Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 65. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Mennt er
máttur
Búist við fjölmenni á
námskynningu Háskóla Íslands 8
Jóhannes Geir hefur t́víeflst í
málverkinu Lesbók 16
Lilja vekur
viðbrögð
Lukas Moodysson fjallar um
hugsjónir og hörmungar Fólkið 66
LANDSÞING Frjálslynda flokksins
mun um helgina ræða nýjar tillögur
í sjávarútvegsmálum sem fela í sér
að veiðiflotanum verði skipt í fjóra
meginflokka. Með þeim er lagt til að
tekið verði upp kerfi fiskveiða sem
hefur, að sögn Sverris Her-
mannssonar, formanns flokksins,
sannað sig með afbrigðum vel í
Færeyjum. Sverrir gerði grein fyrir
þessum tillögum í setningarræðu
sinni á Hótel Sögu í gær.
„Nýjungar í stjórn fiskveiða sem
Frjálslyndi flokkurinn leggur nú
fyrir landsþingið er skipting veiði-
flotans í fjóra meginflokka,“ sagði
hann. „Í fyrsta flokki eru smábátar
en þar verður kvótakerfið afnumið
þegar í stað en sóknardagakerfi tek-
ið upp. Í öðrum flokki eru dagróðr-
arbátar. Um er að ræða línubáta,
netabáta og snurvoðarbáta. Kvóta-
kerfið verður afnumið þegar í stað
og tekin upp sóknarstýring. Fjöldi
skipa á ákveðnum veiðum verður
takmarkaður. Skýrar reglur verða
settar um stærð veiðarfæra og
svæði, sem skip af ákveðnum gerð-
um mega stunda veiðar á. Í þriðja
flokki eru ísfisktogarar og línuskip.
Þessi tegund skipa fái aðlögunar-
tíma til að færast yfir í sóknardaga-
kerfi, t.d. fimm ár. Í þessum flokki
yrði fjöldi skipa takmarkaður. Í
fjórða og síðasta flokki eru frysti-
togarar og veiðiskip uppsjávarfisks.
Þessi flokkur skipa myndi halda
veiðiheimildum sínum en óheimil
verslun með heimildir sín í milli eða
við aðra flokka fiskiskipa.“
Sverrir útskýrði að með þessum
tillögum væri lagt til að tekið yrði
upp kerfi fiskveiða sem hefði sannað
sig með afbrigðum vel í Færeyjum,
þar sem fiskistofnar hefðu stóreflst
og afkoma sjávarútvegsins blómg-
ast með undraverðum hraða. „Með
tillögum okkar nú er ekki verið að
renna blint í sjóinn heldur byggt á
ólyginni reynslu þjóðar, sem býr við
sömu aðstöðu til sjávarins og Ís-
lendingar nema hvað íslenska fiski-
slóðin er margfalt stærri og afkasta-
meiri.“ Bætti hann því við að um
þessa stefnu ætlaði flokkurinn að
láta kjósa um á vori komanda.
Veiðiflotanum skipt
í fjóra meginflokka
Nýjar tillögur á
landsþingi Frjáls-
lynda flokksins
Landsþing/10
SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, fékk blómvönd
frá flokksfélögum sínum þegar hann hafði lokið setningarræðu sinni við
upphaf landsþings flokksins í gær. Sverrir lætur af formennsku í flokknum
í dag, en hann hefur stýrt flokknum frá stofnun. Guðjón A. Kristjánsson
þingmaður er í kjöri til formanns. Í korti með blómvendinum þökkuðu
flokksfélagar Sverri fyrir kjark, áræði og dugnað á liðnum árum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Færðu formanninum
blóm í þakklætisskyni
BRETAR og Bandaríkjamenn lögðu til í
gær, að Íraksstjórn verði gefinn frestur til
17. marz til að hlíta til fulls afvopnunar-
ákvæðum ályktana Sameinuðu þjóðanna eða
vera að öðrum kosti þvinguð til þess með
hervaldi.
Fulltrúar Frakklands, Þýzkalands og
fleiri aðildarríkja öryggisráðs SÞ höfnuðu
þessari tillögu strax, en hún er uppfærsla á
ályktunardrögum sem áður höfðu verið lögð
fram í ráðinu að frumkvæði Bandaríkja-
manna, Breta og Spánverja. Andstæðingar
tillögunnar segja, að yrði tillagan samþykkt
myndi hún sjálfkrafa leiða til stríðs, og
Frakkar hótuðu að beita neitunarvaldi.
Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sögðust
vilja að atkvæði yrðu greidd um tillöguna í
næstu viku.
