Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 41 þau ár þegar opnuðust leiðir fyrir venjulegt fólk að kaupa sér bifreiðar og uppgangur Land-Róvera og Volkswagenbjöllunnar var hvað mestur. Mér er minnisstætt þegar hann renndi í hlaðið heima á nýjum Land-Rover sem pabbi hafði fest kaup á og hve stoltur hann var af tækinu sem hann flutti norður, – sem ekki var nema von. Á Reykjavíkurárum Guðmundar urðu einnig breytingar á einkalífi hans. Hann kvæntist Ástu Friðleifs- dóttur úr Reykjavík. Ásta átti einn son frá fyrra hjónabandi, Hrein Óm- ar Elliðason, og fylgdi hann móður sinni. Þau Guðmundur og Ásta hófu búskap saman syðra og bjuggu m.a. í Kópavogi. Guðmundur og Ásta eignuðust ekki barn saman en tóku að sér kjör- barn, nýfædda stúlku, Önnu Jónu. Átthagarnir voru Guðmundi kær- ir og árið 1966 byggði hann sér nýtt íbúðarhús á Nýhafnarjörð og þang- að flutti hann ásamt fjölskyldu sinni. Hann opnaði verkstæði og sinnti við- gerðum og öðrum tilfallandi störfum í héraðinu. Með komu þeirra Guð- mundar og Ástu norður fjölgaði heldur en ekki í Leirhafnartorfu- samfélaginu, sem á sjöunda áratug síðustu aldar taldi um og yfir 50 manns. En þessu samfélagi var ætl- að að færa fórnir og á tæpu ári, frá vori 1971 og fram í janúar 1972, lét- ust fimm manns, þar á meðal Ásta rétt liðlega fertug. Næstu ár voru Guðmundi erfið á margan máta, framtíðin allt önnur en hann hafði vænst og heimilið ekki lengur sem það var. Hann hélt þó heimili fyrir sig og dótturina en tók sig upp tíma og tíma og leitaði vinnu í Reykjavík. Alltaf leitaði hugurinn samt norður og 1972 settist hann þar að aftur ásamt sambýliskonu sinni Sigur- björgu Sveinsdóttur, ættaðri frá Raufarhöfn. Með henni var sonur hennar Baldur sem lærði ýmislegt nytsamt er að vélum laut hjá fóstra sínum. Minna varð um fastar véla- viðgerðir en Guðmundur hafði e.t.v. vænst, en til að afla sér tekna sótti hann vinnu utan heimilis m.a. við raflagnir á sveitabýlum í nágrenninu þegar ríkisrafmagnið hélt innreið sína þar og fékk staðbundin réttindi til þeirrar vinnu. Sömuleiðis vann hann á haustin við slátrun. Auk þessa sótti hann tekjur sínar frá sjónum; átti litla trillu sem hann veiddi á þorsk meðan það var leyfi- legt hverjum og einum og svo grá- sleppu, nánast á hverju vori. Guðmundur og Sigurbjörg undu vel hag sínum fyrir norðan og þaðan vildi Guðmundur hvergi fara. Um tíma rak Sigurbjörg hótelið á Kópa- skeri og var Guðmundur þá henni til aðstoðar með útréttingar og annað sem slíkum rekstri fylgir. Fyrir sex árum keypti Sigurbjörg sér litla íbúð í Kópavogi og þar hélt Guð- mundur til ásamt henni lungann úr vetrinum, en er vora tók héldu Guð- mundi engin bönd og fyrr en varði var hann mættur í Nýhöfnina sína, því þar fann hann sér alltaf eitthvað við að vera. Milli systkinanna Helgu móður minnar og Guðmundar var náið samband og hvort til annars gátu þau alltaf leitað þegar á þurfti að halda. Ósjaldan var það Guðmundur sem gerði við það sem bilaði af heim- ilistækjunum í Miðtúni og ég veit að Guðmundi fannst gott að eiga systur sína að; geta sest að eldhúsborði hennar, notið matar eða rætt um það sem á huganum hvíldi. Fyrir alla væntumþykju og aðstoð vill móðir mín nú heilshugar þakka bróður sínum þegar leiðir skilur og óska honum velfarnaðar á Guðsveg- um. Síðustu árin var heilsa Guðmund- ar farin að gefa sig, en viljinn til staðar. Sjúkdómurinn sótti á og undanfarnir mánuðir voru Guð- mundi erfiðir. Hann var þá hjá Sig- urbjörgu sinni í Kópavoginum, sem reyndi af megni að aðstoða og bæta líðan hans, allt til enda. Sigurbjörgu og Önnu Jónu og litla afadrengnum Halldóri Snæ votta ég og mín fjölskylda okkar innilegustu samúð. Guð styrki ykkur á erfiðum tímum. Farðu sæll, frændi minn; friður Guðs þig blessi. Níels Árni Lund. ✝ Unnur Þórarins-dóttir fæddist á Móum í Keldudal í Dýrafirði 13. maí 1919. