ötu eftir Othar Taktakishvili. „Ég mátti sjálf koma með hugmyndir að verkum fyrir þessa próf- tónleika og valdi enska verkið, sónötuna eftir Taktakishvili og verkið eftir Dutilleaux. Kenn- arinn minn Bernharður Wilkinson stakk svo upp á Bach og ég varð ástfangin af því verki um leið og ég fór að spila það, og hann stakk líka upp á því að tæki eitthvað með söngkonu, og ég hef alls ekki séð eftir því. Ég hef lítið verið í kammermúsík og ekkert spilað með söngvurum, en þetta hefur verið frábær reynsla og ég er ánægð með prógrammið.“ Ætti að vera næsta skref Emilía fór í inntökupróf í Trin- ity-tónlistarskólann í London fyr- ir jól, og komst inn, þannig að stefnan verður tekin í áframhald- andi nám. „Mig langaði að komast til þessa kennara sem ég sagði þér frá, ég sótti ekki um að kom- ast neitt annað, – ég vissi alveg að þetta ætti að verða næsta skref hjá mér. Hann samþykkti að verða kennarinn minn, þannig að þetta gekk upp.“ Tónleikar Sturlaugs Jóns Björnssonar hefjast kl. 17 og meðleikari hans verður Hrefna Eggertsdóttir. „Ég ætla að spila norskt ein- leiksverk, Horn-Lokk eftir Sigurd Berge og Kvintett fyrir horn og strengi eftir Mozart með að- stoð nemenda úr strengjadeild skólans. Þá flyt ég verk fyrir horn og píanó eftir franska tónskáldið Eugene Bozza – það er svona glansnúmer, og loks Sónötu eftir Hindemith.“ Stur- laugur segist hafa verið búinn að vinna í öllum verkunum áð- ur, þegar kom að því að velja verk á tón- leikana. „Þegar að því kom var bara að púsla saman dagskrá sem yrði skemmtileg, bæði fyrir áheyr- endur að hlusta á og mig að spila.“ Sturlaugur stefnir á nám í Boston næsta vetur, og bíður svara frá nokkrum skólum. „Ég fór út fyrir jól, hitti kennara og námsráðgjafa og þetta lítur allt vel út, – svörin koma bara ekki fyrr en í apríl. Ég er að leita svo- lítið eftir hornleiksstílnum í Bost- on, – mér líkar hann mjög vel. Þetta hentar mér líka vegna þess að ég á stóra fjölskyldu þar, – móðir mín er amerísk.“ Suðupottur fyrir aðra tónlist Sturlaugur segir að í dag sé ekki eins mikill munur á spilaað- ferðum og spilatóni eftir heims- svæðum og var hér áður fyrr. „Boston-svæðið sker sig þó svolít- ið úr. Það er eins konar millistig á milli þess sem tíðkast í Evrópu annars vegar og í New York hins vegar, en það eru stærstu and- stæðurnar.“ En Boston er líka suðupottur fyrir alls konar aðra tónlist og bræðing af öllu tagi. „Ég hef sjálfur spilað mikið djass í gegnum tíðina, og spilaði þá á saxófón með Stórsveit Reykjavík- ur og fleirum. Ég hætti því fyrir ári til að geta einbeitt mér að horninu. Ég stefni nú samt eins og er á klassísku miðin.“ Stefna á London og Boston í framhaldsnám Emilía Rós Sigfús- dóttir, flautuleikari. Sturlaugur Þór Björnsson, hornleikari. Lokaprófstón- leikar í Salnum Hann er í hópi listamanna eins og Sherry Levine, Richard Prince og Jeff Kuns sem vinna með eignar- námslist (appropriation art). Bidlo er heimsþekktur fyrir eftirlíking- ar sínar af tímamótaverkum 20. aldar listasögu og ekki síður fyrir orðræðuna sem listaverk hans skapa um stöðu listamannsins og myndlistarinnar í nútímanum. MIKE Bidlo heldur fyrirlestur í Listasafni Íslands í dag, laugar- dag, kl. 11–13, í tilefni sýningar sinnar „Ekki Picasso, ekki Poll- ock, ekki Warhol“ sem stendur yf- ir í Listasafni Íslands. Mike Bidlo er Bandaríkjamað- ur og kom fram á sjónarsviðið í myndlistarheiminum í New York snemma á áttunda áratugnum. Fyrirlestur í tilefni sýningar NÚ stendur yfir í Hafnarborg sam- sýning þeirra Kristins Pálmasonar, Gulleiks Lövskar og Baldurs J. Bald- urssonar og eru verk þeirra í tveimur sölum, Sverrissal og Apóteki. Verk Baldurs samanstendur af tveimur hljóðinnsetningum sem skír- skota m.a. í heilabylgjur, beint og óbeint, þar sem notaðar eru Delta- bylgjur. Kristinn sýnir ný málverk hönnuð með rými salanna í huga. Málverk Kristins enduróma m.a. kontrasta í skölum. Annars vegar kosmískar víddir í eiginlegu mynd- máli eða áferð verkanna og hins vegar raunstærðum þeirra og nálægð. Gulleik tekst á við að sameina nýjar tilraunir í húsgagnasmíði við gamla hefð. Hann sýnir þrjá stóla í nýrri línu: barstól, borðstofustól og hæg- indastól. Hafnarborg er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–18 og lýkur sýn- ingunni á mánudag. Olíumálverk eftir Kristin Pálmason í Sverrissal. Samsýning í tveimur sölum Hafnarborgar ÁSMUNDUR Ásmundsson mynd- listarmaður opnar sýningu á steypuverki í Galleríi Hlemmi, Þverholti 5. Verkið er unnið í steinsteypu og önnur efni sem not- uð eru við nýbyggingar og/eða við- hald gamalla húsa. Hluti verksins er myndbandsupptaka af uppsetn- ingu verksins en það er samvinnu- verkefni Ásmundar, kvikmynda- gerðarmannsins Bradley Grey og tónlistarmannsins Péturs Eyvinds- sonar. Ásmundur hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga. Pétur er raf- rænn tónlistarmaður sem hefur komið fram um árabil ásamt hljómsveit sinni, Vindva Mei. Hann hefur undanfarið einnig komið fram einn síns liðs undir nafninu DJ Musician og hefur lag hans „Jolly Good Techno“ verið spilað á undan fótboltaleikjum þýska knattspyrnuliðsins Herthu Berlin á heimavelli þeirra Olympia Stadion. Sýningin stendur til mánaða- móta og er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Samþætt verk úr steinsteypu og raf- tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.