Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 59 DAGBÓK AUGUN BLÁ Af öllu bláu, brúður kær! hið bezta þér í augum hlær; svo blár er himinbláminn ei, svo blátt er ekkert gleym-mér-ei. Hvað gaf þeim blíðu-bláma þann, sem bindur, töfrar sérhvern mann? Þín elskan hlýja, hreinust sál og hjarta, sem ei þekkir tál. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 8. mars, er sjötugur Örn Scheving, fyrrverandi fast- eignasali, Lindargötu 44, Reykjavík, eiginkona hans er Jakobína Guðmunds- dóttir. Þau eru stödd á Kan- aríeyjum þar sem þau hafa vetrarbúsetu. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman á Palm Beach í Flór- ída 10. ágúst sl. þau Jenný Þórisdóttir og Mark Thom- as Piccione. Heimili þeirra er í Flórída. EINHVERRA hluta vegna hafa „fræðimenn“ í sagnvísindum lagt sig mjög eftir því að þróa svar- útfærslur við grandopnun. Í grófum dráttum má segja að nálgunin sé tvíþætt: Ann- ars vegar að spyrja opn- arann í þaula um skiptingu og styrk, og hins vegar að lýsa spilum svarhandar sem best fyrir opnaranum. Reynslan kennir að best er að blanda þessu saman. Eigi svarhönd tiltölulega jafna skiptingu er hagkvæmara að spyrja grandarann, en ef svarhönd horfir á stuttlit (einspil eða eyðu) kemur betur út að upplýsa opn- arann um eigin spil. Sumir ganga svo langt að nota allt þriðja þrepið til þess eins að sýna einspil: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ G107 ♥ Á95 ♦ KD6432 ♣8 Suður ♠ ÁKD ♥ K84 ♦ 95 ♣Á10964 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Ekki þarf að hafa mörg orð um það að norður er ekki í hópi fræðimanna – hann tilheyrir hinum hag- sýnu spilurum sem vilja þegja um veikleikann. Þeir tæknilegu myndu leitast við að sýna tígulinn og stutta laufið til að makker gæti tekið síðustu ákvörðunina. Einfaldasta leiðin til þess er að nota stökk í þrjú lauf í merkingunni: „Ég á einspil í laufi.“ Síðan hæfist litarleit upp á við ef með þyrfti, en hér myndi suður auðvitað segja strax þrjú grönd. Þá er sagnspekinni lokið og spilamennskan tekur við. Hvernig á að spila þrjú grönd með litlum spaða út? Vandinn er að nýta tíg- ulinn án þess að missa sam- bandið við blindan. Það væri ógætilegt að spila rakleiðis tígli á kónginn, því austur dúkkar einfaldlega með ÁGx: Norður ♠ G107 ♥ Á95 ♦ KD6432 ♣8 Vestur Austur ♠ 98642 ♠ 53 ♥ D62 ♥ G1073 ♦ 108 ♦ ÁG7 ♣KG3 ♣D752 Suður ♠ ÁKD ♥ K84 ♦ 95 ♣Á10964 Eftir þá byrjun er úti- lokað að fá meira en einn slag á tígulinn. Rétta tæknin er að spila smáum tígli strax frá báðum höndum, því þann slag verð- ur vörnin að taka. Laufið er nógu þétt til að þola árás og næst getur sagnhafi spilað tígli að heiman og sparað sér hjartaásinn sem loka- innkomu á frílitinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 O-O 10. O-O-O a6 11. Df2 Rxd4 12. Bxd4 Dc7 13. Bd3 b5 14. Dh4 h6 15. Re2 f6 16. Dg4 Bxd4 17. Rxd4 Rc5 18. Dg6 Rxd3+ 19. Hxd3 Dc4 20. Hhd1 Ha7 21. Kb1 Dc7 Staðan kom upp á of- urmótinu í Linares sem stendur nú yfir. Vladimir Kramnik (2807) er tekinn upp á því að leika e2-e4 í fyrsta leik og skemmtanagildi skákanna hans hefur aukist í samræmi við það. Hann hafði hér hvítt gegn Teimour Radjabov (2624). 22. f5! Db6 aðrir leikir hefðu ekki orðið hótinu skárri þar sem bæði eftir 22... fxe5 23. Rxe6 Bxe6 24. Dxe6+ og 22... exf5 23. e6 stendur hvítur vel að vígi. 23. Hh3 fxe5 24. Hxh6 Hf6 25. De8+ Hf8 26. Hh8+ Kxh8 27. Dxf8+ Kh7 28. Rf3 Dc7 29. fxe6 e4 30. Rg5+ Kh6 31. h4 Kh5 32. Df5 g6 33. g4+ Kxh4 34. Hh1+ Kg3 35. Hg1+ Kh4 36. Df6 og svartur gafst upp. 4. og 5. umferð í Þor- björns-Fiskaness mótinu fara fram í dag í Salt- fisksetrinu í Grindavík. Fyrri umferðin hefst kl. 11.00 en síðari kl. 16.00 og eru áhorfendur velkomnir. Skák Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÖNNUR umferð fyrsta alþjóðlega