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 27. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Unnar voru Sigríður Guð- rún Mikaelsdóttir, f. á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 18. sept. 1893, d. 5. des. 1971, og Þórarinn Ágúst Vagnsson, f. á Hall- steinsnesi í Gufu- dalssveit í Breiðafirði 29. ágúst 1893, d. 27. des. 1976. Börn þeirra eru; Unnur, sem hér er kvödd var elst, Jóhann, f. 29. sept. 1920, dó ungur, Valdimar, f. 5. sept. 1921, d. 14. janúar 2003, Pétur Kristinn, f. 16. nóv. 1922, d. 7. maí 1999, Að- alheiður Guðmunda, f. 29. okt. 1923, d. 5. maí 1999, Elías Mikael Vagn, f. 2. maí 1926, d. 6. júlí 1988, Vilborg Jórunn, f. 8. júní 1928, d. 16. maí 1988, tvíburar: drengur, dó sama dag, og Rafn, dó þriggja þau áttu sjö börn. 6) Garðar Rafn, f. 1. sept 1941, d. 19. jan 1966. 7) Einar Gísli, f. 5. janúar 1944, kvæntur Ás- rúnu Sólveigu Leifsdóttur og eiga þau fjórar dætur. 8) Sigurður Þór- arinn, f. 12. mars 1945, kvæntur Margréti Guðjónsdóttur og eiga þau fimm börn. 9) Una Hlín, f. 1. okt 1947, gift Erlendi Þórðarsyni, d. 2001, hún á fjögur börn. 10) Guð- berg Kristján, f. 28. mars 1949, kvæntur Ólafíu Sigríði Sigurjóns- dóttur og eiga þau fjögur börn. 11) Jónína Sigurborg, f. 16. ágúst 1952, gift Sigurði Hilmarssyni og eiga þau fjóra syni. 12) Guðbjörg Ósk, f. 7. febrúar 1954, í sambúð með Haf- steini B. Sigurðssyni, hún á þrjú börn. 13) Höskuldur Brynjar, f. 8. mars 1959, í sambúð með Þorgerði Gunnlaugsdóttur og eiga þau fjögur börn. Barnabarnabörnin eru 61 og eitt barnabarnabarnabarn. Unnur og Gunnar bjuggu á Stekkjarbakka í Tálknafirði frá 1936 til ársins 1952 er þau fluttu til Dýrafjarðar, en þar höfðu þau keypt jörðina Miðbæ í Haukadal, og þar átti Unnur heima þar til hún flutti á Dvalarheimilið Tjörn á Þingeyri. Unnur vann í fiskvinnslu á Þingeyri og í Sláturhúsi staðarins á haustin eftir að flest börnin voru komin upp. Útför Unnar verður gerð frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. vikna, f. 19. maí 1929, Kristján Rafn Vignir, f. 6. maí 1931, og Ing- ólfur Garðar, f. 31. mars 1933. Unnur giftist 30. des. 1937 Gunnari Einarssyni, f. á Hlíð- arenda í Tálknafirði 13. júlí 1905, d. 23. maí 1984. Foreldrar hans voru Einar Gíslason, f. í Hænuvík í Patreks- firði 1869, d. 1938, og Ólína Guðrún Jóns- dóttir, f. á Suðureyri í Tálknafirði 1869. Börn þeirra Unnar og Gunnars eru: 1) Katrín Jóna, f. 25. sept. 1933, í sambúð með Elís Kjaran Friðfinnssyni, hún á eina dóttur. 2) Ragna, f. 19. mars 1935, d. 1993, hún var ættleidd og átti fimm börn. 3) Ólína Guðrún, f. 22. mars 1937, gift Sigfúsi Jóhannssyni og áttu þau fjögur börn. 4) Ingibjörg Ólafía, f. 1. júní 1938, gift Gunnari Blöndal Flóventssyni, hún átti sex börn. 5) Erla Ebba, f. 31. júlí 1939, gift Jóni B. Andréssyni, d. 1994, Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður þinnar, sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin vann og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku sinnar og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann. Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur forðum, og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum mest. Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum. Sú virðing sæmir henni og móður þinni bezt. Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína móður, að minning hennar verði þér alltaf hrein og skír, og veki hjá þér löngum til að vera öðrum góður og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn býr. (Davíð Stefánsson.) Margs er að minnast og marg er að þakka þegar kveðja á kæran vin eftir 35 ára samfylgd í þessu jarð- neska lífi. Elskuleg tengdamóðir okkar Unnur í Miðbæ er látin eftir erfið veikindi. Söknuður er það fyrsta sem kemur upp í hugann, en um leið hrannast upp minningar, ljúfar minningar sem ekki gleymast. Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. 35 árum er við trúlofuðumst sonum þeirra hjóna í Miðbæ Sigga og Stjána, en þar bjuggu þau Unnur og Gunnar myndarbúskap með barna- hópinn sinn. Unnur var fædd í Móum í Keldu- dal við utan- og sunnanverðan Dýra- fjörð og var hún elst 11 systkina. Á fyrsta ári fór hún með foreldrum sínum að Kirkjubóli í Dýrafirði þar sem þau voru í húsmennsku í eitt ár eða þar til þau hófu búskap í Hrauni í Keldudal þar sem stórbrotin nátt- úra og fegurð umlykja dalinn. Vest- firsk náttúra er ekkert lamb að leika sér við og hver bóndi varð jafnframt búskap að stunda sjó til að afla sér og fjölskyldu sinni viðurværis. Mót- uðust hún og systkini hennar af náttúru dalsins. Oft var sest niður og rifjuð upp æskuár dalbúans, sagt frá ýmsu og þá sérstaklega hvað erf- itt var að fara á báti frá landi í Keldudal. Ung trúlofaðist hún manni sínum Gunnari Einarssyni frá Hlíðarenda í Tálknafirði. Fljótlega upp úr því hófu þau búskap í Tálknafirði þar sem flest börnin eru fædd. En Unn- ur átti djúpar rætur í Dýrafirðinum og þangað fluttu þau árið 1952 og keyptu jörðina Miðbæ. Þar bjuggu þau allan sinn aldur eftir það, eða þar til Gunnar lést árið 1984. Unnur hélt áfram að búa á jörðinni meðan hennar heilsa leyfði. Hún fluttist að Dvalarheimilinu Tjörn á Þingeyri þegar það var tekið í notkun 1. sept. 1999. Þegar litið er til baka er ljúft að eiga aðeins góðar minningar um tengdamóður okkar. Ekki minn- umst við þess að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða eða við skilið öðruvísi en glaðar í lund þó svo við værum ekki alltaf sammála um alla hluti. Það sem stendur í Spámanninum um vináttu finnst okkur eiga vel við vináttusamband okkar við tengda- móður okkar og leyfum við okkur að vitna í það. „Þegar vinur þinn talar þá andmælir þú honum óttalaus eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir skiljið þið hvorn annan.“ Þar segir einnig: „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þyk- ir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni.“ Þú reyndist börnunum okkar góður félagi og góð amma, eiga þau fallegar minningar um trúaða og trausta konu. Oft ræddum við saman um það sem ekki var rætt við aðra, kafað eftir skýringum og tilgangi. Mannkostir þínir hafa orðið okkur æ ljósari með árunum og virðing okkar fyrir þinni persónu aukist með hverri reynslu sem við höfum deilt saman. Að leiðarlokum viljum við þakka elskulegri tengdamóður fyrir kærleika hennar og umhyggju- semi, og fyrir allar stundir er við höfum átt saman. Við minnumst hennar með virð- ingu og þökk og biðjum henni bless- unar Guðs inn í ljósið. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Þínar tengdadætur Margrét og Ólafía. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Með söknuð í huga kveðjum við elskulega ömmu okkar og lang- ömmu barnanna okkar. Á stundu sem þessari yljum við okkur við fal- legar minningar um góðar stundir sem við áttum með ömmu Unni í Miðbæ. Það voru mikil forréttindi hjá okkur systkinunum að geta verið mikið með ömmu í Miðbæ. Það var í rauninni okkar annað heimili, enda litum við alltaf á það að amma ætti annað heimili hjá okkur. Mörg voru ævintýrin hjá okkur börnunum hjá ömmu í Miðbæ. Ekki setti amma það fyrir sig þó að komið væri með kald- an og hrakinn fuglsunga inn á heim- ilið. Hún sá til þess að hann fengi rétta umönnun. Og stundum á vorin í sauðburðinum þurfti að hlúa að litlum lömbum og þá voru þau borin inn til hennar. Hún hjálpaði þeim á réttan hátt. Amma skilur eftir sig djúp spor og hlýjar minningar í huga þeirra sem voru henni ná- komnir, fyrir það erum við ævinlega þakklát. Í stað þess að hryggjast viljum við samgleðjast ömmu Unni, því nú er hún loks frjáls undan þungri skikkju líkamans