Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti sagði á blaðamannafundi í fyrrakvöld að tilraunirnar til að leysa Íraksdeiluna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna væru á loka- stigi. Hann sakaði Íraka um blekk- ingar og hvatti samstarfsríki Bandaríkjanna til að búa sig undir að afvopna þá með hervaldi en sagði að Bandaríkjastjórn væri tilbúin að heyja stríð upp á sitt eindæmi ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki nýja ályktun sem heimilaði valdbeit- ingu. „Í rauninni þurfum við ekki að fá leyfi hjá neinum,“ sagði hann. Forsetinn sagði að eftir aðeins „nokkra daga“ yrði ný ályktun, sem heimilaði hernað í Írak, borin undir atkvæði í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Hann kvaðst ætla að knýja fram atkvæða- greiðslu jafnvel þótt í ljós kæmi að ályktunartillagan nyti ekki nægi- legs stuðnings í ráðinu. „Það er kominn tími til að menn sýni spilin sín og láti fólk vita með hverjum þeir standa … Við viljum að menn standi upp og segi skoðun sína á Saddam Hussein og gagnsemi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“ Sakaðir um blekkingarleik Bush svaraði spurningum frétta- manna í um það bil hálfa klukku- stund eftir að hafa lesið 10 mín- útna yfirlýsingu. Hann sakaði Íraka um að stunda „þrákelknis- legan skrípaleik“ til að villa um fyrir vopnaeftirlitsmönnum og þjóðum heims. Á sama tíma og þeir eyddu nokkrum eldflaugum héldu þeir áfram að framleiða bannaðar eldflaugar og flyttu sýkla- og efnavopn á milli felu- staða. Hann sakaði ennfremur írösk yfirvöld um að neyða íraska vopnasérfræðinga til að vera með falin upptökutæki innan klæða þegar þeir svara spurningum eft- irlitsmanna Sameinuðu þjóðanna. Hann skoraði á Frakka, Þjóð- verja og aðrar þjóðir, sem hafa lagst gegn stríði í Írak, að standa með Bandaríkjastjórn. „Ef heims- byggðin horfist ekki í augu við ógnina sem stafar af Íraksstjórn, neitar að beita valdi jafnvel þótt það sé síðasta úrræðið, tekur hún gríðarmikla og óviðunandi áhættu.“ „Hefur haft tólf ár til að afvopnast“ Blaðamannafundurinn var liður í því að búa bandarískan almenning undir stríð í Írak sem gæti hafist á næstu dögum eða vikum. Um 230.000 bandarískir hermenn eru nú til taks í grennd við Írak og yf- irmenn hersins segja að hersveit- irnar séu undir það búnar að hefja hernað. Bush hafnaði áskorunum þeirra sem vilja að eftirlitsmenn Samein- uðu þjóðanna fái meiri tíma til að afvopna Íraka. „Svolítið meiri tíma? Saddam Hussein hefur haft tólf ár til að afvopnast … Hann á gereyðingarvopn, hann sér hryðju- verkamönnum fyrir fé, þjálfun og öruggu athvarfi – hryðjuverka- mönnum sem myndu vera fúsir til að beita gereyðingarvopnum gegn Bandaríkjamönnum og öðrum frið- elskandi þjóðum.“ Forsetinn rétti síðan upp hægri höndina og kvaðst hafa svarið þess eið að vernda bandarísku stjórn- arskrána og þjóðina. „Það er ein- mitt það sem ég ætla að gera.“ Lofar að stríðið verði ekki langvinnt Bush lofaði því að stríðið myndi ekki dragast á langinn og kosta mörg mannslíf eins og stríðið í Ví- etnam. „Markmið okkar eru skýr í Írak,“ sagði hann. „Ef við þurfum að láta til skarar skríða er meg- inmarkmiðið mjög skýrt: afvopn- un. Til að afvopna Íraka þurfa stjórnarskipti að eiga sér stað. Ég er sannfærður um að við getum náð þessu markmiði með aðferðum sem miðast að því að halda mann- fallinu í lágmarki.“ Forsetinn bætti við að aðeins Saddam Hussein gæti tryggt frið í Írak. „Það er undir honum komið hvort við hefjum stríð eða ekki. Hann er sá maður sem getur valið á milli stríðs og friðar. Hingað til hefur hann valið ranga kostinn.