Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARS 2003 31 ÞAÐ ER auðvitað heiðurfyrir mig að komast í hópallra þessara fögrukvenna. Ég verð þó að viðurkenna að mér fannst þessi málaleitan Kristínar Stef- ánsdóttur, framkvæmdastjóra No Name, mjög fyndin í byrjun. Þeg- ar konur eru komnar á minn aldur eru þær svo gott sem afskrifaðar af þjóðfélagi, sem dýrkar aðeins æskuna. Mér finnst hugmynd Kristínar um að fá konur á öllum aldri til að vera með bæði þörf og góð. Hvaða orð notar íslenskan yf- ir þetta? Að vera kominn af létt- asta skeiði og þegar aldurinn fær- ist yfir. Sumum finnst þetta hljóma næstum því eins og dauða- dómur, en finnst þér ekki merki- legt, að nærri því allar ævisögur byrja á lofsöng um ömmu? Hver er það, sem tengir saman kynslóð- irnar? Í þjóðfélögum Vesturlanda fer þeim ört fjölgandi, sem komnir eru af léttasta skeiði. Í öllum þjóð- félögum er umræða um það að hækka lífeyrisaldur og það er orð- ið sérstakt vandamál hvernig virkja eigi starfskrafta þessa fólk lengur. Bendir þetta ekki til þess að við eigum framtíðina fyrir okk- ur?“ segir Bryndís Schram, at- hafnakona, í samtali við Morgun- blaðið, en hún hefur verið valin andlit No Name snyrtivörufram- leiðandans árið 2003. Þetta var til- kynnt með pomp og prakt á Hótel Valhöll á Þingvöllum í gærkvöld. No Name-andlit ársins hefur verið valið árlega allt frá árinu 1990, tvö á ári til að byrja með, og er Bryndís þar með sú átjánda í röðinni sem fær það hlutverk að vera No Name-andlitið. Hún er jafnframt aldursforseti allra þess- ara kvenna. Kristín Stefánsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, seg- ir að hugmyndin að No Name hafi fæðst árið 1981 er hún var við nám í Lundúnum. Með stofnun fyrir- tækisins hafi ætlun hennar verið að koma til móts við norrænan og ljósan hörundslit íslenskra kvenna með þróun sérstakrar snyrtivöru- línu, sem framleidd sé fyrir hana í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Sterkir persónuleikar „Svo kviknaði sú markaðs- hugmynd hjá mér árið 1990 að nota íslensk andlit til kynningar á vörunum, en eftir að ég hafði framan af mest reitt mig á íslensk- ar fegurðardrottningar og fyr- irsætur, ákvað ég að breyta um gír árið 1995 og fara að einbeita mér að þroskuðum konum á besta aldri því bæði nota þær vörurnar meira en yngri dömurnar og eins vildi ég með þessu uppátæki mínu sýna fram á að konur væru ekkert endilega komnar úr umferð fertug- ar. Þær konur sem valdar hafa verið No Name-andlit ársins eiga það sameiginlegt að vera konur, sem hafa jákvæða ímynd, eru sterkir persónuleikar og góðar fyr- irmyndir. Hlutverk No Name- andlitsins er að vera ímynd No Name-snyrtivaranna í eitt ár. No Name-konan þarf því að vera vel til höfð og glæsilegur fulltrúi okk- ar í hvívetna, en á móti fær hún eilífðarsamning við fyrirtækið, snyrtivörur og förðun eftir þörfum alla tíð,“ segir Kristín. Andlit ársins er kynnt í mars á ári hverju og þá gjarnan með nokkrum íburði, en í hópi No Name-andlita eru til að mynda: Þórunn Lárusdóttir, Kristín Rós Hákonardóttir, Kogga, Selma Björnsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Valgerður Matthíasdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Emilíana Torrini, Diddú, Linda Pétursdóttir, Unnur Steinsson og Elín Reynisdóttir. Varalitur í brjóstahaldaranum „Fyrir mig, sem aldrei hef