En á fundi öryggisráðsins í gær, daginn
eftir að George W. Bush Bandaríkjaforseti
sagði að Íraksdeilan væri „komin á loka-
stig“, virtust fulltrúar Bandaríkjamanna og
Breta eiga í erfiðleikum með að afla stefnu
sinni hljómgrunns. Þrátt fyrir mikið samn-
ingaþóf á bak við tjöldin síðustu vikur var
ekki að sjá að þeim hefði tekizt að tryggja
stuðning alls níu af hinum fimmtán aðild-
arríkjum ráðsins við nýju ályktunina.
Dominique de Villepin, utanríkisráðherra
Frakklands, hvatti til þess að leiðtogar að-
ildarríkjanna skytu á fundi í öryggisráðinu
og ræddu hver væri vænlegasta leiðin til að
leysa deiluna „í góðri trú á þessum vettvangi
alþjóðlegs lýðræðis“. En Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, hafnaði strax
þessari hugmynd. Sagðist hann ekki sjá
neina þörf á slíkum leiðtogafundi ef lykilrík-
in sem hér ættu hlut að máli hefðu lýst af-
stöðu sinni af hreinskilni og heiðarleika.
Fulltrúar Rússlands og Kína höfnuðu því
báðir að ný ályktunartillaga um Írak yrði
lögð undir atkvæði, en hótuðu ekki að beita
neitunarvaldi, ólíkt Frökkum.
Jákvæður tónn í skýrslu Blix
Yfirmenn vopnaeftirlitsliðs SÞ í Írak,
Hans Blix og Mohammad ElBaradei, fluttu
nýjustu áfangaskýrslu sína um eftirlitsstarf-
ið á fundi öryggisráðsins í gær. Megininn-
takið var að á þeim rúmu þremur mánuðum
frá því eftirlitsstarfið hófst á ný hefðu Írak-
ar sýnt æ betri samvinnu. Blix sagði að hægt
væri að líta svo á að samstarfið af hálfu
Íraks væri orðið „virkt, ef ekki mjög virkt“.
Írak fái lokafrest til af-
vopnunar til 17. marz
Frakkar og fleiri aðildarþjóðir öryggisráðs
SÞ hafna tillögu Breta og Bandaríkjamanna
Reuters
Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
Bush/18
VERÐ á svínakjöti til bænda hefur lækkað hratt síð-
ustu daga. Norðlenska ákvað í gær að lækka verð til
bænda í 120 krónur kílóið. Verðið var 150 kr. en fyrir
rúmri viku greiddi Norðlenska 170 kr. fyrir kílóið.
Sláturfélag Suðurlands ákvað í gær að lækka verð hjá
sér úr 160 kr. í 140 krónur. Forsvarsmenn fyrirtækj-
anna segja ástæðuna mikið framboð á svínakjöti.
Offramboð er búið að vera á svínakjöti í nokkra
mánuði. Framleiðsla umfram sölu frá ágúst til janúar
er 115 tonn. Framleiðslan í janúar var 17,4% meiri en á
sama tíma í fyrra, en salan jókst hins vegar aðeins um
9,7%. Í haust töldu framleiðendur líklegt að markaður-
inn myndi fljótlega ná jafnvægi og verð myndi þokast
upp á við. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir.
Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri slátursviðs
Norðlenska, sagði að framboðið væri meira en reiknað
var með. Jón Helgi sagðist ekki sjá fram á að verðið
hækkaði mikið aftur nema því aðeins að dregið verði
úr framleiðslu. Hann sagði að verðið á svínakjöti væri
langt undir kostnaðarverði og það sama ætti við verð á
kjúklingi. Framleiðendur væru að stórtapa.
SS greiddi bændum 220 fyrir ári
SS hefur að undanförnu greitt bændum 160 krónur
fyrir kílóið af svínakjöti. Steinþór Skúlason, forstjóri
SS, sagði eftir að Norðlenska tilkynnti um verðlækkun
á svínakjöti í 120 kr, að SS myndi á mánudaginn lækka
verðið í 140 krónur.
„Á sama tíma fyrir ári greiddum við bændum 220
krónur fyrir kílóið. Það er alveg ljóst að það eru allir
svínabændur í bullandi taprekstri í dag og margir eru
komnir með neikvætt eigið fé.“
Verðhrun á
svínakjöti
Norðlenska lækkar verð
til bænda í 120 kr/kg
COLIN Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sem hér er á blaðamannafundi að
loknum fundi öryggisráðsins í gær, lýsti
því yfir að ferill Íraksstjórnar hvað varðar
samstarf við vopnaeftirlitsmenn væri eftir
sem áður „skrá yfir skort á samvinnu“.
Sagði hann að Sameinuðu þjóðirnar
„mættu ekki guggna á því“ á styðja að her-
valdi verði beitt til að afvopna Íraka.
Powell ekki sáttur
Sýnir eftir
langt hlé