Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÝÐRÆÐI – virkni – ábyrgð. Heyrist rödd þín? er yfirskrift dag- skrár fundar sem fjölmörg félög og samtök boða til í fundarsal Miðbæj- arskólans kl. 14 hinn 8. mars á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna. Kvennasögusafn Íslands er eitt þessara samtaka og því er ástæða til að rifja upp sögu þessa merka dags. Hugmyndina að sérstökum bar- áttudegi kvenna átti þýska kvenrétt- indakonan og sósíalistinn Clara Zetkin. Clara bar þessa hugmynd fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910, en hann sóttu 130 konur frá 16 löndum. Ekki var ákveðin dagsetning fastsett á þessum fundi og því var hún nokkuð á reiki framan af. Hann var þó ávallt haldinn í mars og á sunnudegi því það var eini frídagur verkakvenna í þá daga. Árið 1921 ákvað Alþjóðasamband kommúnista að samþykkja tillögu Clöru um að 8. mars yrði þaðan í frá baráttudagur kvenna, en þann dag að okkar tímatali fóru konur í Pét- ursborg í verkfall til að krefjast betri kjara og friðar. Þótt allir pólitískir leiðtogar legðust gegn verkfallinu héldu konurnar sínu striki og flykkt- ust þúsundum saman út á götur borgarinnar. Fjórum dögum síðar sagði keisarinn af sér. Rússneska byltingin var hafin. Lengi framan af var mjög misjafnt eftir löndum hvernig dagsins var minnst, ef þá nokkuð. Minna fór fyrir honum þegar leið fram á 20. öldina en honum var þó haldið á lofti af Al- þjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna sem stofnuð voru í París árið 1945. Þau ákváðu að samtökin skyldu helga 8. mars baráttunni fyr- ir friði í heiminum. Á fundinum í París var ein íslensk kona, Laufey Valdimarsdóttir, dóttir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Laufey sótti fundinn í París fyrir hönd Kvenréttindafélags Íslands. Kvenfélag sósíalista varð þó fyrst fé- laga hér heima sem minntist dags- ins, í fyrsta sinni á árshátíð félagsins árið 1948. Þar hélt Dýrleif Árnadótt- ir ræðu um 8. mars og baráttu kvenna gegn stríði og fasisma og Petrína Jakobsdóttir flutti erindi um Alþjóðasamband lýðræðissinnaðra kvenna og baráttu þess. Ljóð voru flutt og Guðmunda Elíasdóttir söng við undirleik Fritz Weisshappels. Kaffi var drukkið og dans stiginn. Árið 1951 og 1952 gekkst félagið fyr- ir almennum kvennafundum í Reykjavík hinn 8. mars þar sem m.a. voru samþykktar ályktanir um að Ís- land gengi úr Atlantshafsbandalag- inu. Menningar- og friðarsamtök ís- lenskra kvenna (MFÍK) voru stofn- uð árið 1951 og urðu strax deild í Al- þjóðasamtökum lýðræðissinnaðra kvenna. Þau stóðu fyrir opnum fundi í Stjörnubíói 8. mars 1953 og var fundarefnið kirkjan og friðarmálin. MFÍK hafa síðan minnst dagsins með fundi. Á þessum fundum hefur fjöldi þjóðkunnra manna og kvenna komið fram og listamenn lagt sitt af mörkum. Eins og hér kemur fram voru það einkum konur á svokölluðum vinstri kanti stjórnmála sem minntust dags- ins lengi framan af. Með nýju kvennahreyfingunni upp úr 1970 óx hins vegar áhugi ungra kvenna á þessum baráttudegi og samtök þeirra hófu að minnast dagsins. Hér heima ber sennilega hæst árið 1978 að þessu leyti þegar MFÍK, Rauð- sokkahreyfingin og Kvenfélag sósí- alista stóðu fyrir fjölsóttri dagskrá er bar heitið „Kjör verkakvenna fyrr og nú“. Þessi dagskrá var síðar tekin saman í fjölritað hefti. Frá 1984 hafa MFÍK staðið