“ Íhugar ávarp til þjóðarinnar í næstu viku Fyrir blaðamannafundinn ræddi Bush málið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma og þeir ákváðu að halda viðræðunum áfram. Embættismenn í Hvíta hús- inu segja að Bush íhugi nú að flytja ávarp til þjóðarinnar í næstu viku til að útskýra hvers vegna hann telur stríð nauðsynlegt og greina frá hættunum sem fylgja því. Hann kunni einnig að vara Íraka við í síðasta sinn og hvetja fréttamenn og starfsmenn hjálp- arstofnana til að fara frá Írak. Embættismennirnir töldu ólík- legt að forsetinn myndi veita Írök- um frekari frest til að afvopnast þar sem hann óttaðist að þeir gætu notað hann til að auka óein- inguna innan öryggisráðsins. Þeir útilokuðu þó ekki að Bandaríkja- stjórn myndi styðja tillögu Breta um að Írakar fengju nokkra daga í viðbót til að afvopnast. Þótt Bush segði að enn væri von um frið talaði hann oft í þátíð um möguleika Saddams Husseins á því að afstýra stríði og gaf þannig til kynna að stríð væri yfirvofandi. „Ég óska þess að Saddam Hussein hefði hlustað á kröfur heimsbyggð- arinnar og afvopnast. Það vonaði ég.“ Bush kvaðst biðja fyrir friði og sagði að best væri að Saddam Hussein færi í útlegð en efaðist um að það gerðist. „Ég bið dag- lega, ég bið Guð að veita mér leið- sögn, visku og styrk.“ Hann bætti við að ákvæði hann að senda her- menn inn í Írak myndi hann „biðja fyrir öryggi þeirra og saklausra Íraka“. Bush segir Íraksdeil- una komna á lokastig Forsetinn gefur til kynna að hann telji stríð óhjákvæmilegt Washington. AFP, AP. Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu fyrir blaðamannafund hans um Íraksmálið í fyrrakvöld. TVEIR þriðju Bandaríkjamanna telja að George W. Bush forseti hafi þegar ákveðið að hefja stríð í Írak ef marka má viðhorfs- könnun sem gerð var í fyrradag. Almenningur í Bandaríkjunum er hins vegar klofinn í afstöðunni til þess hvort forsetinn hafi fært nógu sterk rök fyrir því að stríð sé nauðsynlegt. Könnunin var gerð fyrir CBS- sjónvarpið skömmu áður en Bush hélt blaðamannafund um Íraks- málið í fyrrakvöld. Hún bendir til þess að 68% Bandaríkjamanna telji að forsetinn hafi þegar ákveðið að hefja hernað í Írak en 26% telji hann enn vera að meta kostina. Um 47% aðspurðra sögðu að Bush hefði fært nógu sterk rök fyrir því að hefja þyrfti stríð en 44% voru á öndverðum meiði. Könnunin bendir til þess að bandarískur almenningur sé einnig klofinn í afstöðunni til þess hvort það stafi svo mikil hætta af Saddam Hussein að nauðsynlegt sé að hefja stríð þegar í stað. Sex af hverjum tíu aðspurðra sögðust vilja að Bandaríkjastjórn biði þangað til bandamenn henn- ar styddu hernað í Írak. Jafn- margir sögðu að taka ætti tillit til viðhorfa bandamanna. Tveir þriðju aðspurðra sögðust myndu styðja hernað gegn Írak. Um 43% þeirra töldu að stríðið yrði stutt og bæri tilætlaðan ár- angur, en 50% sögðu að það yrði langt og dýrt. 723 tóku þátt í könnuninni og skekkjumörkin voru fjögur pró- sentustig. Meirihluti Bandaríkjamanna telur að Bush hafi ákveðið að hefja stríð Washington. AP. ÁHYGGJUR af yfirvofandi stríði í Írak og slæmum efnahagshorfum í heiminum ollu titringi á hluta- bréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í gær. Aðalhlutabréfavísitalan í Jap- an lækkaði mest og hefur ekki ver- ið jafnlág í 20 ár. Ummæli George W. Bush Bandaríkjaforseta í fyrrakvöld, þegar hann gaf til kynna að stríð í Írak væri óhjákvæmilegt, urðu til þess að gengi dollarans lækkaði gagnvart