og getur hafið sig til flugs og leitað fundar við afa Gunnar og alla hennar ástvini sem farnir eru á undan og við vitum að það verða fagnaðarfundir. Amma Unnur var einstaklega trú- uð kona og kenndi okkur mörg bænavers en þau tvö sem eru í uppá- haldi langar okkur til að setja hérna með þessum orðum: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Í dag biðjum við góðan Guð að gæta hennar og leiða hana í sólina í garði sínum. Við þökkum henni fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur. Blessuð sé minning hennar ömmu. Þín sonarbörn Garðar Rafn, Sigurjón Hákon, Brynhildur Elín, Sigríður Guðrún og fjölskyldur þeirra. Í dag kveð ég hinstu kveðju elsku- lega ömmu mína. Ég kom til ömmu minnar á hverju vori og byrjaði á því mjög ungur að aldri. Amma tók allt- af mjög vel á móti mér og gerði allt til þess að mér liði vel og skorti ekk- ert, til dæmis sendi hún mig á ýmiss konar námskeið og íþróttaviðburði. Hún studdi mig líka í einu og öllu og átti stóran þátt í því að móta mig og gera að þeim manni sem ég er í dag og fyrir það er ég ævinlega þakk- látur. Það gerir hana ömmu mína að einni mestu hetju í mínu lífi. Ég á margar góðar minningar um ömmu og gæti líklega talið þær endalaust upp. Maður gleymir aldrei jólaköku- ilminum sem ilmaði út um eldhús- gluggann þegar komið var heim í kaffi. Og margar góðar stundir sem við áttum við eldhúsborðið spilandi vist eða ræðandi dagsins amstur. Amma mín var yndisleg kona, frá- bær vinur og félagi. Ég mun sakna hennar sárt og vona að ég eigi eftir að hitta hana síðar á góðum og fal- legum stað. Ég bið góðan Guð að geyma elskulega ömmu mína. Þarna var hún með opna arma minn fyrsta dag í sveitinni. Ég minnist þess vel og þarf ekk- ert að harma og þakka henni margt á lífsleiðinni. Þú mótaðir mig og gerðir að góð- um manni og gerðir það af alkunnri snilld. Og þó ég sé nú svolítill glanni þá tek ég orð þín góð og gild. Vertu nú blessuð, amma mín, og hafðu það gott í grænum högum. Bíddu þess er ég kem til þín og við lútum að drottins lögum. Þinn Gunnar Ragnar. Elsku Unnur amma. Við viljum með þessum orðum kveðja þig og þakka þér fyrir þær samverustundir sem við áttum sam- an og allt það sem þú hefur kennt okkur í gegnum lífið. Sú hugsun að koma heim – vestur og þar sé engin amma til að kíkja til, spjalla við og knúsa, er erfið. Það var alltaf gaman og gott að koma til þín í Miðbæ, fá mjólk eða heitt súkkulaði, kökur og spalla við eldhúsborðið en þar var yfirleitt margt um manninn og mikið fjör. Svo kíktum við upp á loftið og skoð- uðum bækurnar, sumar mjög gaml- ar, eða slöppuðum af í góðum fé- lagsskap ættingja. Ekki voru kvöldstundirnar með þér síðri þar sem við fórum með ótal bænir fyrir svefnin, þú kunnir endalaust af þeim, alltaf var jafngaman að hlusta á þig fara með þær og þú reyndir að kenna okkur. Jóladagurinn hefur lengi verið mikill fjölskyldudagur hjá okkur. Fyrst hittust allir hjá þér í Miðbæ en síðustu ár til skiptis hjá strákun- um þínum á Þingeyri. Þessi dagur er mjög sérstakur í huga okkar svo ekki sé talað um þann seinasta en þá var lagt mikið á þig til að halda van- anum og erum við mjög þakklát fyr- ir þann dag. Það er ekki hægt að lýsa í orðum öllum þeim minningum sem nú koma upp í huga okkar, ólíkar minn- ingar sem allar veita okkur hlýju. Þessar minningar geymum við í hjarta okkar og segjum börnum okkar og barnabörnum frá okkar einstöku ömmu. Við minnumst þín með söknuði, elsku amma, en meg- um ekki hugsa bara um okkur. Lífið tekur víst enda og við trúum því að nú sértu komin til afa og að ykkur líði vel saman. Guð veri með þér. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Þín barnabörn Kristjana Guðrún, Líney Björg, Gunnar Borgþór, Þórey Sjöfn og Sigríður Agnes Sigurðarbörn. UNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.