fyrir almennum fundi 8. mars ásamt fjölda annarra sam- taka og stéttarfélaga. Sameinuðu þjóðirnar lýstu árið 1975 alþjóðlegt kvennaár og stað- festu jafnframt að 8. mars skyldi framvegis vera alþjóðlegur kvenna- dagur Sameinuðu þjóðanna. Fleiri samtök tóku að minnast 8. mars á 10. áratug síðustu aldar hér á landi með sérstökum hætti. Stígamót voru t.d. stofnuð 8. mars 1990. Jafnréttis- nefnd Akureyrar hefur minnst dags- ins frá 1992 og UNIFEM á Íslandi hefur einnig verið með sérstakan fund. Á Kvennasögusafni Íslands er til mikið efni er tengist 8. mars og er öllum velkomið að skoða það efni á afgreiðslutíma safnsins. Einnig vil ég benda á heimasíðu safnsins þar sem m.a. er að finna upplýsingar um 8. mars. Ég vil hvetja alla þá sem minnast 8. mars á einhvern hátt að senda Kvennasögusafni Íslands upplýsing- ar þar um. Einnig vil ég hvetja þá sem eiga í sínum fórum efni er á ein- hvern hátt tengist 8. mars á Íslandi að hafa samband við forstöðumann. Til hamingju með daginn, konur. Uppruni 8. mars Eftir Auði Styrkársdóttur „Lengi fram- an af var mjög mis- jafnt eftir löndum hvernig dagsins var minnst, ef þá nokkuð.“ Höfundur er forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Á ALÞJÓÐLEGUM baráttudegi kvenna árið 2003 vekur UNIFEM athygli á því að vaxandi hópur kvenna og barna í heiminum býr við viðvarandi ótta og óöryggi sök- um fátæktar, átaka og annarra vá- gesta. Rík ástæða er til að fagna þeim áföngum sem náðst hafa í baráttu alþjóðastofnana, stjórnvalda, ein- stakra ríkja og frjálsra félagasam- taka fyrir auknum réttindum kvenna. Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem kennd er við árþúsundamótin samþykktu leið- togar 189 landa átta sameiginleg markmið. Eitt þessara markmiða var helgað baráttunni fyrir kynja- jafnrétti um leið og löndin sam- þykktu að samþætta jafnréttis- sjónarmið við alla aðra starfsemi SÞ. Í upphafi árs 2003 voru sjö konur kosnar í embætti dómara við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn en þar með eru konur um þriðj- ungur þeirra sem gegna þessu mikilvæga embætti. Af ofan- greindu og fjölmörgum öðrum dæmum er ljóst að málsvörum kynjajafnréttis hefur á síðustu ár- um tekist að fylgja eftir samþykkt- um alþjóðastofnana um aukin rétt- indi kvenna og höfum við í dag því ríka ástæðu til að fagna þessum árangri. Þó búum við í heimi þar sem al- menn mannréttindi eru ekkert annað en innantómur draumur fyr- ir milljónir kvenna og manna. Mik- ilvægt er að horfast í augu við og viðurkenna þær hindranir sem vandamál eins og fátækt, ólæsi og alnæmi skapa í daglegu lífi meiri- hluta mannkyns með þeim afleið- ingum að heimsfriði er ógnað. Með annarri forgangsröðun getum við dregið úr þessum vandamálum. Í stað þess að verja sífellt hærri upphæðum í framleiðslu hergagna og vopnaviðskipta er nauðsynlegt að fjárfesta í bættri heilbrigðis- þjónustu og aukinni menntun í hinum fátækri ríkjum heims. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, eins og á öllum öðrum dögum, munu hundruð kvenna um allan heim missa útlimi sína vegna jarðsprengna, þúsundum verðum nauðgað á átakasvæðum og af stríðssökum munu konur telja um 80% íbúa flóttamannabúða. Sam- kvæmt Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO) er talið að þriðja hver kona í heiminum verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á æviskeiði sínu – af þeirri ástæðu einni að hún er kona. Vaxandi skilningur á viðvarandi ofbeldi gegn konum er grundvöllur alþjóðasamninga eins og sam- þykktar öryggisráðs SÞ frá því í október árið 2000. Samþykktin byggist á samningum SÞ um af- nám allrar mismununar og ofbeld- is gegn konum. Hún kveður á um verndun kvenna á átakasvæðum og kallar eftir aukinni þátttöku þeirra í friðarumleitunum og frið- argæslu. Jafnframt er lögð áhersla á að fjármunum verði varið í sér- stök verkefni sem ætlað er að styrkja stöðu kvenna í kjölfar ófriðar. Samþykkt þessi veitti UNIFEM umboð til að gera úttekt á stöðu kvenna á 14 átakasvæðum í heim- inum á síðasta ári, en fyrir fáein- um vikum birtust niðurstöður hennar í skýrslunni Konur, stríð og friður. Þær sýna að konur og börn eru í meirihluta þeirra sem í heiminum í dag verða fyrir grófu ofbeldi og eyðileggingu af völdum átaka. Þessir sömu einstaklingar eiga hins vegar ekki sæti við samningsborðin þar sem ákvarð- anir um stríð og frið eru teknar. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna árið 2003 munu þúsundir kvenna um allan heim safnast saman og minna þjóðir heims á mikilvægi þess að framfylgja al- þjóðlegum samþykktum um jafnan rétt kvenna og karla. Á þessum degi vottar UNIFEM þeim hundr- uðum þúsunda kvenna sem vinna að friði og mannréttindum um heim allan virðingu sína. Greinin er byggð á ávarpi fram- kvæmdastjóra UNIFEM, Noeleen Heyzer, í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Frá UNIFEM á Íslandi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Eftir Rósu Erlingsdóttur Höfundur er formaður UNIFEM á Íslandi. „Vaxandi skilningur á viðvarandi ofbeldi gegn konum er grundvöllur alþjóða- samninga ...“ HIÐ forna kvæði Völuspá hafa fræðimenn kallað merkast allra ljóða sem ort hafi verið á Norð- urlöndum fyrr og síðar. Minna má það ekki vera; enda sé hún ómetanleg heimild um norræna heiðni. Þó er þar sá hængur á, að enginn veit hvernig kveðskapur þessi hefur hljóðað í öndverðu, og þeim mun síður vita menn hversu skilja ber. Upp úr munnlegri geymd og bjöguðum handritum kemur þessi veslingur svo hrak- lega lemstraður, að flest er þar vafasamt og margt óskiljanlegt með öllu. Í miðju kvæði er getið um dul- arfullan náunga, sem situr á haugi galdranornar og leikur á hörpu, en hani galar yfir honum á skógargrein. Þar segir svo: Sat þar á haugi ok sló hörpu gýgjar hirðir, glaðr Eggþér; gól of hánum í gaglviði fagrrauðr hani, sá er Fjalarr heitir. Hér hefur ekki sízt orðið „gagl- viði“ gert mönnum lífið leitt. Ým- islegt hefur verið reynt til skýr- ingar, og hafa vangaveltur fræðimanna einkum snúizt um það, hvorum megin við l-ið síðara g-ið eigi að standa. Sumir telja að þarna merki gagl einungis gæs eins og venjulega, en öðrum þykir ósennilegt að gæsir geri sér svo tíðförult á skóg, að hann verði við þær kenndur án frekara tilefnis. Ekki hefur heldur þótt við unandi að gagl merki hér aðeins fugl, eins og kannski mætti ætla. Og svo telja aðrir að gaglviði sé villa fyrir galgviði (gálgaskógi), sem enn aðrir kalla meiningarleysu á þessum stað, þar sem ekki sé vit- að til að neinn verði eða hafi verið hengdur. Aðrar tilgátur þykja þaðan af fjarstæðari. Hins vegar hefur víst engum þótt ástæða til að ætla, að þessu síðara g-i sé hreinlega ofaukið í handriti fyrir