vanið mig á farða, er þetta skemmtileg upplifun,“ segir Bryndís. „Húð mín er þurr frá náttúrunnar hendi, og þess vegna gerir farði henni ekki gott. En auðvitað hef ég það fyrir venju að bera á mig raka- krem kvölds og morgna. Varalit- urinn – helst dökkur – hefur þó fengið að fylgja mér um árabil og er hann þá ýmist geymdur í vasa, en miklu oftar er hann vel falinn í brjóstahaldaranum, þar sem ég geng yfirleitt ekki með veski. Það er alveg ótrúlegt hvað varalitur einn og sér getur hresst upp á andlitið þegar maður er þreyttur og syfjaður. En nú segir Kristín mér að það sé alrangt að nota dökka liti því þeir minnki munn- inn!“ Segja má að Bryndís sé nú að fara í gegnum endurnýjun sinna lífdaga því fyrir tæpri hálfri öld, eða árið 1957, fór hún í gegnum svipaða reynslu þegar hún stóð uppi sem fegurðardrottning Ís- lands. „Ég var hins vegar ekki fyrr búin að taka þátt í þeirri keppni en ég fór að sjá eftir því að hafa gefið kost á mér. Það var staðföst trú mín þá að ég væri að gera lítið úr sjálfri mér. Mamma ýtti mér hálfpartinn út í keppnina og ég man hreinlega ekki eftir því hvort ég hlakkaði til eða kveið fyr- ir. Æ síðan hef ég reynt að gleyma þessum atburði og lítið viljað um þetta ræða. En núna, öllum þess- um árum seinna, eru viðbrögð mín allt önnur. Ég upplifi þetta sem svolitla viðurkenningu og finn að ég hef bara gaman af þessu. Sjálf- sagt er það aldurinn sem gerir mann lítillátari. Óhætt er að segja að þessi útnefning hafi komið inn í líf mitt sem óvænt ánægja.“ Frost og feimnir Finnar Bryndís hefur, sem kunnugt er, verið sendiherrafrú í Bandaríkj- unum undanfarin fimm ár, en fluttist til Finnlands skömmu fyrir jól ásamt eiginmanninum og sendi- herranum, Jóni Baldvini Hanni- balssyni. Bryndís segir að daglegt líf í Finnlandi sé mjög ólíkt því sem hún kynntist í Bandaríkj- unum, þar sem hún hafi strax ver- ið drifin út í samfélagið. Bryndís segir að þótt Finnland hafi vissu- lega komið sér á óvart með hörku- vetri og allt að 25 stiga frosti væru þau hjónin vonandi bara að ganga inn í annars konar ævintýri en þau sem að baki eru. „Finnar virka hins vegar af- skaplega seinteknir, lokaðir og feimnir og heilsa yfirleitt ekki að fyrra bragði. Það er erfitt að kynnast þeim, en þegar maður er einu sinni kominn inn fyrir skelina eru þeir hlýir og trygglyndir. Þetta er óneitanlega töluverð and- stæða mannlegra samskipta í Bandaríkjunum, þar sem allir eru svo opnir og viðmótsþýðir við fyrstu kynni. Þar í landi eru að sama skapi gerðar miklar kröfur til eigin- kvenna sendiherra í tengslum við fjáraflanir af ýmsum toga. Menn- ingarstarfsemin og heilsukerfið er meira og minna rekið með aðstoð sendiráða og auðkýfinga. Beiðnir komu frá fjölmörgum stofnunum um að við efndum til góðgerðar- kvöldverða til styrktar einhverju góðu málefni. Í hópi gesta voru þá gjarnan ríkir og valdamiklir Bandaríkjamenn, sem borguðu þúsundir dollara fyrir að fá að koma í sendiráðsboð. Á móti sá ég mér leik á borði og kynntist þeim ríku og valdamiklu með því að hafa þá við matarborðið mitt. Allt- af hafði ég íslenskan mat á borð- um sem ég útbjó yfirleitt sjálf, enda var ég ekki með neinar elda- buskur í þjónustu sendiráðsins. Þegar um fjöldaboð var að ræða átti ég góða vinkonu meðal ís- lenskra kvenna í borginni sem sá um undirbúning. Það var óneitan- lega mikill styrkur. Þetta fyrirkomulag var vissu- lega öðruvísi en viðgekkst hjá sendiráðum stærri þjóða, en með þessu tókst óneitanlega að vekja athygli. Mín meining er hins vegar sú að rekstur sendiráða án fjár- magns sé með öllu tilgangslaus. Til hvers að reka sendiráð ef það getur ekki þjónað því hlutverki að vekja áhuga heimamanna á landi og þjóð, sögu, menningu og við- skiptum?