kvennamótsins, VISA-mótsins, fór fram í Saltfisksetrinu á fimmtudags- kvöld. Norðmenn sigruðu Evrópu- meistara Frakka 2½–1½: Karelle Bolon – Sylvia Johnsen 0–1 Caroline Cochet – Torill Hagesæther 0–1 Mathilde Choisy – Marte Egeland ½–½ Valerie Maupin – Gro Ferkingstad 1–0 Valerie vann frekar öruggan sigur. Hún fékk örlítið betra snemma tafls og nýtti það vel. Torill vann Caroline eftir þunga skák. Mathilde og Marte gerðu jafntefli í líklega skemmtileg- ustu skák kvöldsins. Stórskemmtileg barátta frá upphafi og vonandi verður mikið af svona skákum í mótinu sem hefur reyndar einkennst af mikilli og harðri baráttu. Sylvia vann laglega á reynslunni. Á Þorbjarnar-Fiskaness mótinu lagði íslenska kvennalandsliðið sam- eiginlegt lið Taflfélags Garðabæjar og Skákfélags Grindavíkur 2½–1½: Björn Jónss. – Guðlaug Þorsteinsd. 0–1 Leifur I. Vilmundars. – Anna B. Þorgrímsd. 1–0 Páll Ingólfsson – Áslaug Kristinsd. ½–½ Samuel Hermannsson – Hallgerð- ur Þorsteinsd. 0–1 Hallgerður, sem er 10 ára gömul, sigraði þarna í sinni fyrstu viðureign fyrir landsliðið. Samuel byggði upp sóknarstöðu, en Hallgerður varðist vel og fékk smátt og smátt betri stöðu. Góð skák hjá henni. Leifur fékk betra tafl fljótlega eftir byrjunina og vann vel úr því. Skák Páls og Áslaugar var jöfn og spennandi. Áslaug missti af vænlegri leið í lokin, en segja má að jafntefli hafi verið sanngjarnt. Guð- laug fékk betra strax í byrjun, tefldi að krafti eftir það og vann örugglega. Sokolov lagður í annað sinn Eins og fram hefur komið lagði Helgi Ólafsson (2.475) hollenska stór- meistarann Ivan Sokolov á Íslands- móti skákfélaga sem lauk um mán- aðamótin. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Helgi leggur þenn- an sterka stórmeistara, sem er í 19. sæti á heimslista FIDE. Helgi hefur skýrt skákina fyrir skákþátt Morgun- blaðsins. Hvítt: Helgi Ólafsson (Hellir) Svart: Ivan Sokolov (Hrókurinn) Slavnesk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 c6 3. Rc3 d5 4. Rf3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 Rbd7 7. Rxc4 Dc7 Ivan Sokolov bregður út frá 7. … Rb6 sem hefur fært honum margan góðan sigurinn. Á Ólympíuskák- mótinu í Bled í nóvember sl. lenti hann í miklum vandræðum gegn Lputian í því afbrigði. 8. g3 Hd8 Óvæntur leikur og afar fáséður. Yf- irleitt er leikið 8. …e5 9. dxe5 Rxe5 10. Bd4 Rfd7 11. Bg2 og nú telst er hinn skarpi leikur 11. …g5 síðasti snúningurinn í þessu flókna afbrigði. 9. Bf4 Dc8 10. Bg2 Rc5 11. 0–0 Bh3 12. Hc1 Hógvær leikur og traustur. Freist- andi var að láta drottninguna af hendi með 12. dxc5 Hxd1 13. Hfxd1, en skákin var tefld of snemma morguns fyrir slíkar æfingar. 12. …Bxg2 13. Kxg2 Re6 14. e3 Rxf4 15. gxf4 g6 Hugsanlega var betra að leika 15. …e6 til þess að sporna við minni- hlutaárás hvíts á drottningarvæng. 16. b4 Bg7 17. Df3 0–0 18. b5 cxb5 19. Rxb5 a6 20. Re5 Db8 21. Rc3 Upphaflega var meiningin að leika 21. Ra3, en eftir 21. …Rd5 nær svart- ur að halda stöðunni vel saman. 21. …Hc8 22. a5 Með þeirri hugmynd að binda peð svarts niður á drottningarvæng með – Ra4. Sokolov losar um sig þegar í stað en situr eftir með veikleikann á a6. 22. …b5 23. axb6 Dxb6 24. Ra4 Dd6 25. Rc6 Rd7 26. Hc4 e6 27 Hfc1 Kh8 Hótunin var 28. Re7+. Hvítur hef- ur náð að byggja upp mikinn þrýsting á stöðu svarts en það er ekki auðvelt að brjótast í gegn. 28. H1c2 f6 29. h3 Hc7 30. Ra5 Hxc4 31. Hxc4 e5 32. Dc6! Dxc6 Eftir 32. …De7 33. Rc5 Rxc5 34. dxc5 er frípeðið á c-línunni stórhættu- legt og svartur hefur lítið mótspil. 33. Hxc6 33. Rxc6 kom einnig til greina. 33. …exd4 34. exd4 f5 35. Hxa6 Rf6 Vitaskuld ekki 35. …Bxd4 36. Hd6! og vinnur mann. 36. Rc3 Hvítur var í miklu tímahraki þegar hér var komið sögu. Hér var 36. Rc5 sennilega sterkari leikur. 