pennaglöp, og lægi það þó ef til vill beinast við. Þá væri galviðr skógur þar sem fugl- ar gala, eða kannski þar sem gal- inn er galdur; og væri orðið sótt svo skammt sem verða mætti: Gól of hánum í galviði fagrrauðr hani. Vel mætti ætla, að hér hafi gal- viðr eða galviði (hvk) komið í hug því skáldi, sem vegna bragar þóttist þurfa að fjölga orðum í því hlálega sambandi sem upp var komið. Trúlega er erindið um hanann í gaglviði það atriði í kvæðinu sem einna torræðast má kalla. Og nú vil ég ekki láta þess ógetið, að í bókarkorni mínu, Maddömunni með kýrhausinn, sem nýkomið er frá Máli og menningu í 2. útgáfu, þykist ég hafa gert því nokkur skil, að í vísu þessari sé öllu orð- inu „gaglviði“ ofaukið, og leitt að því líkum hvernig það hafi þangað komizt. Skyldi þá ekki vera um frekara torleiði að villast á slóðum Völu- spár en þennan „gæsaskóg“, eða hvað það nú er? Hitt væri sönnu nær, að öll sé Völuspá handrit- anna sá „gaglviður“ þar sem óvíða sér til sólar. Og víst mega íslenzk fræði kallast furðu nægju- söm að hampa þessu fyrirbæri, svo sem það er lesið og skilið á þeim bæ, og meta það sem hið merkasta af gjörvöllum ljóðskap á Norðurlöndum fyrr og síðar. Gaglviður Helgi Hálfdanarson BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins hafa á síðustu dög- um reynt að gera tortryggileg kaup skipulagssjóðs Reykjavíkur á fast- eignunum Laugavegi 86, 86b, 92 og 94 hér í borg. Fasteignir þessar voru annars vegar eign Jóns Ólafssonar & Co sf. og hins vegar Stjörnubíós ehf., sem er í eigu Norðurljósa samskipta- félags hf. Af hálfu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hefur verið látið að því liggja að með kaupunum hafi fyrrverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og R-listinn verið að gera Jóni Ólafssyni persónulegan og pólitískan greiða. Til upplýsingar fyrir allan almenn- ing og ekki hvað síst fyrir borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins er því rétt að greina frá viðskiptum með áður- greindar lóðir. Sala lóðanna fór fram fyrir milli- göngu Fasteignamarkaðarins ehf., Óðinsgötu 4, Reykjavík. Í forsvari fyrir því fyrirtæki er Jón Guðmunds- son fasteignasali og átti hann allan veg og vanda af sölunni, sem fór þannig fram: Með símbréfi dagsettu 8. júlí 2002 óskaði Fasteignamarkaðurinn eftir því að eigendur lóðanna 86, 86b, 92 og 94 við Laugaveg gerðu fasteigna- sölunni bindandi sölutilboð. Kom fram í skjali, sem Fasteignamarkað- urinn sendi lóðareigendum að þetta væri gert samkvæmt sérstöku um- boði. Starfsmenn Fasteignamarkað- arins neituðu hins vegar að upplýsa hver væri sá aðili, sem óskaði eftir bindandi sölutilboði. Eigendur lóðanna urðu sammála um að rétt væri að bjóða þær allar ásamt mannvirkjum til sölu á 140.000.000 kr. Sölutilboð þar að lút- andi var sent Fasteignamarkaðnum ehf. Hinn 15. júlí 2002 sendi Fast- eignamarkaðurinn lóðareigendum sölutilboðið samþykkt af væntanleg- um kaupanda. Þá fyrst varð seljend- um ljóst að viðsemjandi þeirra væri skipulagssjóður Reykjavíkur. Sala lóðanna Laugavegar 86, 86b, 92 og 94 Eftir Sigurð G. Guðjónsson og Ragnar Birgisson „Þá fyrst varð selj- endum ljóst að viðsemjandi þeirra væri skipulagssjóður Reykjavíkur.“ Höfundar eru forstjóri og aðstoðarforstjóri Norðurljósa. Ragnar Birgisson Sigurður G. Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.