“ Gaman með Jóni Bryndís segist hafa verið á fullu allan þann tíma, sem hún hafi búið í Washington, en ljóst sé að fólk þurfi að hafa sig mjög í frammi í Finnlandi, vilji það vekja eftirtekt á landi og þjóð. „Þó að Ísland sé hér vel þekkt og það sjáist bæði íslensk list í galleríum og bækur íslenskra höfunda í bókabúðum, má samt gera miklu betur – ein- mitt vegna þess að eftirspurnin er fyrir hendi. Handan við Finnska flóann eru svo Eystrasaltsþjóð- irnar þrjár á fullu að nýta nýfeng- ið sjálfstæði til athafna. Ég hef farið með Jóni Baldvini í fyrstu ferðirnar þangað og maður getur ekki annað en orðið snortinn af þeirri virðingu og væntumþykju sem Ísland nýtur á þeim slóðum. Það eru einfaldlega engar ýkjur að Ísland skipar sérstakan sess í vit- und fólks í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Þessar þjóðir eru í óða- önn að bæta sér upp það sem þær fóru á mis við í fortíðinni. Þarna blasa alls staðar tækifærin við, í atvinnulífi, viðskiptum og menn- ingarsamskiptum. Íslendingum standa allar dyr opnar. Ef við vilj- um nýta þessi tækifæri þurfum við að kosta nokkru til í upphafi. Það er pólitísk ákvörðun hvort við telj- um slíka fjárfestingu peninganna virði. Tækifærin bíða þeirra sem kunna að grípa þau. Í Washington reyndum við að nýta sendiráðsbú- staðinn til menningarathafna, og okkur langar til að gera eitthvað svipað hér. Eftir tíu daga verður haldin leiksýning hér í stofunni hjá okkur, þar sem leikararnir Borgar Garðarsson, sem búið hefur lengi hér í landi, og María Árnadóttir, sem búsett er í Svíþjóð, ætla að flytja einþáttung upp úr Brekku- kotsannál Halldórs Laxness. Ég kem 40 manns fyrir í stofunni, og svo verður auðvitað boðið upp á ís- lenskan mat á eftir. Það er þá alla- vega byrjunin á einhverju.“ Þegar Bryndís, sem nú nálgast 65 ára aldurinn, er að lokum spurð að því hvernig í ósköpunum hún fari að því að halda sér svona sí- ungri, verður í fyrstu fátt um svör. En eftir smá umhugsun segir hún: „Veistu það, ég held að ástæðan sé einfaldlega sú, að ég rataði á rétt- an maka í upphafi! Lífið er mikið lotterí. Ætli það sé ekki eins konar ratleikur. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur Jóni Baldvini. Og ef lífið er skemmtilegt, má maður ekkert vera að því að eld- ast.“ Bryndís Schram er No Name-andlitið árið 2003 „Lífið er ratleikur“ Ljómynd/BáraBryndís Schram var valin andlit No Name árið 2003. Nýjasta No Name-andlitið, Bryndís Schram, segir að í landi æskudýrkunar sé sér það mikill heiður að vera aldurs- forseti þeirra átján No Name-andlita, sem þegar séu til. Hún sagðist þó í sam- tali við Jóhönnu Ingvarsdóttur aldrei hafa vanið sig á að nota snyrtivörur sé varaliturinn undanskilinn og því ekki seinna vænna en að læra að farða sig fyrir hin ýmsu tækifæri. join@mbl.is Bryndís tók þátt í Miss Universe-keppninni á Long Beach í Kaliforníu árið 1957, en það ár var hún kjörin fegurðardrottning Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.