36. …Rh5 37. Re2 He8 38. Kf3 h6 39. Rc6 Ekki 39. Hxg6 Hxe2 40. Hxg7 He4 og svartur heldur velli. 39. … g5 40. Re5 Kh7 41. Ha7 Kg8 Hér veitti 41. …Hb8 meira viðnám. 42. Rg3! Rxf4 43. Rxf5 Re6 Eftir 43. …Bxe5 44. Rh6+ Kh8 (ekki 44. …Kf8 45. Hf7 mát) 45. dxe5 Rxh3 46. Rg4! á svartur enga hald- góða vörn gegn hótuninni 47. Rf6. Það veldur svarti ekki síst erfiðleikum að kóngsstaðan er býsna ótrygg. 44. Kg4! Tekur ýmsar hættulegar skákir úr stöðunni og bætir kóngsstöðuna um- talsvert. 44. …Hf8 45. He7! Hf6 46. Rd7 h5+ Eða 46. …Hg6 47. d5 Rf4 48. Hxg7+ Hxg7 49. Rf6+! Kf7 50. Rxg7 og það er sama hvor riddarinn er drepinn hvítur leikur næst 51. Rh5+ og þvingar fram unnið peðsendatafl. 47. Kxh5 Hxf5 48. Kg6! Þessi öflugi kóngsleikur gerir út um taflið. Svartur hafði vonast eftir 48. Hxe6 en eftir 48. …Kf7 er ekki öll nótt úti. 48. …Hd5 48. …Hxf2 stoðar lítt. Eftir 49. Hxe6 er engin vörn við hótuninni 50. He8+. 49. He8+! Enn sterkara en 50. Hxg7. Eftir 49. …Rf8+ 50. Hxf8+! Bxf8 51. Rf6+ ásamt 52. Rxd5 er eftirleikurinn auð- veldur. Sokolov gafst því upp. Öll liðin jöfn á VISA- mótinu í Grindavík Daði Örn Jónsson dadi@vks.is SKÁK SALTFISKSETRIÐ VISA- OG ÞORBJÖRN-FISKANES SKÁKMÓTIN 5.–9. mars 2003 MEÐ MORGUNKAFFINU STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þú sérð heildarmyndina fljótt og vel. Þú býrð yfir innsæi og næmi og þegar þú færð útrás fyrir sköp- unargáfuna fer allt vel. Tengsl þín við alla í kringum þig munu batna á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú freistast til að eyða pen- ingum í óþarfa í dag. En þú ættir að hugsa þig tvisvar um. Gerðu ekkert sem þú kannt að sjá eftir síðar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er í merki þínu í dag og það er gott. En þú freistast til að sýna fjölskyldu eða ætt- ingjum of mikið örlæti. Reyndu ekki að ganga í augun á öðrum á eigin kostnað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú talar og hugsar hratt. Í dag gæti þó eitthvað komið þér á óvart. Þú gærir leiðst til að lofa einhverju sem þú getur ekki staðið við. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óljós ruglingur vegna sameig- inlegra eigna, peninga og hver skuldar hverjum, gæti leitt til spennu í samskiptum við vin- konu. Stígðu varlega til jarðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú freistast til að sýna ein- hverjum heldur mikið örlæti því þú vilt að öllum líði vel og hafi það gott. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að finna leiðir til að spara smá fé svo þú getir breytt um umhverfi. Þú vilt ferðast og víkka sjóndeild- arhringinn og læra eitthvað nýtt. Reyndu að láta það eftir þér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vilt láta eftir öllum þínum löngunum í dag. Hvers vegna ekki? Gættu þess bara að sökkva þér ekki í skuldir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir átt ánægjulegar stundir með ættmennum eða vinum í dag. Spjall um gömlu góðu dagana og örlæti veita þér vellíðan. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu þess að eyða ekki of miklu fé í fjárhættuspil, skemmtanir eða annan munað. Þú skalt reyna að skemmta þér en reyndu að hafa hóf á hlutunum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag er gott að skemmta sér. Þú vilt eyða peningum í þig, ástvini, listmuni og ánægju- lega lífsreynslu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst þú vera vinur allra í kringum þig í dag. Þú vilt helst ekki vinna, aðeins slappa af. Vinátta yljar þér um hjartaræturnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er auðvelt að fyllast bjart- sýni í vinnunni í dag. Fólk er vingjarnlegt, fullt af stuðningi og því þykir gaman að hitta þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.       Fjórtán rásir er sko ekkert grín!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.