evrunni og hefur ekki verið jafnlágt í fjögur ár. Verð á ol- íu og gulli hækkaði. Gengi hlutabréfa í japönskum fyrirtækjum lækkaði um 2,7% að meðaltali og hefur ekki verið jafn- lágt frá því í mars 1983. Verðlækkun varð einnig í kaup- höllinni í Frankfurt þar sem hluta- bréfavísitalan hefur ekki verið jafnlág í sjö ár. Í kauphöllinni í París var gengi hlutabréfa í frönskum fyrirtækjum hið lægsta í sex ár. David Thwaites, sérfræðingur í hlutabréfamörkuðunum, sagði að rekja mætti verðlækkunina til „vondrar blöndu“ af fréttum um slæmar horfur í efnahagsmálum, erfiðleika fyrirtækja og stríð. „Ég tel að ágreiningurinn milli Breta, Bandaríkjamanna og Spánverja annars vegar og Frakka, Kínverja og Rússa hins vegar valdi miklum skaða á mörkuðunum. Á sama tíma telja menn jafnvel líklegra að Bandaríkjamenn hefji stríð án stuðnings öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hvort tveggja er slæmt fyrir markaðina.“ Titringur á hluta- bréfamörkuðum Gengi bréfa í japönskum fyrirtækj- um hefur ekki verið lægra í 20 ár London. AFP, AP. NÝ skoðanakönnun í Bandaríkj- unum bendir til þess að fleiri myndu kjósa forsetaefni demókrata en George W. Bush forseta þótt ekki sé enn vitað hvaða demókrati verður í framboði gegn honum. Er þetta skýrasta vísbendingin til þessa um að pólitísk staða forsetans sé veik. Um 48% sögðust myndu kjósa ein- hvern frambjóðanda demókrata en aðeins 44% Bush. Könnunin var gerð úti um öll Bandaríkin frá 26. febrúar til 3. mars og skekkjumörkin voru 2,8 prósentustig. Sex nýlegar skoðanakannanir hafa bent til þess að fylgi Bush sé minna en 50% og margir stjórn- málaskýrendur segja að sitjandi for- seti sem njóti ekki stuðnings helm- ings kjósenda í könnunum eigi erfiða kosningabaráttu fyrir hönd- um. Nýja könnunin er sú fyrsta sem bendir til þess að fleiri myndu kjósa Bush en demókrata. Maurice Carroll, sem stjórnaði könnuninni, benti á að spurt var um ónafngreindan demókrata, sem hefði „ekkert neikvætt í farteskinu“, ólíkt forsetanum sem hefði þurft að taka á ýmsum erfiðum málum. Á undir högg að sækja vegna efnahagsmálanna Könnunin benti til þess að efna- hagssamdrátturinn væri helsta fóta- kefli Bush. Á meðal þeirra sem telja að hryðjuverkaváin sé helsta vanda- mál Bandaríkjanna nýtur forsetinn stuðnings þriggja af hverjum fjór- um. Þeir sem telja að efnahagurinn sé helsta vandamálið eru hins vegar helmingi fleiri og tveir þriðju þeirra segjast ekki ætla að kjósa Bush. Um 89% repúblikana sögðust ætla kjósa Bush og 87% demókrata ætla að kjósa þann frambjóðanda sem flokkur þeirra velur. Könnunin bendir til þess að demókrati fengi ívið meira fylgi en Bush á meðal óháðra kjósenda. Bush hefur staðið frammi fyrir ýmsum erfiðum málum, meðal ann- ars stríði í Írak, aukinni spennu á Kóreuskaga vegna kjarnavopna- áætlunar N-Kóreumanna, efnahags- samdrætti og óvissu um stuðning þingsins við skattalækkanir. Richard Bond, ráðgjafi repúblik- anaflokksins og fyrrverandi formað- ur hans, kvaðst telja að stuðning- urinn við Bush myndi aukast. „Könnunin sýnir að kjósendur eru órólegir vegna yfirvofandi stríðs og efnahagsmálanna,“ sagði hann. „Hvort sem stríð verður eða ekki mun Bush njóta meira fylgis í júní. Komi til stríðs mun fólk þjappa sér saman á bak við hann. Verði ekki stríð vegna þess að Saddam Hussein lætur af völdum eða af öðrum ástæð- um rétta markaðirnir og efnahag- urinn við og fylgi Bush stóreykst.“ Bush myndi tapa fyrir demókrata væri kosið nú Washington. Newsday.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.